Siðsöm þjóð eða vondir menn?

Siðsemi manna skapar samfélag. Þjóð er auðvitað fjöldi einstaklinga og þeir þurfa allir að búa við einhverskonar ,,allsherjar reglu"! Athugasemd var gerð vegna orða og aðfinnslna á austur-Evrópuþjóðir sem hafa smitað aðra á Íslandi. Þessar þjóðir bjuggu í ,,Sovétinu" draumalandi sócíalista. Ekki ber á öðru en að fólkið frá ,,fyrirmyndar" samfélaginu sé nauðalíkt okkar samborgurum. Fólk með hæfileika sem leitar sér lífsviðurværis en kannski teygir reglurnar út að ystu mörkum, líkt og Samherji eða einhver annar íslendingur, jafnvel líkt og Blaðamannafélagið, kvenréttindakonurnar og jafnréttisfulltrúarnir?

Ég var þakklátur RÚV fyrir viðtalið við Kjartan Ólafsson, fyrrum ritsjóra Þjóðviljans og Sócíalista. Hann játaði að hafa tekið þátt í blekkingunni á fyrirmyndarríkinu Sovétríkjunum. Taldi hann að margt óþægilegt myndi snerta núlifandi Íslendinga, afkomendur þeirra sem trúðu á, börðust fyrir og þráðu að Ísland yrði hluti af Sovétskipulaginu ,,sæla".

Í dag er Kjartan þakklátur fyrir að Sócíalisminn náði ekki sterkari tökum en þeim sem nú þegar eru. Hann komst að því að mennirnir eru vondir og Sovétið gat ekki lagað illsku mannanna!

Afi konu minnar, var einn af stofnendum Sócíalista flokks Íslands, Sameiningarflokk alþýðu. Hann sagði mér að eftir þann stofnfund fór hann alsæll heim og yljaði sér við drauminn um fyrirmyndarríkið þar sem enginn skortur væri og engin grimmd af því að allir hefðu það gott. Skipting auðæfannna myndi útrýma illskunni í mannfélaginu.

Daginn eftir stofnfundinn var annar haldinn í hinum nýja flokki til að setja saman framboðslista Sócíalistanna. Menn náðu einhverskonar samkomulagi, fundi var slitið og minn maður fór heim, hryggur og niðurbrotinn. Hann varð vitni að því þegar hugsjónarmennirnir nýttu hvert tækifæri til að koma sér á framfæri á kostnað skoðanabræðra sinna. Þá afhjúpaðist eðli mannsins um sérhagsmuni, eiginn frama og sjálfumgleði. Fögur hugsjón hvarf fyrir snúnu og illu eðli mannsins.

Jesús segir:,,Ef þér sem vondir eruð hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir" og ,,Þér nöðrukyn, hvernig getið þér sem eruð vondir talað gott"? Þessi orð eiga einnig við sócíalistana bæði þá gömlu og nýju.

Kjartan Ólafsson,ritsjóri og Jesús Kristur lýsa manninum eins. Eðli okkar er ,,illska alla daga"! Sama niðurstaða og Guð sagði um kynslóðina frá sköpuninni til Nóa. Þeir voru staddir í draumaveröld og fyrirmyndarríki en leiddu yfir tilveruna vald syndar og dauða sem dæmd var með Nóaflóðinu!

Hverju skyldum við eiga von á? Hafi Guð dæmt fyrri kynslóðir vegna synda þeirra við hverju megum við búast? Eða af hverju ættum við að sleppa?

Í dag stendur okkur jafnt Sócíalistum sem og viðhengjum annarra ,,isma", aðeins ein lausn okkar mála. Lausnin er að láta Jesú og kenningar hans móta lífsmáta og hugarfar okkar. Það er eina vonin til að hægt verði að búa til réttlátt þjóðfélag með öllum þeimm réttindum og skyldum sem þarf að virða.

Guð fer ekki í manngreinarálit og veit að ,,án hans getum við alls ekkert gjört"!

Snorri í Betel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Forseti Íslands virðist trúa meira á "bóluefna-eiturbrasið"

í sprautunum í Laugardaldshölinni 

heldur en á Jesú Krist.

Ætlar þú Snorri ekki að hlaupa í fangið á "svarta riddaranum í opinberunarbókinni" 

og láta sprauta þig með einhverju eiturbrasi?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/06/forsetinn_fekk_boluefni/

Jón Þórhallsson, 6.5.2021 kl. 09:53

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Af hverju ætti ég að tengja bólusetningar við ,,svarta riddarann í opinberunarbókinni"?

Snorri Óskarsson, 6.5.2021 kl. 12:08

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

28 alvarlegar tilkynningar hafa borist:

https://thordisb.blog.is/blog/thordisb/?offset=10

Jón Þórhallsson, 6.5.2021 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband