17.4.2018 | 10:24
þeir kristnu gerðir að sakamönnum!
Er það ekki athyglisvert hve oft vondir stjórnendur skella sök á saklaust kristið fólk? Sá fyrsti sem við þekkjum sem gerður var að sakamanni af stjórnvöldum var Jóhannes skírari, Jesús Kristur og svo kom þessi ófögnuður yfir lærisveina Krists. Neró sakaði þá kristnu um að hafa kveikt eldana í Róm þegar hún brann 64 Ad.
Við höfum vísbendingar um að meðal gyðinga urðu spámenn þeirra oft fyrir harkalegum viðbrögðum konunga og stjórnvalds. Í þann tíma var ,,aðskilnaður ríkis og kirkju"!
Síðari tíma stjórnvöld tóku kirkjuna undir sinn verndarvæng og við það varð kirkjan þægari og friðvænlegra ástand myndaðist. Má vera vegna þess að kirkjan lagði af að prédika ýmis beitt atriði sem bentu stjórnvöldum á sekt þeirra gagnvart Almættinu.
Nú rís Erdogan upp gegn kristnum amerískum presti og sakar hann um hryðjuverk. Slíkum ólögum vorum við beitt af Bretum 2008, gleymum því ekki. Við erum í Nató með Tyrkjum og prestinum. En auðvita tökum við ekki afstöðu í svona eldfimu máli, er það? Prestar og kristnir í okkar landi eru ágætlega þægilegt fólk nema þeir tali gegn samkynhneigð þá myndast sog og öldurót í þjóðfélaginu og slíkir fá ,,tyrkneskt bað" ríkjandi stjórnvalds! Þessi prestur er þó ekki sakaðr um slíka ,,fordóma"!
Fátt er auðveldara en að saka þá saklausu um hryðjuverk, mannhatur og fordóma. Þessi orð eru illa skylgreind og allt fellur undir hryðjuverk og mannhatur sem passar ekki við ríkjandi almenningsáliti. Islam er ríkjandi trúarviðhorf í Tyrklandi og þá er kristnin auðvitað hryðjuverkastarfsemi í slíku andrúmslofti. Kritnin kennir okkur um synd og lesti mannsins sem fá að blómstra undir sharíalögum Islams.
Í gegnum söguna hefur kristnin alltaf verið kæfð og útrýmt í veldi múslima nema helst í Sýrlandi. Kristnir söfnuðir hafa verið lengi til í mörgum löndum múslima og gengið mis vel. En nú er mikil breyting á varðandi Tyrkina. Skýringuna er helst að finna í viðhorfi Erdogans að hann sækist eftir lyklavöldunum í Mekka og Jerúsalem. Erdogan er sjálfur útskrifaður sem lærifaðir eða Iman og nu þarf að sýna hinum Islamska heimi hver er verndari trúarinnar og um leið leiðtogi allra Múslima. Þess vegna er amerískur prestur tekinn, gerður að hryðjuverkamanni, mannhatara og fordómafullum kennimanni.
Mér finnst þetta gullið tækifæri fyrir utanríkisráðherra að láta að sér kveða og nýta NATO samstarfið til að senda Erdogan tóninn og krefjast þess að saklaus prestur fái að ganga laus bæði í Tyrklandi sem og víðar. Menn vilja gjarnan sýna kærleiksríkt og fordómalaust yfirbragð gagnvart Úganda og Kenýabúum en hvað með líðandi þjón Jesú Krists í Tyrklandi? Er honum bara nær að hafa hagað sér ,,svona"?
Það megum við á Íslandi vita að þessi andkristnu öfl eru líka meðal íslenskra stjórnmálamanna sem bæði sitja í bæjarstjórnum og á Alþingi okkar. Erdogan finnst víða!
baráttukveðja
Snorri í Betel
Sakaður um hryðjuverk í Tyrklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru margir fjölmiðlar sem að stunda það sem kallað er að
"HENGJA BAKARA FYRIR SMIÐ"
þá er dregið fram eitthvert ógæfufólk sem að líkist einhverjum
eða að það heitir sama nafni og sá sem að á að koma höggi á;
þannig er oft komið höggi á þekkt fólk
(sem að er ekki í náðinni hjá valda-elítunni) með óbeinum hætti.
Alveg eins var Jón Gnarr var bara leiksoppur /stengjabrúða óvandaðra afla.
Jón Þórhallsson, 17.4.2018 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.