Enginn Guð hjá Pírötum?

Mér þykir merkileg niðurstaða Björns Leví að engan Guð sé að finna í eða utan tilverunnar. Björn ber biblíunafnið Leví en Levítarnir voru þjónar Musteris gyðinga sem voru fulltrúar Guðs og héldu því fram að Guð væri til.

Já, auðvitað voru þeir ,,valdastétt" alveg eins og Píratar vilja vera. Valdastéttin liggur undir ásökunni um að vera kúgunarafl og nota/misnota guðshugmyndina til að ná völdum yfir hinum sem voru fjarlægari Guði.

En ef enginn Guð er til þá standa menn frammi fyrir miklum vanda, enn meiri vanda en þekkst hefur. Biblían segir okkur frá mörgum atburðum sem verða ekki útskýrðir með náttúrulögmálunum einum. T.d. hafið klofnar ekki og myndar göng milli landa af náttúrulegum ástæðum. Eða enginn gengur á vatni í stormi og öldugangi nema sökkva. Hvernig á að breyta vatni í vín nema með sykri og aukaefnum sem mynda vínið við gerjun í lengri tíma.

Kannski væri best að sleppa ekki upphafinu ,,Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð"! Menn hafa sæst á Miklahvell, sem varð allt í einu, þegar ekkert var til, engin náttúrulögmál, engin orka, ekkert efni! Hvað sprakk? Hvernig getur allt orðið til úr engu? Náttúrulögmálin segja það er ekki hægt. Skynsemin segir það er ógerlegt og vísindin segja hið sama. Vandinn er að það allt sem blasir við augum staðfestir, tilveruna og náttúrulögmálin sem afleiðingu Mikla hvells.

Færum við í uppbyggingu efnanna eða Períodutöfluna þá geta menn séð fjöldann af frumefnum. Dr. Edward Murphy útskýrði tilurð efnanna. Mjög athyglisvert, ég mæli með að menn hlusti á þessi fræði á Utube (Origin of the elements), Hann gerir enga tilraun til að útskýra Guð en byrjar á spregningunni Milahvelli í upphafi. Frá því að hvellurinn varð og 3 mínútum síðar mynduðust Nevtrónur, agnir sem mynda atóm efnanna. Á þessum þremur mínútum fóru + hlöðnu agnirnar (prótónur) og óhlöðnu agnirnar (nevtrónur) að ,,límast saman" og mynda atóm. Eftir þessar 3 nmínútur voru einugnis, H,(vetni), He(Helíum) og Li( Liþíum).  20 mínútur eftir Miklahvell voru alla vega kominn talsverður fjöldi efna og Járnið komið fram. Þetta er greinilega miklu skemmri tími en margur hefur haldið fram hingað til Nema Biblían. Hún segir okkur að þetta hafi gerst á ,,fyrsta degi"!

Undur sköpunarinnar birtist líka í því að himingeimurinn sem er 19.5 milljarða ára gamall var búinn að ná sinni stærð á 380 000 árum. Það þýðir að útþenslan hafi verið margfaldur ljóshraði. Sé það rétt þá erum við utan allra náttúrulögmála.

Hver aftrar náttúrulögmálum eða hraðar þeim? 

Við krossdauða Jesú segja heimildir að sólin hafi myrkvast í 3 klukkustundir. Hvernig má það vera? 

Annað hvort er einhver sem grípur inní náttúrulögmálin eða að fleirra er til en við getum skilið eða útskýrt.

Ég legg til að Píratar myndi pláss á listanum fyrir þann sem ræður lögmálunum, virkjar þau, hraðar þeim eða stillir þau af. Sá er Guð, almáttugur, skapari himins og jarðar.

Snorri í Betel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband