Góð Heilsan er gullnáma!

Menn eiga það til að taka áhættu. Áhættusækni er hættuleg fyrir alla og sérstaklega unglinga. Rannsóknir á hegðun unglinga hefur æ ofaní æ bent á þennan hættulega þátt unglingsárana að áhættan varð þeim að meini.

Tóbaksnotkun, drykkja og eiturlyfaneysla hefst yfirleitt á unglingsárum og um miðjan aldur er neyslan orðin manninum til baga svo að til meðferðarúrræða þarf gjarnan að grípa til að ná að nýju tökum á vímulausri tilveru. Þá er viðurkennt að ástandið er orðið sjúklegt og yfirvöld heilbrigðismála eru þá kölluð til að borga fyrir batameðferð viðkomandi. Við erum með allstórar stofnanir sem eru að vinna við þennan vanda.

En það byrjar enginn neyslu þessara efna sem sjúklingur en efnin gera menn sjúka. Viðurkennt er að vínneyslan ,,skapar" þunglyndi. Hún sljóvgar einnig siðgæði og brenglar dómgreind.

Þekkt eru þau dæmi þegar menn setjast undir stýri undir áhrifum og sitja uppi með afleiðingar þess alla ævina. Ofurlítil áhætta kostaði ævarandi ör og sektarkennd vegna ölvunaraksturs sem endaði skelfilega.

Það hlýtur að vekja athygli allra sem setja okkur lög og reglur þegar hver viðvörunin eftir aðra birtist í fjölmiðlum um skaðsemi og áhættuna sem aukinn aðgangur að áfengi hefur í för með sér. Samfélagið verður fyrir tjóni og vandinn vex í nafni viðskiptafrelsis. Frelsinu fylgir ábyrgð!

Í upphafi þessa mánaðar steig fram fulltrúi Landlæknisembættisins og krafði stjórnvöld um aðgerðir vegna aukins smits kynsjúkdóma eins og sárasóttar og HIV. Samfélagið er sett í mikla áhættu vegna sjúkdómanna og menn vita að þeir geta stungið sér niður hvar sem er vegna hegðunar manna og áhættusækni.

Í gegnum aldirnar hafa menn beitt siðferðiskröfum sem stjórntæki á samfélagshegðun. Það er ekki öll hegðun góð þó svo að ,,allir vilji frelsi" til athafna. Menn hafa verið að gefa eftir og hunsa góð gildi sem héldu samfélagi manna heilbrigðu. Frelsið í kynlífi er nefnilega samfélaginu hættulegt þó svo að þau flokkist sem mannréttindi.

Þessi nýja áfengislöggjöf hefur alveg sama eðli og sum mannréttindi. Löggjöfin hljómar sem frelsisskrá en opnar hinar dyrnar um leið að samfélagið verður veikara og sjúklegt ástand dreifist yfir á heimilin.

Við þurfum hvorki aukið frelsi til drykkju né kynlífs heldur miklu fremur að stíga nokkur skref aftur inní gömlu gildin sem kostuðu ekki menn heilsuna og studdu ungmenni til samfélagslegrar ábyrgðar á eigin heilsu og lífi. Það ætti að vera okkur ljóst að góð heilsa þjóðar er gullnáma samfélagsins

Ég skora á stjórnvöld að vísa frumvarpinu á dyr og Sjálfstæðismenn að taka til í frelsishugsjóninni. Það eykur ekki frelsi né mannréttindi að glíma við sjúkdóma og heilsutjón stóran hluta ævinnar!

Snorri í Betel


mbl.is Hvetja þingmenn til þess að fella frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband