31.10.2017 | 12:33
Lúter í 500 ár!
Kristnin á Íslandi er kölluð ,,Lúters trú"! Menn gjarnan hafa þá viðhorf Lúters sem samnefnara á siðferðilegum og trúarlegum skilningi. Það er gjarnan ,,Lúterskur" skilningur ef Þjóðkirkjan tjáir sig um mál.
Fríkirkjur eru til sem tengja sig við Lúter og þaðan berast mjög öðruvísi viðhorf á ýmsum málum en þau sem Þjóðkirkjan heldur fram. Fríkirkjurnar eru þá einnig með ,,Lúterskan" skilning.
Eitt grundvallar atriði sem Lúter hélt fram var ,,Sola Scriptura" sem útleggst ,,Ritningin ein"! Af því má ráða mikilvægi mótmælanna að hann benti trúarstofnuninni á að Kristnin byggir á óskeikulleika Biblíunnar en kirkjan veikti siðferðisvitund almennings. Þetta er mjög dæmandi fullyrðing!
Ég las grein eftir Fríkirkjuprest sem segir:,,Hins vegar taldi Lúter kirkjustofnunina veita fólki falskt öryggi með sölu syndaaflausnar og slæva siðferðisvitund fólksins."
Seinna í sömu grein heldur hann þessu fram:,,Siðbreytingin sem kennd er við Lúter hefur gefið okkur á hinu trúarlega sviði, möguleika til að jafna stöðu kynjanna, gefa samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum, setja mannréttindi ofar trúar-boðskapnum og djörfung til að berjast gegn steinrunnum trúar stofnunum"!(Fréttabl.31.10.'17, bls.13)
Hvernig hljómar þessi fullyrðing í ljósi kennisetningar Lúters ,,Sola Scriptura"? Ritningin ein setur fram mjög ákveðna stöðu kynjanna, samkynhneigðra og mannréttinda!
Ritningarnar segja konuna ,,samhjálp" eiginmannsins. Þær fullyrða að kynvillingar erfi ekki Guðs ríkið! Að hjónabandið sé samband Karls og konu! Þær stuðla ekki að því að mannréttindi fái að farga fóstrum, heldur grundvallist á því að við erum öll jafningjar, sköpuð í Guðs mynd!
Ef Lúter hefur haft lög að mæla fyrir 500 árum sem snerta þessi svið hins mannlega lífs og ,,Sola Scriptura" sé jafngild í samtíma okkar þà er Fríkirkjupresturinn að bjóða lesendum sínum uppá ,,falskt öryggi" Fríkirkjunnar. Hann er þá gengin á svig við grundvöll mótmæla Lúters og kominn í spor miðaldra kirkjunnar sem ,,slævði siðferðisvitund fólksins" og boðaði þeim ,,falskt öryggi" trúarinnar sem Jesús, postularnir og spámennirnir boðuðu.
Það er all illt manni að bjóða börnunum uppá steina og höggorma í nafni Lúterskra fræða, 500 árum eftir að lærifaðir Fríkirkjunnar sté fram og festi 95 greinar mótmælanna á dyr hinnar ,,fölsku" kirkju!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
BIBLIAN / HEILÖG RITNING kveður á um það á mörgum stöðum að hjónabönd skuli einungis vera á milli karls og konu.
Ætti ekki spurning allra presta landsins í dag að vera hvort að hjónabönd samkynhneigðra séu GUÐI, Kristi & Lúther þóknanleg?
Við höfnum væntalnlega páfanum sem æðsta valdi í okkar lífi en er kannski komin ástæða til að hafna einnig hinum Lútherska biskupi þjóðkirkjunnar fyrir að blessa samkynhneigð?
Jón Þórhallsson, 31.10.2017 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.