ofbeldið og Guðs orðið.

 

Ég vil byrja þetta blogg með tilvísun frá 2018 þegar mbl.is fjallaði um tölvuleiki og áhrif þeirra á unglinga. Í enn eldra Morgunblaði er grein sem fjallar um að mikil tölvuleikjanotkun með skotleikjum og öðru ofbeldi eyðileggur þroskaferil unglingsins til að þroska samkennd og siðvit. Getur þetta verið ástæðan fyrir auknum hnífaburði og notkun hnífa til illra verka?

,,Sam­fé­lags­miðlar og tölvu­leik­ir eru að skapa kyn­slóð barna með vits­muna­leg­an og til­finn­inga­leg­an þroska á við þriggja ára börn. Þetta seg­ir Sus­an Green­field, einn fremsti heila­lækn­ir Bret­lands, rann­sókn­ar­pró­fess­or við Oxford-há­skóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri bresku vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar (Royal Instituti­on). Breska blaðið Tel­egraph grein­ir frá."

Ég minnist þess tíma að í æsku og unglingsárum vorum við strákarnir yfirleitt allir með hnífa eða dolka á okkur. Þetta þótti ekkert tiltökumál en við fórum ekki í skólann með hníf. Mönnum fannst hnífaburður engin ógn, frekar nauðsyn.

Í dag er allt annar svipur yfir æsku og unglingum. Hvað veldur? Jú, greinilega allt annað hugarfar. Nú birtist okkur siðferði sem var okkur mjög framandi í minni æsku. Hvers vegna?

Mín kynslóð lærði kristinfræði söguna um Jósef sem ,,hefndi sín ekki" heldur fyrirgaf bræðrum sínum og kom út úr lífsgöngu sinni sem fyrirmynd okkar. Sagan þekkist ekki meðal unglinganna í dag og eldri kynslóðir, sem þekkja söguna, eru undrandi á því sem nú tíðkast. Vantar Jósef í unglingafræðsluna?

Svo eru niðurstöður sem birtar eru um rannsóknir á því af hverju unglingana vantar samkennd? Umhyggja er greinilega á undanhaldi og þegar er vitað að tölvuleikir með drápum og stríði hafa eyðileggjandi áhrif á þroskaferil ,,umhuggjunnar" eins og susan Greenfield heldur fram. Heilastöðin sem vekur samkennd verður ,,vanþroska"!

Hin hliðin er að ranglætið hefur einnig áhrif á umhverfi unglingsins. Þeir sem alast upp við að allt megi og ekkert sé bannað fara auðvitað sínu fram. Þetta vissu menn fyrir 2600 árum. En vitum við þetta í dag? Spámaðurinn Esekíel tengdi hrakfarir ofbeldisins á hans tíma við Guðlegt inngrip. Hann sagði: ,,Ofbeldið rís upp sem vöndur á ranglætið." (Esek. 7:11)

Er okkar tími dæmi um hvorttveggja að við höfum hætt að fræða um Guð og reglur hans. Þá taka tölvuleikirnir við sem sá ,,vondu sæði" í hugarheim unglinga? Sjáum við tenglsin milli þess að hinn rangláti lífsmáti, sem Guð flokkar sem synd, er í okkar tíma útskýrður sem mannréttindi? Og ofbeldið vex!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Snorri. Ofbeldi vex með vanþekkingu á Guði og þeim lögum sem Hann kenndi okkur en þess í stað hafa tölvuleikir mótað hugi barna okkar. Þekkingin á Guði og Hans vilja er fjarri börnum nútímans en mannréttindi og ofbeldi fer vaxandi. Siðferði okkar breytist ekki til batnaðar nema við snúum okkur til Drottins Guðs Allsherjar en það er einmitt Hann sem gefur okkur líf og frið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2024 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 241992

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband