,,Gazalegt" að sjá!

Er sami andi yfir ,,mótmælendum" og stuðningsmönum Palestínu og er yfir Hamas, Hisballa og stjórnvöldum í Teheran?

Þau stjórnvöld sem stjórna þegnum sínum skv. Sharia-lögum ýta ekki undir lýðræði eða siðræna framkomu  þegna sinna. Islam þýðir nefnlega undirgefni og ,,þegnar" islamskra ríkja hafa hvorki tjáningar-, skoðana-,eða samviskufrelsi. Eru stuðningsmenn Hamas hér á landi, Ísland Palestína - ég segi stuðningsmenn Hamas og vísa þá til yfirlýsingar þeirrar sem frá þeim kom 20.maí 2009 að :,,íslensk stjórnvöld viðurkenni þau stjórnvöld sem eru lýðræðislega kjörin af þjóðinni þ.e.a.s. stjórn Hamas-samtakanna"!

Nú er vitað að Hamas samtökin eru undir regnhlífarsamtökunum Islamska-bræðralagið. Þeim er stjórnað af harðlínumönnum sem stefna að heimsyfirráðum. Þeim hefur orðið vel ágengt að hér á landi eru öfgakenndir Íslendingar orðnir baráttumenn fyrir þessi islömsku lögum og samtökum. Bæði á Þorláksmessu og 1.maí voru kröfugöngurnar í þágu Palestínu og Bræðralagi múslima. Vilja menn virkilega fá stjórnvöldin í Teheran og Islamskra ríkja hingað?

Alvaran við yfirlýstan stuðning við Palestínu er jafnframt yfirlýsing um stuðning við að eyða Ísrael. Palestínumenn þ.e. Arabar hafa allar götur frá 1948 háð útrýmingarstríð gagnvart Ísrael. Því miður hafa Arabarnir ævinlega hafnað tveggja-ríkja lausninni. Þeir hafa aðrar þjóðfélags hugmyndir.

  Myndin IMG_2207sem hér fylgir sýnir hvaða þjóðir stóðu að stríði við hið litla ríki gyðinga. SÞ studdu tilurð Ísraels en Arabaríkin hafa öll stutt útrýmingu þess.

Ennþá kalla stjórnvöld í Teheran Ísrael ,,sár á líkama Islam" og heimta útrýmingu þess meins.

Stuðningur við Palestínu er því stuðningur við útrýmingu á ísrael. Stuðingur við Palestínu er samþykki á árásinni þann 7. okt sl. þar sem Gazamenn réðust á hóp ungs fólks og friðsöm bændabýli á Yom-kippur, friðþægingarhátíð gyðinga.

Nú vilja menn skella skuldinni á gyðingana, ríkisstjórn Ísraels en það verður erfitt að sjá ástæðuna núna ef menn bera saman í ljósi sögunnar, hvað olli. Greinilegt er að helsta ásæðan fyrir þessum ófriði og ógnunum eru orðin í Kóraninum sem gerir gyðinga og kristna að réttmætum skotmörkum islamskra vígamanna.

Það ætti því að vera ,,saknæmt athæfi" að stíga fram með palestínskan fána og hrópa :,,Free, free Palestine"! M.ö.o. eyðum gyðingum og kristnum.

Þessi framkoma samtakanna ,,Ísland Palestína" þar sem lögregla þarf að beita piparúða vegna ógnana og yfirgangs gagnvart stjórnvöldum er angi af átökum Hamas gagnvart gyðingum og kristnum gildum!

Það er mér líka umhugsunarefni þegar foretaframbjóðendur veigruðu sér við að heimsækja Ísrael vegna ,,þjóðarmorðs á Gaza"! Sjá menn ekki að dánartalan 36000 menn er ekkert þjóðarmorð. Það er vissulega sorglegt og engum til ánægju. En sá veldur miklu sem upphafinu veldur og viljandi gleyma menn því að engin loftvarnarbyrgi fyrir almenning eru til á Gaza. Jafnframt eru allir þessir hunduð kílómetra af undirgöngum ekki ætluð sem skjól fyrir almenning, gamalmenna, kvenna og barna!

Það hlýtur að vera á ábyrgð fréttastofa fjölmiðlanna á Íslandi þegar upplýsingar af atburðunum á Gaza eru settar í það öfugsnúna samhengi að gyðingum er um að kenna og allar dánartölur teknar beint úr herbúðum Hamas. Það hefur skapað hið undarlega álit hér á Íslandi sem lyftir undir rangtúlkanir félags Ísland Palestína um að Ísrael eigi ekki tilveru rétt!

Um daginn kom fram norskur svæfingalæknir í viðtal og birti dánartölu þeirra sem féllu í eldsloganum á Rafa. 190 manns sögð hafa fallið, bara konur og börn. Allir aðrið fjölmiðlar nefndu ekki fleirri er 40. Jú 40 er 40 manns of mikið en 190 var tala komin frá Hamas og minnti á að allar Hamas tölur hafa ekki þolað skoðun því þeim tölum hafa ekki fylgt nöfn sem styðja við töluna um fallna. Í öllum þessum átökum hafa aðeins fallið helstu foringjar Hamas en enginn skæruleiði/Hamasliði!

Við sem hlýðum á fréttir á Íslandi og borgum fréttastofunum fyrir ,,áreiðanlegar" fréttir gerum þá kröfu að menn segi okkur satt.

Snorri í Betel


mbl.is Myndir: Lögregla beitti piparúða á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alveg er mér sama hvað menn gera í Asíu.

Hitt finnst mér gleðiefni, og það er að lögreglan skuli sjá ástæðu til að úða pipar á hryðjuverka-stuðningsmenn á Íslandi.

Það mætti gerast oftar.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.5.2024 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 241992

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband