Mannleg mistök eða hryðjuverk?

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni. Öll Suðurnes úti í kuldanum. Það sem var fyrirséð þótti öfgafullt og menn kusu vægari aðgerðir en svo rættist hin vonda sviðsmynd, heitavatnsæðin fór í sundur.

Mér finnst Páll Valur, Vopnfirðingur hafa stigið fram á mjög heiðarlegan hátt og viðurkennt andvaraleysi bæjarstjórnar Grindavíkur meðan hann sat þar sem bæjarstjórnar maður. Sveitarstjórnarmönnum var gert ljóst að svona atburður gæti raungerst að eldgos, hraunflæði og orkuinnviðir gætu farið undir. En auðvelda leiðin var kosin að gera lítið sem ekkert. Í dag flokkast svona ákvörðun til ,,mannlegra mistaka"! 

HS veitur voru gerðar að ,,einkafyrirtæki" eða hlutafélagi sem hikaði ekki við að greiða hluthöfum ,,arð" af því fé sem hefði átt að nýta til varnaraðgerða. Þeir sáu gróðann en ekki ábyrgð sína eða veikleikann?

Þjóðaröryggisráðið tók málið til umfjöllunar og mat áhættuna rétt en fór sér hægt. Nú sitja 30000 manns úti í kuldanum. Má segja þetta?

Ólíkt fara fréttamenn að. Um daginn lenti utanríkisráðherra í kjafti Telmu og Jóhönnu Vigdísar vegna ástandsins á Gaza. Gazabúar komu sér í þessa stöðu vegna þeirrar ákvörðunar að kjósa Hamas yfir sig. Í des. sl. flutti mbl.is frétt um það að 70% Gazabúa styddu hryðjuverk Hamas í Ísrael. Þá var bæði fagnað á götum Reykjavíkur og gleðilæti voru um alla Gazaborg. Félagið Ísland-Palestína hefur verið eins og áskrifandi að fréttum í sjónvörpunum. Þeir hafa verið gerðir sem fulltrúar friðar og réttlætis þrátt fyrir að vera æstir stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas. En Bjarni sem hefur ábyrgð á svörum og afstöðu Íslands er meðhöndlaður sem fáviti og mannhundur að draga hjálpina gegnvart Gazabúum.

Svo kom forsætisráðherra í Kastljósið sl. fimmtudag og var látin upplýsa aðkomu Þjóðaröryggisráðs að innviðarmálefnum Suðurnesja. Það var farið mjúkum orðum í spjallinu við Katrínu sem ber ábyrgð á hraða snigilsins í öryggisaðgerðunum gagnvart Suðurnesjum og stærstu flugstöð landsins, anddyrinu að Íslandi!

Fréttamenn hefðu alveg mátt vera aðgangsharðari við Katrínu og mildari við Bjarna því Katrín ber ábyrgð á aðgerðunum á Íslandi en Bjarni ber enga ábyrgð á hernaðinum milli Gaza og Ísraels!

Mikið væri gott í ljósi þessara aðstæðna að heyra fleiri ábyrgðaraðila gera hið sama og Páll Valur að viðurkenna andvaraleysi meðan ekkert lá á aðgerðum. 

Hvað á að segja um sveitarstjórn Voga? Þeir hafa árum saman verið Þrándur í Götu við nýjar og styrkari raflagnir á Suðurnesin. Nú eru þau með ,,kertaþræði" til að flytja raforku og hvert heimili hefur ekki nema 2kW til að flytja viðbótar rafmagn og hita húsin í neyð! Ekki reyndist unnt að elda kvöldmatinn og hita híbýlin með rafmagni. Bæjarstjórn Voga ber ábyrgð á þessu ,,skorts ástandi"! Munu þeir viðurkenna ábyrgð sína á ástandinu?

Mér virðist vanta að þeir aðilar sem hafa hafnað nýjum virkjunum og hafnað styrkingu á flutningi orku um landið ættu að fá tækifæri til að játa sín ,,mannlegu mistök" og láta af aula afstöðu þeirra sem koma núna niður á 30 000 manna samfélagi.

Ef næsta gos nær Svartsengi og virkjunin eyðileggst, hvað verður þá um raföryggið um allt land? Búið er þegar að loka Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki vegna orkuskorts. Enn skortir orku á Akureyri og Síldarbræðslurnar víða um land hafa tryggt sér orku með dísel rafstöðvum. Bera náttúruverndarsamtök einhverja ábyrgð á þessu ástandi? 

Af þessu má glöggt sjá að stjórnmálamenn og stjórnir á almannaheill okkar allra þurfa að skipta um skoðun og við eigum ekki að samþykkja ,,mannleg mistök" í ákvarðanatöku þegar annað blasir við. Okkar heill er mikilvægara en ályktun lítilla þrýstihópa og stjórnmálamanna á velferð okkar. Þeir gætu flokkast til hryðjuverkamanna gagnvart almenningi fyrir óheilla afstöðu þeirra og ákvörðunar að setja byggðir og ból á vonarvöl!

Er til of mikils mælst?

k.kv.

Snorri i Betel


mbl.is Bæjarstjórar funda: „Grafalvarleg staða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll vinur minn, ég er mikið sammála þér hér að ofan. Þetta þjóðfélag er svolítið skrýtið.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.3.2024 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband