Náttúruvá, kvótinn og hönd Guðs!

Nú eiga fáir svör þegar spurt er um ástand fiskistofna. Íslandsmið eru yfirgefin og lítið er að hafa. Þó heyrast raddir sjómanna um hið þveröfuga þar sem menn hafa fengið landburð af afla eins og dæmi er um frá Grindavík. En samt á að skera kvótann niður.

Menn eru að tala um milljarðatap í útflutningsverðmætum, auðvitað. Alltaf koma svona aðgerðir við budduna. En þetta ástand getur hæglega þýtt hrun byggða og þá gjaldþrot íbúa staða þar sem lítið má berast að landi.

Hallgrímur Pétursson bað "meðan þín náð, lætur vort láð, lýði og byggðum halda". Hannn sá að það var ekkert sjálfsagt að byggð stæði. Fólk þurfti á lífsviðurværi að halda og náttúran yrði að vera gjöful til að byggðin héldist. Han vissi um þann sem réði en það er Guð sem getur gripið inní og stjórnað náttúrunni.

Mér er hugsað til Skaftárelda í lok átjándu aldar þegar hraunið lagði þúsundir hektara að fótum sér og fólk hrundi niður vegna hörmunganna. Þá er gjarnan vísað til þeirrar sögu þegar Jón messaði að Kirkjubæjarklaustri og sóknin bað Guð um inngrip. Hraunið stöðvaðist örfáar þverhendur frá kirkjunni og tók að renna annað. Ekki er nein sýnileg skýring á því hvers vegna svona fór en þeir sem báðu og sáu voru ekki í vafa að hönd Guðs greip inní fólkinu til bjargar.

Annað dæmi um inngrip Guðs var einum 50 árum fyrr eða í Mývatnseldum 1729. Þá rann hraunið að Reynihlíð og var að leggja byggðina þar í eyði. Mývetningar mættu til kirkju(27.ágúst) og báðu Guð um inngrip. Ekki var neinn í vafa þá um björgun Guðs þar sem glöggt má sjá að hraunið stöðvaðist rétt við kirkjugarðinn. Enn er þessa minnst með skurðmynd sem prýðir prédikunarstólinn í kirkjunni. En mér hefur verið spurn hvort þessir atburðir hafi blásið lífi í trú Ísendinga. Eru þeir margir sem trúa því að Guð geti gripið inni hamfarir eldgosa eða sjávar?

Í Vestmannaeyjum eyðilögðust um 400 hús 1973 en fólkið missti ekki móðinn en varð trú Vestmannaeyinga á náð Guðs eitthvað meiri? Hættu menn að láta lífið snúast um efnishyggju og hégóma? Urðu kirkjurnar eitthvað betur sóttar eftir eldgosið?

Það er engu líkara en að maðurinn í öllu sínu veldi snúi sér aldrei til Guðs skapara síns nema allt hrynji í áætlunum hans.

Jesaja talar rækilega um þetta í 5. kafla bókar sinnar þegar hann segir: "Vei þeim sem bæta húsi við hús og leggja akur við akur (kvóta við kvóta) uns ekkert landrými (fiskisókn) er eftir og þér búið einir í landi." Svo í versi 20 "Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjörir beiskt að sætu og sætt að beisku."

Hafa menn ekki einmitt verið að vinna svona með kvótann? Heilu byggðarlögin er lögð að velli og jafnvel þó svo að ein byggð (Vestmannaeyjar) sitji að 10% kvótans og íbúatalan er 1 % þjóðarinnar þá er sú byggð að hruni komin. Blessunin í formi tekna og atvinnu kemur byggðinni ekki til góða því þeir sem sitja að kvótanum (eiga hann) setja afraksturinn í sinn eigin sjóð. Þannig verða "fögur hús mannlaus því að tíu plóglönd í víngarði skulu gefa af sér eina skjólu og ein tunna sæðis (364 lítrar) eina skeppu (12 lítrar). 

Tengjum þessi orð spámannsins saman við laun í fiskvinnslu eða afkomu fyirtækjannna. Þau eru svo skammarleg að Íslendingar mæta varla lengur þar til vinnu heldur ráða útlendinga til starfans (meðan hann ekki skilur íslenska tungu.) Fyirtækin eiga að skapa arð og hluthafar fá tryggðan arð. Er þetta ekki sama munstur og þrælahald?

Heyrum við sjómenn og kvótaeigendur segja:"nú er tími til að biðja Guð að rétta hlut okkar og gefa að nýju fisk í sjóinn"?  Var því ekki þannig farið á dögum Péturs fiskimanns við Galíleuvatn að þegar "kvótinn var búinn og fiskistofnarnir hrundir" þá mætti Jesús Kristur og sagði þeim að kasta hægra megin. Þá gafst vel svo að menn urðu að fá aðstoð frá bátum í landi.

Vonandi sjá menn boðskapinn úr Davíðssálmi 107 "þeir sátu í myrkri og niðdimmu bundnir eymd og járnum af því að þeir höfðu þrjóskast við orðum Guðs og fyrirlitið ráð hins hæsta.." svo segir:"Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann frelsaði þá úr angist þeirra, hann leiddi þá út úr myrkrinu og niðdimmunni og braut sundur fjötra þeirra."

Hverjir eru þessir fjötrar? Það er vaxtaokrið og láglaunakúgunin og löggjafir í andstöðu við boðskap og álit Guðs á ýmsum siðferðismálum ( prestar kalla hið beiska sætt og hið illa gott með boðskap sínum um samkynhneigðina).  Það hefur  aldrei verið til blessunar hvorki að kúga gamalmenni né öryrkja með kröppum kjörum. Srjórnvöld eru sek um að fyrirlíta foreldrana þegar kjör gamalmenna fleyta þeim ekki gegnum mánuðinn nema menn fasti annan hvern dag.

Nú er svo komið að náttúran vitnar gegn okkur og ef Guð grípur ekki inní þá verður íslenskt þjóðfélag eins og botnfastur borgarísjaki sem á aðeins eitt eftir og það er að bráðna og hverfa í flauminn.

Guð hefur séð svona hegðunarmynstur áður, Biblían greinir okkur frá fornum þjóðfélögum sem hurfu vegna sömu synda og við erum sek við að drýgja. En munurinn núna er sá að við getum snúið okkur til Drottins áður en syrtir meir í álinn. Hinir hrepptu dóminn og eru alvarlegar viðvaranir fyrir okkur sem þekkjum og getum kynnt okkur lögmál Drottins.

Leitum Drottins meðan hann er að finna, knýjum á svo að fyrir okkur verði upplokið. Hrópum til Drottins því líf okkar liggur við. Því enn hefur Guð sína reglu á :"Sjá, ég legg fyrir yðiur veg lífsins og veg dauðans." (Jer.21:8) Veljum þá lífið!

Vandi okkar er ekki "kvótakerfið" heldur hugarfar manna, það þarf að læknast!

Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífið! 

kær kveðja 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er merkileg samantekt hjá þér Snorri og ég held að það sé enginn vafi á því að við erum sek um fráhvarf og afleiðingarnar eru faranar að líta dagsins ljós. Jafnvel í Rvk hinni miklu útrásar borg sem ropar húrra, húrra yfir velgegni sinni eru  hjálparstofnanir farnar að tíunda þær ógnvænlegu fréttir að fátækt samborgara okkar er að aukast, og að fólk sækist í auknu mæli eftir aðstoð.  Hver sú skoðun ku vera hjá öðrum, þá er þetta mín, Guð hefur verið látinn víkja fyrir Mammon og fyrir vikið eykst eymdin á deigi hverjum.  Ekki má búast við því að hún verið ósýnileg miklu lengur.

Með Guðs blessun.

ps. vildi vekja áthygli á því að á mínu bloggi fjalla ég um ofsóknir gegn kristnum út um heim allan.

www.vonin.blog.is

Linda, 10.7.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Þetta er athyglisverð kenning en ég er ekki viss um að hrun þorskstofnsins stafi af umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum.  Held að nærtækara sé að líta til veiðiaðferða.

Siðferðileg vandræði mannkynsins eru svo "önnur Ella" að mínu mati og ég get auðveldlega fallist á að siðferðileg hnignun einstaklingsins hefur áhrif á hans efnislega heim.  Á sama hátt má leiða að því rök að siðferðileg hnignun mannsins hafi neikvæð áhrif á þann efnisheim sem honum hefur verið trúað fyrir, þ.e. jörðina. 

Þegar Kristur fæddist ógnaði hann valdakerfum manna, bæði veraldlegum konungum og prelátum sem hvorir tveggja byggðu veraldlegan auð sinn og áhrif á þeim kenningum sem Messías átti bæði að uppfylla og umbylta.  Meginþorri fólks, sem byggði á hefð sem hafði meðtekið boðskap Guðs í gegnum Móse, hafnað hinum nýja boðbera ljóss og friðar.  Hversu oft hefur mannkynið tekið boðskap Guðs með fjandskap.  Getur verið að fylgjendur Krists í dag mundu ofsækja og hæða nýjan boðbera Guðs?  Getur verið að þeir hafi þegar gert það með baráttu sinni gegn Islam?  Ég óttast að menn hafi, eftir að kristni útbreiddist um jörðina, orðið svo uppteknir af blindri trú á hinn skrifaða staf og af þeirri upphefð sem það gaf tilteknum valdastéttum, að sjálfti Orðið hafi gleymst og því hafi menn margsinnis hafnað þeim leiðum sem Guð hefur opnað.

Kærleikurinn er grundvallaratriði í öllum boðorðum Guðs, hvernig sem þau hafa komið til mannkynsins.  Meðan menn stjórnast af kærleikanum og án þess að vera bundnir af eigin sjálfi, munu þeim verða opnaðir vegir kærleikans og mannkynið mun ekki þurfa að óttast tortímingu.

Hreiðar Eiríksson, 10.7.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Klukk  Kíktu á mína síðu. Og gaman að vera bloggvinur þinn

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Eigðu góðan dag í dag

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband