Hvert er best að snúa sér?

Jörðin skelfur.

„Eins og þetta er núna þá eru nánast öll þessi stóru virku eldstöðvakerfi í einhverjum þannig ham að það má búast við eldgosum.

Landbúnaður harmar.

„Mjólkurframleiðendum og öðrum bændum fer stöðugt fækkandi og atvinnugreinin stendur frammi fyrir blýhúðuðum starfsskilyrðum beint frá Evrópu og auknum álögum, sem samþykktar voru á nýliðnu þingi, í ofanálag.“

kirkjan þjökuð.

 „Má þó öll­um ljóst vera, sem þekkja bisk­ups­fer­il henn­ar, að hún er óheiðarleg og und­ir­för­ul og al­gjör­lega ófær um að axla þá ábyrgð sem bisk­up­stign fylg­ir,“ skrifar Kristinn Jens.

loftið ofþornar:

„En hins vegar hefur þetta áhrif á til dæmis veiðar í ám og það er afskaplega lítið vatn orðið í mörgum ám sér maður á mælingum. Og ekki bara á þessum þurrustu svæðum heldur almennt á landinu, þá er vatnafar svona með lakasta móti.“

Allt verður ,,Íslands-óhamingju að liði" ritaði Jón Ólafsson á sínum tíma þegar Grímur Thomsen féll niður um vök og drukknaði ekki eins og ritstjórinn orðaði það.

SÁÁ nefnir ,,rakaskemmdir":

Rannsóknir og reynsla um allan heim er að eftir því sem auðveldara er að nálgast áfengi, þeim mun meira er drukkið. Verðlagning áfengis skiptir þar öllu máli. Meiri drykkja veldur meira tjóni, heilsufarslega og samfélagslega, svo einfalt er það.

Ég gæti haldið áfram. Af nógu er að taka. Veilurnar í okkar landi eru nefnilega talsverðar. Hvort sem við nefnum íslenska náttúru eða hugarfar landans þá er margt sundurbrotið hjá okkur.

Ógnir haturs:

„Þetta er nýtt vín á göml­um belgj­um þar sem verið er að hampa hvíta kyn­stofn­in­um. Er­lend­is sjá menn orðræðu í átt að auk­inni kven­fyr­ir­litn­ingu, andúð á hinseg­in sam­fé­lagi og andúð á inn­flytj­end­um,“ seg­ir Run­ólf­ur.

 Það er jákvætt ef mælt er með endurlífgun Íslenskunnar en hættulegt að tala fyrir að meta betur íslenska kynstofninn.

Ábyrgð litla mannsins !

gaf VR út yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að brot bank­ans við sölumeðferð á eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um væru með öllu óá­sætt­an­leg og að starfs­fólk ætti að bera ábyrgð frek­ar en að kostnaður við sekt­ir falli á neyt­end­ur

Hvað er til ráða?

Þjóðfélagsumræðan fer þessum höndum um samfélagið okkar. Þessar setningar eru teknar úr blöðum samtímans og greina frá þjóðfélagsmeinum okkar. Auðvitað er ekki allt í himna lagi allsstaðar en Viljum við hafa óbreytt samfélag með þessum meinum? Ég segi nei! Því að þessar athugasemdir blaðanna og pistlahöfunda sýna svo vel að siðvit þjóðarinnar hefur borið hnekki. En það er auðvelt að laga málin.

Tökum aftur mark á kristna boðskapnum að elska Guð af öllu hjarta. Það er svo ótrúlega margt sem færist þá til betri vegar í siðferði, hugarfari og hegðun þegar Guð er settur nr. 1

Eftir það kemur náunginn. Guð er grundvöllurinn með Jesú Krist að hrningarsteini og mælikvarða á hvað telst rétt og rangt.

Biblían segir: ,,áður en sveinninn hefur vit á að hafna hinu illa og velja hið góða..." Þetta er grunnurinn að uppeldisfræðinni og uppeldi foreldranna á börnum sínum. Að þekkja muninn á góðu og illu, réttu og röngu!

Grunnurinn er að siðferði og siðvit sé kennt. Börn þurfa að læra mun á réttu og röngu annars eru þau tekin og flutt inní heim og veruleika sem þau ekki tilheyra en aflagar göngulag á vegi lífsins.

Flöggum krossfánanum og varðveitum kristnu gildin.

Snorri í Betel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband