22.12.2007 | 21:27
Yður er í dag frelsari fæddur - eða var hann bara "endurfæddur" ?
Fréttablaðið flutti mér tíðindi í dag að Jesús Kristur hafi aldrei verið til. Það bætir líka við að margir fyrir rennarar "Jesú" hafi verið til allt frá árinu 3000 f.kr. og til daga Jesú Krists. Vitringarnir, kraftaverkin, krossfestingin, dauðinn og upprisan voru aðeins þekkt minni helgisagna sem teygðu sig frá Indlandi, um Mið-Asturlönd, Egyptalands og Grikklands, jafnvel inní miðja Evrópu. Ekki var greint frá því að þessi atriði eru líka innihald fornra spádómsrita Biblíunnar og þú lesandi getur gengið að þeim vísum í dag - jafnvel í Nýju-Biblíuþýðingunni.
Fréttablaðið hefur þessar upplýsingar af netinu, frá því sem kallast "Zeitgeist" eða "tíðarandi" og sérstakar þakkir fær Sigurður Hólm Gunnarsson (Vantrúar-seggur).
Þessar upplýsingar skilja alla kristna menn eftir sem einfeldninga er trúa á staðlausa stafi því allan tímann var bara verið að fjalla um endurris sólarinnar á himni. Merkilegt að þessi uppristrú á sólinni skuli hafa orðið til í þeim löndum þar sem skammdegis gætir ekki og varla sjónarmunur á sólarhæð hvort er um að ræða "vetrar- eða sumarsólstöður".
En Pétur postuli tilkynnir okkur að hann hafi verið sjónarvottur að hátign Jesú Krist. En hann er þá bara lygalaupur því hver trúir ekki Fréttablaðinu og Sigurði Hólm?
Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um fleirri atriði frásögunnar því þessar gömlu sögur eru svo skotheldar að við getum pakkað Biblíunni niður í jólapakka og sleppt því að taka hann upp!
En sögurnar sem Fréttablaðið tilgreinir um Hórus, Mítra, Kristna og Isis eru gamlar. Hvað ætli handrit þessara sagna séu gömul? Frá því um 1000 e.kr. Ef þau styddu Biblíuna þá væri þeim algerlega hafnað að kröfu Sigurðar Hólm og félaga og enganvegin tekin til greina sem rök í málinu vegna tímalengdar frá því atburðirnir áttu að eiga sér stað og þar til þeir voru færðir í letur. Kristur hafði sjónarvotta, sem auðvitað er ekkert marktakandi á, því þeir voru trúaðir!
Svo eru fleirri atriði sem eru ekki nefnd til sögunnar. Allir þessir "guðir" dóu. En sá einhver upprisu þeirra? Eru grafir þeirra ekki enn uppteknar? Þeir eru bara sólin skínandi í veldi sínu sem býður ekki uppá skammdegi eða hugmyndafræði forn-norrænna þjóða sem fundu fyrir skammdegi og löngum dimmum nóttum.
En þetta með Jesú. Hann fellur inní gömlu sögurnar um Hórus, Mítra, Krishna og hvað þeir hétu nú allir. En Kristur dó og var grafinn. En eru þá menn að segja allir í einum kór að hann reis upp, eins og sólin í byrjun nýs dags? Amen, það er mergur málsins. Hann skildi meira að segja eftir sig líkklæðin. Pétur, þið vitið- lygalaupurinn - var sjónarvottur að hátign hans "stóð upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein" (Lúk.24:12). Það þarf nú ekki að taka það fram að hann hafði líkklæðin með sér. Og þau eru enn til geymd í Tórínó á Ítalíu.
Svo öll þessi rök um að Jesús hafi verið aðeins stjörnumerkjafræði í útgáfu kristninnar verður enn undarlegra þegar "Súperstjarnan" fór úr líkklæðunum og skildi eftir á þeim innbrennda mynd svo að hver sem trúir ekki sjónarvottunum eða handritahöfundum að upprisu hans megi sjá klæðin sem bera sömu sár og handritin segja og sjónarvottarnir greindu frá. Líkklæðin hafa nokkuð heillega sögu og til eru málverk af þeim frá því fyrir 900 e.kr. Og þyrnikórónan sem kristur bar var sko ekki tengd dýrahring stjörnuspekinnar heldur niðurlægjandi krýning rómverskra hermanna til að smána þann sem seinna skildi eftir sig líkklæðin. Þessi er sá sem hefur sko skilið alla eftir í forundran. Þeir vantrúuðu eiga eftir að útskýra margt sem skilningur þeirra nær ekki. Það er ekki nóg að hafna gömlum rökum og órækum staðfestingum. Það þarf að viðurkenna vandann að skynsemi okkar skilur ekki allt og ekki Guð.
Ef líkklæðin eru aðeins frá því um 1260 - 1350 e.kr. eins og C14 aldursgreiningarnar hafa greint frá þá eru egypskar múmíur ekki eldri en frá árinum 215 e.kr eins og samskonar C14 mælingar sýna jafnvel þó svo að múmíurnar voru lagðar til hinstu hvílu um 1500 f.kr. Það er nefnilega cellulósa hjúpur af völdum baktería sem hefur hjúpast um þræði efnisins og ruglar aldursgreininguna.
Niðurstaða:
Sagan um Jesú Krist er fullsönnuð upp að 99% og við þurfum að trúa þessu 1 prósendi sem eftir er. Svo örugg er vitneskjan um upprisu frá dauðum og aðgang að Guði almáttugum vegna trúarinnar á Jesúm Krist.
Stundum sjáum við hvað sagnfræðin er takmörkuð. T.d. varð sólin almyrk í 3 klst. föstudaginn langa þegar Biblían segir að Jesús hafi gefið upp andann? Þá hefur orðið almyrkt um alla jörð. Eða varð bara myrkur í Jerúsalem? Hvað segja fornar bækur?
Sagnfræðingurinn Will Durant segir í bók sinni um Rómaveldið (síðara bindið. ég gríp niður í bls 243)
"Nær miðri fyrstu öld staðhæfði heiðinn þrætumaður að Thallus hét að myrkrið sem varð við dauða Krists hefði verið náttúrulegt fyrirbæri. Frá þessu segir í ritkorni einu eftir Júlíus Africanus."
Ef Jesús Kristur varð aðeins þjóðsagnarpersóna þá segir Will Durant þetta: (bls 243)
En ef við viljum neita tilveru Krists og gera hann að þjóðsagnarpersónu þá hefur sú persóna verið búin til af einni kynslóð og verður það að teljast einkar ósennilegt."
Svo vil ég benda hinum sagnfræðisinnuðu gagnrýnendum á að þegar fjallað um forna sögu trúarinnar og segja "sagnfræðingar nefna lítið sem ekki neitt um þau mál". Skoðið hvaða upplýsingar sagnfræðingar samtímans segja um trúarsöfnuði og prédikara samtímans. Hvaða sagnfræðingar hafa fylgst grant með og greina frá á hlutlausan hátt?
Fjarlægð sagnfræðinganna liggur nær skilningi okkar en við höldum. Þeir rituðu það sem þeim var "borgað" fyrir. Sá sem greiddi launin réð umfjöllunarefninu. Og postulinn Páll sagði að hann væri "öreigi en ætti þó allt". Lýsing hans á kjörum sínum bendir okkur á að þeir sem fylgdu Jesú Kristi að málum bólgnuðu ekki út af verðbréfum eða býlífi í konungshöllum. Þeir voru álitnir hættulegir og best væri að slíkir menn héldu sig til hlés- að loka þá inni. En fangelsin gátu ekki haldið þeim og lygin ekki kæft þá - þó svo að lygin standi umkringd "Baugsveldinu" á spjöldum Fréttablaðsins þá viti alþjóð að upplýsinar sjónarvotta Biblíunnar um fæðingu, dauða og upprisu Jesú er öruggari vitneskja en það sem Sigurður Hólm matar Fréttablaðið á og komið eru úr "Zeitgeist".
Jesús Kristur fæddist af mey, flúði til Egyptalands, bjó í Nasaret, var píndur af Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn, grafinn og reis (aftur) upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum. En ekki Fréttablaðinu.
Til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf! Dýrð sé Guði - þvílíkur boðskapur!
Gleðileg jól
Snorri í Betel "
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kíktu líka á nýjasta tölublað tímaritsins Sagan öll. Þar er líka verið að halda því fram að Jesús hafi aldrei verið til, og kirkjunnar menn séu bara að ljúga þessu öllu...
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 22:20
Hvað með mig og þig og alla aðra sem í dag og í gegnum aldirnar sem átt hafa lifandi samfélag við Jesú Krist (sem áreiðanlega skipta þúsundum ef ekki miljónum) það er verið að setja okkur í sama hóp sem lygara samkvæmt þessu.
Kærar þakkir Snorri og Gleðilega hátíð
Árni þór, 22.12.2007 kl. 23:40
Best að taka það fram strax að myndin sem fylgir pistlinum er frá unversku bókfelli frá því um 700 og sýnir líkklæðið frá Tórínó þegar konungur fær að líta það. En það er 5 - 600 árum áður en það var til skv. C14.
Kraftaverkin í kringum Jesúm Krist eru út um allt!
Amen!
Snorri Óskarsson, 23.12.2007 kl. 00:32
Gunnhildur, það er nú ekki alveg rétt þetta varðandi það sem stendur í tölublaðinu "Sagan öll". Þeir segja að það er ekki einu sinni ágreiningur um að Jesús var til og tel ég það vera nokkuð rétt. Sú afstaða að Jesús hafi ekki verið til er í rauninni óverjandi út frá okkar þekkingu á mannkynssögunni. Aftur á móti þá auðvitað trúa þeir ekki því sem stendur í guðspjöllunum og ég vona að ég hafi tækifæri til að fjalla um það fljótlega.
Fín grein Snorri þótt ég hef ekki mikla trú á því að líkklæðin eru raunverulega þau sem Kristur var grafinn í. En góð gagnrýni á Fréttablaðið og ótrúlegt að einhver upplýstur aðili skuli taka Zeitgeist alvarlega. Ég skil þá sem hafa ekkert skoðað málið frá mörgum hliðum að finnast þessi mynd sannfærandi en smá rannsókn sýnir svo ekki verður um villst að þarna var einkar léleg fræðimennska og oftar en ekki virkaði á mig eins og þeir væru vísvitandi að ljúga. Ég fjallaði um þá þessa arfa vitlausu mynd hérna: Zeitgeist
Gleðileg jól öll saman!
Mofi, 23.12.2007 kl. 00:40
Snorri þú mátt ekki vera of harður við þá á Fréttablaðinu, þeim er vorkunn þó þetta skolist eitthvað til hjá þeim, í tímahrakinu sem fyrlgir því að vera búinn að skila öllum textum áður en blaðið fer í prentun. "Það skal vanda sem lengi skal standa", mér þykir eiginlega afkáralegara ef hámenntaðir menn, sem hafa nægan tíma ruglast ´a merkingu eingetinn og einkabarn (einbirni) og það í sjálfri Biblíunni.
Gleðileg jól
Sigurður Þórðarson, 23.12.2007 kl. 03:11
Rangt. Þessu er ekki spáð í Gt.
Hræðileg mynd.
Sigurður Hólm er ekki í Vantrú.
Pétur postuli er ekki lygalaupur þar sem hann skrifaði ekki 2. Pétursbréf. Sá sem skrifaði það bréf var því lygari.
Við höfum eldri heimildir um t.d. Hórus. Ég er samt ekki að segja að það sem kemur fram í Fréttablaðinu um Hórus sé rétt.
Bara ef við hefðum eitthvað ritað af sjónarvottum.
Ég veit að þetta eiga að vera "retórískar" spurningar, en það hljómar eins og þú trúir því að það séu til uppteknar grafir þessara guða.
Það er ekki sjálfsagt að halda að hann hefði tekið líkklæðin. Kannski sagði höfundur Lk ekki frá því vegna þess að hann hélt ekki að Pétur hefði tekið líkklæðin.
Hvaða málverk er það?
Til þess að valda skekkju upp á 1300 ár þyrfti þessi hjúpur að vera tvöfald þyngri en klæðið sjálft. Það er auðvitað út í hött.
Síðan er auðvitað merkilegt að Jesús virðist hafa blætt sama efni og listamenn á þeim tíma sem C14 aldursgreiningin segir að líkklæðið sé frá. Það er líka merkilegt að einmitt á þeim tíma kom líkklæðið fyrst í leitirnar, og að kaþólskur biskup sagðist meira að segja hafa fundið listamanninn sem bjó þetta til.
Að hugsa sér að þessi hjúpur skyldi einmitt hafa fært aldurinn til þannig að líkklæðin voru aldursgreind frá nákvæmlega þeim tíma sem þeir sem segja að klæðin séu fölsuð höfðu spáð fyrir um! En sú tilviljun!
Hvernig dettur þér í hug að segja þetta? Hvaðan færðu þessa ótrúlega háu tölu? Komdu með einhver almennileg rök fyrir þessu.
Þetta er bara ekki rétt. Við vitum ekki hvað Þallos sagði. Við höfum tilvitnun í einhvern sem vitnar í Þallos. Hann var líklega bara að tala um sólmyrkva, sem kristnir menn túlkuðu síðar sem meintan sólmyrkva við dauða Jesú.
Will Durant er að bulla. Þallos var ekki "heiðinn þrætumaður". Hann var að skrifa sögu eystri hluta Miðjarðarhafs, og hefði varla eytt tíma sínum í að reyna að hrekja rök einhvers örsafnaðar (eins og kristni var á þeim tíma).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2007 kl. 06:08
Takk fyrir góða grein Snorri og ég óska þér gleðilegra jóla.
Flower, 23.12.2007 kl. 09:22
Hjalti Rúnar - gleðileg jól.
Þú átt að vita hvað ritað er t.d. Míka, Jesaja. Varla þarf að stafa þetta ofan í þig.
Pétur ritaði bréfin eins og bókin um Guðna eða Æviminningar þekktra manna er saga þeirra og höfð eftir þeim þó svo annar hafi haldið á pennanum.
Will Durant bullari. Hjalti, þetta segir allt sem segja þarf um þig. Þá átt að vita betur og vera meira sannleikselskandi guðfræðinemi.
Kristnu söfnuðirnir voru hreint ekki "örsöfnuðir" þeir höfðu haft ógnandi áhrif og Tertúllus málfafærslumaður hélt örðu fram (fyrir 60 e.kr) allsstaðar var þessum hópi mótmælt!
En sólmyrkvinn fór ekki framhjá nokkrum manni greinilega og af hverju þurfti að ræða þennan sólmyrkva? Margir hafa orðið og voru þekkt fyrirbæri en enginn hafði staðið yfir í 3 klst.
Þú biður um rök en þau sem þú hefur þegar séð hafa ekki hentað þér og því er þeim hafnað. Hvers vegna að eyða meiri rökum á þig?
Og ef líkklæðin hefðu þurft að vera tvöfalt þykkri til að fá aldursgreininguna 126- - 1350 hvað þa´með múmíuklæðin sem eru frá 215 e.kr ?
Lúkas, Mattheus, Markús og Jóhannes voru sjónarvottar og þeim ber saman. Þú þarft ekki fleirri rök en þau hafa samt ekki dugað þér!
Gleðileg jól.
Snorri
Snorri Óskarsson, 23.12.2007 kl. 12:54
Ha ha Zeitgeist er fræg fyrir að vera eitt mesta staðreyndarrusl sem hefur komið á seinn árum. Staðreyndarvillurnar fá nær hvaða heilvita mann til að svíða í augun af því.
Ég bendi á http://www.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=5307759 og umræðuna sem að fylgir. Enda er myndi alþekkt fyrir staðreyndarvillur og hliðranir. Fáranleg vinnubrögð hjá fréttablaðinu til að segja það minnsta.
Jakob (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 13:20
Ég veit vel hvað stendur þarna, en eins og ég benti nýlega á, þá eru þessir "spádómar" ekkert að spá neinu um Jesú.
Nei, Pétur kom ekki nálægt ritun þessa bréfs.
Hluti af því að vera sannleikselskandi er að falla ekki á hnén í aðdáun í hvert skipti sem vitnað er í einhvern frægan sagnfræðing. Ef Durant heldur að Þallos hafi verið að skrifa gegn kristnum og að hann hafi sagt að meinta rökkrið hafi verið sólmyrkvi, þá er hann bara að bulla.
Þarna ertu líklega að vísa til Postulasögunnar. En kristni var örsöfnuður, eða hvað heldurðu að stór prósenta hafi verið kristin?
Þeir sem ræða þennan meinta sólmyrkva eru bara kristnir menn. Við höfum ekki hugmynd um hvað Þallos skrifaði. Líklega var hann bara að tala um einhvern sólmyrkva.
Ég bara þekki ekki til múmíuklæðanna, en þessi hugmynd um hjúp á þræðunum gengur augljóslega ekki upp, það þyrfti að vera svo mikið magn af honum.
Síðan er það ótrúleg tilviljun að þetta skuli einmitt skekkja mælinguna þannig að hún varð nákvæmlega sú sem efasemdamenn höfðu spáð fyrir um!
Voru Markús og Lúkas sjónarvottar? En það bendir ekkert til að þessi hefð um höfnda guðspjallanna sé rétt, og margt mælir gegn því. T.d. er óskiljanlegt hvers vegna sjónarvottur (Mt) myndi nota skrif einhvers sem var ekki sjónarvottur (Mk).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2007 kl. 21:38
Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.
Guð blessi þig.
Bestu kveðjur.
Jens Sigurjónsson, 23.12.2007 kl. 22:32
Hjalri Rúnar!
Lúkas var ekki sjónarvottur hann rannsakaði og komst að niðurstöðu þeirri sem ég trúi að sé rétt. Að vera sannleikselskandi þýðir ekki að menn hafni því sem þeir ekki skilja.
Þú veist að þýðingarnar sem ég nefni og þú efast um að séu réttar eins og tilvísunin er hefur í gegnum aldir og mörg tungumál verið þýdd með samskonar orðalagi og gert er frá Guðbrandi Hólabiskup til nýjustu þýðingarinnar. Af hverju sáu þýðendurnir ekki það sem þú ert að halda fram? Ertu ekki að verða einn má moti (!: mörgum)?
Skrif einhverra annarra eyðileggja ekki það sem þú ert að greina frá og hefur séð. Þú getur einfaldlega notað þér ritstíl annars sem er að greina frá sama atburði og þið báðir upplifðuð. Þessi frásagnarmáti er nokkuð algengur þegar sögur eru bornar saman milli sjónarvotta þá fær orðalag þess sem setur fram meitlaðar lýsingar yfirhöndina svo hinir skemmi ekki frásöguna með tafsi. En það athyglisverða er að þeir voru ekki að leiðrétta hvorn annan og benda á rangfærslur. Af hverju ekki?
Gleðileg jól. Hjalti.
ps. Ég hef farið nokkrum sinnum á Ísraels fjöll og séð landslag/ sögusvið Guðspjallanna. Það er mjög greinilegt frá landslaginu að sögurnar passa við það svo menn hafa þekkt vel til aðstæðna - það gefur frásögunum meira sannleiksvægi. En við verðum alltaf að meðtaka sögurnar í trú eða hafna með vantrú.
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 23.12.2007 kl. 23:24
Mofi: Hehe, ég var hálf syfjuð þegar ég skrifaði þetta (er búin að vera að vinna svo mikið). En það var í leiðara blaðsins "Sagan öll" þar sem var haldið fram að frásagnir guðspjallanna væru bara uppspuni og að halda því fram að þær væru sannar væri að ljúga. Og þar var hálfpartinn hintað að því að Jesús hafi aldrei verið til. - Er ekki búin að lesa greinina sjálfa nógu vel, en þar er jú vissulega talað um einhvern Jesú sem var til. En það var tæpast sá Jesús sem kirkjan trúir á (átti hann ekki að hafa verið kvæntur Maríu Magdalenu eða eitthvað svoleiðis?) Þarf að stúdera þessa grein betur, hún er áhugaverð.
Varðandi greinina í Fréttablaðinu og samanburðinn við Míthra og alla hina gaurana sem eiga að hafa risið upp frá dauðum og fæddir af hreinni mey og allt það: Heimildir um Mithratrúna eru yngri en guðspjöllin samkvæmt því sem ég hef lesið. Og mér finnst ekki ólíklegt að spádómar Gyðinga um fæðingu Messíasar gætu hafa haft áhrif á önnur trúarbrögð, og jafnvel líka sjálfar frásagnir guðspjallanna um fæðingu Jesú. Þannig að, who is ripping off who? Pæling.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg og skemmtileg jól!
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:20
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:25
Merkilegt hvað hægt er fjargviðrast út í trúna. Trúin er gefin af Guði og hana byggjum við á orði Krists - en ekki Fréttablaðinu. Að setja Guð í kassa eða ramma er fullkomlega rangt. Hann er svo miklu miklu stærri en einhverjir rammar sem við í okkar mannlega breiskleika erum svo oft að troða honum inní. En Guð faðir er stærri en ramminn sem við höfum búið til. Hann stofnaði kirkjuna með tilgangi - til að hans fólk gæti átt samfélag og stað til að tilbiðja á og til að kirkjan - líkami Krists á jörðu mætii eflast og styrkjast og fleiri gætu kynnst kærleika hans. Ég og þú erum musteri Heilags Anda. En býr hann þar? Því verður þú að svara fyrir þig. Guð faðir elskar fólk, þess vegna sendi hann Jesú, til að bjarga því frá glötun. Ást Guðs föður á okkur á því að móta okkur og leiða í öllu sem við gerum. Vandinn er hins vegar sá að þegar mannshjartað vill fara taka fram fyrir hendurnar á Guði og stjórna á sinn hátt með mannasetningum, þá verða vandamál og Guð segir einfaldlega: "Sorry en þetta er ekki það sem ég hafði hugsað mér! Ég vil gera þetta á minn hátt!".
Kæru bræður. Munið að þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp. Fræðsla er nauðsynleg en hún á að styrkja trúna okkar...ekki egóið. Takk fyrir fræðsluna Snorri.
Guð gefi ykkur gleðileg jól og blessunarríkt komandi ár.
Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 15:53
Gleðilega hátíð. Takk fyrir frábærar færslur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 18:01
Gleðilega Hátíð, og þakka þér fyrir mjög svo fræðandi færslur.
Já og þakka þér fyrir að standa gegn þessum vantrúarmönnum
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 08:54
Fréttablaðið fer beint í ruslið hjá mér öllu jafnan, og ef það er vont veður, þá fær litli hvuttinn minn að míga á það inn á bað herbergi, mér þykir það bara við hæfi Gleðilega Hátíð´!!
Linda, 30.12.2007 kl. 19:54
Gleðilegt ár kæri Snorri! Og takk fyrir frábæran pistil.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 00:51
Sæll Snorri.
Ég þakka ánægjulega bloggvináttu á liðnu ári. Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni farsældar á komandi ári 2008. Guð blessi þig kæri bróðir !!
Kveðja // Guðni
gudni.is, 31.12.2007 kl. 17:29
Þakka pistilinn, sammála Lindu og reyndar ykkur flestum um sannleiksgildi Biblíunnar langt út yfir Fréttablaðsins...
Gleðilegt ár
Ragnar Kristján Gestsson, 1.1.2008 kl. 18:35
Sæll Snorri
Takk fyrir frábæran pistil. Las líka athugasemd Yngva Rafns sem var líka frábær. Almáttugur Guð gefi þér styrk í dag þegar þú kveður tengdamóður þína hinstu kveðju. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Rósa í Ási
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2008 kl. 09:13
Var ekki Kaþólska kirkjan að viðurkenna að Jólaguðsspjallið, væri ekki rétt? Er ekki búið að sýna fram á að Betlehem var ekki til á tímum Krists, nema þá sem nokkrir kofar í mesta lagi? Var ekki búið að sýna fram á að manntalið umrædda fór ekki fram á þessum tíma og að engin krafa hafi verið gerð að fólk ferðaðist til ættborga sinna í tengslum við manntöl? Hrektu greinina í Sagan Öll, lið fyrir lið og með sterkari rökum en að kalla menn bullara. Blekkingarheimur þinn er löngu hruninn og komdu nú úr rústunium og farðu að vinna ærlega vinnu eins og fólk flest í stað þess að básúna lygi yfir einfeldningum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.