13.1.2008 | 12:19
Æfingin skapar meistarann!
Þetta eru alþekkt sannindi og komu í ljós bæði eftir fyrri-og seinni heimstyrjöld, Víetnamstríðið og svo nú. Þessir ungu menn eru komnir með þjálfun og reynslu til að láta andstæðing sinn valfalla, auðvitað þarf átak til að endurhæfa þá aftur í þjóðfélag sem vill varðveita líf.
En þessi hlið sýnir líka ákveðinn veikleika mannsins. það eru til "siðferðismúrar" sem maðurinn á erfitt með að rjúfa. En þegar það tekst þá hefst hamsleysið. Það kom fram hjá Sigmund Freud í upphafi dáleiðslutilrauna hans að hann fékk unga stúlku til að taka þátt í verkefninu. Þegar Freud þóttist hafa hana á valdi sínu þá sagði hann henni að afklæðast. En er kom að nærfötunum þá tregaðist stúlkan til að halda áfram. Sigmund bauð henni að berhátta sig en þá löðrungaði stúlkan Freud og hafði sig á braut. Þetta þótti sýna hvar þröskuldur blygðunarinnar lá. Freud komst ekki með hana lengra en að þeim múr siðferðisins. Í dag vantar þennan múr yfirleitt og þeir sem reyna að endurbyggja hann eiga á hættu að verða úthrópaðir.
Siðferðis- múrar þjóðfélagsins eru svo molaðir og má benda á margt því til staðfestingar. En skoðum þetta: að þegar bankar fá að taka 24% vexti bjóða vinnuveitendur aðeins 3 % launahækkun og hafa bæði stuðning hægri sem vinstri afla ríkisstjórnarinnar sem bakland, þrátt fyrir 6% verðbólgu. Þetta sýnir að sömu gildi ríkja í launastefnu og kjaramálum á Íslandi í dag og var á nýlendutímanum þegar Danir beittu einokunarkerfinu á Íslandi. Hvenær ætla landsmenn að velta oki einokunarmúranna af herðum okkar, Vonandi tekst okkur betur en stríðsæfðri þjóð að endurbyggja siðferðið svo Guð megi hafa þóknun á hegðun og siðferði okkar. Í því mun blessun fram koma. Hér komum við einnig að stöðu hjónabandsins, heimilisins og kristins hugarfars á Íslandi.
kær kveðja
Snorri í Betel
Fyrrum hermenn tengjast morðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var það ekki ákveðið að, að hækka laun værri skammvinn lausn á verðbólgunni?
Fín færlsa annars.
Jakob (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:29
já þetta er áhyggjuefni.
Linda, 13.1.2008 kl. 15:10
Sæll og blessaður. Þakka góðan pistill.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:33
Svipaða hluti segja edrú alkar oft um sjálfa sig að hafi reynst þeim erfiðast á edrúgöngunni. Að hætta að drekka er útaf fyrir sig átak en hitt ómögulegt á Guðs: að hætta að horfa girndaraugum á eignir annarra eða jafnvel að stela, svikin og prettirnir osfr. Allt saman líka siðferðismúrar sem liggja brotnir að baki.
Hvað þjóðfélagsmálin áhrærir segir hann Ingólfur í spara.is svipaða sögu - og virðist líka bjóða uppá færan veg.
Ragnar Kristján Gestsson, 14.1.2008 kl. 16:40
Græðgin kollsteypir að lokum þeim sem að við hana temjast. En vissulega er ég sammála þér, að það er af þessu eitthver blekkingarbragur, að allt fari í kalda kol, ef að kjör hinna lægst launuðu yrðu leiðrétt. Pólitíkin er, að ef að gömul vísa er nógu oft kveðin, þá fara menn að trúa henni. Og pjúpullinn mun setja allt í kalda kol, með þessu kröfum sínum um bætt kjör og hærri laun. EÐA HVAÐ?
G.Helga Ingadóttir, 14.1.2008 kl. 22:43
Aðalgæpamenn Íslands eru bankarnir og ríkisbubbarnir. Siðferðið er orðið sáralítið. Tala nú ekki um hjónabandið sem er búið að traðka á. Maður þarf bara að fara inn á ákveðnar síður og skoða auglýsingar hjá fólki og þá er oft gift fólk að leita sér af framhjáhaldi. Margir eru hættir að vilja skuldbinda sig og eru í staðinn með marga rekkjunauta. Ungar stúlkur er tældar og hvattar til að vera hórur af tónlistinni sem þær hlusta á. Ungir strákar fá sínar kynlífsfræðslur úr klámmyndum og yfirfæra það svo yfir í raunveruleikan sem er langt frá því að vera eðlilegt og það sem Guð skapaði þetta til að vera. Krakkar eru að miklu leyti búnir að alast upp við ofbeldi og aðra brenglun í sjónvarpi. Guðlast , blótsyrði og óheilbrigt kynlíf er nánast í öllum myndum nú til dags. Fólk á erfitt með að tolla í hjónaböndum vegna þess að áreiti heimsins segir að það sé í lagi að daðra við aðra eða halda framhjá og afsaka sig svo að það skaðar ekki sem aðrir vita ekki um. En fatta ekki að um leið og ótrúnaður á sér stað að þá tapast traust í hjónabandinu, ástin minnkar og óttin nær tökum á fólki. Það er hægt að telja upp endalaust af atriðum sem sýna það að siðferðisþröskuldur þjóðarinnar er kominn svo langt niður fyrir hné að það er engu líkt. Virðing fyrir náunganum og góðum gildum er traðkað ofan í skítinn. En ég trúi því að Guð ætli sér að hrista upp í þessari þjóð og mæta henni þannig að hún verði blessun fyrir aðrar þjóðir. Enda blessar Guð ekki synugt líferni landsmanna...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.1.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.