Hver segir satt?

Er Fríkirkja samasem merki um að fara ,,frjálslega" með sannleikann? Stundum blasir það við að allar kirkjur telja sig boðbera sannleikans og svo virðist sem hann sé bara settur í mismunandi umbúðir en kjarninn er samt alltaf hinn sami.

Við flöggum Biblíunni og svo leggjum útaf biblíutextanum á okkar hátt og allir virðast hafa á réttu að standa því sannleikurinn er afstæður, ekki satt! 

En er það svo? Skoðum þetta

Ein setning í Biblíunni, stutt og alvarleg, er svona:..,,enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig"!(Jóh.14:7)

Er setningin dæmi um hrokafulla kirkju eða þröngsýni postulanna? Ég leitaði í ýmsa texta hinnar íslensku Biblíu. Þar segir í ( Viðeyjarbiblíu 1841)þar er setningin eins. Í Stjórn (1976, stofnun Árna Magnússonar) segir: ,,Engi comr til faudor nema fyr mic"! Þessi texti er forn Norrænn. Hvernig skyldi Oddur Gottskálksson (1540) hafa þýtt þennan Biblíutexta? Svona:,,Enginn kemur til míns föðurs nema fyrir mig."

Textinn virðist skila sér eins frá því um 1200 til okkar daga. Það segir mér að menn hafi verið sammála um túlkun og þýðingu taxtans úr grískum frumheimildum í 800 ár!

Skoðum umdeilda texta sem mér er tjáð að ég hafi misfarið og rangtúlkað. Vegna Hinsegin daga eru þessir textar dregnir fram í umræðuna hjá Fríkirkjunni við Tjörnina.

Efnið er frá 1.Kor. 6:9 en þar segir:,,Hvorki munu saurlifismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa" (Bibl. 1981).

Þýðingin frá Oddi(1540) er svona:,,Því villist eigi að hvorki frillulífismenn né blótmenn skurðgoða, eigi hórdómsmenn né sælgætingar, eigi heldur þeir sem skömm drýgja með karlmönnum, eigi þjófar né ágirndarmenn, eigi ofdrykkjumenn, eigi hneykslarar né ræningjar munu Guðs ríki eignast."

Og Viðeyjarbiblían frá 1841:,,dragið yður eigi sjálfa á tálar; hvorki frillulífsmenn, né  skurðgoðadýrkarar, né hórdómsmenn, né mannbleyður, eður þeir sem leggjast með karlmönnum, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn né orðhákar, né ránsmenn munu Guðs ríki erfa."

Skyldi þessi texti einnig vera til í Stjórn frá Stofnun Árna Magnússonar frá 1976? Þar segir:,,Eigi mego hordóms meN eignasc ríke guþs...eigi mego hordómsmeN ne saurlifess meN ne bla/ter meN eignast rike guþs.

Ef þýðendur fyrri alda voru svona sammála um innihald hins forna gríska texta af hverju eru menn inná því í dag að þetta séu allt saman miskildar ritningargreinar?

Fríkirkjan við Tjörnina stígur fram með þeim rökum að menn hafa viljandi barið Samkynhneigða með Biblíunni vegna þessa ,,misskyldu texta" ritninganna! Það skyldi þó aldrei vera að þessi afstaða Fríkirkjunnar sé opinberun á þeirra eigin rangtúlkun? 

Jesaja segir við okkur um þann anda sem talar að ef hann tali ekki samkvæmt þessu orði hafa þeir engan morgunroða (þá er ekkert ljós í þeim?).

Nútíma túlkun guðfræðinga Fríkirkjunnar er varla æðri en Guðfræði fyrri alda sem þýddu Bibíutextana síðustu 800 ár í samhljóma.

Niðurstaðan er einföld. Frikirkjan er villutrúarsöfnuður með falskenningar að leiðarljósi og boða annan Jesú en Biblían og postularnir boðuðu.

Það er því eðlilegt að við væntum þess að Guð sjái um málið og fari sínum höndum um villukennarana við Tjörnina. Trúlega er það best líka því hjá honum, Guði er miskunn að hafa!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 243439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband