Lúðurinn gellur...!

Það voru 150 þjóðir sem tóku þátt í ,,verkfalli" út af loftslagsbreytingum. Mannfjöldinn náði einhverjum milljónum og fólkið náði bæði eyrum fjölmiðla og stjórnmálamanna. Nú er þetta aðkallandi verkefni sem þessi mikli skari vil breyta.

En af hverju er þessi ótti hjá ungu fólki? Hægt er að tala um að fókið upplifi dómsdag innan seilingar! Í hugum ungmennanna er þessi ,,dómsdagur" dagur eyðingar, myrkurs og tortímingar. En hvað liggur að baki?

Biblían og kristin trú boðar okkur ,,dómsdag"! Sá dagur er ekki öllum hagstæður, bara sumum. Munið þið eftir sögunni að hann skipti sauðunum og höfrunum í tvær fylkingar, öðrum til hægri og hinum til vinstri. Þessa sögu er að finna í Matteusarguðspjalli kafla 25. Þar er sagan knýtt við að Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og dæmir á milli þeirra sem fá refsingu og hinna sem fá inngöngu í eilíft líf. Þetta er uppgjörið mikla sem við öll stefnum að. En það er undanfari að þessum atburði.Sá undanfari birtist með þessum orðum: ,,Tákn mun verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný."(Lúk. 21:25)

Þessi einkenni ,,angist þjóða", ,,ráðleysi við dunur hafs og brimgný" hafa einmitt áhrif á allar þessar milljónir barna sem hrópa á hjálp og biðja um betri framtíð!

Þegar svona atbrðir gerast þá eru spádómar Biblíunnar að ganga í uppfyllingu og við sjáum það ekki?

Undanfarna áratugi hefur Biblían verið fjarlægð frá þjóðunum, úr skólunum, réttarsölunum og jafnvel kirkjunum. Þær hafa byggt boðun sína á ,,guðfræði" en sleppt Biblíunni sem grundvelli boðunarinnar. Börnin sem hópast saman á torg og stræti vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið!

Orð okkar og verk eru vissulega að koma niður á samtímanum. Allt Guðleysið, löggjöf sem útilokar Guð og kallar á vald dauðans hefur líka áhrif á náttúruna. Kristna trúin boðar að:,,sköpunin stynur" vegna þess að hún er í ánauð. Við syndafallið náði afl eyðingarinnar þeim tökum sem enginn losar nema með því að við, menn, göngum Kristi á hönd.

Ókyrrð náttúrunnar er nátengd illri hegðun mannsins og er því núna undanfari þess að Kristur komi aftur, sem betur fer! Það er ekki nokkur leið fyrir okkur mennina að betrumbæta andrúmslotið eða laga sköpunarverkið nema með því að breyta hegðun okkar og trú. Við verðum að viðurkenna að Guð er Faðir og skapari, Hann setti okkur lög og reglur og samkvæmt þeim er tilveran undir lögmáli Guðs. Fyrsta og æðsta lögmálið er þetta: Elska skaltu Drottinn Guð af öllu hjarta og öllum mætti"! Það er best gert með því að gerast lærisveinn Jesú Krists enda er hann vegurinn! Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð!

Við þessi hróp milljónanna um lausn þá er tækifæri fyrir kirkjuna að snúa við úr pólitískum rétttrúnaði stjórnmálanna og hefja raust sína til að boða það sem í Bókinni stendur. Hún varar okkur við og segir:,,Og eigi gjörðu þeir iðrun né létu af manndrápum sínum og töfrum, frillulífi sínu og þjófnaði."! (op.9:21)

Hvort viltu að rætist í þínu lífi? Að ganga Kristi á hönd og dvelja í vernd hans eða gjöra ekki iðrun? Það er ekki um fleirri kosti að ræða.

Básúna Biblíunnar ómar!Taktu mark á lúðurhljómnum!

 

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband