10.12.2007 | 22:00
Tími trúarinnar?
Læknirinn sem skrifaði tvær bækur Biblíunnar gefur okkur lesendum innsýn í samfélag manna fyrir 2000 árum. Ekkert af því sem kemur fram í þeim efnum hefur verið afsannað. Fornleifafræðin hefur reyndar staðfest það sem læknirinn greindi frá.
Hann segir okkur að í Efesus (í Tyrklandi) hafi verið trúarlegur-stóriðnaður. Þar hvíldi efnahagur almennings á því að búa til líkneski og skurðgoð. Artemis var gyðja borgarinnar og þegar fólk snéri sér frá þeim átrúnaði til Kristni þá varð mikil æsing í borginni því að við blasti "efnahagshrun" og menningarbylting því Artemis missti tign sína. (Post. 19)
Höfundur fylgir ferðalögum Páls postula um lönd frumkristninnar. Hann gefur okkur tækifæri til að skyggnast inní þá tegund af trúboði sem Páll stundaði. Þegar hann kom á nýjan stað þá byrjaði hann á að fara til gyðinganna og sanna fyrir þeim að Jesús frá Nasaret væri kristur. Sumir tóku við því aðrir ekki. En enginn hafnaði boðskap Páls á þeim forsendum 1) að atburðirnir hefðu aldrei gerst, eða 2) að Páll væri með tilbúning eða samsuðu frá grískum og persnerskum ævintýrum. Fáir andstæðinga Páls héldu því fram að hann færi með staðlausa stafi! Hann var helst sakaður um að eyðileggja lifsvenjur borgarbúa ( landsmanna) og eyðileggja átrúnað þeirra.
Læknirinn góði fylgir Páli postula þegar hann fór í "skóla" og boðaði trú. Hann ferðast með honum síðan til Jerúsalem og segir frá handtökunni, réttarhöldum og síðan þegar Páll skaut máli sínu til keisarans og fór til Rómar. . En það er á árunumSagan endar á því að Páll er í stofufangelsi í Róm og stundar trúboð tálmunarlaust 61 - 63 e.kr.
Það þýðir að Páll postuli er ekki látinn í sögulok og því all verulegar líkur á að Postulasagan sé rituð einmitt á þeim árum áður en Páll er líflátinn. Það hefur engin ástæða verið að sleppa frásögn um dauða Páls þer sem hann t.d. nefnir dauða Stefáns píslavottar (31 eða 32.ekr) .Þá er Postulasagan samtímaheimild og rituð þegar þeir sem þekktu atburðina voru lifandi.
Þá gátu einmitt menn sem þekktu til atburða getað hafnað, leiðrétt eða haft eitthvað um málin að segja. Lúkas nefnir einnig fyrri frásögu sína, Lúkasarguðspjallið sem er greinilega ritað nokkru áður en Postulasagan hefst. Þá voru samtímamenn Jesú Krists, Páls postula og Lúkasar lifandi og hann gat því auðveldlega borið saman frásögurnar og atburði sem menn höfðu upplifað.
Þessi nánd í ritunartíma og sögutíma er óþekkt nema helst núna á undanförnum 300 árum. Heimildargildi Guðspjallanna og Postulasögunnar er því miklu meira vegna nálægðarinnar við atburðina sem ritin greina frá. Það er því stórundarlegt ef þessi rit séu véfengd en sögur um t.d. Alexander mikla trúað sem eru ritaðar um 200 árum eftir dauða hans. Þá var enginn til frásagnar eða leiðréttingar.
Ef því heimildirnar um hina fornu atburði grískrar sögu teljast sannar þá ætti enginn heilvita maður að véfengja frásögur Biblíunnar um Jesú Krist. Því eru rökin sem meina prestum og forstöðumönnum komu í skóla sem leikskóla til "trúboðs" eða helgihalds hvorki að hugsast né heyrast hjá upplýstri þjóð.
Þegar síðan er véfengt að þessar heimildir Guðspjallanna um komu Jesú Krists, líf hans, dauða og upprisu fá að heyrast og fá athygli þá ættu menn að velta fyrir sér hvað annað bendir til að sagan um upprisu Jesú Krists er sönn. Þá verð ég að benda á elstu ljósmynd veraldarsögunnar af krossfestum manni. Myndina á líkklæðunum sem geymd eru í Túrin á Ítalíu.
Myndin á klæðinu endurvarpar ekki ljósi eins og málning gerir enda er hún innbrennd og samkvæmt rannsókn fornleifafræðingsins Maríu Graziu Siliato sem hún gaf út 1997 sýndi hún fram á að á líkklæðið hafi verið skrifað "Jesús frá Nasaret" skömmu eftir að klæðið var látið hylja líkið.
Niðurstaðan er því þessi: Jesús var til, Guðspjöllin eru samtímaheimildir og Postulasagan skrifuð áður en Páll postuli var líflátinn 67 e.kr.
Það er því fráleitt að telja önnur trúarbrögð "jafnrétthá" kristinni trú og sé skylt að fá sama rými í námsskrá barna í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi.
Tökum á móti Jesú Kristi sem hinni bestu jólagjöf sem mannkyninu hefur hlotnast.
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið þykir mér vænt um hvað trúarsannfæring þín og málsnilld hefur sýnt mörgum sálum hinn ljósa veg krists. Fyrir það vertu blessaður og ríkur niðja og landeigna.
Þó nýstir það í augu mér að þú skulir verja sagnfræðilegt gildi Páls og kristinns trúboðs í gegnum postulasöguna.
Postulasagan er epsíkt ritverk og gríðarlega vel skrifuð, því er ekki að neyta. En hvað sagnfræði kemur dugar hún skammt. Enda er það almennt álit fræðimanna að postulasagan er skrifuð að fordæmi grísku epísku kviðanna auk Eneasar kviðu Virgills. Atburður í litlu "útvherfi" leiðir söguhetju í miðborg heimsins. Þetta hefur alla bragi epískrar kviðu síns tíma. Skipreks versin sína skýra eiginleika skáldskapar.
"Lúkas, höfundur Lúkasar guðspjalls og postulasögunar er undir engum kringum stæðum förunautur né samtíma maður páls."
Dr. Helmut Koester
Ég get farið dýpra í þessi mál með þér ef þú villt. En þrátt fyrir þessar ólíku skoðanir sem við getum haft á postulasögunni, þá efa ég það ekki að Jesú hafi verið til, í það minnsta. Yfir 500 rit, þar af 30 guðspjöll í frumkristni (þótt þau séu ósammála um margt) eru skrifuð útfrá þeim sameiginlega grundvelli að þessi einstaklingur hafi verið til. Kenndi og var líflátinn.
Að lokum tel ég líklegra að Jesú hafi verið miðsumarsgjöf, en það er álitamál og hártoganir
Bestu Jólakveðjur Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:27
Nei. Það þýðir að höfundurinn ákvað að enda söguna sína þegar "fagnaðarerindið" komst til höfuðborgar heimsins.
Óþekkt? Er þér alvara?
Það heldur því enginn fram að t.d. þær kraftaverkafrásagnir sem sagt er frá í grískum sögum séu sannar. Af hverju ættu heilvita menn ekki að koma eins fram við sögurnar um Jesú?
Þessi líkklæði eru miðaldarfölsun.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 22:50
Viðverukvitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:05
Sæll Snorri
Það tekur enginn mark á frásögnum sem eru ekki samtímaheimildir, hvorki um Alexander mikla eða annað. Sagnfræðingurinn Martin Bernal hefur nýlega sýnt hvernig Grikkir stálu héðan og þaðan og eignuðu sér alls kyns hugmyndir, sömdu frægðarsögur af sínum mönnum sem eru bara ekki réttar. Pýþagóras fann til dæmis aldrei upp pýþagórusarregluna, hún var vel þekkt í þúsundir ára áður en hann (hugsanlega) fæddist.
Munurinn á Alexander mikla og Jesú er sá að fylgismenn Alexanders eru ekki að fá 4 milljarði á ári frá ríkinu til að boða það að maður brenni í helvíti ef maður trúir ekki á hann. Þú fyrirgefur, en ég vildi setja nokkuð hærri kröfur til heimilda áður en ég kaupi svoleiðis sögur.
Íslendingabók Ara fróða er annað dæmi um "sagnfræði" sem er í meira lagi varasöm. En allt á þetta sér sömu rætur og Gamla testamentið. Nýjar þjóðir búa sér til fortíð, búa sér til sögu. það hefur verið sýnt rækilega fram á að Gamla testamentið er skáldskapur, í besta falli með örlitlu sögulegu ívafi, allt fram á 9. öld f.o.t. og jafnvel lengur. Enginn Davíð stórkonungur, engin innrás Jósúa, enginn Ísraelslýður í Sínaí eða brotthvarf frá Egyptalandi.
Augljós skáldskapur á borð við postulasöguna getur aldrei talist sagnfræði. Jafnvel þótt eitthvað sé satt í henni þá er engin leið að vita hvað það er. Sagan af Páli við Efesus er augljós tilbúningur, hann er að boða gyðingatrú eins og farísearnir voru búnir að gera í eina eða tvær aldir og ekkert nýtt við það. Grikkir hafa ekki séð neinn mun á Páli og öðrum gyðingum, t.d. messíanískum dellukörlum á borð við þá sem voru að taka völdin í Jerúsalem á sama tíma (sicarii, zealotii). Og hvernig átti einn málhaltur trúboði að geta ógnað heilli iðnaðarborg með sögum af einhverju sem hann sá í "sýn"? Íbúar fornaldar voru ekkert vitlausari en við, þeir hafa hrist hausinn og brosað í kampinn.
En Snorri, þú getur kannski sagt mér af hverju Páll gat skotið máli sínu til keisarans?
Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 23:06
Brynjólfur:
Þú ættir kannski að kanna málið aðeins betur áður en þú kallar gamla testamentið skáldksap. Það er merkilegasta heimild okkar um fornsögu miðausturlanda fyrr og síðar! Saga þjóðfélag og bókmenntir Hebrea er þversagnfræðilegur áfangi í HÍ sem vill meina það hiklaust.
Jakob (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:37
Hmmmmm Jakob, "merkilegasta heimild okkar um fornsögu miðausturlanda fyrr og síðar" og það var nú það. Hvaða tímabil ertu að hugsa um sérstaklega? Biblían er gríðarleg heimild um þá sem skrifuðu hana. Hún er mjög léleg sem sagnfræði, nema helst um smáríkið Ísrael sem Assýríumenn tóku í nefið og svo um smáríkið Júda sem Babýlóníumenn hirtu án þess að taka eftir því. Og jafnvel um þessi tvö smákopparíki er hún ekki nema að mjög litlu leyti marktæk.
En guðfræðingar hugsa greinilega ekki eins og sagnfræðingar, ég hef komist að því. Ef þú hefðir fylgst með t.d. fornleifafræði eða sagnfræði síðustu 40 árin (aðallega verið birt síðustu 20) þá er rifrildið núna um Davíð og Salómon. Nýjustu C14 rannsóknir benda frekar til að þar hafi ekki verið neitt stórveldi en það er búið að afgreiða það sem kom á undan:
1) Enginn flótti frá Egyptalandi. Það er skáldskapur
2) Enginn ísraelslýður í Sínaí. Það er skáldskapur.
3) Engin innrás Jósúa. það er skáldskapur.
4) Íbúar sem byggðu hálendi Palestínu við upphaf járnaldar I (um 1200-1000) voru íbúar Kanaanslands, þeir sömu og byggðu borgríki Kanaanslands á síðbronsöld. Þeir töluðu sama tungumál, notuðu sama handverk, byggðu samskonar hús, borðuðu sama matinn og trúðu á sömu guðina. Um þetta er ekki deilt, nema að sumir eru enn ekki búnir að lesa nýjustu rannsóknir á útbreiðslu svínakjötáts sem minnkaði verulega um alla Palestínu frá miðri síðbronsöld og jókst ekki aftur fyrr en á Hellenískum tíma. Jafnvel þar er ekki hægt að greina sérstaka hegðun þess fólks sem byggði "Ísrael" sem síðar varð.
Um 900-800 verða þeir að "Ísraelsmönnum", búa sér til fortíð eins og svo margar þjóðir hafa gert á undan þeim. Nafnið gæti sem best verið gamalt, skyldleiki við Jezreel dalinn er augljós en hann liggur einmitt við norðurmörk Ísraelska hálendisins. Hugsanlega hafa íbúar þess dals flust upp í fjöllin við upphaf járnaldar I. E - hluti Mósebóka 1-4 eru skrifaðar á þessum tíma, þ.e. 900 - 720 f.o.t . Eftir 720 er júda-hlutanum bætt inn þegar stórir hópar Ísraelsmanna flýja til Jerúsalem og Júda verður til sem ríki kjölfar eyðileggingar Ísraels. Þar er Y-hluta Mósebóka 1-4 bætt inn í safnið. YHWH trúin va sterkari í suðri, hugsanlega upprunnin á Sínaískaga, spurning hvort t.d. Júda og Jerúsalem geymi ekki sameiginlegan uppruna í nafninu . Um 600 er 5. Mósebók skrifuð, ásamt Samúelsbókum og Konungsbókum. Samtímasaga? Nei, tilraun til að búa til fortíð, búa til þjóð. Tilraun sem mistókst að sumu (Babýlóníumenn sigruðu hernaðarlega) en tókst ótrúlega vel að öðru, eingyðistrúin varð til og gyðingdómur sem enn lifir og allt sem af honum er komið.
Biblían er ekki sagnfræði og hún hefur ef eitthvað er spillt fyrir raunverulegri sagnfræði þessa svæðis. Enda passa Egyptólógar sig á því að draga "járntjald" þvert um Súes og þykjast ekki vita af Palestínu. Samt er t.d. sköpunarsagan augljós endursögn af octoad-sköpunarsögu Egypta. En egyptólógar vita að þar sem tvö testamenti koma saman er engin sagnfræði. Fyrr en loksins núna.
Brynjólfur Þorvarðsson, 11.12.2007 kl. 00:09
"Þversagnfræðilegur áfangi", er það svona áfangi sem liggur þversum fyrir sagnfræðingum? Hann er ekki kenndur í sagnfræðiskori, það er víst, alla vega ekki boðið upp á hann nýlega. Best að gá. Nú, þetta er guðfræðiáfangi? Surprise surprise! Áróður fyrir prestlinga.
Brynjólfur Þorvarðsson, 11.12.2007 kl. 00:11
Þá myndum við hafna stórum hluta af því sem við teljum okkur vita um fortíðina.
Hver hefur eiginlega sýnt fram á það og hvernig?
Það hafa fundist gamlar töflur fyrir utan Biblíuna sem staðfesta að Davíð konungur var til. Það er síðan ekki hægt að búast við að finna staðfestingu á öllu enda langur tími liðinn. Hérna er stutt video sem fjallar um nokkur þannig dæmi: http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=844ef473a623bab9d32b
Varðandi Sínaí þá mæli ég með þessari mynd hérna: http://www.explorationfilms.com/sinai-experts-scholars-review.html
Gætir meira að segja séð hana online: http://www.youtube.com/results?search_query=The+Search+for+the+Real+Mt.+Sinai&search=Search
Maður að nafni William Ramsay eyddi 15 árum í að rannsaka sagnfræðilegt gildi Nýja Testamentisins og í rauninni hafði hann í huga að sýna fram á að það stæðist enga alvöru rannsókn. En eftir allann þennan tíma þá komst hann að þessari niðurstöðu:"Luke is a historian of the first rank . . . This author should be placed along with the very greatest of historians. "Mofi, 11.12.2007 kl. 00:18
Strákar
Mér er vandi á höndum að sanna fyrir ykkur að rit frá því rétt eftir 60 e.kr sé sagnfræði. Ég viðurkenni það fúslega að margt í fornum sögum sé ævintýralegt og ótrúlegt en það er ekki þar með sagt að atburðirnir hafi ekki gerst. Ég skil vel menn eins og Brynjólf sem hafna stórum hluta Biblíunnar af því að gagnrýni samtímans á erfitt með að benda á staðreyndir. En skoðum aðeins ævintýrin og hið ótrúlega í okkar tíma.
Muniði eftir Guðlaugi Friðþórssyni sem synti alla nóttina frá Ledd til Heimaeyjar? Frásagan er furðuleg og gæti verið sögð með Episkum stíl eða forngrískum frásagnarhætti en reynist samt sönn.
Það skiptir vís ekki öllu máli með Guðlaug og sundið hans. En gætu þið trúað þeirri sögu ef hún væri á spjöldum Biblíunnar?
Postlasagan er sönn af því að menn hafa enga gilda ástæðu sem sýnir fram á að farið er með rangt mál. Helsu rökin ykkar eru skortur á "staðreyndum". Er ekki bara skortur á vilja hjá okkur til að taka mark á fornum upplýsingum?
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.12.2007 kl. 00:30
Fínn pistill hjá þér, Snorri, vandaður og góður.
Og svo safnast þeir að þér ... eigum við að segja: gagnrýnendurnir. Mikið liggur við fyrir fjándann að sem fæstir trúi sanngildi guðspajallanna og Postulasögunnar. Einn mætir hér úr guðfræðideild og hefur fengið þar einhverja mínímalíska innrætingu varðandi sannsögli Lúkasar í Postulasögunni. Þetta á víst bara að hafa verið leikur hjá honum! Merkilegt hvað ýmsir ungir menn eru orðnir afspyrnu-trúgjarnir í seinni tíð, þegar sú trúgirni fær bara að beinast út á frammúrstefnulegar villubrautir.
Og svo mæta hér sjálfskipuð Biblíuhrekkjusvín, Hjalti Ómar og Brynjólfur, en engir Biblíutrúir, og mætti halda að þessir tveir væru afar fjölmennir og eru þó reyndar bara tveir. Og Brynjólfur kveður: "Það tekur enginn mark á frásögnum sem eru ekki samtímaheimildir, hvorki um Alexander mikla eða annað," en þetta er firra, því að þótt bókfærða heimildin sé stundum ekki skrifuð í sömu samtíð (Sturlunga er það þó að allnokkru leyti), heldur (eins og í dæminu um Alexander) kannski 200 árum seinna, þá getur hún byggzt á afar markverðum arfsögnum og það frá mönnum sem stóðu stjórnkerfinu nærri eða voru hluti af því.
Viss er ég um, að Brynjólfur gerir ekki lítið þarna úr Íslendingabók Ara fróða nema af því að hann hefur ekki kynnt sér til hlítar né af réttsýni heimildamenn hans. Meira mark tek ég á skilmerkilegum, kryfjandi skrifum dr. Einars Ólafs Sveinssonar þar um en á kennaranema þessum. En hvað sem líður Ara fróða og sagnaritaranum sem skrifaði um Alexander og tímafjarlægð þeirra frá söguatburðunum, þá var aðstaða þeirra til sannferðugrar frásagnar byggðri á sjónarvottum óskaplega miklu laklegri heldur en Lúkasar og hinna guðspjallamannanna, sem allir voru uppi á fyrri hluta 1. aldar eins og Kristur sjálfur.
Kærar þakkir aftur, Snorri bróðir.
Jón Valur Jensson, 11.12.2007 kl. 00:51
Jú, auðvitað mætti Halldór Mofi hér, og hann vill nú vera Biblíutrúr eins og við Snorri.
Jón Valur Jensson, 11.12.2007 kl. 00:55
Sóðalegur vanskilningur þinn á guðfræðinámi skýn úr hverjum staf sem þú ritar. "Áróður fyrir prestlinga?" Ég vill varla eyðileggja þá undrun með orðum sem þú munt upplifa ef þú tækir grunn guðfræðina á háskólastigi.
Jakob (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 01:01
Þarna talaði Jakob til Brynjólfs eftir að hafa fengið smjörþefinn af vandlætingarhugarfari hans. Ég hvet Jakob til að taka ekki mikið mark á Brynjólfi og tek sjálfur afstöðu með Jakobi í vörn fyrir margt gott í guðfræðideild, ekki sízt í Gamlatestamentisfræðum (en síður, nú orðið, í fræðum þess Nýja).
Jón Valur Jensson, 11.12.2007 kl. 02:01
Snorri - mikið vildi ég óska að ég þekkti jafn mikið og þú Biblíuna og sögu okkar yndislega Jesú Krists!!
Ég finn svo oft til vanmáttar míns þarna!
Samt hef ég farið á Alfa 1 og Alfa 2 - en það eru svo margar spurningar sem vakna reglulega - og erfitt að spyrja - því á samkomum getur maður bara hlustað á framsett efni - ekki sett fram milljón spurningar frá sjálfum sér.
En allavega - ást mín á Jesú er á hreinu og ekkert og enginn fær mig til að snúa frá pabba mínum Guði á himnum og bróður mínum Jesús og himnum og mínum yndislega trúfasta vini Heilögum anda.
Ása (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:36
"Ég hvet Jakob til að taka ekki mikið mark á Brynjólfi og tek sjálfur afstöðu með Jakobi í vörn fyrir margt gott í guðfræðideild, ekki sízt í Gamlatestamentisfræðum (en síður, nú orðið, í fræðum þess Nýja)."
Þakka stuðningsorð. En hvað fræðslu NT varðar, þarft þú að taka það upp við Dr. Clarence E Glad og Dr. Helmut Koester. Því ef ég er ekki að misskilja kennsluna og námsefnið gríðarlega, þá er þetta uppsummaður údráttur af nálgun postulasögunar í Guðfræði:
"Höfundur Lúkasar er líka höfundur Postulasögunnar. Hann tilheyrir þriðju kynslóð kristninnar, og var svo sannarlega ekki með í ferðinni. Hann hefur því haft heimildir. Antíokkuheimild (sem aldrei hefur fundist neitt um, og Lúkas hefur því líklega sett hana saman sjálfur úr sögum og samið sjálfur ræður) fyrir fyrri hlutanum , og ferðasögu, “við”-heimild, fyrir seinni (“við”-heimildin er líka erfið, því þar eru líka kaflar í 1.p.ft. sem Lúkas hefur greinilega samið líka, og því ekki fengið úr heimildinni.), hugsanlega eftir e-n ferðafélaga Páls. Vestræni og austræni texti Postulasögunnar eru pínu ólíkir, t.d. er í vestrænu Gullna reglan í 15:29, og staðaupplýsingar. Vestræn því hugsanlega útgáfa tvö, eftir sama höfund? Postulasagan líkist sagnfræðilegum ritum þess tíma (t.d. með ræðurnar), en inniheldur ósagnfræðilegar kraftaverkasögur, og Lúkas breytir greinilega hlutum (það er ósagnfræðilegt). Hún er því mögulega rómans (skipbrotslýsingin passar við það), svipuð og grísku hetjukviðurnar. "
Annars ætla ég ekki að verða þrálátur milliliður í þessum málum. Vill aðeins leiðrétta þann misskilning hvað guðfræðina varðar, því það er algerlega sagnfræðilegt og gríðarlega gagnrýnið á alla vegu. Enda fáranlegt að halda að heil háskóladeild sé spillt af sannfæringu sinni. Sagnfræðilegum staðreyndum er spilað eins og þær koma fram.
Það erfiðasta er í þessu fagi, í heild sinni, er að menn láta annaðhvort trú sína eða trúleysi skyggja á hlutlausar staðreyndir. Annars fer ég ekki að því að þetta er flottur pistill og gott framtak til að skapa umræðu.
Jólakveðjur Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:03
Það væri gáfulegt að taka líka því sem þessir gaurar segja með góðum skammti af gagnrýninni hugsun.
Afhverju ertu svona viss um það? Sagan ber ekki þess merki og í rauninni eru góð rök fyrir því að hún er skrifuð áður en Páll er tekinn af lífi. Svo hvaða alvöru ástæður eru fyrir því að Lúkas var ekki ferðafélagi Páls? Postulasagan er sannarlega skrifuð frá sjónarhóli einhvers sem var með Páli.
Ef kraftaverk gerist er það þá strax orðið ósagnfræðilegt að segja frá þeim? Postulasagan er skrifuð eins og sagnfræðirit og eins og dæmið sem ég benti á þá hafði maður sem eyddi 15 árum af ævi sinni hreinlega til að afsanna Postulasöguna komst að þeirri niðurstöðu að Lúkas ætti að vera flokkaður með mestu sagnfræðingum sögunnar. Annað sem hann sagði um niðurstöðu hans rannsóknar á þessu var:
Hvaða hlutum breytir Lúkas greinilega? Hljómar ekki aðeins ósagnfræðilega heldur eins og þú segir að hann var lygari svo endilega útskýrðu þetta fyrir okkur.
Nei, það er mjög rökrétt að heil háskóladeild leiðist í tóma vitleysu. Skrifaði einmitt um daginn um menn sem lærði í háskóladeild sem öll einkenndist af þeim hugmyndum að Biblían væri saman safn af ævintýrum en hans eigin rannsóknir á málinu sannfærði hann um að Biblían væri sönn, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/368018/
Góður punktur Snorri. Við viljum oft gleyma því að menn velja einmitt oft að skrifa um óvenjulega, ólíklega og furðulega atburði því að það tekur því varla að setja niður á blað venjulega ómerkilega atburði.
Mofi, 11.12.2007 kl. 15:43
ok strákar...
trú er hvað??? trú von um það sem er eigi auðið að sjá... ekki satt...
trú er einnig val sem þú tekur, allir hafa sína trú, og allir ákveða með hvaða formerkjum þeir trúa ekki satt???
Trú er eitthvað sem ekki þarf að deila um eða verja, heldur lifa....
Þannig að alveg sama hvernig við lítum á þá er það eina sem við þurfum að ræða um er: Ert þú að lifa sannfæringuna þína eða ekki, og ef ekki þá hvers vegna?? En ef þú ert að því, hvernig er það að virka fyrir þig...
því öll höfum við okkar sannfæringu og algjör óþarfi að hver sem á hlut að berja hvort annað með því sem við höldum að sé rétt... heldur er það eina sem virkar hér í heimi og öll trúarbrögð tala um er að lifa í kærleika, jafnvel fyrir hina trúlausu þá tala allar mannræktarbækur sem eru ekki byggðar á trúarbrögðum um kærleikann...
þannig að ef við lifum í kærleika þá hætta hlutir eins og skoðanir mínar og þínar að skipta máli, og vinskapur, virðing og náungakærleikur taka við
þannig að ég segi bara peace og megi Guð blessa ykkur....
lots of love
Valdís Rán Samúelsdóttir, 11.12.2007 kl. 16:46
Lúkas læknir fer ekki dult með það í verkum sínum að hann rannsakaði "kostgæfilega allt þetta frá upphafi því margir höfðu tekið sér fyrir hendur að rekja sögu þessara viðburða".
Þegar frásaga Postulasögunnar hefst er Lúkas greinilega "Sögumaður" utan sögunnar. En seinna breytist afstaðan og þá fjallar hann um atburðina sem sjónarvottur. Allt tal um að hann hafi ekki verið með í skipstapanum og óveðrinu er órökstutt þó svo fræðimenn álíti annað líklegt.
Auðvitað ritaði Lúkas skv. grískri sagnahefð, hann var grísk-menntaður læknir og fæddur í grískri menningu. Ég geri mér grein fyrir því að stíll minn ber keim af Biblíumáli af því ég les hana mikið. Stíllinn segir ekkert um sannleiksgildi eða sagnfræði það er hinn tilfinningalegi þáttur tjáningarinnar.
En þær upplýsingar sem berast varðandi sjóferðina eru greinilega mjög rökréttar því landnyrðingur var norð-austan átt og frá Krít barst skipið því til suðvesturs að Syrtuflóa sem er bugtin við Líbíu og ritaðar því af kunnáttumanni með reynsluríka viðburði að baki.
Svo þetta með sagnfræðina. Hvað skrifar sagnfræðingurinn og hverju sleppir hann. Frásögnin þarf ekki endilega að vera röng en hann lætur jafnvel "satt kjurrt liggja".
Ég á bók í fórum mínum (Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs,Önr og Örlygur) sem fjallar um götur og hús á Akureyri og nær yfir tímabilið frá Landnámi til 1993.
Þar er t.d. fjallað um húsið á Lundargötu 12. Þar segir:" Iðnaðarmannafélag Akureyrar byggði þar skólahús 1927. Félagið stofnaði Iðnskólann 1905 og fór kennsla fram í Barnaskólanum fyrstu árin. Iðnskólinn og síðar einnig Gagnfræðaskóli Akureyrar voru þarna til húsa þangað til Gagnfræðaskólahúsið við Laugargötu var tekið í notkun 1940 að báðir skólarnir fluttust þangað". Hvaða starfsemi varð síðar í húsinu? Var húsið tómt frá 1940 - 1993?
Sagnfærðingurinn getur þess ekki hvað varð um húsið eftir þetta. Enn í dag er húsið til. Það sem gerðist var að Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri keypti húsið og rak starfsemi sína þar til ársins 1994 að húsið var selt ungu fólki til ábúðar.
Svona getur sagnfræðin skilið eftir tóm sem seinni kynslóðir eiga erfitt með að fylla uppí þegar tímar frá líða. Ekkert var misfarið með sannleikann sumt var bara eftir skilið. Opnum augun og sjáum að þar sem menn koma að geta menn hæglega vaðið reyk þó svo að starfsemin fari fram í Háskóla Íslands - eða jafnvel hinum 100 bestu í heimi.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.12.2007 kl. 18:15
Exodus uppgötvun. Sá leiðangur sem sá sem Mofi benti á hér fyrir ofan apaði eftir og reyndi að ræna heiðrinum af.
http://www.youtube.com/results?search_query=exodus+wyatt&search=Search
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.12.2007 kl. 20:49
Skipreks versin sína skýra eiginleika skáldskapar.
Jakob, er ég að skilja þig rétt ? Er postulasagan skáldsaga, eða einhver hluti af henni? Og þá hvaða hluti ?
Kristinn Ásgrímsson, 11.12.2007 kl. 23:16
Valdís, trúir þú að Mórmónsbók sé sönn og segi rétt frá menningu í Ameríku löngu fyrir okkar tíma og engar sannanir eru til fyrir? Fyrir utan auðvitað bókina sem Joseph Smith sagðist hafa fengið frá englinum Gabríel... Það er að mínu mati ekki rökrétt að trúa í andstöðu við raunveruleikann, þótt það sé ekki auðið að sjá þá er sumt augljóslega skáldskapur.
Alveg sammála að það er óþarfi og hreinlega rangt að berja einhvern með einhverju sem hann heldur að sé rétt en hvað er að því að deila því sem maður telur satt með öðrum?
Ég svo sem vissi af því en því miður er Wyat ekki tekinn alvarlega af mörgum vegna ýmissa mála. Hann var aðventisti svo ég hef ekki beint neitt á móti honum. Á bara erfitt með að trúa að hann hafi fundið sáttmálsörkina.
Við erum allt of fljót að gefa einhverjum titilinn fræðimaður og við virðumst vera frekar til í að gera það ef viðkomandi er ekki kristinn. Það eru líka til fræðimenn sem trúa að Lúkas hafi verið sjónarvottur af því sem gerðist í Postulasögunni.
Mofi, 12.12.2007 kl. 09:38
Mofi!
Ég er sammála þér að "fræðimaðurinn" þarf ekki að vera fróður né skynsamur. Gagnrýnin á Biblíuna hefur verið svo hörð að með sömu "meðölum" væri mannkynssagan ónýt og ómarktæk. Hún þolir ekki þessa nákvæmnisskoðun. En Biblían hefur bara sigrað hverja atlöguna af annarri.
Viljandi gleyma menn því að fornleifafræðin og uppgröftur á söguslóðum Biblíunnar hefur svo um munar staðfest hvert atriði á fætur öðru sem greint er frá í Biblíunni og fjallar um sögusvæði í frásögninni.
Við getum ekki "Sannað" tilvist Guðs né "Sannað" upprisu Jesú eða "Sannað" förina yfir Sefhafið (Rauðahafið) en við höfum frásögu sjónarvotta af þessum atburðum og því er Rökstuddur grunur um að atburðirnir hafi gerst og hið yfirnáttúrulega er því til. Lúkas var greinilega sjónarvottur skipsskaðans sem allir björguðust í og Páll var seinna bitinn af snák án þess að saka.
Ísraelsmenn voru bitnir af snákum í eiðimörk Jórdaníu (áður Arabíu)og læknuðust með augnabliks skoðun eirormsins. Páll var vissulega morðingi og var undir dómi "refsinornanna" en vegna trúarinnar á Jesú Krist og fyrirgefningu syndanna þá hafði bit ormsins ( myndlíking uppá Satan) engin áhrif því hann mátti sín einskis gegn fyrirgefandi kærleika Jesú Krists.
Amen!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 12.12.2007 kl. 13:00
Góður pistill Snorri (eins og alltaf).
Það er eins og það sé eitthvað "trend" í dag að halda því fram að Jesús hafi aldrei verið til. Hér áður fyrr heyrði maður þetta varla! Ég man að í mannkynssögubókinni minni þegar ég var 14 ára, var talað um Jesú Krist sem jafn sagnfræðilega persónu og Júlíus Sesar og Alexander mikla. Kannski voru þeir bara ekkert til heldur? Lol. En án gríns - pabbi minn, sem er alls ekki neitt sérstaklega trúaður maður, var held ég sá fyrsti til að segja við mig þegar ég var lítil, að Jesús hafi alls ekki verið neitt ímynduð persóna, hann hafi alveg verið til! Þannig að það segir ýmislegt...
Og hefur ekki David Attenborough fjallað um einhverjar Biblíufornminjar sem styðja frásagnir Gamla testamentisins? Man eftir þáttunum hans hérna í den. Langar að sjá þá aftur.
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:26
Snorri: Ég ætla mér ekki að skrifa framúr minni vitneskju eins og mér hefur hætt til stundum. Í þessum málum duga ég aðeins sem milliliður á milli þín og námskrá Guðfræðideildar.
Vissulega eru Prófessorar ekki óskeikulir. En hið akademíska samfélag sér um að allar nýjar upplýsingar eru yfirfarnar af starfsbræðrum þeirra og sérfræðingum og ekkert gefið út sem er ekki nokkurn vegin almennt álit stéttarinar. En sem áður, er það þó ekki óskeikult.
Bestu Kveðjur Jakob
Gunnhildur: Við höfum sterkari sagnfræðilegri grunn að því að Jesú hafi verið til heldur en Sesar. Ég bendi á fyrsta álit mitt á þessari færslu.
Jakob (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:37
Viltu ekki athuga hvort prófessorarnir þínir séu sammála þessu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.12.2007 kl. 20:06
Hvaðan hefur þú talnaspeki þessa Erlingur?
Jakob (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:04
Góðan daginn Snorri, eru þjóðsögur gyðinga ekki jafn góðar og annarra þjóðsögur til dæmis Íslendingasögur? Með Eyjakveðju.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 17:43
Cesar var til, er það ekk alveg öruggt? Jesús Kristur var til það er líka alveg öruggt. Menn eru ekki sammála því hvort hann hafi verið sá sem sögur herma og eiga margir erfitt með að viðurkenna hann sem hinn smurða - Krist. Það er sama vandamál og var hjá gyðingunum. En um það snúast rökræðurnar hvort hann hafi ekki verið sá sem kallast Guðssonur (monogenes -eini afkomandi), frelsari og upprisinn frá dauðum.
Við höfum lítinn fót fyrir því hvort talnaspeki fiskanna hafi eittvað gildi en menn hafa einnig reynt að skilja að sköðunarsagan hafi að geyma aldur tilverunnar t.d. að 7 dagarnir þýði 7000 ár og þegar eru liðin 6000 svo nú eru aðeins þúsund ár eftir og það verður tíminn þegar Jesús kemur aftur, bindur dauðann og hreinsar sköpunina af valdi Satans svo hver maður fái að eldast eins og trén. Það er t.d. vitað að elsta lífandi hluturinn er tré 4000 ára gamalt í N.- Ameríku.
Helgi, allar "þjóðsögur" eru svo sem jafn góðar en ef Kristnin býður okkur uppá þjóðsögur gyðinga þá erum við í slæmum málum því gyðingar viðurkenna ekki þessar "kristnu- gyðingaþjóðsögur". Og sumir sem kalla sig kristna viðurkenna ekki heldur þessar sögur af því að þá vantað að hitta mennina sem sáu og skrifuðu. En Jesús sagði:" Sælir eru þeir sem ekki sáu en trúa þó."
Gleðileg jól í Áshamar 58 - vonandi verða þar ekki þjóðsögujól heldur heilög jól!
kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 15.12.2007 kl. 23:11
Arngrímur
Þessi orð þín gefa okkur enn meiri ástæðu til að hefja kristna trú til vegs og virðingar þar sem hún krefst þess að 1.) menn elski Guð og náungann og 2.) varðveiti lífið en boði ekki trú sína með brugðnum brandi.
Ekki gleyma því að menn hafa gert mörg illvirki í nafni Krists en aldrei fengið samþykkt hans fyrir illvirkinu enda sagði hann lærisveinum sínum að "slíðra sverðiði". Þessu megum við ekki gleyma!
kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 17.12.2007 kl. 15:23
Ágæti bloggvinur, gleðileg jól!
Valgerður Halldórsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:26
Þvílíkur léttir að trúa því að sérhver ritning sé innblásinn af Guði og eiga höfund hennar að sem vin og frelsara, ég segi ekki annað
Árni þór, 22.12.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.