30.3.2021 | 11:06
Hver er Jesús Kristur?
Þessi spurning er ein ágengasta spurning allra tíma. Öll trúarbrögð hafa svarað henni og hver kynslóð af annarri glímir við hana. Samtími Jesú hvort sem um var að ræða gyðingasamfélagið, Samverjana eða hið rómverska vald þurftu að svara því hver Þessi Jesús Kristur var/er? Gyðingarnir sáu hann sem mestu ógn samtímans, samverjarnir báðu hann um að halda sig fjarri en Pílatus sá enga sök hjá honum.
Pétur postuli var með svarið á hreinu og sagði:,,Þú ert Sonur hins lifanda Guðs"! Þetta hefur síðan verið játning hins kristna manns að Jesús er Sonur Guðs, Guð af Guði, fæddur af konu og títt nefndur Mannssonur. Hann birtist í fyrri trúarritum og sögu gyðinga sem söguleg persóna, allt frá 1.Mósebók sem Melkísedek til Malakí, síðustu bókar Gamla Testamenntisins sem engil sáttmálans.
En vandinn eykst þegar önnur trúarbrögð birtast í mannheimum þá verða þau einnig að svara því hver Jesús er. Þá birtast forvitnileg sjónarmið og sum afar andkristin.
Í trúarbragðafræðiefni um Islam sem kennt er í grunnskólum landsins segir:,, Allah er einn og á engan son"! Þannig er Alla og Guð Biblíunnar ekki sá hinn sami. Guð Biblíunnar á nefnilega Son. Jesús á samt engan ,,afa" í föðurætt. Þá eru tvennar ættartölur um Jesú, í móðurætt og Jósefs ætt. Af því að hann var talinn sonur Jósefs.
Búddistar segja:(Í Asíu) Jesús er ,,Avatar", Guð í holdi. Þetta sjónarmið er mjög líkt því hvernig Jóhannes postuli lýsir Jesú Kristi: ,,Sonurinn eini sem er í faðmi Guðs hann hefur birt hann"!
Postulinn Páll fræðir okkur um að 1.allt á tilveru sína í honum, Hann er fyrri en allt og allt skapað fyrir hann og til hans. 2. Hann er í himnunum og situr þar til hægri handar Guði Föður. Þessi mynd hlýtur að vera ögrandi fyrir kvennahreyfingar sem berjast á móti ,,Feðraveldinu"! Það birtist ennfremur í bæninni sem Jesús kenndi okkur :,,Faðir vor.."! Þá er faðirinn beðinn um okkar daglega brauð og fyrirgefningu syndanna. 3.,,Hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið" Höfuð kirkjunnar er höfundur kristninnar og kenningarinnar sem við vitum að skráðar eru í Biblíunni. Hann er því æðri allri Guðfræði og skoðunum manna. Við eigum stundum erfitt með að trúa frekar því sem Biblían segir en okkar eigin áliti eða heimssýn.
4.,,Hann er frumburðurinn frá hinum dauðu"! Þetta er ekki sagt um neinn trúarbragðahöfund! Frumburður hinna dauðu? Hver getur sagt þetta nema hann lifi. Enginn dauður maður getur státað sig af þessu nema hann hafi lifnað við! Það á við um Jesú Krist. Í ljósi páskanna er þetta atriði mjög mikilvægt. Hann þjáðist, dó og reis upp frá dauðum. 5.Hann samdi frið við Guð Almáttugan, fyrir okkur. Þess vegna er Guð ekki andstæðingur eða mótstöðu aðili heldur kærleiksríkur vinur.
Við aftur á móti erum ekki endilega vinir eða samstarfsaðilar Guðs! Við höfum þá sterku tilhneigingu að samþykkja ekki Guð nema hann þjóni okkur. Komi sjúkdómar, þrautir andlát eða eitthvað þaðan af verra þá er það yfir leitt allt Guði að kenna og við sættum okkur ekki við Guð.
Í Yoga segja þeir hann ,,upplýstan kennara"! Hjá þeim er hann einn af kennurunu sem sjaldan er vísað til eða hlustað á. Á Íslandi sýnist mér hann hafa sömu stöðu. Við setningu Alþingis hafa sumir þingmenn ekki álitið hann verðugan til að mæta í kirkju og heyra hans speki flutta af háskólamenntuðum mönnum. Einhver önnur húmanisk heimssýn er frekar virt eða hlustað á.
Stór hluti þjóðarinnar hefur verið leiddur fram að altari kirkjunnar og gefið þar loforð um að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Í staðin hafa fylgt nokkrir þúsundkallar og góðar gjafir. Þjónar kirkjunnar hafa samt ekki verið mjög sælir með efndirnar á hinu hátíðlega loforði. Það er engu líkara en að loforð gefið Jesú Kristi þurfi ekki að taka alvarlega. Hann sem segist vera með okkur alla daga og hafa allt vald bæði á himni og jörðu sýnist býsna fjarlægur, flestum!
Eitt af atriðum trúarjátningarinnar er loforðið eða fyrirheitið um ,,endurkomu hans."
Þessari endurkomu átti að fylgja undanfari sem við megum taka mark á. Nefndir eru hernaður og ófriðartíðindi, hungur,landskjálftar, drepsóttir, ógnir og tákn mikil á himni. Í þessum orðum felast ýmsir atburðir sem við segjum gjarnan um að ,,þetta hafi alltaf verið svona"! Við rekjum styraldarsöguna sem óstöðvandi ,,mannkynssögu", náttúruhamfarirnar mismiklar en alltaf eitthvað í gangi, hungursneyðin sömu leiðis. En þegar þetta allt birtist á sama tíma? Fréttirnar segja okkur frá drepsótt, hungursneyð, ófriði, og tákn frá himni(Oranum (gríska)). Engin önnur kynslóð hefur séð jafn skírar og góðar myndir frá öðrum hnöttum en þessi kynslóð. Má tengja það ,,tákni frá himni"?
Aldrei hafa jafn margir jarðskjálftar verið mældir og á síðustu árum. Ekki þannig að við höfum endilega fundið fyrir þeim öllum en mælarnir segja okkur frá þeim og ýta þannig undir að tákn um endurkomu Jesú er mælanlegt fyrirbæri í náttúrunni. Ég get haldið áfram en það er lítil þörf á því vegna þess að okkur ætti að vera augljóst hvað fyrirbærin sem Jesús talaði um eru að tala/vitna.
Ég hef ekki nefnt nokkra andlega þætti eins og ,,fráhvarf", ,,siðleysi" og ,,falsspámenn" eða ,,hatur" á nafn. Þó eru þessir þættir jafnhliða táknum hinna síðustu daga sem Jesús nefnir. Aldrei fyrr höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins trúskiptum og átökum um trú en einmitt í þennan tíma. Kristnin er sögð ,,fordómafull", ,,kynvillan" mannréttindi, ,,bænastagl" trúboð og yoga ,,hagstætt útvíkkun hugans". Gídeonsmenn fá ekki að gefa NT 12 ára nemendum og kennari rekinn vegna hættulegra trúarskoðana.
Halda menn að þessi atriði samanlögð séu tilviljanir einar? Ætli við megum ekki frekar staldra við og spyrja okkur hverju þessu sætir? Munum við sleppa frá táknunum eða gerum við okkur varnarlaus með þekkingarleysinu svo atburðir munu koma yfir okkur eins og snara?
Eitt af síðustu táknunum er kallað ,,merki dýrsins". Við vitum svo sem ekki hvað það er en við vitum samt að það verður sett á hægri hönd eða enni og að enginn geti keypt eða selt nema hafa þetta merki. Þá duga peningar ekki og eignastaðan verður til vandræða!
Í þessum kórónu faraldri hafa komið nokkrar fréttir um að fólk fái ,,passa" til að ferðast sé það búið að fá bólusetningu. IATA hefur krafist að allir verði ,,merktir" sem vilja ferðast. Samgöngustofa er búin að senda flugrekendum skilaboð að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir að flytja farþega hingað sem ekki hafa tilskylin vottorð. Breskur ráðherra hefur lýst því yfir að menn verði merktir eftir bólusetningu og nýlega breytti Alþingi lögum um að leyfilegt væri að setja ,,aðskotahlut ígræddan" í líkama manna.
Nú blasa þessi atriði við og viðbrögð okkar eru hver?
Sjáum við Orð Jesú rætast eða látum við Orð hans víkja fyrir okkar eigin áliti og skoðunum. Við ráðum og allt skal fara eins og við viljum?
Nú er tími til að átta sig á því að við ráðum ekki tíma eða tíðum, Guð ræður og Guð fer sínu fram. Komdu þér í skjól og gerðu þig viðbúinn að Jesús hrífi þig frá jörðinni áður en hinir illu og vondu dagar skella á sem Opinberunarbókin 14:6 - 20 talar um.
Hver er Jesús Kristur?
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þetta Snorri.
Það er sorglegt hversu fólk er skeytingalaust um Guðs Orð og eins og þú segir þá reiðir fólk sig á sínar eigin hugsanir og skoðanir. Hósea segir: "Lýður minn verður afmáður, af því að hann hefir enga þekking". Alla þá þekkingu sem við þurfum til að lifa og vera talin í hóp Guðs barna fáum við í Orði Guðs, Biblíunni, en þar er þá visku að finna sem lagði grunn að vestrænu samfélagi. Nú hafna vestræn samfélög þeim sama grunni og leita að ævintýrum.
Guð gefi þér og þínum gleðilega upprisuhátíð Snorri, sjáumst vonandi fljótt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.3.2021 kl. 12:45
Takk fyrir frómar óskir. Það er enn sorglgra yfirbragð á Íslandi en bloggið segir því við höfum þjóðkirkju sem nefnir sig kristna en heldur endurkomu Jesú Krists frá sóknarbörnum sínum. Menn leggja aðins áherslu á mennskuna. Gleðilga páska.
Snorri Óskarsson, 30.3.2021 kl. 13:02
Ef að það getur verið bara einn HEIMAREITUR FYRIR HVÍTA-KÓNGINN
á skákborðum venjulegra skákborða;
hvar ætti sá HEIMAREITUR að vera á skákborði raunveruleikans?
Hér á landi/ eða hér á jörðu að ykkar mati?
Jón Þórhallsson, 30.3.2021 kl. 13:55
Mér þykir 20. kafli Jóhannesar Guðspjalls vera ein athyglisverðasta frásögn Nýja Testamentisins.
Í stuttu máli segir þar frá því þegar María Magdalena kemur til grafar Jesú snemma morguns, fyrsta dag vikunnar, og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur til Péturs og "hinns lærisveinsins" og segir þeim frá því. Þeir hlaupa til grafarinnar, sjá hana tóma og snúa aftur heim.
"En María stóð úti fyrir gröfinni og grét". Hún sér englana tvo inni í gröfinni, snýr sé svo við og sér Jesúm standa þar, en þekkir hann ekki fyrr en ann segir, "María". Hann segir við hana: "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar."
María Magdalena fer og segir lærisveinunum: "Ég hef séð Drottin".
Eftirtektarverð eru orð Jesú: Föður míns og föður yðar". Þar virðist Jesús ekki gera neinn greinarmun á faðerni sínu og faðerni lærisveinanna, þ.e. hann virðist álíta sig vera son Guðs, rétt eins og "þú eða ég".
Svo er það María Magdalena sem var fyrsti vottur að upprisu Krists, "stödd í miðju kraftaverkinu", ef svo mætti segja. Hver var ábyrgð hennar sem fyrst greindi frá því og hver er staða hennar í kristinni trú?
Í N.T. er mjög vitnað til samtala og samskipta Jesú við konur enda hefur boðskapur hans höfðað mjög til þeirra. Óhætt er að fullyrða að kristnin hefði aldrei breiðst út um Rómaveldi án öflugs fulltingis kvenna. En snemma virðast þó þessi áhrif kvenna, að mestu leyti, hafa verið kæfð og þögguð niður.
En þrátt fyrir það vil halda því fram að Jesús Kristur sé mesti "feministi" sem uppi hafi verið.
Hörður Þormar, 30.3.2021 kl. 16:28
Jón, af jörðu erum við komin, gerð af leiri jarðar til að vera á jörðu, og við hverfum aftur til jarðarinnar. Er þá ekki ,,heimareiturinn" jörðin? Enda mun Kristur skapa Nýjan - himinn og Nýja Jörð. Fyrir okkur og Himnaþrenninguna!
Hörður Þormar
Ég held að ,,femínismi" sé af sama meiði og ,,karlremban" og/eða ,,nazisminn": að gera annan hærri hinum!
Kristnin er aftur sá boðskapur sem gefur karlinum og konunni hlutverkaskipti í tilverunni, ekki til að annar sé kúgaður heldur að karlinn og konan blómstri saman í kærleikanum. Þegar postularnir og konurnar unnu saman að trúboðinu og vitnisburðinum um upprisu Jesú þá hreif sú starfsemi allar þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs
Snorri Óskarsson, 30.3.2021 kl. 20:31
Ég var að meina hvar sá fermeter ætti að vera hér á jörðu
sem að ætti að vera okkar tenging við "GUÐ"?
1.Altaristaflan í krikjunni á Sauðárkróki?
2.Altarið inn í Hallgrímskirkjunni?
3.Altaristaflan inn í Dómkirkjunni í rvk?
4.Starfandi forseti íslands hverju sinni?
5.Eitthvert af kóngafólkinu í Evrópu?
6.Páfinn?
7. Framkvæmdastjóri Sameinuðuþjóðana?
=Getum við landsmenn /jarðarbúar komið okkur saman
um einhvern 1 fermeter hér á jörðu?
Jón Þórhallsson, 30.3.2021 kl. 22:23
Jón Þórhallsson, 1.4.2021 kl. 13:15
Jón, hinn æskilegi ,,fermetri" ætti að vera hinn sami og sagt var við samversku konuna þir sem tilbiðja í ,,anda og sannleika"! Menn þurfa ekki mikið rými fyrir Guð því það er hann sem fyllir allt í öllu. Jesús fékk tétt um 2 fermetra fyrir líkama sinn í jörðunni og hann nýtti þá skamma stund. Nú leitar hann okkar mannanna.
k.kv. og gleðilga páska
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.4.2021 kl. 11:47
Jesús var sonur rómverska hermans að nafni Tiberius Julius Abdes Pantera, hann var sennilega spámaður og aðhylltist Gyðinga trú (var Gyðingur) og var krossfestur vegna andstöðu gegn Rómaveldi. Sumir kalla manninn Jesú Guð og hafa skurðgoð af honum uppi.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.4.2021 kl. 12:36
Gunnlaugur Hólm!
Sem sonur rómversks hermanns hefði hann aldrei fengið þessa athygli sem hann fékk. Hann gekk um kring, gjörði gott og græddi alla þá sem af Djöflinum voru undirokaðir. Svona segja samtímalýsingar að verið hafi einkennið á Jesú Kristi. Þú átt kannski auðvelt með að trúa þessari þvælu sem er auðvita falsfrétt. Þannig hafnar sú staðreyndum og samtíma heimildum um Jesú Krist. Þetta er sorglegt að á 21.öld skulir þú tefla fram þessu bulli.
Snorri Óskarsson, 23.4.2021 kl. 16:40
Snorri! Maríu gæti hafa verið nauðgað af Pantera og til að fela skömmina þá komu þau Jósef með þessa meyfæðingar hugmynd og svo hversu vel lærður Jesú varð og hafði hæfileika til að heilla fólk með sér þá fékk hann filgjendur, enda boðaði hann kærleika, eftir dauða hans var búin til þessi saga að hann væri „Guð“, svona eins og Rómverska trúin var, Keisarar voru „Guðir“ og var það auðveldara fyrir Rómverja að skipta um trú sem snerist um falskan Manna-Guð, Kristin trú er tvígyðis trú og skurðgoðadýrkun.
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.4.2021 kl. 20:05
Gunnlaugur
Þessi færsla þín stenst enga skoðun! Myndir þú verja þessa skoðun þína með lífi þínu? Postularnir allir nema einn, stóðu við trú sína og þeim ægði ekki dauðinn, enginn hvikaði frá því sem þeir höfðu séð og upplifað. Þeir vissu að þínir órar um uppruna Jesú stóðust enga skoðun!
k.kv
Snorri Óskarsson, 23.4.2021 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.