14.4.2021 | 13:03
Þrenning?
Orðið ,,þrenning" kemur aldrei fyrir í Biblíunni en samt er þetta orð eitt mest notaða hugtak Guðfræðinnar. Ég held að flestir þekki orðin ,,í nafni Guðs Föður, Sonar og Hilags Anda"!
Vandinn eykst þegar menn fara að útskýra hvað sé átt við. Engu er líkara en að menn tali um 3 aðskildar persónur sem er samt ein heild. Hvernig geta 3 verið einn? Hvernig getur 1 verið 3?
Biblían segir okkur frá Guði, einum sönnum Guði. Margt er afar merkilgt í tengslum við þann almáttuga. Í sköpunarsögunni talar hann um sig í fleirtölu ,,Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd líkan oss..."(1.Mós.1:26) . Hver er ,,vér"?
Þegar lengra er haldið í lestri í hinni helgu bók komum við þar að þegar Guð talar við Abraham og þá notar hebreskan orðið ,,El-Shaddaj" og Móse kynnti hann sig sem ,,Jahve" (2.Mós.6:2). Hinn eini, lifandi og almáttugi Guð notar tvö nöfn í viðkynningunni. Ekki svo að skilja að þeir séu tveir heldur aðeins einn.
Nú hafa menn, öldum saman deilt um þetta atriði og segja sumir að hvergi sé talað um þrenninguna í Biblíunni. Skilningur manna stendur stundum ráðþrota frammi fyrir þessu máli en okkur er ekki endilega uppálagt að skilja heldur aðeins að meðtaka.
Það ætti að verða hverjum manni augljóst sem þekkir inná kristna trú að Þríeinn Guð opinberast víða í kristinni trú. Vert er að rifja upp sögu Jesú þegar hann lét niðurdýfast í ánni Jórdan. Þá segir Guðspjallamaðurinn: ,,Þá bar svo við er hann gjörði bæn sína að himininn opnaðist og Heilagur Andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd eins og dúfa og rödd kom af himni:,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun"! (Lúk.3:22) Af þessu má sjá að þrír birtast í sama atburðinum. Jesús í Jórdan, Heilagur Andi í dýfulíki og Faðirinn talar frá himni. Þrenningin opinberuð.
Sumir halda því fram að hinn þríeini Guð sé uppfinning Kaþólikka og því beri að hafna þrenningunni. En málið fær enn meira vægi þegar vísað er til kveðjuorða Jesú og kristniboðsskipunarinnar þar sem Jesús segir:,,Farið því og gjörið lærisveina af öllum þjóðum, skírið (niðurdýfið) þá í nafni Föður, Sonar og Heilags Anda"! Matt.28:19
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef meiri áhuga á að komast að því; hver standi næst "GUÐI" í dag
af þeim sem að eru á lífi í rauntíma?
Jón Þórhallsson, 14.4.2021 kl. 14:51
Sá sem kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég kannast fyrir Föður mínum á himnum og englum hans. Það dugar mér!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 15.4.2021 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.