8.4.2022 | 11:51
Aðeins um ,,sértrúarsöfnuði"!
Þessu orði er viðhaldið hjá íslenskum blaðamönnum. Bjarni Randver skilaði áliti sínu á síðum mbl.is 5/4 sl. Og benti á skilgreiningar á þessum félagslegu fyrirbærum í hinum frjálsu vestrænu samfélögum. Ekki var betur séð en að þeir sem tilheyrðu ekki ríkisreknu kirkjunni máttu gjarnan glíma við þann vanda að vera ,,skrímslavæddir og settir á jaðar samfélagsins. Það er fráhrindandi staður.
Ólína Þorvarðardóttir ritaði grein í Lesbók Mbl. 1992 um ,,sértrúarsöfnuðina á Íslandi og þar segir: ,,Eða hvers vegna halda menn að sértrúrahópar og söfnuðir utan þjóðkirkjunnar standi svo vel að vígi um þessar mundir? Það er vegna þess að þeir laða til sín þá einstaklinga sem samfélagið hefur hafnað! Þessir söfnuðir eru þá skjól fyrir vindi, áningarstaður á grýttri leið.
Árið 1987 birtist grein í Tímanum sem hét: ,,Vakning á Grensási og sértrúarhóparnir sem klofnuðu þaðan. Þaðan kom hópurinn ,,Ungt fólk með hlutverk, ,,Trú og líf, ,,Vegurinn og ,,íslenska Kristskirkjan! Þá voru þessar kristnu fríkirkjur flokkaðar sem ,,sértrúarhópar í málgangi Framsóknarmanna.
Ellert Scram ritaði leiðara í DV eftir fyrstu heimsókn Benni Hinn hingað til lands. Samkoman var haldin í Kaplakrika og mættu 5000 manns á svæðið og Ellert sagði: ,,Vestur í Bandaríkjunum reka margvíslegir sértrúarsöfnuðir sérstakar sjónvarpsstöðvar.. Engin þjóðkirkja er þar til staðar. Þeir hafa á sér mynd Krists, hjálpa, hafa samstöðu og óbugandi útbreiðslukraft. Þeir kalla ekki ríkisvaldið til stuðnings ef þá langar til að efna til 5000 manna samkomu eins og í Kaplakrika. Hvernig horfir þjóðin á þessa frjálsu söfnuði? Þeir eru kallaðir ,,Sértrúarsöfnuðir í blöðunum og daglegu tali. Getur verið að í augum Íslendinga séu þeir eins og ,,Musteri Sólarinnar eða Waco, eða hinn japanski Asahara svo eitthvað sé nefnt?
Þessir hópar eru þá flokkaðir í okkar samfélagi sem ljúfar hjálparstofnanir og vörn lítilmagnans eða beint afsprengi Kölska úr hinu neðra.
Við hverju má búast? Við erum greinilega stödd í fjandsamlegum heimi! Jesús varaði sína lærisveina við almenningsálitinu í Fjallræðunni. Þar segir: ,,Sælir eruð þér þá er menn atyrða yður og ofsækja. Og tala ljúgandi allt illt um yður min vegna. Verið Glaðir og fagnið því að laun yðar eru mikil í himnunum; Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður! (Matt.5:11- 12)
Eru blaða og fréttamenn sekir um lymskulegan áróður þegar þeir spyrða saman frjálsar kristnar kirkjur við eyðandi ,,sértrúarsöfnuði? Ef til vill má segja að hin sanna Kristna kirkja verði ávallt talin til ,,sértrúarsafnaðarar með líkum hætti og gert var við stofnanda hennar, Jesú Krist, hann var krossfesstur milli tveggja ræninga og ,,með illræðismönnum talinn! Táknrænt að fylgjendur hans fá sömu fjandsamlegu afstöðuna frá heiminum, 2000 árum síðar.
Biblían segir: ,,..Vitið þér ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur við Guð! (Jak.4:4). Við heyrum hvað um okkur er sagt sem reynum að fylgja Jesú Kristi og sjáum að baráttan við lygina, blekkingaröflin og falsfréttirnar stendur enn! Látum umræðuna ekki koma okkur á óvart, þolum og þreyjum því launin bíða okkar á himnum en hinn fallni heimur mun aldrei verða vinur okkar, skjól eða stuðningsaðili.
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.