19.7.2007 | 10:19
Pólitíkin í hendi Guðs?
Ingibjörg er í Ísrael og fær að snerta á þjóðfélagsmálum þar. Þau eru bæði glæsileg og sorgleg. Það er hryggilegt að koma á þetta fallega og söguhlaðna svæði og finna grátandi mæður, hatursfulla syni og vonlaus ungmenni vegna ástands sem ráðamenn fyrri kynslóða sköpuðu. Það er eins og vanti hugdirfsku sem segir :"hingað og ekki lengra ég vil skapa barni mínu bjarta framtíð". En það kostar! Það kostar líka að viðhalda hatri og stríðsrekstri. Vita menn að þegar Bandaríkjamenn og Bretar yfirgefa Írak þá munu mæta þar aðrar þjóðir i hatursfullum tilgangi svo hægt verði að byggja upp stóran her sem hefur þann tilgang að útrýma Ísrael? Þetta er skv. spádómum Biblíunnar (Esekíel 38 og 39) En sú ráðagerð mun kosta milljarða. Því þegar Orð Guðs rætast þá snertir það alltaf "fjárafla þjóðanna"!
Athugum þetta:
1. Þegar Nói fékk skipun frá Guði að byggja Örkina þá þurftu einhverjir að borga. Byggingartíminn var 100 ár svo allavega þurfti að skaffa daglaunamönnunum fjármuni allan tímann. Ekki er vitað um bókhald smíðinnar því skolaði í burtu ofaní einhverja olíulindina. Má vera að við séum að komast á því þegar við ferðumst í sumarfíinu!
2. Þegar Móse fór með Ísraelsmenn úr Egyptalandi þá: tóku þeir svo mikið af gulli og silfri sem þeir gátu borið því Egyptar leystu þá út með gjöfum (2.Mós.12:35).
3. Þegar gyðingar fengu heimfararleyfi úr "Herleiðingunni til Babylonar" þá var einnig hlaðið á þá gjöfum. (Esrabók 1:4) Þannig var ferðakostnaður fjármagnaður og uppbygging Musterisins í Jerúsalem.
4. Þegar gyðingar fóru að steyma til Ísraels þá var íbúafjöldi gyðinga 1947 600.000; 1950 voru þeir 1000.000.- ein milljón; 1966 2.345.000,- og síðastliðin 15 ár hefur að jafnaði fluttst inn til landsins 100.000 á ári. Stór hluti ferðakostnaðarins kemur erlendisfrá í formi styrkja, gjafa og lána. T.d að 1991 fengu gyðingar lán uppá tíu milljarða $ til að standa straum að ferðakostnaði Falasha gyðinga frá Eþíópíu og rússneskra gyðinga (askenas) til Landsins Helga og Bandaríkjastjórn var "ábyrgðaraðili" lánsins. (Mbl.12.ágúst 1992).
Er þessi skipan mála tilviljun að frá dögum Móse, Esra prests og til okkar daga skuli "fjárafli þjóðanna" vera notaður til að fjármagna áætlun Guðs svo spádómarnir rætist?
Ég trúi að þetta séu hin gullnu tækifæri til að gera sig sjálfan að verkfæri í áætlun Guðs. Þú hefur möguleikann á að gerast þáttakandi að yfirlögðu ráði eða láta stjórnvöld taka skatt af þér til að fjármagna áætlun Guðs.
Þegar Ingibjörg kemur til baka þá verður hún með áætlun að senda íslenskt fjármagn til uppbyggingar í Ísrael og vera þannig, vitandi eða óafvitandi, þátttakandi í endurbyggingu Guðs á Ísrael.
Nú fara Ísraelar að endurreisa Musterið á Móríafjalli. Þar byggði Salómon, Serúbabel og Heródes musterið. Það verður einnig gert á okkar dögum með fjárhagsstuðningi allra þjóða. Þangað munu einnig renna íslenskar krónur og vera gulltryggðar í Guðs verkinu.
Endurkoma gyðinganna til Ísraels er mesta táknið og undanfari þess að Jesús Kristur kemur aftur á sama hátt og menn sáu hann fara, "á skýjum himins, með mætti og mikilli dýrð."
Hvað ætli það kosti?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir færsluna . Ingibjörg leggur auðvitað aura í verkefnið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:35
"2. Þegar Móse fór með Ísraelsmenn úr Egyptalandi þá: tóku þeir svo mikið af gulli og silfri sem þeir gátu borið því Egyptar leystu þá út með gjöfum (2.Mós.12:35)."
Hérna er setningin í heild sinni sem Snorri vísar á:
2. Mós. 12:35-36
En Ísraelsmenn höfðu gjört eftir fyrirmælum Móse og beðið Egypta um gullgripi og silfurgripi og klæði, og hafði Drottinn látið fólkið öðlast hylli Egypta, svo að þeir urðu við bæn þeirra, og þannig rændu þeir Egypta.
Það er undarlegt að maður sem á að þekkja biblíuna vel kalli það gjöf af fá eitthvað lánað eingöngu í þeim tilgangi til þess að stela því. Hvers vegna kallar þú það gjöf sem biblían gallar ránsfeng?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 17:27
Þetta átti auðvitað að vera:
Hvers vegna kallar þú það gjöf sem biblían kallar ránsfeng?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 17:28
Hjalti Rúnar : Kannski má kalla þetta endurgjald fyrir óshólmasvæði Nílar sem egyptar tóku af hebreunum, en Jósep hafði fengið afsalað frá faraó 300 árum fyrr. En eins og venjulega getur mannkynið illa unnt hebreum velgengni sinnar og þarf einhverra hluta vegna annað slagið svipta þá eigum sínum og löndum?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.7.2007 kl. 00:37
Ekki gleyma því að hebrearnir voru að losna úr ánauð.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.7.2007 kl. 00:38
Athyglisverð mynd sem ég sá með öðru auganu í sjónvarpinu alveg nýlega, um hljómsveit ungs fólks sem samanstendur af Gyðingum, Palestínumönnum o.fl. fólki. Ungur maður sagði frá því að hann hefði verið alinn upp við það viðhorf að óvinurinn væri bara ómennskt skrímsli, en þarna í hljómsveitinni lærði hann að þetta væri bara fólk eins og hann með aðrar skoðanir. Verst að það skuli ekki allir geta spilað í hljómsveit.
Guðrún Markúsdóttir, 20.7.2007 kl. 00:59
Predikarinn: Það að hebrearnir voru að losna úr ánauð og að faraó haðfi tekið eitthvað svæði af þeim áður breytir því ekki að þetta er ekki gjöf. Ertu ekki sammála því að það sé undarlegt að Snorri kalli þetta gjöf þegar það kemur fram í setningunni sem hann vísar í að þetta var ránsfengur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.7.2007 kl. 17:07
Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:09
Hjalti Rúnar veltir fyrir sér hvers vegna ég kalli "ránsveng" gjöf ! hann vísar einmitt í versið sem ég nota til að kalla ránsfeng gjöf. 2.Mós. 12:35.
Það er munur á að stela og ræna - og hið skemmtilega við samskipti Egypta og Ísraelsmanna er það að þegar Ísraelsmenn voru "leystir út" var þeim fært gull og verðmæti í miklu magni. Þegar Móse gefur lögmál sitt um meðferð á þrælum/þjónum/ verkalýð segir hann húsbændum þeirra að leysa þá ut með gjöfum svo þeir fari ekki úr húsinu í skort heldur hafi að einhverju að hverfa.
Það er frábær mynd af ráni (sem notað er í hernaði) og gjöf sem er sjálfviljafórn gefandans.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 22.7.2007 kl. 21:37
Erlingur ég vona að hvítasunnumenn "skilji aldrei" kenningar Ruthersfords að við séum sama og Júda/Benjamín! Það er ekkert í arfi okkar Íslendinga sem bendir til að hugarþel eða trúargildi/dýrkun sé tengt hinum gyðinglega arfi.
Nú eru t.d. hópar gyðinga að koma til Ísraels bæði frá Indlandi, Eþíópíu og víðar- þeir hópar hafa sögu, siði og trúarathafna sem ríma við gyðingdóminn. 2700 ára fjarlægð hefur ekki eyðilagt þann merkilega arf og meira að segja þá tala gyðingarnir um að Eþíóparnir (Falasha gyðingarnir) séu Dan-ættkvíslin og Inverjarnir séu af Mannasse-ættkvísl. Siðirnir og hefðirnar segja það.
Ekkert slíkt styður að við séum komin frá Júda eða Benjamín.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 22.7.2007 kl. 21:43
"Það er frábær mynd af ráni (sem notað er í hernaði) og gjöf sem er sjálfviljafórn gefandans."
Gallinn við þetta er auðvitað sú staðreynd að í biblíunni er þetta kallað rán. Ertu sammála því að þetta hafi verið rán?
2. Mós 12:35-36
En Ísraelsmenn höfðu gjört eftir fyrirmælum Móse og beðið Egypta um gullgripi og silfurgripi og klæði,
og hafði Drottinn látið fólkið öðlast hylli Egypta, svo að þeir urðu við bæn þeirra, og þannig rændu þeir Egypta.
2. Mós 3:21-22
Og ég skal láta þessa þjóð öðlast hylli Egypta, svo að þá er þér farið, skuluð þér eigi tómhentir burt fara,
heldur skal hver kona biðja grannkonu sína og sambýliskonu um silfurgripi og gullgripi og klæði, og það skuluð þér láta
sonu yðar og dætur bera, og þannig skuluð þér ræna Egypta.``
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.7.2007 kl. 15:50
Sæll Snorri,
ég er ekki endilega sammála þér í trúmálum, en látum það mál liggja kyrrt. En ég er að leita eftir fólki sem hefur áhuga á málum íbúa landsins helga.
Þessa dagana er ég að senda fólki línur í von um að hægt sé að ná saman slíku fólki. Mál er þannig með vexti að ég tel að Ísland eigi raunverulegan séns til að láta gott af sér leiða.
Þetta stendur í sambandi við beiðni þingmanna Knesset. Ef þú og einhver annar er áhugasmanur, en ég er þegar búinn að tala við félagið Zion, þá endilega sendið mér línu.
Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnasons
einarbb@gmail.com
Einar Björn Bjarnason, 25.7.2007 kl. 02:34
Sæll Snorri, ég vildi benda þér á umræðu sem hefur spunnist út af grein ungs og skemmtilegs mans sem er afar fróður og góður penni. Málið er þannig að ég las viðeigandi grein og mér fannst mikið til hennar koma, nema eitt atriðið sem mér fannst stangast á við minn skilning á gyðingum og fyrirheitinu þeirra sem Guðs útvalda þjóð, í þessari grein er sagt að Gyðingar séu ekki lengur hindir útvöldu vegna þess að Þeir höfnuðu Jesú, þú ert maður sem hefur mikið pælt í þessu og ég vildi biðja þig um að kíkja á þetta og lesa hvað er sagt og kannski koma með þína skoðun á þessu máli smelltu Hér og þú ferð beint á slóðina. Er ég að misskilja eitthvað í varðandi þetta og þá þessa grein?
Linda, 26.7.2007 kl. 15:56
ZEITGEIST
Hvenær drepur maður börn?
Ævar Rafn Kjartansson, 30.7.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.