18.11.2020 | 16:09
Trúuðum fækkar!!!!!
Fréttablaðið birti á forsíðu fækkun í þeim hópi sem telja sig trúaða (17.11.2020). Aðeins 40% svarenda töldu sig trúaða. Þegar ég var yngri var gjarnan talað um að þjóðkirkjan væri yfir 90% þjóðarinnar og þá væntanlega sá hópur trúaðra sem greiddi sóknargjöld til ríkiskirkjunnar. Sagan segir okkur að við fjölgun guðlausra skapast hættuástand. Abraham bað fyrir Sódómu og Gómorru og bað ef aðeins fyndust 10 réttlátir! Þá var borgunum borgið. En þá vantaði! Orðskviðir Salómons benga á þetta hættuástand er hann segir: ,,Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgerðum..."(Orðs. 29:16) og Píratar lemja á ráðherrum vegna þess að þeim blöskrar vinavæðingin í ráðuneytunum (án auglýsinga). Mega allir ekki sjá að ,,misgerðunum" hefur snarlega fjölgað? Aðeins 40% eru trúaðir! Fróðlegt væri fyrir félagsfræðinga að leggjast í rannsóknir og skoða samhengið milli guðleysis eða vantrúar og spillingar í stjórnkerfinu?
Sköpunin stynur vegna vantrúar! Hagkerfið stynur vegna ,,vonleysis". Seðlabankinn hefur einnig ,,væntingar vísitölu" og bregst við vegna hugarfars þjóðarinnar svo þetta er vel þekktur þáttur í hagstjórn. En megum við ekki einnig taka upp gömlu tenginguna að mæla trú, siðferði og árangur í mannheimum út frá hegðun og hugarfari? Postulinn Páll notar þetta atriði til að kenna hinum frumkristnu þennan leyndardóm er hann segir:,, Hið góða sem ég vil gjöri ég ekki en hið vonda sem ég ekki vil gjöri ég." og á öðrum stað:,,Því að sköpunin þráir að Guðs börn verði opinber. Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna."(Róm.8:19-21)
Það er eins gott að kunna að lesa inní kringumstæður í mannheimum. Þær geta nefnilega gefið okkur vísbendingar um hversu nálægt við erum dómi Guðs. Því stundum koma hörmungar sem hitta okkur rosalega illa. Muna ekki allir eftir óveðrinu fyrir ári þegar rafmagnskerfið fór og ungir menn fórust. Af hverju hitti þetta óveður okkur svona illa? Við höfum horft uppá eldgos og hamfarir sem líta út sem sjónarspil og jafnvel auka hróður Íslands. Við höfum séð menn nýta sér náttúruna í auglýsingaskyni og eflt ferðamannastrauminn hingað til lands. Hver er munurinn? Af hverju snýst sumt í móti okkur en annað í hag.
Þessar tölur um aukna vantrú landans er aðeins okkur til ills. Við erum með okkar hvatir og langanir sem gjarnan leiða okkur í ógöngur. Ein hættulegasta hvötin er græðgin. Svo má nefna kynhvötina sem aldrei verður fullnægt eins og Rollingarnir komust að. ,,Við þá fíkn hafa sumir villst frá trúnni" eins og postulinn segir og talar þá um ágirndina (1.Tím.6:10).
Svo má benda á það þegar við hættum að þekkja syndina af því að við höfnum tilsögn í réttlæti. Segir ekki Biblían:,,Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið. Ég hefði ekki vitað um girndina hefði ekki lögmálið sagt:,,þú skalt ekki girnast." En syndin sætti lagi og vakti í mér alls kyns girnd með boðorðinu. (Róm.7:7-9).
Vantrúin liggur undir þessari ásökun að hafa kenndirnar en hafna leiðbeiningu Guðs um hvernig best sé að bregðast við þeim. Vegna vantrúarinnar láta menn leiðast af ,,tilfinningum" og skilja svo ekkert í því af hverju vondir ávextir birtast í fjölskyldum viðkomandi. Svo ef náttúran kemur með harðneskju í veðri eða aflabrögðum og vernd Guðs er ekki yfir landi og þjóð þá segja menn:,,Hvar er Guð núna"?
Myndin er þessi: Ísinn hefur aukist því kólnað hefur í kirkjunum. Boðskapurinn um iðrun heyrist varla. Því hafa menn lokað eyrum sínum og taka hjartað sitt sem mælikvarðann á hvað er rétt eða rangt. ,,Mér finnst" er þá svarið og það er eins og allir hafi ljós yfir rétt og rangt! En guð hefur gefið okkur lögmál lífsins anda til að hjálpa okkur að lækna okkar sjúka hjarta.,,Þannig verður fögnuður með englum Guð yfir einum syndara sem gjörir iðrun."(Lúk.15:10)
Enginn læknir mun ráðleggja hjartveikum manni að taka ekki tillit til hins veika hjarta. Smá áreynsla getur þýtt bráðan bana. Eins segir Guð:,,...Vertu ekki vantrúaður!"(Jóh.21:27)
Það er því þjóðar mein þegar vantrú fær að vaxa eins og krabbamein í þjóðarsálinni og skila okkur berskjölduðum gagnvart hinu illa sem rís upp og kemur án nokkurs fyrirvara og við varnarlaus.
Á 100 ára andlátsafmæli Matthíasar Jockumssonar!
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Snorri, ég tek undir með þér. Iðrunar er þörf, ekki síður innan kirkjunnar en utan hennar. Jesús talaði um helgun, en það má ekki nefna slíkt á nafn. Gerðu fermingarbörn ekki heit þess eðlis að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns??? Hvað varð um þau heit????? Íslenska þjóðin er á hættulegum stað ! ! !
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.11.2020 kl. 17:42
Já, vissulega er þjóðin á hættulegum stað, brúninni við hengiflugið. Það hefur aldrei komið góður ávöxtur af því að hafna Guði og taka inn önnur lífsgildi sem þegar er búið að sýna að leiði til stórkostlegra vandræða sbr. mannkynssöguna. Hvatningin er að við hverfum aftur til Drottins og fáum hann í lið við endurreisn landsins. Nýja hagkerfinu mun fylgja merki á enni eða hægri hönd! Verður það merki Dýrsins?
k.kv.
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 18.11.2020 kl. 22:03
Það er ekki farið eftir meðlimaskrá né fermingarþátttöku heldur eru þetta niðurstöður ,,Maskínu" sem nýlega gerði könnun fyrir Siðmennt!
Snorri Óskarsson, 19.11.2020 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.