22.12.2017 | 11:02
Jerúsalem, aflraunasteinn?
Ísland hnaut í gær um aflraunasteininn ásamt meirihluta SÞ! Frá því er greint í hinni Helgu bók, Biblíunni, að Guð hafi sett ákveðinn dag til að gera Jerúsalem að aflraunasteini fyrir þjóðirnar. Sá dagur var í gær, þegar sólin var lægst á lofti og myrkur mest á Norðurhveli.
Ljós Guðs fékk ekki að skína og leiðin til friðar lokaðist, gersamlega. Hérðan í frà, rennur vagninn bremsu laus að sínu marki, Harmageddon. Ísland er í þeim vagni og þorir ekki að stökkva af. Mönnum finnst hið framan sagða sjálfsagt neikvætt og þröngsýnt en skoðum það nànar.
Spàdómsbók Sakaría er rituð um 517 f.kr. Á þeim tíma var verið að endurbyggja borgina Jerúsalem eftir Herleiðinguna til Babylonar. Þjóðin stóð í angist og klemmu við aðrar þjóðir í kring sem unnu gegn því að gyðingar endurbyggðu borgina og Musterið! Þessi staða er komin upp aftur og lýsir sér í andsröðunni sem birtist í fréttinni. Sakaría talar til samtíma síns eftirfarandi orð:,,Á þeim degi mun ég gera Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni! (Sak..12:3)
Þetta ástand var á dögum Sakaría og er enn í dag! Sama staða. Sama prófið! Eins og áður skipa þjóðirnar sér í óvinafylkingar gegn Jerúsalem og Ísrael og það í nafni friðarins! Seinna segir í sömu bók: ,,Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir,, (Sak.14:2-3)
Þetta er framhaldið sem fylgir, þegar orðum Friðarhöfðingjans er ekki hlýtt. Þá köllum við yfir okkur ófrið og hörmungar. Allar þjóðirnar í kringum Ísrael hafa haft 100 ár til að sýna friðarvilja í verki en stöðugt boðið uppá ófrið og útrýmingu! Besta tækifærið til að sýna friðar viljann var í Camp David friðarsamningunum í tíð Clintons, þegar Arafat sló á útrétta friðarhönd gyðinga af því að ,,hann vildi allt eða ekkert!
Enn í dag er utanríkisráðherra Íslands að vona að Arabarnir sýni friðarvilja og þá styður hann og styrkir andstöðuna gegn Ísrael og Jerúsalem. Hann, með sinni ákvörðun skipar okkur á sess óvina alveg á sama hátt og gerðist á dögum spámannsins Sakaría.
Framhald þessarar ákvörðunar verður þannig að við erum komin í hóp andstæðinga Guðs. Af því mun leiða að spádómur Esekíels um þjóðir síðustu tíma fellur líka yfir okkur sem andstæðingar friðarins. Þetta segir Esekíel í köflunum 38&39 sem fjalla um síðustu átökin milli ljóss og myrkurs: ,,Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út, ásamt öllu herliði þínu..Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma-lýður, hin ysta norðurþjóð og allir herflokkar hans-(allar skandinavísku þjóðirnar; þær hafa skipað sér á móti Jerúsalem og Ísrael).
Nu mun rætast að við höfum skipað okkur í andstöðuna við Guð og það er feigðar flan. Aðeins ein leið og örfáir dagar eru okkur opnir til að snúa við frá heljarslóð! Við sigrum ekki Guð; og þar sem þetta ár er Fagnaðarár hjá gyðingum þá mun Guð vinna hratt og snarlega í þessu máli!
skrifað í von um miklu betri framtíð en þá sem viðvaranir spádómanna greina okkur frá að kima muni yfir okkur!
Guðlaugur, snúðu við, af þessari Heljarslóð!
Snorri í Betel!
Höfnuðu ákvörðun um Jerúsalem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.