Heimilislæknir falsar sjúkra skýrslu?

Sveinn Rúnar Hauksson fer mikinn á síðum Mbl í dag. Þar fjallar hann um Von Palestínu. Það er aðeins eitt sem hrjáir Palestínu og það er Ísrael. (þetta segja þeir í Theran, kalla Ísrael sár á líkama Islam)! Þeir, Ísraelar (sem virða yfirráð Hamas á Gaza) láta Hamas ekki fá bóluefni fyrir Covid 19 og gera fólkinu á Gaza allt til bölvunar. Kosningar sem haldnar voru undir eftirliti Jimmy Carters stofnunarinnar fyrir meira en 15 árum voru ekki virtar af: ísrael, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu! 

Milli Hamas og Fata hófst blóðugt uppgjör. Hvar komu Ísraelar þar að málum? Að viðurkenna yfirráð Hamas hefur verið krafa SRH og samtökunum Ísland Palestína frá árinu 2009. Krafan er að virða samtök sem virða ekki rétt Palestínumanna til kosninga og lýðræðis. Hvorki í sjálfstjórnarhéruðunum á Vesturbakkanum eða á Gaza hefur verið efnt til kosninga í 15 ár. Hver skyldi ástæðan vera? Örugglega Ísrael? Hvað fengu Hamas og Fata langt umboð til stjórnunar? Var það meira en 4 ára kjörtímabil? Þegar Palestínumenn fá tækifæri til að sýna ábyrgð eigin mála þá geta þeir ekki einu sinni fengið bóluefni fyrir arabiskan almenning gegn Covit-19. Þeir eru svo uppteknir af Ísrael að skjóta eldflaugum þangað.

Von Palestínu? Hún er hin sama og Líbanons. Þar stjórna Hesbolla samtökin og hafa komið málum svo fyrir að Líbanon er hrunið ríki með höfuðborgina í rústum því landið var ,,hertekið" af Hesbolla til að berjast gegn Ísrael. Hvað er að gerast á Gaza? Alveg hið sama og í Líbanon. Fólkið er í herkví og kúgað af Hamas. Fær ekki að kjósa eða lifa friðsömu lífi því sem þeim var lofað ef Ísrael yfirgæfi Gaza 2006. Eftir að Ísraelar fóru frá Gaza 2006, hafa Gazabúar ekki séð glaðan dag. Vont þegar sjúkraskýrsla læknisins lýgur öllu um góða heilsu sjúklingsins í höndum Ismael Haniýa.

Hamas leggja sig fram um lýðræðislega ,,ímynd" segir læknirinn. Það gerðu nazistar líka. Í þeirra stjórnartíð urðu aldrei kosningar í Þýskalandi. Var útrýming á gyðingum samkvæmt niðurstöðum lýðræðislegra kosninga?

Var það skv lýðræðislegri niðurstöðu kosninga að Reykjavíkurborg samþykkt viðskiptabann á Ísrael? Það birtist ótrúleg vitleysa í ritum læknisins og gerðum konu hans gegn Ísrael. Þau geta ekki dulið gyðingahatrið sem býr í þeirra sjúka huga.

Gyðingarnir í Ísrael eru með innan sinna landamæra rúmlega eina og hálfa milljón Araba. Enginn þeirra vill flýja þaðan. Spyrjiði bara leigubílstjórana ef þið eigið kost á að heimsækja Ísrael og taka leigubíl.

Af hverju halda gyðingarnir hinum ,,herteknu svæðum"? Stríð eru alvarleg og breyta yfirráðum og landamærum. Arabar sögðu gyðingum stríð á hendur, töpuðu löndum, yfirráðum og ákvörðunarrétti. Þess vegna sitja þeir uppi með góða stöðu á þeim svæðum þar sem gyðingarnir ráða og eru með eignarréttinn í lagi. Ég hef komið til Jeríkó og séð stóra rauða skiltið með skilaboðunum um að gyðingar eru óvelkomnir inná yfirráðasvæði Palestínumanna. Enginn leiðsögumaður af gyðingaættum fer því þangað með ferðamannahóp sem hann er að leiðsegja um sögu landsins.

Minni á að ekki eru gyðingar að skjóta eldflaugum í tíma og ótíma á íbúa á Gaza, á Vesturbakkanum, á Líbanon eða Sýrland. Það er ekki hægt að segja um hina, því miður!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrir nokkrum árum birtist þetta viðtal við sálfræðinginn, Ahmad Mansour. Mansour er Arabi, fæddur og uppalinn í Ísrael. Hann er nú búsettur í Þýskalandi og veitir ungum innflytjendum frá Arabalöndum félagslega aðstoð. Hann hefur fjallað mikið um vandamál þessa fólks í ræðu og riti.

Hann lýsir hér æsku sinni í litlu arabísku þorpi og upplifun sinni þegar hann fór í háskóla í Tel Aviv.

Viðtalið er á þýsku og með undirtexta. Það er mjög upplýsandi og vona ég að einhverjir geti notið þess.                            Ahmad Mansour – Psychologe (01.02.2016 Vis A Vis)           

Hörður Þormar, 6.5.2021 kl. 21:53

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr Snorri, vel mælt. Ótrúlegt er hatur læknisins og konu hans á Ísrael en jafnframt ást þeirra á öfgafullum leiðtogum "Palestínumanna" og glæpaverkum þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.5.2021 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband