13.6.2020 | 11:23
Heiður eða last!
Ég mátti til að lesa ,,Spegilinn"! Þessi forsíða er svo stingandi. Trump er gerður sem Neró, brennuvargur og litla fréttin fyrir neðan rifjar upp raunir Þjóðverja. Það á ekki af þeim að ganga. Þjóðin sem valdi Nazistana og situr uppi með ótrúlega svarta fortíð þess tímabils. Stutt er í kvikuna. Þarf hún meira af slæmum tengingum?
Nafn Hitlers hefur enginn Þýskumælandi maður borið eftir seinni heimstyrjöld. Í Noregi breyttist ættarnafnið Quisling í alþjóða heiti yfir Föðurlandssvikara. Við Íslendingar erum núna fyrst að sættast við nafnið Mörður eftir að Njála skilaði lyga-Merði sem einum viðsjárverðasta aðila Þjóðveldisaldar. Í Grísku er ,,Eþialtis" látið ná yfir martröð en það nafn bar Spartverjinn sem sveik bardagamennina 300 sem lokuðu leiðinni fyrir Xerxes til Aþenu. Þessi umræddi Eþialtis benti Persanum Xerxes á hina leiðina, aftan að þeim 300 og þá var leiðin greið að Aþenu. Eftir þessi svik er nafn svikarans Eþialtis notað yfir Martröð og enginn Grikki hefur borið það nafn í 2500 ár. Ítalir eiga sinn Pílatus, dómarann sem lét undan þrýstingi öfgamanna og gyðingar sitja uppi með Barabbas, manndráparann sem fékk frelsi og naut mannréttinda í stað hins réttláta frá Nasaret!
Svo er sá kafli sögunnar. Þegar menn sem hafa orðið þjóðarsómi eins og Meistarinn frá Nasaret, hafið þjóð sína upp í hæðirnar þrátt fyrir að þeir hafa ekki haft mikinn ávinning af því sjálfur. Hann sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mennina, átti hvergi höfði sínu að að halla en kunnur í samtíð sinni að græða alla þá sem af Djöflinum voru undirokaðir. Þessum Jesú hefur fylgt ótrúleg blessun. Þær þjóðir sem gerðust kristnar fengu ávöxt sem við köllum ,,menningararf" bera höfuð og herðar yfir menningu annarra kynþátta. Kristna menningin skóp listir, sagnaritun og tónlist sem við gjarnan tengjum við ,,klassík" og teljum síglda. Jesú hefur fylgt bók sem ber sæmdarheitið Bók Bókanna og er bæði grunnur að pólitík gyðinga í Ísrael, grunnbók kristnu kirkjunnar um allan heim og telst nauðsynja rit í bókmenntum háskólanna. Allt er þetta dæmi um áhrif sem skóp ný þjóðfélög og kemur með græðandi lífsgildi í okkar menningu eins og þau gildi að allir kynþættir eru bræður og enginn öðrum æðri. Þessi bók er því til:,,nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur til sérhvers góðs verks"!(2.Tím.3:16)
Enn í dag erum við minnt á þetta merkilega val sem hver og einn verður að gera varðandi líf sitt. Hvað ætlarðu að verða, hvað ertu að gera, hvað muntu kjósa? Allar svona spurningar heyrðust líka í Þýskalandi, á Þjóðveldisöld á Íslandi, hjá Spartverjum! Valið er alvarlegra en okkur sýnist í fljótu bragði. Meira að segja Pílatus, dómarinn, spurði:,,Hvað á ég að gera við Jesú, sem kallast Kristur"?(Mt.27:22)
Spiegel nefnir einmitt alvarleikann sem getur lagst eins og mara yfir sögu þjóðar hafi ,,Þjóðverji líflátið hina litlu Maddie"!
Auðvitað hefur Biblían orð yfir þetta:,,Réttlætið hefur upp lýðinn en syndin er þjóðanna skömm"!(Orðskv.14:34)
Það er bæn mín að Íslendingar geri augljósa stöðu sína að velja Guðs Orð sem leiðarljós stjórnmálanna og byggi mannréttinda hugsun sína á Orði Guðs en ekki tilfinningum manna! Orð Guðs hefur upp lýðinn og mannréttindin en syndin leggur allt niður í saurinn.
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.