Vættir eða Guð?

Hvort er öflugra Guð vors lands eða vættir fornaldar. Við kristnitöku voru átök og ,,við sjálft lá að Alþingi berðist"! Mönnum var ekki sama um trú á hin fornu goð eða trú á Jesú Krist, sem sigraði dauðann og djöfulinn. Hann var dæmdur saklaus af Pílatusi og fór fyrir þig og mig til að ná vopnum dauðans og Satans svo þeim tækist ekki að tortíma öllu lífi í mannheimum. Mér finnst eðlilegt að minna á að heiðnir menn eru sagðir hafa varpað 4 mönnum ofan af brún Almannagjár til að efla goðin í andstöðu við hina nýju trú, kristnina. Trúarjátningin sem menn fara iðulega með á tyllidögum segir reyndar:,,Ég trúi á Guð, föður,almáttugan, skapara himins og jarðar..."! Það er því nokkuð tákn tímanna að eftir að hundraðþúsund konur hrópuðu á Arnarhóli. ,,Fokk feðraveldinu" og gjörðu sig að andstæðingum Guðs Föður, þá skuli koma tilboð um að fólk kynni sér galdra og fordæðuskap.

Kristin trú hefur mjög sterkar skoðanir á þessu og segir eftirfarandi: ,,Nei, heldur það sem heiðingjarnir blóta, það blóta þeir illum öndum, en ekki Guði. En ég vil ekki að þér hafið samfélag við illa anda. Ekki getið þér drukkið bikar Drottins og bikar illra anda. Ekki getum vér tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda? Eða eigum vér að reita Drottin til reiði?" (1.Kor. 10: 20 - 22)

Þessi tillaga Höllu Signýjar er því tillaga um að við vekjum upp reiði Guðs gagnvart landi og þjóð. Við höfum ekki efni á því að fá andstöðu hans yfir okkur. Við getum ekki einu sinni lagað peningamál launþega og ofurgræðgi peningstofnanna hvað þá sjávarútveg eða landbúnað!

Þetta er líka opinberun á því sjúka hugarfari sem við höfum alist upp við með því að blanda saman þjóðkirkju, sem á að vera Kristin og svo okkar eigin trú og áliti sem býr til grautinn úr afgöngum trúarbragða. Hér á landi tengja menn saman, bæn, Yoga, núvitund og innhverfa íhugun. Margt komið frá framandi menningarheimi þar sem enginn Heilagur Andi er hluti af trúnni. Þetta minnir á trúarviðhorf Samverjanna sem Biblían greinir frá og segir: ,,Samverjar gjörðu sér sína guði, hver þjóðflokkur út af fyrir sig og settu þá í hæðarhofin er þeir höfðu reist, hver þjóðflokkur út af fyrir sig, í sínum borgum þeim er þeir bjuggu í.  Babylóníumenn gjörðu líkneski af Súkkót Benót, Kútmenn gjörðu líkneski af Nergal, Hamatmenn gjörðu líkneski af Asíma, Avítar gjörðu líkneski af Nibkas og Tartak, en Sefarvaítar brenndu börn sín til handa Adrammelek og Anameæel, Sefarvaím-guðum......Þannig dýrkuðu þá þessar þjóðir Drottin, en þjónuðu þó um leið skurðgoðum sínum. Börn þeirra og barnabörn breyta og enn í dag eins og feður þeirra breytu. (2.Kon. 18. 19 - 32 og v. 41)

Átrúnaður er nefnilega enginn leikur. Kristnum mönnum er hollast að halda sér við hinn upprisna, sigurvegarann sem hfur allt vald, bæði á himni og jörðu. Því eins og atburðir fyrir botni Miðjarðarhafs sýna okkur glöggt að þá er afar stutt í endurkomu Jesú Krist. Hann er sá eini sem getur stöðvað útrýmingu manna og gjöreyðingarstríð það sem nú er í gangi. Nær væri að þingheimur legði bæn þessa fram fyrir Guð: ,,Kom þú Drottinn Jesús"! Það er mikil þörf á að Þingheimur biðji um frið og Guðs vilja!

Snorri í Betel


mbl.is Góðar vættir hjálpi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Spurningin á alltaf að vera:

hvað HJÁLPAR, HEILAR, LÆKNAR OG FÆR FÓLKI TIL AÐ LÍÐA BETUR?

Kristin trú gerir það almennt;

https://www.facebook.com/profile.php?id=100081982359959

en er óþarfi að amast út í það sem við köllum NÚTIMA-JÓGA.

Það snýst bara um að fólk horfi innaá við og líti í eigin barm:

https://contact.blog.is/blog/contact/

Það sem mætti alveg missa sig út úr grunnskólakerfinu eru þessar heiðnu vikingasögur þar sem að fólkið er

"höggvið í herðar niður bara ef það liggur svo vel við höggi": 

https://www.boksala.is/product/gisla-saga-surssonar/

Dominus Sanctus., 30.10.2023 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband