Af hverju ætti að finnast líf?

Það er mikið á sig lagt í að leita að lífi. Frá því ég man eftir mér var þessi von í blöðum og bókum fyrir okkur sem börn og unglingar.

Við strákarnir lásum Tom Swift og Willa ævintýramann ásamt geimverubókum og bókum um tímavél, ferðir fram og aftur í tímann. Þessi ævintýraheimur heillaði og sögurnar lásum við upp til agna. Sum blaðanna á ég enn.

Í þá daga fékk ævintýrir að njóta sín og draumaveröldin að ferðast um víðáttur himingeimsins og hitta hið óvænta fyllti ævintýraheim unglinganna. En nú er öldin önnur.

Unglingarnir sem lásu ævintýrin eru í dag vísindamenn og ráða yfir ógrynni fjár til að rannsaka hvort ævintýrið kynni að reynast satt. Þeir leita grimmt að lífi í öllum krókum og kimum og athuga hvort einhversstaðar hafi myndun lífs hafist.

Tunglið sagði nei. Það er þó vitað að líf var á Tunglinu. Það var í þau skipti þegar geimfarar Bandaríkjanna stigu fæti sínum á þar en svo hurfu þeir aftur til jarðar.

Mars segir nei! Ekki örlar á lífi þar eða að eitthvert líf hafi myndast af sjálfu sér.

Hnettirnir Merkúr og Venus segja nei! það þarf ekki að leita þar lengur. Ekki hafa risarnir Júpiter, Sartúrnus, Neptúnus og Úranus verið jákvæðar plánetur lífinu en vonast er til að eitt af tunglum Júpiters gæti geymt einhverja lífsvon?

Nú liggur von draumamannanna í 20 ljósára fjarlægð og vissan hvort líf sé þar að finna fáum við ekki fyrr en eftir 1,6 milljónir ára, ef við sendum þangað geimflaug sem á að ná aftur hingað til jarðar með sýnishorn frá hnöttunum.

En hvað veldur þessari miklu og öflugu þrá til að finna líf annarsstaðar? Jú, það er trúin um þróun.

Sú trú grundvallast á tveimur grunnþóttum 1. af því sem við sjáum og 2. af því að við höfnum Guði sem skapara alls. Undirliggjandi þáttur er því að sanna að enginn Guð kom að því að við erum til sem sköpun eða handarverk hans. Biblían er því bók sem vísindin taka ekki mark á.

Eina ástæðan fyrir þróunarkenningunni er því Guðsafneitun og það óþægilega, hvaðan kom þá lífið?

Fram að þessu hefur leit vísindanna gert það að verkum að menn hafa sannað að eitthvað mikið meira en tilviljun hefur komið að tilveru okkar hér á jörð.

1. Allt á upphaf!  Hvort sem við köllum upphafið ,,Miklahvell" eða að ,,Guð talaði"!

Hiklaust tala menn um aldur himingeimsins, hnatta, jarðar og upphaf lífs. Þetta segir Biblían líka.

2. Öllu er haldið í samhengi. Lífið á jörðinni hefur aflgjafa, sólina, sem er fínstillt fyrir viðhaldi og framleiðslu orku fyrir frumlífverur eins og ljóstillífun plantna og þörunga sem mynda fæðu fyrir lífverur er nærast á þeim. 

Sólin gefur hárrétta geislun og jörðin er í hárréttri fjarlægð frá henni til að líf haldist við.

Tunglið er í nákvæmlega réttri fjarlægð til að viðhalda fljóði og fjöru ásamt því að mæla tíma og tíðir og snúning jarðar.

3. Allt sem lifir hverfur aftur til jarðarinnar. Sama hvaða lífveru við nefnum þá deyr hún og verður endurnýtt í náttúru jarðarinnar, enda komin þaðan nema....!

Nema einhverjar stórkostlegar hamfarir eigi sér stað. Ef t.d. flóð hvolfist yfir lífssvæði og hylji það miklu fargi og djúpu jarðlagi. Þá geta lífverurnar legið þar og steinrunnið eins og dæmin sanna.

Við eigum dæmi frá Snorrasvæðinu í Norðursjó þar sem Norðmenn dæla olíunni úr lindunum djúpt undir yfirborði hafsbotnsins. Þar á 2600metra dýpi fundu þeir í borkjörnum við olíuleitina beinaleifar risaeðla. Þær höfðu áður gengið á yfriborði jarðar en grófust svona djúpt á augnabliki, einhverntíma í árdaga. Jarðlögin djúpt í jörðu þurfa því ekki endilega að vera eldri en þau sem blasa við okkar augum. En þau eru allavega jafn gömul jörðinni og eldri en risaeðluleifarnar.

Undrið er það að hér skuli finnast líf. Við höfum ágætis heimildir fyrir upphafi þess, sögu og tilgangi. En þar kemur líka að okkar vanda hvort við trúum þeim upplýsingum. Í þeim upplýsingum er því haldið fram að eigandi sé að lífinu og tilverunni. Eigandi að þér og mér og við erum gerð samkvæmt fyrirmynd.

þær upplýsingar um fyrirmyndina sem við erum mótuð eftir og tilganginn sem er með lífinu gerir okkur ábyrg fyrir okkur, hæfileikum okkar og afkomendum. Ég má t.d. ekki fara með afkomendur mína eftir eigin hugdettu hvort sem þeir eru mér þægilegir eða óþægilegir. Ég má ekki eyða þeim t.d. ekki misnota þá, ekki sniðganga þá og þegar ég dey þá eiga afkomendur mínir að erfa mig. Eignir mínar fara í þeirra hendur!

Eins er það með mig. Ég þarf að standa skapara mínum skil á orðum mínum og athöfnum. Stundum er eins og eitthvað illt ráði yfir okkur og menn eyða hvoru öðrum í tugþúsundatali. Við teljum okkur hafa rétt til að gera það sem okkur best þykir jafnvel svo að við framleiðum kjarnavopn í þeim mæli að við getum eytt öllu lífi á jörðunni 7 sinnum! Flokkast þetta ekki sem réttur til sjálfsvarna?

Ef við gerum það, eyðum lífinu, hvar er þá annarsstaðar líf að finna?
Biblían segir: ;;Allir vér sem með óhjúpuðu andliti sjáum endurskinið af dýrð Drottins.." Þessi náttúra er því staðfesting á að höfundur hennar er dýrðlegur snillingur og eigandi hennar á skilið allan heiður og vegsemd sem nokkur getur gefið. Hún segir líka: ,,Í honum (Jesú Kristi) var líf og lífið er ljós mannanna" Hann er upphaf lífsins og tilverunnar og allt á tilveru sína í honum. Dag einn þarftu að standa frammi fyrir dómstóli hans og þá verður þú spurður út í það allt sem þú hefur aðhafst líkamanum?

Þegar mönnum er stefnt fyrir dómstóla þá er nauðsyn að fá sér lögmann. Ekki standa einn eins og glópur.

Ég mæli með einum lögfræðingi. Ég kynntist honum í gegnum orð Jóhannesar Guðspjallamanns og hann kynnir hann m.a. svona: ,,Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga; og jafnvel þótt eihver syndgi þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist hinn réttláta og hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir heldur líka fyrir syndir alls heimsins." (1.Jóh.2: 1-2)

Fáðu hann sem þinn lögfræðing eða árnaðarmann!

Snorri í Betel


mbl.is Fundu sólkerfi með 7 reikistjörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er hægt að finna líf út um allan geiminn en það virðist aldrei leitað á réttu stöðunum.

Nú veit ég ekki um líf á þessum plánetum sem að er getið um tengt þessari færslu en við skulum skoða hvað er þegar vitað:

Hvíti kynstofninn á uppruna sinn úr Lyru-stjörnukerfinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1847001/

-------------------------------------------------------------------

Það er hægt að finna mennskt líf í Pleiades-stjörnukerfinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1604543/

-----------------------------------------------------------------

Það er hægt að finna mennskan kynstofn í Tau-Ceti stjörnumerkinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1473713/

--------------------------------------------------------------------

Það er hægt að finna mennskan kynstofn á plánetu sem kallst Ummo:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1468877/

---------------------------------------------------------------------

Það er hægt að finna mennskt líf á plánetu sem að kallst Acart:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1320511/

---------------------------------------------------------------------

Á plánetu sem að kallast  Coma Bernices:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1319802/

-------------------------------------------------------------------

Í Alpha Centauri- stjörnumerkinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1315935/

----------------------------------------------------------------

Í Síríus stjörnukerfinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1309287/

-----------------------------------------------------------------

Jón Þórhallsson, 5.3.2017 kl. 17:47

2 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Veit Nasa og Esa af þessum uppgvötum hjá þér Jón Þórhallson? Aldrei lesið annað eins. 

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 24.3.2017 kl. 17:37

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er engin sérstök uppgötvun hjá mér; þó að ég hafi lagt saman 2+2 þessu tengdu.

Allir þessir CONTACTAR eiga uppruna sinn há erlendum aðilum, mikið af fólki hjá NASA veit að við erum ekki ein í alheiminum þó að það fólk segi ekki frá öllu því sem að það veit þar á bæ.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/16/

Jón Þórhallsson, 4.4.2017 kl. 12:06

4 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Sæll Snorri og takk fyrir bloggið 😀

það sem við eigum að leita að er vegurinn að lífsins tré!

Veginum að lífsins tré lokaði Guð vegna synda mannsins sjá: 1 Mós 3:24 og hann rak manni Butt og setti kerúbana fyri Austin Eden og loga hins sveipandi sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.

1. Kron 16:11

Leitið Drottins og máttar hans, leitið sífellt eftir augliti hans.

Amos 5:14 Leitið hins góða en ekki hins illa, þá munuð þér lifa og þá verður Drottin, Guð hersveitanna, með yður eins og þér hafið sagt.

Guð setti manninum leiðarvísi að hvers við eigum að leita! "lífsins tré"

Matt 7:7 Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýi á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Jóh. 3:16

því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að H ver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Opinb. 22:14 Sælir eru þeir sem þvo skekkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðið inn í borgina.

þetta er eina leiðinn að lífsins tré það er í gegnum trú á hinum lifandi syni Guðs Jesú Kristi.

Jesaja 34:16

leitið í bók Drottins og lesið: Ekkert mun vanta, ekkert þeirra saknar annars því munnur Drottins hefur boðið þetta, andi hans hefur sjálfur stefnt þeim saman.

Jesaja 8:19-20

Ef sagt er við yður: "Leitið til framliðinna og anda sem hvískra og muldra," skuluð þér svara:"Á fólk ekki frekar að leita til Guðs síns? Hvers vegna ættu menn að leita til dauðra vegna hinna lifandi? "Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins" Hver sem ekki talar þannig mun ekki líta mörgunroðann.

Öll önnur leit er varasöm og til þess eins að eyðileggja og afvegaleiða fólk frá sannleikanum og valda fólík skaða skaða

Kristinn Ingi Jónsson, 6.4.2017 kl. 08:00

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað gæti Snorri sagt okkur um SÁTTMÁLSÖRKINA

sem að getið er um í NÝJA-TESTAMENTINU MÁLGANGI KRISTINNA MANNA?

Er ekki talið að þar sé kominn hlekkurinn á milli GUÐS  og manna? (Lífsins tré?).

"Og KIRKJA GUÐS opnaðist, það sem á himni er og SÁTTMÁLSÖRK hans birtist þar".

(Nýja-Testamentið: Opb. 11.19).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2036980/

Jón Þórhallsson, 10.4.2017 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband