22.11.2007 | 00:28
Forvarnir og fordómar!
Sagt er að ef unglingar stundi íþróttir þá sleppi þeir líklega úr klóm eiturlyfja. Þessa klysju flytja silkihúfurnar í samfélaginu og fyrir bragðið ausa fé í unglingastarf íþróttanna. En hver er staðreyndin? Þegar menn fara á völlinn eða sitja heima og njóta íþróttaleikja þá svolgra þeir bjór á meðan. Ölstofurnar bjóða uppá breiðskjá fyrir þá sem vilja horfa á leikinn með öðrum og fá sér bjór.
Eftir leikinn fá leikmenn sér oft bjór eða góðan slurk af snuffi. Ég veit að það eru ekkert allir! En hvað verður um þá sem ekki taka þátt og falla ekki inní hópinn?
Þegar Íþróttamaður ársins er valinn þá eru allir edrú, eða hvað?
Í íþróttunum eru aðeins þeir lélegustu sem falla á lyfjaprófum, reykja, drekka eða fá sér í nös, eða hvað?
Eru menn ekki farnir að sjá það að eiturlyfin komast inní hvern sem ekki hefur einbeittan vilja til að segja nei.
Leyndardómurinn við að verða ekki Alkóhólisti, eiturlyfjafíkill, bjórþambari eða tóbaksþræll er að kunna að segja nei á réttu augnabliki. Þar er nefnilega kjarni málsins.
Ef uppeldi okkar miðar ekki að því að barnið læri að segja nei þá glatast barnið. Það er eitt sterkasta vopn foreldra að ala barnið upp í því umhverfi að nei er eðlilegur þáttur í lífinu. Við klikkum illilega í uppeldinu þegar við látum allt eftir barni okkar.
Og við svíkjum börnin okkar alvarlega þegar við látum aðra ala þau upp hvort sem það er skólinn, skátar, íþróttir eða bíóin. Skylda foreldranna er að vaka yfir heilbrigðu lífi barnanna.
Hin kristnu gildi hafa reynst mér afar sterkur bakhjarl. Ég lærði það ungur að "ungur maður gæti haldið vegi sínum hreinum með því að gefa gaum að Orði Guðs"! Guð segir í Orði sínu að líkami okkar sé musteri heilags anda. Íverustaður heilags anda? Þetta gaf mér ástæðu til að hugsa um líkama minn sem eign Guðs og ætlaður honum en ekki nikótíni, alkóhóli, kókaíni eða hórdómi. Synd átti að forðast en ekki að faðma.
Íþróttir frelsa engan frá synd né eiturlyfjum þó þær byggi upp líkamlegan styrk og snerpu. Það er heilbrigð hugsun sem æfir okkur að segja nei við synd sem frelsar frá eitri og fíkn.
Það þjóðfélag sem segir okkur ekki satt getur ekki leitt unmennin frá fíkn til frelsis - það gerir aðeins rödd og boðskapur sannleikans.
Dýrð sé Guði fyrir að boðskapur hans um að líkaminn er musteri heilags anda er frelsandi boðskapur og frábær grunnur til forvarna.
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Snorri.
Takk fyrir þennan góða pistil, sem eru orð í tíma töluð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.11.2007 kl. 00:44
Sæll,Snorri. Góður pistill eins og fyrri daginn.Setningin þín" Að segja nei á réttu augnabliki" kom við mig. Sjálfur var ég ungur maður þegar ég féll á þessu en fyrir GUÐS hjálp er frelsaður frá þessu. Svo las ég meira og meira .Þetta er allveg LAUKRÉTT hjá þér.Hin KRISTNU UPPELDISLEGU GILDI eru miklivægari enn menn almennt gera sér grein fyrir.OG svo þessi "SYND ÁTTI AÐ FORÐAST EN EKKI AÐ FAÐMA" Mögnuð setning hjá þér.Haltu áfram með svona VIÐVÖRUNAR ORÐ OG SETNINGAR. Þær verða aldrei annað en TIL GÓÐS.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 03:27
Íþróttirnar og heilsuræktin er ágæt út af fyrir sig, en hugarfarið skiptir máli og þú gagnrýnir umgjörðina með réttu.
Takk.
Sigurður Þórðarson, 22.11.2007 kl. 06:02
Amen á eftir efninu!
G.Helga Ingadóttir, 22.11.2007 kl. 09:33
Ég hef getað forðast bæði áfengi og nikótín með Guðs hjálp og er mjög þakklát fyrir það. Takk fyrir góða grein!
Flower, 22.11.2007 kl. 12:32
Glæsileg grein Snorri ! Enginn mótmæli að þessu sinni , þú hittir líka naglan alveg á höfðuðið ! Guð blessi þig Snorri minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.11.2007 kl. 17:02
Þorvaldur
Ungafólkið okkar gengst uppí því að láta vaða "just do it" og þess vegna ræktar það hugarfar áhættunnar. Ef þjálfarinn eða prédikarinn halda ekki að hinum ungu varnaðarorðum sem byggja upp dómgreind og viljastyrk þá falla menn í hópsálina til að vera með.
Ef þetta er skilið sem fordómar þá þarftu að fletta upp í orðabók og sjá hvernig það orð er útskýrt svo við notum sömu orð yfir sömu atriði. Þitt innlegg er nefnilega gott tilefni til að efla þrætur og stælur sem engu skilar í þessum mjög svo alvarlegu fíkniefnamálum.
Meira að segja þá tala menn um trú sem fíkn eða matarfíkn. Það gengur ekki upp því án matar lifum við ekki en án fíknar lifum við.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 24.11.2007 kl. 00:13
Sæll Snorri. Margt er þetta rétt sem þú segir og það einnig, að allt of mikið er verið að nota áfengi þar sem íþróttir eru annars vegar, þá ég ekki við að keppnisfólkið sjálft, heldur þeir sem í kringum íþróttirna eru og það fordæmi ég. Sjálfur er ég haldinn sjúkdómi sem nefnist alkóhólismi og hefi dapurlega reynslu af honum. Þess vegna segi ég: Vilji er allt sem þarf með Guðs hjálp.
Þorkell Sigurjónsson, 24.11.2007 kl. 23:04
Ég er alkólisti. Ég byrjaði að drekka því ég var hræddur og þurfti lausn frá því að vera ég sjálfur. Því umhverfið mótaði mig á þann hátt að mér fannst ég ekki vera neitt og þorði ekki að vera ég sjálfur. Það gerir mig samt ekki að alka að hafa orðið hræddur heldur meðvirkan. Þó svo að menn alist upp við góðar aðstæður eða slæmar að þá hefur það ekkert að gera með alkólisma. Um leið og fyrsti sopinn kikkar inn að þá er eitthvað sem gerist í líkama manns sem veldur því að líkamlega ofnæmið fer af stað. Um leið og maður byrjar þá getur maður ekki stoppað. Maður verður eins og bremsulaus bíll. Hvorki íþróttir né fyrirlestrar eða annað geta leyst mann úr þessum fjötrum sem koma yfir líf manns þegar maður drekkur eða dópar sem ég gerði bæði. Eina sem getur leyst mann er trúin á Guð og að gera siðferðisleg reiknisskil í lífi sínu. Trúin ein sér nægir manni ekki, heldur er það tiltekt sem þarf að eiga sér stað í lífi manns og viðhorfsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað. Þar koma sporin inn sem eru gjöf Guðs til allra sem eru fjötraðir til að verða heilbrigðir á ný. Hins vegar segi ég það sama og slagorð Maríta er og það er hættu áður en þú byrjar. Það sem er átt við. Ekki taka áhættu á því að byrja, þú veist alldrei hvernig fer... En með hjálp trúarinnar á Jesú Krist og sporavinnu að þá hef ég bara farið í eina meðferð og stend enþá... og hef verið frjáls í tæp 8 ár:) Þökk sé Guði fyrir það... Ég var líka mikið í íþróttum sem barn og ætlaði alldrei að snerta áfengi en um leið og fyrsti sopinn kikkaði inn dalaði íþróttaiðkunin og öll mín áform urðu að engu.. því þetta var eitthvað sem ég ætlaði að gera aftur og aftur, þar til bakkus sveik mig... Alldrei að byrja;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.11.2007 kl. 07:15
Takk fyrir þetta Snorri. Ég veit að þú ert ekki á móti íþróttum, enda skil ég ekki pistilinn þannig. Heldur að íþróttir eru ekki lausn og geta ekki komið í staðinn fyrir að foreldra taki sína stöðu. Ég man að minn drengur þá um 15 ára fór í ferðalag með íþróttafélagi og í þeirri ferð var haft áfengi um hönd. Síðan eru meira en 20 ár. Nei, börn þurfa einfaldlega rétt lífsgildi og vissulega veit ég að sumir íþróttaþjálfarar hafa miðlað þeim gildum.
En sammála þér. Lausnina er ekki að finna í hreyfingu, þótt hreyfing sé vissulega góð.
Kristinn Ásgrímsson, 25.11.2007 kl. 18:53
Ég hef sjaldan séð jafn mikla forstokkun grunnhyggli og rökleysu í jafn fáum orðum og í þessum pistli. Ég veit ekki hver þú heldur þig vera Snorri, en ég get fullyrt við þig að það sem þú heldur þig vera er ranghugmynd. Þú ert hættulegur maður Snorri. Haltu þig til hlés með þínar takmarkanir og bresti.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 05:22
Jón Steinar - þú missir marks með að maður taki mark á þínum skoðunum með svona skothríð - ef þú vilt að við hin hlustum á þig þarftu að vera málefnalegur - ekki með persónulegar árásir.
Ása (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.