Umburðarleysi, fordómar?

Er verið að taka til?

Fulltrúar Samtaka 78 fá að koma í skólana til að kenna umburðarlyndi. Borg og bær borga. Gídeon menn fá ekki allsstaðar að koma með Nýja Testamentið í skólana þó svo að sú bók hafi verið notuð öldum saman til að kenna umburðarlyndi, kærleika og einnig þann alvarleika sem segir: ,,Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Jesú Krists til þess að sérhver fái það endurgoldið, sem hann hefur aðhafst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt".(2.Kor.5:10)

Í bók Gideonmanna er haft eftir höfundi trúarinnar: ,,Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim eigi, því að slíkra er Guðsríki!" En samt er börnunum bannað af yfirvöldum skólamála að gefa börnunum þetta veganesti!

Er bann skólanna gagnvart Gideon vegna haturs, fordóma eða skorts á umburðarlyndi?

Ef við leyfðum þessum boðskap hins Nýja Testamenntis að móta huga barnanna þá sparar það okkur heila stöfnun og nýja löggjöf. Sá sparnaður hleypur á hundruðum milljóna!

Þér er ætlað að elska útlendinginn og bjóða hann velkominn! Á hvaða forsendum?

Vita menn að ,,bannaða bókin" sem Gideonsmenn vilja gefa börnunum segir: ,,Þú skalt ekki halla rétti útlends manns." (5.Mós. 24:17) Enn fremur er sagt: ,,Ef útlendur maður býr í landi yðar þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð." (5.Mós. 19: 33)!En þessi boðskapur má ekki berast börnunum í gegnum bók Gideon manna!

Þessum málum er nefnilega svo oft gerð léleg skil að mig undrar, hjá hámenntaðri þjóð eins og sú Ísland byggir. Þó svo að útlendingurinn komi hér til að vinna þá mætir hann ekki endilega því viðhorfi að hann fái laun samkvæmt lögum landsins. Fréttir herma að þeir eru hlunnfarnir og kúgaðir á margan hátt! Ég spyr, höfum við efni á að útiloka Gideon menn frá æsku landsins og þannig fjarlægja boðskapinn sem sáir umburðarlyndi og vilvilja gagnvart útlendingum, samkynhneigðum, gagnkynhneigðum, réttlátum og syndurum?

Það er hið mesta kærleiksverk sem nokkur maður fær að taka þátt í að snúa syndara frá villu síns vegar og beina honum inn á braut réttlætis og heilla. Það starf hefur ávallt betrumbætt land, þjóð og menningu!

Mér sýnist vá vera fyrir dyrum hjá þjóðinni okkar. Sú vá er fólgin í því að þeir sem eru löggjafar í landinu hafa verið, sumir, dauðhreinsaðir af Orði Guðs og bera því ekki í sér heilbrigðan mælikvarða á það sem flokkast skuli ,fordómar og/eða hatursorðræða"

Enginn sannkristinn maður ber fram málefni sem hatar! En stöðuglega ber hinn kristni fram mál og kenningu sem er: ,,nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks"! (2.Tím. 3:16)

Endrreisum hin kristnu og Biblíulegu viðhorf!

Snorri í Betel


mbl.is Ný lög og stofnun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Eins og Belsasar vanvirti það sem var helgað Guði og hlaut afleiðingar með dauða sínum.

eins hef ég áhyggjur af þeirri vegferð sem við höfum uppi með tákn sáttmálans sem Guð gerði sem ævarandi tákn milli allra lifandi sálna á jörðinni og sín.

Nú vanvirðum við þann sáttmála með því að heiðra það sem ekki er samkvæmt orði Guðs. 

 

Dan 5:25-30

"Og þú, Belsasar, sonur hans, hefir ekki lítillætt hjarta þitt, þótt þú vissir allt þetta,

heldur hefir þú sett þig upp á móti Drottni himnanna og látið færa þér kerin úr húsi hans, og þú og stórmenni þín, konur þínar og hjákonur hafið drukkið vín af þeim. Og þú hefir vegsamað guði úr silfri, gulli, eiri, járni, tré og steini, sem ekki sjá, ekki heyra og ekkert vita, en þann Guð, sem hefir lífsanda þinn í hendi sér og ráð hefir á öllum högum þínum, hann hefir þú ekki tignað.

Samstundis voru fingur handarinnar frá honum sendir og þetta letur ritað.

En letrið, sem ritað er, er þetta: mene, mene, tekel ufarsin.

Þessi er þýðing orðanna:mene, Guð hefir talið ríkisár þín og leitt þau til enda;

tekel, þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn;

 peres, ríki þitt er deilt og gefið Medum og Persum."

Því næst bauð Belsasar að klæða Daníel purpura og láta gullfesti um háls honum og gjöra heyrinkunnugt, að hann skyldi vera þriðji yfirhöfðingi í ríkinu.

Á hinni sömu nótt var Belsasar Kaldeakonungur drepinn."

 

1 Mos 9:16-17

"Og boginn skal standa í skýjunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi, sem er á jörðinni."

 

Og Guð sagði við Nóa: "Þetta er teikn sáttmálans, sem ég hefi gjört milli mín og alls holds, sem er á jörðinni."

 

 

Sjá einnig í opinberunarbókinni er regnboginn er sýndur sem skaut hásæti Guðs! og að mínu mati engu minna heilagt en gullker þau, sem tekin höfðu verið úr musterinu, húsi Guðs í Jerúsalem. 

En og aftur minnir þetta okkur á endatímanna þar sem lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. og vanvirða við allt sem heyrir Guði til magnast.

Opinb 4:2-5

"Jafnskjótt var ég hrifinn í anda. Og sjá: Hásæti stóð á himni og einhver sat í hásætinu.

Sá, er þar sat, sýndist líkur jaspissteini og sardissteini og regnbogi var kringum hásætið á að sjá sem smaragður.

Umhverfis hásætið voru tuttugu og fjögur hásæti, og í þeim hásætum sá ég sitja tuttugu og fjóra öldunga, skrýdda hvítum klæðum og á höfðum þeirra gullkórónur.

Út frá hásætinu gengu eldingar, dunur og þrumur, og sjö eldblys brunnu frammi fyrir hásætinu. Það eru þeir sjö andar Guðs."

Kristinn Ingi Jónsson, 6.4.2017 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband