Ísrael, frábært land!

Ég hef ekki opnað bloggið frá því í maí. Dagarnir eru annasamir og annað fær forgang svo ritun á bloggsíðu fór "afturfyrir endamörk".

Ég tók mér ferð á hendur ásamt 18 öðrum til Ísraels og Jórdaníu dagana 13. til 26. júní. Ekki var laust við að sumir væru bangnir í upphafi ferðar vegna frétta um ástandið hjá Palestíunaröbum. En þegar inní landið var komið  og öryggisgæslan hafði skoðað okkur í bak og fyrir tók á móti okkur land með friði, sól og glaðværð. Í Tíberías voru allar götur fullar af ungu fólki með börnum sem og gamalmennum. Vopnaðir verðir gengu um og kættust með í glaðværðinni. Engan ótta var að sjá á íbúunum. En fréttir að heiman sögðu okkur frá mikilli spennu í Hamastan.

Þegar við komum í Nazaret þá var  föstudagurinn 15. júní. Ógurlegur hávaði var í miðbænum og mikil hróp og köll í háspenntu hátalarakerfi. Þar voru múslimarnir á bæn og kröfugerð. Þeir voru að heimta að byggja mosku á lóð fyrir framan Boðunarkirkjuna í Nasaret. Meiningin er sú að moskan eigi að vera (skv. Kóraninum) hærri en kirkjan því að ekkert hús má vera hærra en moskan í bænum. Þeir hafa ekki fengið leyfi frá bæjaryfirvöldum til að byggja þarna. Meira að segja hefur þeim verið boðið að velja aðra lóð jafnvel þá bestu í bænum. En sama hvað er í boði; aðeins skal byggja fyrir framan kirkjuna. Þeir ætla að byggja sama hvað tautar eða raular.

Daginn eftir var haldið norður í land að landamærum Líbanons. Þaðan til Cesareu Filippí þar sem Pétur lýsti því yfir að "Jesús væri Kristur, sonur hins lifanda Guðs". Svo lá leiðin uppí Gólanhæðir og litið yfir til Sýrlands á það svæði sem Páll postuli fékk köllun sína þegar hann ætlaði að hneppa í varðhald alla þá sem voru kristnir. Á þeim dögum var ekki friður í landinu. Um kvöldið fréttum við að eldflaug hafi lenti á svæðinu sem við fórum um fáeinum mínútum eftir að við hurfum þaðan.

Í Gólanhæðum er allstór dalur sem er nú klæddur vínberjatrjám en áður þöktu Hryðjuverkabúðir Fata hans Yassirs Arafats. Þegar gyðingarnir tóku landið þá breyttist um leið notagildi landsins. Nú eru þar ræktaðir ávextir í stað  hryðjuverka. Dæmigert!

Svo var haldið til Jórdaníu. Þar fengum við skemmtilegar og hlýjar móttökur hjá Jórdönum. Það hefur alltaf verið gott og gaman að koma til þeirra. Jórdanir eru brosmildir og einu athugasemdirnar sem gerðar voru á landamærunum voru þær að ég setti upp "kípuna" eða Bedúínaklútinn um höfuðið. Landamæraverðirnir brutu hann þannig að ég bæri klútinn rétt eða í umbroti eyðimerkur -lögreglunnar. Svo kvöddu þeir mig með orðunum "Lorenz, sir"og vísuðu til Arabíu-Lórenz.  Ekki var mikla spennu þar að finna.

Ferðin til Petru gekk í alla staði vel og voru allir þreyttir en glaðir eftir að menn skoluðu rykið í sturtunni og settumst að snæðingi. Maturinn var frábær og hótelið glæsilegt. Svo fór ég út á svalir og horfði á klettana í "Wady-Musa" upplýsta í næturhúminu. Þvílík fegurð og frábært augnayndi. Þar á svölunum sat maður nokkur og ég kastaði kveðju á hann. Hann tók vel undir og bauð mér sæti. Þetta var Jórdani, starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann spurði mig strax hvað mér litist á ástand mála í Mið-Austurlöndum. Ég sagði honum upplifun mína, með rósemina, glaðværð fólksins og æðruleysi. Ég upplifði alla sem vini. En ég sagði honum að mér fyndist undarlegt allar þær fréttir sem heyrast héðan Ég sjálfur hef tekið við boðskap sem fyrst útgekk á þessu svæði og heitir kristin trú. Hún boðar mér að stunda frið við alla menn og þessi friðarsækni hefur  t.d. skapað náin og sterk Norðurlönd. En á þessu svæði er barið á bumbur ófriðar og tortímingar. En þar sem samvinna hefur tekist er góðs samstaða. Milli Jórdaníu og Ísraels er sterk samvinna um ræktun bæði í Jórdandalnum og á Wadi-Araba. Sú samvinna hefur leitt til þess að Jórdanía er sjálfum sér nóg um ávexti og grænmeti sem gyðingar hafa kennt þeim að rækta öllum til blessunar. Þar er dæmi um góðan árangur við að hugsa í lausnum.

Þá sagði hann: "Hér þarf nýja hugsun. Menn þurfa að hugsa í lausnum og spyrja sig hvernig framtíð vil ég að barnið mitt fái? Nú gilda ekki lengur rökin um það hvernig landið var fengið, keypt eða tekið hernámi heldur þarf að segja. Hér erum við og við verðum að búa saman, stunda frið og eiga viðskipti." Ég gladdist innilega yfir því að Jórdanía eigi svona velmeinandi menn. Þegar ég kvaddi þetta svæði og hvarf aftur heim þá bað ég Guð að vekja enn fleirri Jórdani, Palestínuaraba og Ísrela sem hugsa í lausnum og spyrja hvernig framtíð vil ég búa barni mínu?

Ég var gestur í landinu og fékk að njóta alls hins besta en fréttirnar bárust frá íbúum Hamastan og Fata að enn eru þeir fjötraðir í ófriði og hatri sem engan endi ætlar að taka. Við á Íslandi þurfum að byggja tengsl við friðelskandi fólk Ísraels og Jórdaníu en hafna hatursfullum gjöreyðingaröflum sem heimta útrýmingu Ísraels, þá er einhver von.

Friður var yfir flestum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þennan líflega ferðapistil frá Landinu helga, Snorri, og velkominn heim.

Hér er ýmislegt athyglisvert í máli þínu. Þetta með kröfur Palestínu-Araba vegna mosku fyrir framan Boðunarkirkjuna í Nazaret þykir mér óheyrilegt. Það minnir mig á það, sem ég held að þú hafir upplýst um í viðtali við Ólaf Jóhannsson í Omega, að í Biblíunni er Jerúsalem nefnd 816 sinnum á nafn (eða þar um bil, skrifa þetta hér eftir minni), en í Kóraninum er hún aldrei nefnd á nafn! Þetta segir nú æðimikla sögu, Snorri bróðir.

Jón Valur Jensson, 2.7.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þennan pistil Snorri og velkominn heim.

Kristinn Ásgrímsson, 2.7.2007 kl. 18:52

3 identicon

Takk fyrir góða  og fróðlega færslu. Velkominn heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Takk fyrir ferðasöguna, og velkominn heim. Þakka þér einnig fyrir bætast í bloggvinahópinn minn, loksins fann ég einhvern úr alvöruheiminum!

Guðrún Markúsdóttir, 3.7.2007 kl. 10:23

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já þetta er merkilegt með yfirgang islaam gagnvart fólki þessa heims sem fylkir sér um Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs. Við erum ekki óhult á hæð þeirri sem talið er að musteri Guðs okkar er talið hafa staðið á. Hvað þá dirfist forsætisráðherra æIsraels að stíga fæti á þessa einkahæð islaam.

Þökk fyrir pistilinn séra Snorri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2007 kl. 00:42

6 Smámynd: Linda

Velkominn heim Snorri, æðisleg frásögn og það gleður mig mikið að lesa um svona jákvæða upplifun á þessu svæði!  BARA ÆÐISLEGT.  Verður gaman að sjá þig á Ómega, vonandi fljótlega til að tala um þessa ferð. 

Mig dreymir einmitt um að sjá Ísrael og Jórdan, síðan Egyptaland.  Ég vona að ég verði þess aðnjótandi einhvern daginn meðan ég hef heilsu til.

Linda, 5.7.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær ferðasaga bróðir Snorri, en mér fannst sorglegt að heyra um þessa mosku fyrir framan boðunarkirkjunna sjálfa. En ég vona að þú hafir notið ferðarinnar og komist áfallalaust heim. Guð blessi þig bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Er það rétt skilið hjá mér að þú sért fylgjandi því að herveldi taki land, sem þau vilja, af þeim sem þar búa og reki íbúana í flóttamannabúðir þar sem þeir síðarnefndu þurfa að búa kynslóð eftir kynslóð?  Sjálfur hefði ég álitið að friðsamlegri samvistir hefðu verið heppilegri og meira í anda orðs Krists. 

Hreiðar Eiríksson, 10.7.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hreiðar Eiríksson  Nú friðsamlegar samvistir er það sem ísraelar hafa frá fyrsta degi boðið aröbum upp á. Það getur sá stóri hópur þeirra sem býr innan Ísrael og eru borgarar þar vitnað um.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.7.2007 kl. 03:43

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.7.2007 kl. 03:53

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hreiðar

Ég er ekki fylgjandi hervaldi. Ég er ekki fylgjandi stríði. Ég er ekki fylgjandi því að ein þjóð hörfi fyrir annarri, við eigum að virða landamerki og búsetusvæði annarra- það er mín lífsskoðun.

En ég er ekki fylgjandi því að sögunni sé misþyrmt. Gyðingar keyptu land af landsherrunum í Ankara þegar veldi Ottómana "átti" Ísrael/ Palestínu. Arabar og Bedúínar gerðu rangt í því að ræna frá landnemunum uppskerunni og eyðileggja friðinn. Arabar áttu ekki að flýja Ísrael í 6-daga stríðinu. Mikil mistök voru af hinum Arbaríkjunum að hvetja Palestínumenn að flýja heimili sín. Þeir sem urðu eftir fengu að halda heimili og löndum, það er vitað. En við sjáum hvað er að gerast á Gaza. Ekkert ríki getur búið í nágrenni óstöðugra svæða öðru vísi en að gera miklar ráðstafanir.

Vert er að gefa því gætur að muslimar á Gaza hafa farið hörmulega með kristna á Gaza þó svo að þeir séu allir af arabísku bergi brotnir. Málið er nefnilega ekki eingöngu átök við gyðinga heldur milli trúarhópa. Islam stefnir á heimsyfirráð hvort sem okkur líkar betur eða verr og því eru átökin að breiðast út um allan heim. Gyðingarnir sýna okkur hvernig á að "tækla" málin því þeir fá fyrstir að kenna á meðulunum.

Hvernig á sambúðin að vera við slíka hópa? 

kær kveðja 

Snorri Óskarsson, 16.7.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband