26.11.2007 | 17:54
Hóflegar kaupkröfur!
Tókuð þið eftir hinum föðurlegu varnaðarorðum? Kjarasamningar eru að verða lausir og skriður er kominn á viðræður um kaup og kjör. Þá heyrast "Landsföðurlegu"- áminningarorðin að setja hóflegar kaupkröfur til að allt fari ekki úr böndunum.
En hafa menn ekki lifað við hóflegar kaupkröfur. Eftir síðustu kennarasamninga leiddi könnun það í ljós að kostnaður við kennaramenntun er óarðbær og mun aldrei skila sér til baka í formi hækkaðra launa. Er það hófleg kjarabót að námi skili sér ekki í bættum kjörum?
Það er sama hvað bensínið hækkar að ríkið bólgnar út á sæk milljarða í afgang vegna aukinna skatttekna. Hafa landsfeðurnir skilað þessari hagsæld til leikskólakennara? Eru hinar hóflegu kauphækkanir að eyðileggja leikskólana?
Bankarnir hafa hækkað vextina. Þjónustugjöld þeirra sjá um allan daglegan rekstur. Verslunin skilar trauðlega skattalækknunum t.d. veitingastaðirnir lækkuðu ekki vörur sínar þó að ríkið hafi fellt niður gjöld. Hinar hóflegu kaupkröfur komust ekki til neytenda.
Svona væri hægt að halda áfram og benda á virðingarleysið sem launþegum er boðið uppá þar sem þeir gráðugu og ríku fá óáreittir að maka krókinn en hinum er sagt að stilla kaupkröfum í hóf.
Af hverju er þetta ranglæti? Þegar hinar hóflegu kaupkröfur og "þjóðarsáttasamningarnir" voru settir á þá var verið að bjarga útflutningsgreinunum og launþegar áttu að fá til baka kjaraskerðingarnar þegar þrengingartíminn væri liðinn. Hafa menn staðið við þessi fyrirheit?
Nú heyrast háværar raddir um láglaunasvæðið "úti á landi" og hálaunasvæðið í Reykjavík.
Starfsfélagi konu minnar fór úr iðjuþjálfastarfi frá Akureyri og til Akraness. Hún hækkaði um 100 þúsundir króna í mánaðalaun. Flutningurinn skilaði henni 1200 000 í auknar tekjur á ári. Siðan eru liðin 2 ár.
Hvers vegna eiga menn að láta bjóða sér slík sérkjör að vera á láglaunasvæði eða á láglaunataxta?
En mesta alvara þessa máls er ekki kaup og kjör heldur hin siðferðilegu viðmið. Hverjir mega græða og hverjir eiga að blæða. Sjá menn ekki það að Íslenskt samfélag er að verða þrælaþjóðfélag þar sem öryrkjalaunin falla yfir þá sem ekki sjá um að sýsla með peninga. Þeir sem meta uppeldi og þroska barna mikils og starfa við það eru settir á örorkubætur. Auðvitað, þeir skapa ekkert í þjóðfélaginu. Barnagæsla er ekki arðbær atvinnuvegur!
Og trúlega má kenna þessu fólki um hve illað það er statt vegna þess að þeir sem skammt kaupið voru einu sinni í uppeldi hjá þessu fólki og skilaboðin hafa ekki alveg verið nægilega skýr að kennaranum ber að sýna viriðngu og borga mannsæmandi laun.
Þeir sem skammta launin þurfa að vera innréttaðir á réttan hátt. Peningurinn er aukaatriði en maðurinn, meðbróðirinn, aðalatriði.
Sem dæmi. Ísrael er lítið land. Þar eru engar náttúruauðlindir nema jörðin og vatnið. En það er eitt best stæða land Miðausturlanda. Bestu kjör og afkoma sem þekkist í þeim heimshluta. Af hverju? Jú, þar er manngildið hærra metið en í öllum hinum löndunum í kring. Olían hefur ekki skapað betri hagsæld. Það þarf nefnilega rétta hugsun inn í þegna landsins til að réttlæti þrífist. Eru Íslendigar að lenda í feni launakúgunar af því að siðferðisgrunnur þjóðarinnar er að bresta? Er náunginn fæddur til þess að arðræna? Hafa bankar, sjóðir og stofnanir frjálsan aðgang til hækkana og þá um leið kjaraskerðinga á almenning? Og launþegum bara sagt að stilla kröfum í hóf til að raska ekki jafnvæginu!
Vita menn ekki að Biblían (1981 þýðingin) segir: Réttlætið hefur upp lýðinn (hækkar launin) en syndin er þjóðanna skömm!
Föðurleg kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttlætiskendin er þér í blóð borin og það kann ég að meta.
Sigurður Þórðarson, 27.11.2007 kl. 11:00
Tókuð þið eftir símtalakostnaðinum? Sá hæsti á Norðurlöndum, takk!
Einkavæðing símans hefur ekki orðið almenningi til góða - enn eru hættuleg svæði á hringveginum blind og án farsímasambands - samt þarf að borga skv sömu verðskrá og var á "Einokunartíma Dana"! Svo eiga menn ekki að raska stöðugleikanum og fara fram á hóflegar kaupkröfur.
Hvernig væri að verðleggja vinnuna skv. raunvirði?
Kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 27.11.2007 kl. 18:19
ÉG hef sko svo sannarlega orðið að halda bæði fyrir munn og reiðina.Samt hefur eitt og eitt sloppið út. Þesi grein þín kemur við alla. Í stjórn allra landa á örlagastundum er FÓRNAÐ. Ef þú kannt söguna um, Hverju sá mæti maður WINSTON CHURHILL SVARAÐI blaðamanni stuttu fyrir andlát sitt þegar hann var spurður um innrásina í DUNQIRK(STAFAVILLA). AF HVERJU MENN VORU SENDIR Í OPINN DAUÐAN?(Spurningin).
EF svo er, gætir þú komið henni á prent, ég er ekki nógu klár í það..Það tengist því sem þú talar um. OG enn og aftur Ómissandi pistlar. Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 06:31
Mátti til að færa þér eftirfarandi söguskýringu eftir Sigurð M Grétarsson:
Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael.Austur Jerúsalem er ekki í Ísrael. Sá borgarhluti er óumdeilanlega hluti af ólöglegu hernámssvæði Ísraela. Því er það eðlileg beiðni til Ísrela að þeir séu ekki að byggja sér hús á svæði, sem ekki tilheyrir þeim.
Reyndar er öll Jerúsalem hluti af ólöglegu hernámssvæð Ísraela. Það eina, sem getur talist löglega til Ísraels er það svæði, sem þeim var úthlutað af Sameinuðu þjóðunum með samþykkt árið 1947. Jerúsalem er ekki innan þess svæðis. Reyndar er þriðjungur þess svæðis, sem Ísraelar réðu yfir fyrir sex daga stríðið ólöglegt hernámssvæði þeirra.
Að því er ég best veit er engin Evrópuþjóð með sendiráð sitt í Jerúsalem. Það er vegna þess að ekkert þeirra viðurkenir Jerúsalem, sem löglegan hluta Ísraels. Á það bæði við um austur og vesturhlutan. Ekkert ríki í heiminum ekki einu sinni Bandaríkin viðurkenna austur Jerúsalem, sem löglgan hluta Ísraels.
Hætta ekki við byggingaráformTilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Flokkur: Bloggar
« Síðasta færsla
Athugasemdir1Kannski þú fræðir okkur um hver er "löglegur eigandi" austur Jerúsalem? Og síðan þegar það kemst á hreint hjá þér, hvenær varð sá "löglegur eigandi" austur Jerúsalem?
Predikarinn, 9.12.2007 kl. 00:54
2Það eina, sem gefur Ísrael þjóðréttalega viðurkenningu er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Hið eina löglga Ísrael er innan þeirra landamæra, sem þá var samþykkt að yrði ríki gyðinga. Í þeirri samþykkr var ákveðið að Jerúsalem yrði undir alþjóðlegri stjórn og tilheyrði hvorugu ríkinu. Það má því segja miðað við þá samþykkt að það sé alþjóðasamfélagið, sem er hinn löglegi eigandi Jerúsalem. Það er hins vegar nokkuð óljós eignaraðild og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig völd áttu að skipast í Jerúsalem eða hvort búið var að skipuleggja það út í hörgul þegar stíðið milli Ísraels og arabaríkja braust út og hvor aðili fyrir sig hertók hluta borgarinnar.
Hins vegar er fátt sem réttlætti þessa aðgerða Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Ég er hræddur um að fáar þjóðir gætu sætt sig við að alþjóðasamfélagið tæki ákvörðun um að gefa aðkomufólki helming landsins til að stofna þar eigið ríki. Það er talið að á þessu svæði hafi gyðingar verið um 2% íbúa árið 1890 en hafi verið komnir upp í þriðjung íbúa árið 1947 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gefa þessu aðkomufólki 55% landsins. Það að Palestínumen voru á þessum tíma hernumin þjóð breytir því ekki að þeir voru réttmætir eigendur þess lands, sem þeir höfðu búið á kynslóð fram af kynslóð í mörgum tilfellum í hundruðir eða þúsundir ára. Það er að minnsta kosti fimm þúsund ára saga arabískrar búsetu á þessu svæði.
Þessi gerningur SÞ hefur verið talin löglegur af alþjóðasamfélaginu en siðlaus var hann með öllu. Það gengur ekki að samþykkja að ákveðin hópur eigi að fá að stofna ríki sitt og troða honum niður á landi, sem annað fólk býr á fyrir. Það er ávísun á stríð eins og raunin hefur orðið í Palestínu.
Ísraelar hafa byggt fjöldan allan að húsum fyrir gyðinga í Austur Jerúsalem meðan arabískir íbúar borgarinnar fá aldrei byggingarleyfi. Þegar börnin þeirra fara að heiman þurfa þau því annað hvort að flytja út úr Austur Jerúsalem eða kaupa hús af öðrum aröbum, sem þá væntanlega flytja út úr Austur Jerúsalem. Þessi framkoma við löglega íbúa borgarinnar er ekkert annað en þjóðernishreinsun. Þeirri þjóðernishreinsun er ætlað að styrkja stöðu Ísraela þegar á endanum verður samið um skiptingu Palestínu í ríki Palestínumanna og Ísraela. Það er þess vegna, sem byggingarleyfi eins og talað er um í þessari frétt eru svona viðkvæmt mál. Ef arabar fengju líka að bygga sér hús þarna væri málið væntanlega ekki svona viðkvæmt.
Í stuttu máli er svarið við spurningu þinni að þjóðréttarlega tihleyrir Jerúsalem alþjóðasamfélaginu en siðferðislega eru þeir íbúar, sem bjuggu þar áður en Ísraelar fóru að troða sér þar inn hinir einu réttmætu eigendur borgarinnar.
Þessi gernin
Sigurður M Grétarsson, 9.12.2007 kl. 11:04
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.