,,Ég er hógvær..."!

Þegar einhver kynnir sig þá er mjög sjaldgæft að hafa hógværð sem fyrsta atriði. Þetta með hógværðina er afar merkilegt því upphafsmenn AA samtakanna lögðu mikla áherslu á hógværð til að ná bata í glímunni við Alkóhólismann. Hógværð virðist ekki vera eftirsóknarverð eða vel metin dyggð í dag.

Oft er bent á samfélagsmiðla þar sem áhrifavaldarnir halda sig. Þar er greinilega mikil áhersla lögð á líkamann, útlit, hreyfingu og mataræði.Þessi vettvangur er einnig eins og hjúskaparmiðlun. All oft er tilkynnt um að sambandsslit hafi orðið og plássið því autt fyrir næsta ,,leikfang". 

Ein stærsta stjarna mannkynssögunnar og einn mesti áhrifavaldur í þeirri sögu kynnti sig aldrei sem líkamsræktarfrömuð. Engan tók hann í fimleika né gaf út martreiðslubók. Hann lenti aldrei í skilnaði og breytti trúlega aldrei um skoðun.

Samtímamenn hans höfðu ýmislegt að segja og viðurkenndu að: ,,hann talar og kennir rétt, gerir engan mannamun en kennir Guðs veg í sannleika." Sjálfur hafði hann álit á samtímamönnum sínum og einn vina hans sagði:,,(hann) gaf þeim ekki trúnað sinn því hann þekkti alla. Hann þurfti þess ekki að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur hvað í mönnum býr"!

Þegar hann lýsti sjálfum sér þá sagði hann: ,,lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur".

Þessum aðila tengjast ein stærstu nöfn mannsandans eins og leiðtoginn og löggjafinn Móse. Samtímamenn hans sögðu um hann: ,,En maðurinn Móse var einkar hógvær, framar öllum mönnum á jörðu." Nói var mörghundruð árum á undan Móse en honum er lýst sem ,,réttlátum og vönduðum".

Þessir mannkostir virðast ekki eiga uppá pallborðið í okkar samtíð og er miður. Við á Íslandi veljum mun frekar hin gildin sem viðhalda hroka, stærlæti og sjálfshóli. 

Að leggja áherslu á mannkosti þarf auðvita að vera en þeir verða að engu gagni nema hógværð fylgi. Þess vegna er líka sagt ,,sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa"! Svo viljum við auðvita laga jörðina og bæta náttúruna. En hvernig gengur? Ef við sleppum að rækta hógværð mannsins fáum við að erfa landið okkar? Getur það verið að fylgifiskur hrokans og mikilmennskunnar verði slæm útkoma eða landlaus lýður?

Að síðustu. Þegar Guð undirbjó komu hins hógværa Jesú Krists inní heiminn þá valdi hann konu og mann til að fóstra hann og skapa honum heimili. Hverskonar heimili hentaði honum best? Ekki er greint frá hversu vel það var útbúið tólum, tækjum eða öðrum búnaði en Jósef var sagður ,,grandvar" og María ,,hrein mey"! Ef Þessi staða væri uppi í dag að fæðingu Jesú hefði verið frestað um 2000 ár, ætli Guð hafi látið hann fæðast á Íslandi í þeim tíðaranda sem nú birtist hjá ,,áhrifavöldum" samfélagsmiðlanna?

Bróðir þessa ,,hógværa" kennimaðnns benti á það að Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð"! (Jak.4:6) Er ekki eftirsóknarvert að eiga gott samband við Guð, höfund sköpunarinnar.

Vert er að minnast þess sem konungurinn sá í sinni samtíð hvernig Guð er, en hann segir:

,,Gagnvart ástríkum ertu ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur, gagnvart hreinum hreinn, gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn."(Sálm 18:26 - 27)

Er Guð þér afundinn? Finnst þér hann órafjarri? Hvað ætli aðskilji, byrjaðu á að losa þig við hrokann og rækta með þér auðmýkt og þú munt finna Guð í Jesú, sem er hógvær og af hjarta lítillátur!

Snorri í Betel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gat Jesú ekki verið reiður eins og þegar að hann

velti um borðunum hjá víxlurunum?

Einnig er að finna þessa tilvitnun hjá Móse í HEILAGRI RITNINGU 3:Mos:20:13.

Jón Þórhallsson, 13.10.2020 kl. 15:35

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Að reiðast er ekki synd! En Biblían segir: ,,Ef þér reiðist þá syndgið ekki". Vitað er að okkur reynist afar auðvelt að missa stjórn á okkur í reiðinni, en það þarf ekki að vera svo!

Snorri Óskarsson, 13.10.2020 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband