25.5.2020 | 14:22
Sólrún með boðskap!
Fjársjóður hugans er eftirsóknarverður auður. Þegar ég las um hugsun þessarar stúlku minntist ég orðanna: ,,Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það"! (Orðskv.18:14)
Mann órar ekki fyrir því hve gömul speki hefur mikið að segja í nútímanum. Við spyrjum gjarnan hvers vegna svona slys gerast? Svörin verða bara handahófskennd. Það mikilvægasta er hvað býr í huga þess sem lendir í slysi og þarf að vinna að lausninni. Hugarfarið geymir fjársjóðinn að miklum bata. Sólrún er ljóslifandi dæmi þess og hennar hugsun hefur mikilvæg skilaboð til okkar.
Ég vísa til Orðskviða Salómons sem var uppi um 900 f.kr. Hann var greinilega opinn fyrir því hvernig maðurinn bregst við þrautum lífsins. Allir samtímamenn hans eru fyrir löngu horfnir og meira að segja um 40 kynslóð að auki! Það sem ég vísa til er samt hugsun og vers sem getur reynst okkur veganesti og vonandi verður svo.
Hin hliðin á þessu Orði ritningarinnar er svo viðbrögð samtímans. Þar kennir margra grasa eins og þeirra að við skulum halda þessum boðskap frá börnum. Ekki fræða ungmennin í skóla eða draga allt í efa standi það í Biblíunni.
Sólrún skilar mikilvægum boðskap til landsmanna hvað hugarfar hefur mikil og kröftug áhrif. Megi þetta verða til áframhaldandi græðslu og bjartsýni fyrir okkar land!
Biblíuorðið er auðvitað þjóðargersemi gyðingsins sem mannkyn fær að njóta. Spurningin er auðvitað, hvort við höfum vilja til þess?
Allir sjá að veröldin er viðsjárverð, öryggið hverfult og réttlætið eins og norðangarrinn. Bara sumir fá að vera í skjóli. Gyðingurinn hefur nefnilega ekki alltaf fengið réttláta meðferð í sögu sinni og fáar þjóðir með jafn grátlegar reynslur. En veganestið sem þeir fengu eins og Orðskviðir Salómons, hafa mótað hugsun þessa fólks til góðs og heilla af því að Guð gaf þeim gott veganesti! Sólrúnu nýtist það og ég bið fyrir því að þeim báðum vegni áframhaldandi vel og þau fái fullan bata, í Jesú nafni!
En gleymum því ekki að veganesti gyðingsins er Orð Guðs og skjólið er Guð almáttugur. Orðið segir: ,,Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir : ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á"!(Sálm. 91:1-2)
Snorri í Betel
Sólrún staðráðin í að halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 242250
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.