30.7.2007 | 15:32
Áætlunin með Ísrael!
Í gegnum aldirnar hafa gyðingar þurft að þola harðræði, ofsóknir og útrýmingar . Þeir hafa samt ávallt haldið lífi í einni eða annarri mynd. Nú erum við Íslendingar beðnir um að koma að málum til að unnt sé að mynda frið í kringum eina ríkið sem gyðingar hafa átt sem griðland frá því þeir voru herleiddir af Babyloníumönnum á dögum Nebúkadnesars um 597 f.Kr. Síðan þá hefur ríki þeirra þurft að lúta yfirráðum einhvers "stórveldis" uns þeim var dreift meðal þjóðanna! En 1948 stofnsettu þeir sitt eigið ríki, í fyrsta skipti í 2545 ár.
Saga gyðingsins er fasttengd þeirri kenningu að Guð sé til og þeir í lykilhlutverki að opinbera vilja og áætlun Guðs almáttugs, skapara himins og jarðar.
Einn þáttur hennar, lítið skilinn eða illa kynntur, er trúin á "Messías". Þá sögu er hægt að kynna sér af spjöldum Biblíunnar og er hún órjúfanleg sögu gyðinga.
Ættartala Jesú Krists nær alveg til Adams. Í henni er að finna sæg nafna sem öll eru frá Adam, Abraham og Davíð. Skiptir þetta einhverju máli?
Adam fékk að vita að fjandskapur yrði milli "sæði höggormsins og sæðis konunnar". Konan hefur ekki "sæði" nema barn sem hún elur. En vegna syndafallsins þá var björgunaráætlun hrint af stað því tilveran þolir ekki vald syndar og dauða. Þau öfl rústa henni og konungur eyðingaraflanna, Satan, náði undirtökunum með óhlýðni Adams og Evu.
Þetta er ítrekað við Abraham eins og sést af orðum 1.Mós.12: 7 "Niðjum þínum vil ég gefa þetta land". Orðin "niðji og sæði" er hebreska orðið "Zeragh" sem einnig er þýtt sem "ávöxtur". Zeragh (ávöxtur, sæði, niðji) er notað sem eintöluorð í þessu samhengi svo ekki er átt við fjölda.
En frá Arbaham og Söru skyldi afkvæmið koma sem væri "blessun til allra þjóða". Páll postuli leiðir þessa sögu fram í kennslu sinni í Rómverjabréfinu 4. kafla. En þegar við fylgjum sögunni eftir þá kom yfir Guðs fólk vernd og aðskilnaður frá öðrum kynþáttum og þjóðum. Frá þessum tíma fór Guð að gæta fólksins sem átti að fæða af sér ávöxtinn, sæði blessunarinnar. Abímelek mátti ekki snerta Söru og margar grimmdarsögur fyrstu Mósebókar verða ekki útskýrðar nema menn hafi í huga að baráttan við myrkraöflin var um það að ættleggur hins blessaða "sæðið, hinn blessaði" yrði ekki skemmdur. Því urðu allir karlmenn að vera merktir tákni umskurnarinnar til að vita að frá þeirra kynstofni mun hinn blessaði fæðast. Konur þurftu að gæta móðurlífsins og þangað var ekki frjáls og óheftur aðgangur. Því urðu gyðingar að lifa því kynlífi sem sæmir foreldrum Messíasar, einn maður og ein kona saman út lífið. Margskonar árásir voru gerðar til að hindra þessa áætlun og Gamla-Testamentið greinir frá því. Þær eru t.d. í freistingunni að girnast konu náungans - eyðileggja uppsprettu hins sanna konungs - blessunarinnar. Taka sér útlendar konur sbr. Esrabók. Móse varð að umskera syni sína á leiðinni til Egyptalands til að hafa tákn sáttmálatákn Abrahams á sér og sínum.
Davíð fékk útvalningu svo að frá honum skyldi afkomandinn, Messías koma. Þá hófst Sál handa um að drepa Davíð og sagt er að illur andi hafi sest í Sál. Djöfullinn vissi þá úr hvaða flokki Kristur ætti að fæðast og þegar honum tókst ekki að útrýma sveinbörnunum í Egyptalandi þá var reynt að útrýma Davíð, húsi hans og afkomendum. Síðast drengjunum í Betlehem á dögum Heródesar konungs (4.fkr?). Tilgangurinn var að eyða sæðinu, hinum blessaða, Messíasi.
En ættartala Jesú Krists leiðir fram þá staðfestingu að Kristur, Messías er afkomandi Abrahams í gegnum Júda ættkvísl og Davíðs húsi. Guð hefur náð áætlun sinni fram.
Hinn smurði var Krossfestur, hlutverk gyðinganna næstum fullnað og mistök þeirra innsigluð- þeir höfnuðu blessuninni. Ríki þeirra var eytt 70 e.kr og 136 e.kr var þeim nánast burtrýmt úr Landinu Helga.
Gyðingum var einnig ætlað að verða þegnar í ríki Messíasar og því hefur hugsun þeirra undanfarin 2000 ár verið sú að hverfa aftur "heim til Jerúsalem" og mynda ríki Messíasar. Sú glíma stendur enn og mikil átök gagnvart þeim sem eiga hlutdeild í fyrirheitinu. Það er skýringin á því að öfl myrkursins hatast út í Gyðingana til að stöðva hina miklu áætlun Guðs, að leiða fram ríki Messíasar hér á jörð.
"Sæðið" er fætt, áætlunin næstum fullnuð, gyðingarnir komnir heim og aðeins einn stór þáttur eftir en hann er sá að Messías birtist á skýjum himins. "Hann mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara", sögð englarnir. Þessi Messías mun stíga fæti sínum á Olíufjallið og halda innreið í Musterið sem verður til staðar á Móríafjalli, Musterishæðinni.
Þar er "Hús Gullhvelfingarinnar" fyrir og verður að víkja með góðu eða illu. En það mun víkja!
Nú er Íslendingum boðið sæti við borðið. Ég vil hvetja Ingibjörgu Sólrúnu til að þekkjast það boð og tala máli erfingjanna að fyrirheitum Guðs. Því þegar Abraham var lofað afkomanda og niðjum þá var honum einnig lofað að landið yrði þeirra. ( 1.Mós. 15:18) frá Egyptalandsá til Efrat. Það er því hlutverk okkar að bjarga málum þannig að landinu verði ekki skipt í sundur enda þarf það ekki. Sú skipting sem gerð var í Osló hefur aðeins leitt til þess að vígasveitir hafa getað hreiðrað um sig "inní" landinu og gert búsetu þar ótrygga og hættulega. Þessum vígasveitum er ekkert heilagt, hvorki þeirra lífi né annarra, hvorki þeirra landi né annarra sbr. Líbanon
Margir Arabar búa í Ísrael og eru þegnar þess ríkis. Hvergi hafa þeir það jafn gott og hjá gyðingunum. Allavega er húsnæði þeirra þar mjög gott og velmegun greinileg á öllum sviðum. Þegar friður er kominn á milli Araba og gyðinga þá geta allir búið í sama landi og undir einni og sömu ríkisstjórn. Bara að menn skylji þátt Guðs í sögu lands og þjóðar. Nú er okkar tími til að stuðla að blessunin komi til gyðinga, Araba og Íslendinga. Því sá sem blessar gyðinginn fær blessun frá Guði:
Þá munu fiskimiðin fyllast og verða óþrjótandi uppspretta auðs, vinnu og starfa. Í stað hnignandi landsbyggðar verður búsæld til lands og sjávar. Hingað mun þá sækjast einvala lið frá öllum þjóðum með allt hið besta til fagurs mannlifs.
Kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skúli
Ég deili sömu áhyggjum gagnvart Múslimum og það gera gyðingar líka. Reynt er að höfða til skynsemi þeirra en því miður þá snýst Islam um dauðann og hápunktur Pílagrímafararinnar til Mekka er þegar djöfullinn er grýttur - hann er því kjarninn í trúariðkuninni. Auðvitað er því fingrafar hans á fylgjendunum.
Snorri Óskarsson, 31.7.2007 kl. 02:16
Það er sorglegt að sjá jafn vel gefinn og kærleiksríkan mann og þig, Snorri minn, fara með svona ósannindi í þessum litla fjölmiðli þínum. Orðin: "...þá snýst Islam um dauðann og hápunktur Pílagrímsfararinnar til Mekka er þegar djöfullinn er grýttur - hann er því kjarninn í trúariðkuninni..." eru hrein ósannindi og útúrsnúningur. Þetta veist þú mætavel og það er illt að horfa upp á menn fara vísvitandi með ósannindi til þess eins að ala á tortryggni og sundrungu meðal manna. Ég er nú ekki eins vel að mér í orði Krists og þú en ég hef skilið það sem boðskap um að allir menn séu jafnir og skuli sýna hver öðrum kærleika. Ekki virtist Kristur heldur hafa miklar mætur á þeim mönnum sem hreyktu sér og töldu sig vera einhverskonar andlega leiðtoga annarra.
Ég hef orðið svo lánsamur að hitta margt fólk af mismunandi uppruna og með mismunandi bakgrunn. Margt af þessu fólki hefur búið yfir einlægri trú á Guð. Sumir voru búddistar, aðrir gyðingar, aðrir múhameðstrúar, enn aðrir kaþólskir, mótmælendatrúar, hvítasunnufólk, vottar Jehóva og svo mætti lengi telja. Trúleysingjar (sem ég segi að séu trúaðastir allra því að þeir trúa því að Guð sé ekki til þrátt fyrir stöðugar staðfestingar um hið gagnstæða) eru einnig meðal þessa fólks. Allt þetta fólk hefur átt eitt sameiginlegt. Það hefur búið yfir einlægri trú, kærleika og vinarþeli í garð meðbræðra sinna. Enda eru trúarbrögð ekki og eiga ekki að vera ástæða sundrungar og haturs. Í Kóraninum fer Múhameð fögrum orðum um Jesú Krist og segir að gervallt sköpunarverkið hafi fellt tár er hann var tekinn af lífi.
Þegar menn blessa gyðinginn, múslimann, búddistann, kaþólikkann, mótmælandann, vott Jehóva og hverja þá kristnu klofningshópa sem verða vill, og alla aðra menn, og bera fyrir þeim sanna ást og virðinu, þá fyrst eigum við blessun Guðs vísa. En sú blessun er ekki ætluð þeim sem ala á tortryggni eða sundrungu meðal manna heldur þeim sem legga hinu góða lið. Forsvarsmenn trúarhópa bera þarna mikla ábyrgð því að fjöldi fólks leggur eyra við orðum þeirra. Því er það sérstaklega fyrirlitlegt þegar þessir aðilar, hvort sem þeir eru islamistar eða aðrir, ala á ranghugmyndum og ósannindum og sá þannig fræjum tortryggni meðal mannanna barna.
Hreiðar Eiríksson, 31.7.2007 kl. 16:53
Sæll rossa flott grein hjá þér & málefnaleg hjá þér Snorri ég er þér svo hjartalega samála með gyðingana áætlunin 'israels
Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 18:34
Sammála þér með Ísrael, Guð er að kalla fólkið sitt heim og landið verður ekki af þeim tekið aftur. Þetta er allt að koma, og ég sæki meira inn í Guðsríki og hans vilja fyrir mig enn nokkru sinni fyrr.
Varðandi Íslam og Mecca þá er þetta rétt, þeir eru að grýta satan (með litlum staf af ásettu ráði) Enn sjálfsagt er eitthvað meira á bak við þá hef enn ég veit um, alveg eins og með hefðir Kaþólikka og Maríu tilbeiðsluna sem á sér rætur í Isis tilbeiðslu.
Ég veit bara það sem Jesú segir í Jóh 14:16 Ég er vegurinn sannlekurinn og lífið, "engin" kemur til föðursins nema fyrir mig. Ekki ætla ég að þræta um þetta og segja að Jesú segi ósatt.
G.B.Þ sem og aðra hér á blogginu.
Linda.
Linda, 31.7.2007 kl. 20:26
Þetta er frábærlega skrifuð grein, ég er ekki auðhrifinn, en mér finnst þetta alveg einstaklega skemmtileg nálgun og fróðleg. Mér fannst mjög gaman að sjá þessa útskýringu á umskurninni, eitthvað sem ég hef nú ekki velt fyrir mér á þennan hátt, en þegar þú setur þetta fram þá er þetta svo augljóst, ef þú lest orðið!
Takk fyrir
RSPCT
Tryggvi Hjaltason, 2.8.2007 kl. 01:46
Takk fyrir frábæra grein Snorri, já við trúum á endurkomu Krists og það er flest sem bendir til þess að hún sé ekki langt undan.
Kristinn Ásgrímsson, 2.8.2007 kl. 11:37
Takk fyrir þessa grein. Frábær lesning. Það er rétt að nú er orðið stutt í endurkomu FRELSARA OKKAR.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.