29.1.2024 | 23:37
Hvaða afstöðu er rétt að taka?
Bjarni er dreginn fram sem illmenni. Umræða síðustu mánaða um ástandið á Gaza bendir til ,,þjóðarmorðs" og sinnuleysis Vestrænna ríkja meðan gyðingarnir eru sýndir sem vargar. Þeir eru sakaðir um að hafa stolið löndum og eignum Palestínu-Araba. Trúlega er það af hreinni óskynsemi og vanhyggju að blogga um þetta málefni en ég geri það samt.
Vitað er að deilan milli gyðinga og Araba byrjaði ekki 1967, eftir 6 daga stríðið. Sagt er að gyðingar hafi hrakið Araba frá Palestínu og gert þá að flóttamönnum í nálægum löndum. Spenna milli þjóðflokkanna er hægt að rekja frá 633 e.kr. þegar Islam var að ná taki á Mið-Austurlöndum. Gyðingar í Palestínu ætluðu að stofna sitt eigið ríki það ár en urðu frá að hverfa vegna andstöu Araba sem þá voru í sóknarhug með islam sem hugmyndafræði. Þetta ár 633 -634 var fyrsta tilraun gyðinga til sjálfstæðs ríkis eftir að hafa misst yfirráðin á landi sínu 586 f.kr. eða í 1219 ár.
Gyðingar bjuggu ævinlega í Palestínu þó svo að stór hluti þeirra hafi farið land úr landi og sest víða að. Trúin tengdi þá ævinlega saman og bænin ,,næsta ár í Jerúsalem" hélt draumnum um sjálfstæði og heimkomu lifandi meðal þeirra.
Mikil breyting verður um 1867 þegar gyðingar úr Evrópu hófu að flytjast inn í Palestínu með samþykki Tyrkja. Tyrkir höfðu þá ráðið svæðinu frá 1517. Bæði við Haifa, Galíleu og Húlavatn virtist landið óbyggilegt vegna Malaríu sem þar var landlæg. Gyðingar keyptu landsvæðið af Tyrkjum. Hektarinn var á tíföldu verði miðað við Ræktarland í USA. Þeir hófu gróðursetningu á Eukalyptustrjám frá Ástralíu á Malaríusvæðunum og þurrkuðu upp fúamýrarnar svo Moskítóflugan hætti að geta tymgast. Landbúnaður varð atvinnuvegurinn. Draumurinn var að setjast að í Jerúsalem. Þangað fóru margir gyðingar rétt um aldamótin 1900. Þá byggðu þeir útborgina ,Miskenot Shananim" rétt vestan við gömlu múra Jerúsaslem. Þeim var þó ekki vært í þeim byggingum vegna stöðugrar skothríðar frá Aröbum sem bjuggu í landinu.
Zionisminn kemur til sögunnar þegar fyrsta alþjóðarþing gyðinga var stofnað um 1897 í Genf í Sviss. Þar var tekin ákvörðun að hvetja til landnáms gyðinga í Palestínu. Megin ástæðan var sú að Dreifus málið í Frakklandi opnaði augu gyðinga um stöðu þeirra að þeir mundu aldrei njóta sannmælis né mannréttinda í Evrópu. Margt hafði gengið á áður og ekki síður á eftir. Eina athvarfið virtist því gömlu göturnar, Gyðingalandið sem Biblíusögurnar áttu sér stað.
Í fyrri heimsstyrjöldinni tóku Bretar mið-Austurlönd af Tyrkjum. 1917 var árið sem yfirráð Breta hófust. Bæði Bretar,Frakkar og Þjóðarráðið í Genf stofnuðu uppúr því löndin Sýrland, Líbanon og Trans-Jórdaníu. Breska hugmyndin var að stofna landsvæði ætlað gyðingum og bræðrum þeirra Aröbum. Þjóðarráðið í Genf studdi hugmyndina og síðar SÞ 31.ágúst 1947. Þjóðir heims höfðu hvatt til stofnunar þessa ríkis en Arabaríkin höfnuðu tillögunni.
Þegar Gyðingar voru komnir með stuðning flestra ríkja SÞ unnu þeir bráðan bug að því að fullgera ríkjastofnunina og lýstu yfir sjálfstæði 14.maí 1948. Arabarnir höfðu líka notað tímann til að byggja upp heri sína því að mikil ófriðaralda hafði ríkt á þessu svæði um all nokkurt skeið. Um það má lesa í ferðabók Ásmundar Guðmundssonar biskups og Magnúsar Jónssonar, prófesors, í ferðalýsingu þeirra um ferðina til Fyriheitnalandsins árið 1936.
Þegar augljóst var mað að gyðingar ætluðu að stofna sitt sjálfstæða ríki voru arabískir íbúar svæðisins beðnir um að hverfa frá Palestínu og leita skjóls í öðrum Arabaríkjum meðan herir Araba hrintu Ísrael og gyðingum í sjóinn. Sjálfstæðisstríði hófst 15.maí 1948.
Í því stríði fóru gyðingar halloka á vesturbakkanum fyrir Jórdönum sem tóku það landsvæði og Jerúsalem frá gyðingum. Áður höfðu Bretar látið svæðið til yfirráða gyðingum. Svo hver stelur landi frá hverjum er sögulega séð augljóst. Arabar tóku mað stríðsátökum það sem Bretar höfðu afhent gyðingum. Að auki færðist bylgja brottrekinna gyðinga frá Arabalöndum og til Ísraels.
Enn í dag eru átök milli Araba og gyðinga eins og glöggt má sjá og heyra í fjölmiðlum. Enn er verið að hóta gyðingum útrýmingu og saka þá um landa stuld og sumt þaðan af verra.
Hvernig stendur á því að Vestrænir fjölmiðlamenn hlusta á þessar þungu ásakanir á gyðinga um þjóðarmorð og landvinninga á Arabísku landi? Þeir hafa ekki tekið annað land en það sem þeim var úthlutað eftir 1917 nema Golan hæðirnar. Eru menn hissa á því að þeir eru ekki tilbúnir að setja þær aftur í hendur Sýrlendinga? Áður höfðu Sýrlendingar notað þær til að skjóta fallbyssykúlum á bændurna í Galíleu hvort sem verið var að sá eða uppskera á ökrunum.
Samkvæmt skýrslum frá UNRWA, flóttamannshjálpar SÞ frá 1962 segir Snorri Bergsson, sagnfræðingur í bókinni ,,Heilagt stríð um Palestínu" (útg.Ax-forlag 1994): ,,Mikil hreyfing fólks hefur átt sér stað, sérstaklega á árum síðari heimsstyrjaldainnar þegar ný atvinnutækifæri urðu til í borgum og við hernaðaruppbyggingu Palestínu. Þessir örlagavaldar stríðsins og .. hærra hlutfall iðnvæðingar í Palestínu en í nágrannarékjunum drógu marga innflytjendur frá þeim löndum og margir fóru inn í Palestínu án þess að þeirra hefði verið getið í skrám."
Yfirmaður UNWRA í Jórdaníu, Galloway sagði: ,,Það er alveg ljóst að Arabaríkin vilja ekki leysa vandamál flóttamanna. Þeir vilja halda þeim sem opnu sári, sem andliti gagnvart SÞ og vopni á móti Ísrael. Arabalöndin kæra sig kollótt um það hvort flóttamennirnir lifa eða deyja."
Hefur eitthvað breyst frá 1948 - 2023?
Svo kom 7. okt. sl.og innrásin frá Gaza átti sér stað. Gyðingar höfðu nokkru áður búið á Gaza og sett upp mikinn landbúnað á svæðinu. SÞ og Vesturveldin vildu fá gyðingana brott frá Gaza og lét Aríel Sharon IDF fjarlægja alla gyðinga frá svæðinu með heitstrengingum að SÞ tryggðu öryggi Gaza og gyðinga. Það sem gyðingar skildu eftir á Gaza voru landbúnaðartæki, búfénaður, hús ,Skólar og synagógur. Allt var lagt í rúst. Ekkert notað af því sem gyðingarnir byggðu upp en eldflaugar fóru að fljúga þúsundum saman yfir til Ísraels. Hvað gerðu Vesturlönd? Hvar voru SÞ? Öll loforðin um öryggi og góða stjórn á landsvæðinu hurfu eða urðu aldrei til.
Hverjir falla á Gaza? Við heyrum aðeins um konur, börn og gamalmenni. Ekki einn Hamasliði hefur fallið. Eru þetta trúverðugar tölur?
Það hefur verið vitað í öllum stríðum milli gyðinga og Araba að konur hafa fallið í áberandi miklu hlutfalli. Írösku hermennirnir klæddu sig í Búrkur yfir herklæðin til að afla samúðar fréttamanna á málstaðnum. Þetta var 1948. Arabarnir nýta enn í dag sömu meðölin á Vestræna fjölmiðla og enn virka þessi meðöl mjög vel. Samúðarbylgjan fer yfir Vesturlönd og hrópað er Free, Free Palestíne!
Palestína verður ekki Frjáls fyrr en Islam og blekkingar Araba verða að engu gjörðar. Líf og limir Palestínumanna eru í húfi og þeir einu sem eru að bjarga þeim frá ofbeldinu og hinum illa áróðri eru gyðingarnir sjálfir.
Vonandi stendur Bjarni áfram í lappirnar og lætur arabískan áróður ekki hneppa sig í fjötra Ríkisútvarpsins og félagsins Ísland Palestína. Það eru nútíma nazisk samtök sem kæra sig ekkert um sannleikann eða hvernig málavextir eru.
Ég stend með Bjarna!!
Snorri í Betel
Segja ákvörðun Bjarna gerræðislega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Snorri.
Þeir sem standa með Ísrael (gyðingum) eru kallaðir rasistar. En hvað eru þeir kallaðir sem hatast útí Ísrael (gyðinga)? aldrei heyrir maður að þeir séu kallaðir rasistar, en í raun eru þeir mun meiri rasistar en þeir sem standa með Ísrael, því Ísraels vinir vilja og óska aröbum góðs, en gyðingahatarar vilja útrýma gyðingum, ekki bara í Ísrael heldur hvar sem til þeirra næst.
Þetta segir mér að samtökin Ísland-Palestína séu rasísk samtök.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2024 kl. 00:34
Góður pistill. Set hér smá, þú hendir því þá bara, ef ér finnst það ekki passa.
Bókin „Palestina ex Monumentis Veteribus Illustrata” er skrifuð á latínu árið 1695. Rilandy var að lýsa því sem þá hét Palestína. Höfundurinn Adriani Rilandi er landfræðingur, kortagerðarmaður, ferðamaður, heimspekingur, hann kunni mörg evrópsk tungumál, arabísku, forngrísku og hebresku. Hann heimsótti tæplega 2.500 byggðir sem getið er um í Biblíunni.
HÉR ERU HELSTU NIÐURSTÖÐUR OG NOKKRAR STAÐREYNDIR:
Bókin vísar algjörlega á bug kenningum um „Palestínskar hefðir” og „Palestínumenn” og skilur nánast engin tengsl eftir á milli landsins og araba sem stálu jafnvel latneska nafni landsins (Palestína) og eignuðu sér það.
Haukur Árnason, 30.1.2024 kl. 00:50
Getur ÍSLENSKA RÍKIÐ verið að senda mikla fjármuni úr landi
ef að það er ófugu megin við núlilð í sínu bókhaldi ?
Dominus Sanctus., 30.1.2024 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.