Neyðar - Óp aldraðra?

Sigmundur Ernir ritar í dag leiðara fréttablaðsins og fer yfir lífshlaup 68-kynslóðarinnar. Þar hrósar hann kynslóðinni fyrir uppreisnarandann sem einkenndi okkur og lagði sitt að mörkum til að breyta öllu því sem breyta mátti og vill núna fá að vinna af því að við eru ekki svo gömul.

En það ýtti við mér tölurnar sem nefndar eru í forystugreininni hve stórt hlutfall við erum af þjóðinni. Hann segir:,,Á fyrstu árum nýrrar aldar hefur fjölgað um 58% í hópi 70 ára og eldri á meðan landsmönnm hefur fjölgað um 30%."

Þessi kynslóð leiddi fram ,,frjálsar ástir", við öll munum eftir villtum tónleikum (Woodstock) og svo börðumst við fyrir því að leysa ,,þungunarvandann"vegna frjálsra ásta með fóstureyðingum. Frá 1975 hefur meðaltal fóstureyðinga á ári verið nærri 1000. Frá 1975 til 2021 =46000 fóstureyðingar. Það þýðir að börnin mættu aldrei í skóla eða til vinnu.

Getur ástand okkar 68 kynslóðar verið ávöxtur af okkar eigin gjörðum? Okkur fannst það mannréttindi að fá að eyða fóstrum og þau sem fengu að lifa eru mannfærri kynslóðir en okkar. Þeim finnst kannski þau ekki bera svo brýna skyldu til að sjá okkur farborða? Ellilífeyrisþegarnir sitja því uppi með vonda sáningu og fá því lélega uppskeru.

Núna eru kynslóðirnar ráðandi sem  ólust upp undir skoðunum 68kynslóðarinnar og meðtóku uppeldið frá þeim frjálslyndu sem vildu ekki axla ábyrgð á getnaðinum heldur leystu vandann með tæknivæddum hætti. 

Svar nútíma ráðamanna er svar afkomenda 68 kynslóðarinnar. Þegar uppskeran hjá okkur er rýr eftirlaun þá er það okkar eigin ávöxtur sem hefur völdin og skammtar það sem þeim finnst rétt. Af hverju ættu litlar kynslóðir þurfa að vinna og sjá stóran hlut af þeirra tekjum fara í uppihald okkar?

Mikið væri gott að geta sagt þeirri kynslóð sem eru umsjónaraðilar þjóðfélagsins að geta af sér afkomendur, frekar fleirri en færri og svo varðveitum við samböndin með ást, kærleika og réttinum til lífsins.

Og HP segir:,,Og rættist þeim þannig óskin köld að enn í dag bera þeir hennar gjöld"! Er ,,neyðar" Óp aldraðra svar þeirra kynslóða sem okkur þótti sjálfsagt að eyða?

 

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband