Hvað er verið að verja?

Enn syrtir í álinn. Ísraelar fá hverja ályktunina af annarri frá Sameinuðu þjóðunum og vinir Palestínu heimta aðgerðir gegn gyðingunum og lýsa þeim sem verstu mönnum veraldar eins og læknir nokkur greinir ástandið. Hann ætti að kunna að sjúkdómsgreina.

En Ísraelar yfirgáfu Gaza skv. ályktun SÞ. ástandið lagaðist alveg stórkostlega eftir það - eða fór það framhjá heimsbyggðinni? Í síðustu viku  var 335 eldflaugum skotið frá Gaza á Ísrael. Þessum Katuzha flaugum hefur verið skotið viðstöðulaust í 7 ár. Skotmenn hafa fullan stuðning Irana. Þær berast aðeins frá Gaza, ekki Vesturbakkanum enda eru engar hernaðaraðgerðir þar! Og SÞ ályktuðu enn einu sinni gegn Ísrael að þeir stöðvuðu árásir og beittu aðeins hlutfallslegum hernaðarstyrk til að stöðva eldflaugaárásir.

Um daginn fóru Tyrkir í hernað móti skæruliðasveitum Kúrda og "hreinsuðu til" eins og svo oft er gefið í skyn. En SÞ ályktaði ekkert um þann hernað og ekki var sagt að Tyrkir hafi beitt "óþarflega" miklu afli gegn Kúrdum.

En vill einhver veita Kúrdum eða Palestínumönnum skotleyfi á Tyrki eða Ísraela? Verða menn ekki að vera sjálfum sér samkvæmir og tala þannig að manndráp í nafni Palestínu verða aldrei samþykkt sem eðlilegt ástand. Einn fallinn gyðingur er óhæfa. Einn fallinn Palestínumaður er enganveginn við hæfi. Einn fallinn Kúrdi er einum of mikið og einn fallinn Tyrki er óásættanlegt mannfall!

Sá sem kenndi lærisveinum sínum lexíuna að slíðra sverðið og græddi eyrað á Malkus - óvin sinn- kenndi okkur að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim. Nú er þörf á fyrirbæn því sá sem vegur með sverði mun fyrir sverði falla. Sá sem drepur gyðing snertir sjáaldur Guðs.

Látum kristið siðferði berast til stríðandi fylkinga og skrifandi bloggara.

kveðja í Jesú nafni

Snorri í Betel


mbl.is Hernaðaraðgerðum ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður Snorri, þá efa ég það stórlega að þú sért kristinn.Stuðningur þinn og fleiri við Síonistana eiga ekkert skylt við kristni.Trú þín er gyðingdómur og á ekkert skylt við krstni.Drottinn, Jesús kristur  fyrirgefi þér trúvillu þína.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Drottinn sé með yður.

Sigurgeir Jónsson, 3.3.2008 kl. 17:53

3 identicon

Ég hugsa að flest þetta væri ekki mikið mál ef það væri ekki alltaf verið að gera eitthvað í nafni allah eða í nafni Jaweh eða í nafni jesú.

Ég sé mjög fáa trúlausa, hófsama trúmenn hendandi steinum eða skjótandi sprengjum í áttina að öðrum hófsömum eða trúlausum.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Aida.

Sæll og blessaður Snorri.

'Eg er sammála að við eigum að biðja fyrir þeim öllum.

En vil taka eitt fram að sá sem snertir allt Guðs fólk snertir augastein hans. Ekki er ég gyðingur,reyndar er ég Palestinukona og elskar Jesús mig mikið og ég hann.

Allt Kristið fólk er Hans ekki bara gyðingurinn.

Við eigum öll sem kenna okkur við hann að biðja Israel friðar.'Eg er 'Israel og lika þú.

Aida., 3.3.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Aida.

Eg gleymdi að taka það fram að eg er feginn að hafa ratað inn á síðu þína.Eg elska allt hans fólk.

'Eg bið um gnægð blessunar til þín og friður sé yfir 'Israel.I Jesú nafni .Amen

Aida., 3.3.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvenær minkar grimmdin hjá þessu fólki.Alþjóða samvinnusamfélagið þarf að fara að gera eitthvað í þessu.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þið vitið að ófriður mun haldast við allt til enda en þá mun Jesús Kristur koma í heiminn. Þeir sem henda steinum, skjóta eldflaugum eða hóta gyðingum eru nefnilega ekki eldheitir trúmenn heldur pólitískir andstæðingar. Nazistarnir voru sósíalistar, sama með kommúnistana, allir þeir svarnir guðleysingjar og hötuðu gyðingana vegna trúarafstöðu þeirra. Vonandi er ekki sama afstaða til þeirra hér á landi.

kveðja

snorri

Snorri Óskarsson, 3.3.2008 kl. 23:19

8 identicon

Afsakið en því miður verð ég að leiðrétta þig Snorri minn sambandi við trúleysi Nasista. Í ræðu sinni 12. apríl 1922 fer Hitler sjálfur mikinn þegar hann talar um gyðinga eins og vanalega. Ég skelli hér með klausu úr ræðunni hans sem þér ætti að þykja áhugaverð.

"I SAY: MY FEELING AS A CHRISTIAN POINTS ME TO MY LORD AND SAVIOUR AS A FIGHTER. IT POINTS ME TO THE MAN WHO ONCE IN LONELINESS, SURROUNDED ONLY BY A FEW FOLLOWERS, RECOGNIZED THESE JEWS FOR WHAT THEY WERE AND SUMMONED MEN TO THE FIGHT AGAINST THEM AND WHO, GOD'S TRUTH! WAS GREATEST NOT AS SUFFERER BUT AS FIGHTER"

Þessi klausa finnst mér vera nokkuð auðskiljanleg. Og er ekki sú eina sem hann minnist á kristni sína. Þannig að trúleysingi var hann ekki kallinn.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 05:20

9 Smámynd: Flower

Það má líka við það bæta sem vill gjarnan gleymast í umræðum um Jesú að hann var borinn og barnfæddur gyðingur og kenndi úr GT. Það í GT sem er eins og Jesús boðar er orð Guðs.

Flower, 4.3.2008 kl. 14:06

10 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Snorri,

smá leiðrétting varðandi eldflaugar: flestar eru og hafa verið af gerð Qassam, með drægni frá 2 og upp í 10 km. Til aðgreiningar eftir drægni eru sumar kallaðar Quds, aðrar Nasser. Fleiri nafngiftir kunna að vera í gangi. Katyusha flaugarnar eru nýleg viðbót í vopnasafnið á Gaza, með drægni allt upp í 22 km. Aðra gerð Katysha eldflauganna voru notaðar í Líbanon á sínum tíma en þær flaugar draga allt að 100 km. Sú gerð hefur ekki enn ratað í hendur stríðandi afla á Gaza.

Í Evrópu og víðar hafa menn um aldir hatast út í Gyðinga, stundum studdir af ólíkum kirkjudeildum sögunnar stundum án þeirra. Merkilegt nokk gátu Gyðingar um langan aldur átt heimili í sumum löndum muslima og stundað sín viðskipti og trú í friði frá ofsóknum - en undantekningar voru þó til í þeim efnum, sérstaklega á síðari tímum og eftir að Ísraelsríki var stofnað. Við það voru margir þeirra reknir á brott, allar eignir þeirra teknar á meðan aðrir fóru í friði en án eigna sinna.

Á meðan hatursöflin kynda undir ófriðarbálið, deyja saklausir borgarar og maður spyr sig hver er tilgangurinn með síendurteknum eldflaugaárásum frá Gaza - sérstaklega í ljósi þess að þeim fer ávallt fjölgandi ef friðarferlið fer í gang. Hin öfluga stríðsmaskína Ísraela vita menn að sett er í gang ef árásirnar ná tilteknum hæðum og það er deginum ljósara að herská öfl á Gaza vilja kalla fram hin harkalegu viðbrögð Ísraela - enda er sumum þeirra ljúft að fórna börnunum sínum til sjálfsmorðsárása.

Ólafur Als, 4.3.2008 kl. 14:23

11 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gissur

Þettas er einmitt frábært að fá því svona skilja gyðingar "kristna" þeir vita að Hitler vísaði til þess og nazistar börðust með "Guð" sér við hlið. Það er víst ávallt svo að styrjaldir hafa allar verið háðar  í nafni réttlætis, friðar og Guðs. En Guð segir okkur að biðja fyrir óvinum okkar og elska þá en ekki drepa!

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.3.2008 kl. 15:25

12 identicon

"Þeir sem henda steinum, skjóta eldflaugum eða hóta gyðingum eru nefnilega ekki eldheitir trúmenn heldur pólitískir andstæðingar."

Hvað með Martin Lúther? Hann hataði gyðingana undir hið síðasta með offorsi og hvatti til ofsókna gegn þeim. Fyrrum Ágústínar munkurinn var vissulega trúmaður mikill 

Jakob (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:10

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Mareinn lúter gerði alvarleg mistök og ritaði niður hvernig skuli fara með gyðingana. Nazistarnir tóku það bókstaflega og framkvæmdu hið niðurskrifaða. Bara að þeir hefðu lesið meira og framkvæmt það góða sem Lúter lagði til.

En er þetta ekki athyglisvert sérstaklega fyrir Lúters-trúar mann að sjá villuna í Lúter en halda sér  við hann samt? Páll var nefnilega alveg með þetta á hreinu að hann vildi ekki kenna sig við mann eða láta menn kenna sig við hann. Að vera tengdur við Jesú Krist er að vera kristinn - menn bregðast en Kristur ekki.

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.3.2008 kl. 16:53

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Smá leiðrétting. Stuðningsmenn frelisbaráttu Palestínumanna eru ekki að hvetja til aðgerða gegn gyðingum. Þeir eru að hvetja til aðgerða gegn þjóðríkinu Ísrael. Á því er reginmunur.

Það má vel vera að eldflaugum Palestínumanna hafi ringt látlaust yfir Ísraela í 7 ár en kúgun Ísraela á Palestínumönnum hefur staðið látlaust yfir í 60 ár.

Ég er alveg sammála þér að íslenskir stjórmálamenn hefðu mátt fordæma aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum. Það er þó einn reginmunur á deilu Tyrkja og Kúrka annars vegar og deilu Ísraela og Palestínumanna hins vegar. Tyrkir lifa ekki á landi, sem þeir hafa stolið af Kúrdum. Land Kúrda er ekki hernumið ólöglega af Tyrkjum. Kúrdar geta því ekki borið fyrir sig lögmætri vopnaðri andspyrnu við ólöglegt hernám þegar þeir ráðast á Tyrki eins og Palestínumenn þó geta gert þegar þeir ráðast á Ísraela. Vopnuð andspyrna við hernámi er lögleg samkvæmt Genfarsáttmálanum og flokkast undir sjálfsvörn.

Ef það er skoðun þín að "einn fallinn Palestínumaður er engan vegin við hæfi" hvers vegna ert þú þá að réttlæta fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Hvers vegna ert þú að styðja hernámsveldi, sem komið hefur fram við íbúa hernámssvæða sinna af jaf mikilli grimmd og Ísraelar hafa gert ef þú telur þig vera kristinn mann?

Sigurður M Grétarsson, 6.3.2008 kl. 05:18

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánalegt er innlegg Gissurar Arnar hér 4. þ.m. kl. 05:20, þar sem hann vill gera trúaðan, kristinn mann úr Adolf Hitler (1922) og merkilegt raunar, að hann sjái ekki í gegnum þá falskristnu hugsun Hitlers, sem birtist í hans tilfærðu orðum þar. En þetta innlegg unga mannsins er í takt við fáfræði margra vantrúarmanna, sem hafa borið það upp á einræðisherrann, að hann hafi verið kristinn og það meira að segja "kaþólskur".

En margar heimildir eru fyrir því, að viðhorf Adolfs Hitlers í trúarefnum voru allt annað en kaþólsk – hann var tiltölulega snemma búinn að hafna kaþólsku trúarviðhorfi. Tökum hérna tvær heimildir frá hans nánustu:

Paula hét systir Hitlers. Í langri grein, 'Paula Hitler segir frá bróður sínum', sem birt var í íslenzkri þýðingu Margrétar Jónsdóttur í Lesbók Mbl. 16. maí 1965, bls. 1 og 12, segir hún meðal annars (s. 12, 1. dálki):

  • "Bróðir minn [Adolf] og ég vorum alin upp í kaþólskri trú, en hann var alltaf mjög fjandsamlegur kenningum kirkjunnar, sem hann sagði, að væri aðeins fyrir þræla."

Ekki ber þetta vitni um, að kristin, kaþólsk trú hafi mótað viðhorf þessa grimma einræðisseggs né að hann hafi viljað veg hennar sem mestan eða kosið að fylgja henni eftir í "siðferði" sínu

Traudl Junge hét ritari 'foringjans' frá 1942 allt til stríðsloka. Minningar hennar, Til hinstu stundar. Einkaritari Hitlers segir frá, kom út í íslenzkri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2004. Þegar hún snæddi með Hitler, segir hún (bls. 144, leturbr. JVJ), að stundum hafi spunnizt ...

  • "...forvitnilegar samræður um kirkjuna og þróun mannkyns. Samræður er kannski ekki rétta orðið, því þegar einhver okkar varpaði fram spurningu eða kom með athugasemd, þá hóf hann að útlista hugmyndir sínar og við hlustuðum. Hann hafði engin tengsl við kirkjuna, heldur leit hann svo á að kristindómur væri úrelt fyrirbæri sem byggðist á hræsni og viðleitni til að drottna yfir fólki. Hans eigin trúarbrögð voru náttúrulögmálin. Það var auðveldara fyrir hann að samræma þau að ofbeldisfullum kreddum sínum en kristilegan boðskap um náungakærleik. „Vísindin hafa enn ekki getað svarað því til fulls, hver sé uppruni mannkynsins. Við erum að öllum líkindum æðsta þróunarstig einhvers spendýrs, hugsanlega frá apa til manns. Við erum hluti af sköpunarverkinu og börn náttúrunnar og sömu lögmál gilda fyrir okkur og aðrar lífverur. Og í náttúrunni hefur baráttulögmálið alltaf verið ríkjandi. Öllu því sem er veikt og vanhæft til að lifa, er eytt. Það er fyrst með tilkomu mannsins og umfram allt kirkjunnar sem menn setja sér það markmið að halda lífinu í því sem er veikt, vanhæft til að lifa og minni máttar."
  • "Það er leitt að ég skuli einungis muna brot úr þessum kenningum og að ég skuli ekki geta sett þær fram með jafn miklum sannfæringarkrafti og Hitler hafði þær yfir okkur," segir Traudl Junge í beinu framhaldi.

Þarna sjá menn nú eitthvað annað en kristna trú hjá þessum skaðræðismanni, einum þriggja mestu fjöldamorðingja 20. aldar. "Trú" Hitlers verður miklu fremur kölluð "þjóðfélagslegur Darwinismi", blandinn hjátrúarhindurvitnum, heldur en nokkurn tímann kristindómur eða trúarbrögð kærleikans. 

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 01:38

16 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Þú segir:

Tyrkir lifa ekki á landi, sem þeir hafa stolið af Kúrdum. Land Kúrda er ekki hernumið ólöglega af Tyrkjum.

Heldurðu að Kúrdarnir séu þér sammála? Ég leyfi mér að minna á að aldrei hafa gyðigar sagt Aröbum eða Palestínumönnum stríð á hendur. Aldrei hafa gyðingar hótað Aröbum útrýmingu.

Þú segir:

Þeir eru að hvetja til aðgerða gegn þjóðríkinu Ísrael. Á því er reginmunur.

Þjóðríkið Ísrael er fyrir gyðinga, stofnað til að þeir hafi grið, land og sitt eigið ríki. Árás á gyðinginn er árás á ríkið. Það er skylda ríkisins að verja þegna sína. Alveg á sama hátt er íslenskri lögreglu sett sú skylda á herðar að vernda þegnana gegn ranglæti, hótunum, yfirgangi og manndrápum. 

Þessi reginmunur sýnir okkur þá stöðu að Palestínumaður sem hótar Ísrael tortímingu gerir sjálfan sig að óvini einstaklings og ríkis.

Gyðingarnir keyptu land frá Tyrkjum fyrir árið 1915 meðan þeir réðu löndum. Gyðingarnir unnu lönd í "lögmætu" stíði þegar Arabar réðust á hið nýstofnaða Ísraelsríki 1947, 1956, 1968, 1973 og svo framvegis. Nema að stíðin hafi verið ólögmæt? Heldur þú að Arabarnir séu tilbúnir að samþykkja það?

Sá sem hótar og ógnar hefur fyrirgert rétti sínum til að lifa í öruggi - það er mergurinn málsins og illt er þegar vinstri grænjaxlar skilja ekki þennan mun á málum. En það hlýtur að vera nokkuð augljóst að skilningsleysi háir þeim því aldrei hafa þeir mótmælt eldflaugaárásum eða sjálfsmorðs árásum gagnvart eina lýðræðisríkinu í umhverfi Araba.

Þá sérðu hversu einlægir lýðræðissinnar þeir eru? Það virðist vera mikilvægara í þeirra augum að vernda Kárahnjúka en 8 milljónir gyðinga! 

Shalom.

Snorri 

Snorri Óskarsson, 10.3.2008 kl. 00:02

17 Smámynd: Snorri Óskarsson

Til að staðfesta orð Jóns Vals vil ég benda á myndina af Adólf Hitler hér til hliðar. Hún er tekin úr dönsku blaði og fjallar greinin sem fylgir um "Biblíu" Hitlers þar sem kemur berlega í ljós hversu "kristilegur" hann var. En vandi okkar á Íslandi er að við teljum nóg að vera skírð og fermd þá séum við kristin - jafnvel þó við afneitum öllum kristindómi í orði og verki.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 10.3.2008 kl. 00:30

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Í flestum stríðum Ísraela við Araba hafa það verið Ísraaelar, sem hafa verið árásaraðilinn. Áður en Arabaríkin réðust á Ísrael árið 1948 voru hryðjuverkasveitir þeirra búnar að ráðast á Araba á þessu svæði og hrekja hátt í milljón Palestínumanna á flótta auk þess, sem þeir ólöglega hernámu helmin þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1947. Aðgerðir Arabaríkjanna voru því til að reyna að ná aftur ólöglega hernumdu landi og rétta við hlut flóttamanna.

Gyðingar voru búnir að kaupa um 6% af því landi, sem skipt var upp en þeir fengu 55% af því í sinn hlut þó þeir væru aðeins þriðjungur íbúa. Hluti af vandamálinu snýst því um þessa óréttlátu skiptingu þar, sem Ísraelsríki fékk mun stærri hluta landsins en mögulega gat talist sanngjart. Þrátt fyrir það hertóku þeir helming þess lands, sem Palestínumönnum var ætlað.

Það voru Ísraelar, sem réðust á nágrannaríki sín árið 1967 en ekki öfugt. Yom kippur stríðið var í raun aðeins áframhald af því stríði með sex ára vopnahléi.

Þó Ísraelsríki sé á einhven hátt skilgrein, sem gyðingaríki þá breytir það ekki því að gagnrýni eða fordæming á framferði þjóðríkisins Ísraels getur ekki á nokkurn hátt talist gagnrýni eða fordæming eða fordómar gagnvart trúfélagi gyðinga frekar en að gagnrýni á Rússland teljist á einhven hátt fordómar gagnvart rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eða að gagnrýni á Englendinga teljist fordómar gagnvart ensku biskupakirkjunni.

Ekkert að hernámum Ísraela telst lögmætt og því er ekki um það að ræða að þeir hafi unnið land í "lögmætu stríði" heldur hafa þeir einfaldlega stolið landi.

Þú segir "Sá sem hótar og ógnar hefur fyrirgert rétti sínum til að lifa í öruggi." Þetta er alveg rétt hjá þér. Það er nákvæmlega þetta, sem Ísraelar hafa verið að gera Palestínumönnum seinustu áratugi og þess vegna verða þeir fyrir árásum frá þeim. Það eru Ísraelar, sem eru hernámsríkið á þessum slóðum. Það eru þeir, sem eru árásaraðilinn í deilu sinni við Palestínumenn. Palestínumenn eru að berjast fyrir frelsi sínu og tilveru gegn grimmu hernámsveldi, sem er smátt og smátt að ræna öllu landi þeirra og hefur kúgað þá af mikilli grimmd áratugum saman.

Sigurður M Grétarsson, 13.3.2008 kl. 21:56

19 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður

Þessi athugasemd þín er því miður sagnfræðileg rangfærsla. Hvaðan hefur þú það að gyðingar hafi aðeins átt 6% landsins? Veistu að Palestínumenn áttu ekki neitt af landi? Það var í eigu Tyrkja fram til 1915 (1513 - 1915) þá voru lönd, akrar og gróðurreitir eyðilagðir. Tyrki vantaði gjaldstofna og skattlögðu skv. fjölda trjáa á hverri jarðeign. Þá voru trén höggvin og við það breyttist flóra landsins og stór svæði breyttust í fenjasvæði þar sem moskítóflugan verpti og hrakti íbúana frá. Fyrir bragðið var landið óbyggilegt annaðhvort vegna þurrkasvæða eða fenjamýra. Þessi svæði voru stærri en 6% landsins.  Veistu hvernig landið var þurrkað og lagað? Veistu hvað Ísrael er stórt í dag? Veistu hve mikil ræktarsvæða voru óbyggilegar eyðimerkur? Einu svæðin sem eru umdeild í dag eru Gólanhæðirnar? Gyðingarnir tóku þær og munu ekki skila þeim til baka.

Þeir hófu stríðin segir þú. Þeir hófu 6 daga stríðið. Af hverju? Liðsafnaður hafði átt sér stað mánuðum saman og yfirlýsingarnar voru að eyða ríkinu og hrekja þá í sjóinn.

Þegar Nasser lokaði Tyranna-sundinu inní Aqabaflóa þá var búið að vara hann við því gyðingarnir litu á það sem stríðsyfirlýsingu af því þá væri búið að loka aðganginum að Eilat.

Arabarnir ráðlögðu Aröbum að yfirgefa Ísrael til að hafa auðveldari aðgang í útrýmingastríði gegn gyðingum. Þannig bjuggu Arabar til flóttamannaástandið og sitja uppi með það. Arabarnir sem eftir urðu og eru afkomendur innflytjenda (arabískara verkamanna sem fluttust víða að til að fá vinnu. 1918 sagði faðir Faisals konungs Saudi-Arabíu,  að ást Araba á Palestínu var ekki svo mikil að hún fengi haldið þeim í landinu.)

Ef þú lítur yfir málin með sanngirni og augum réttlætisins þá veistu að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er ekki gyðingum að kenna.

Þegar gyðingar voru áður fyrr (fyrir 1948) voru þegnar Breta þá stunduðu Arabar og Bedúinar rán á uppskeru Ísraelskra bænda. Gyðingarnir söfnuðu þá liði og vörðu uppskeruna eftir bestu getu. Ef þú sakar þá um að hefja stríð vegna þessa þá ertu illa settur með réttlætiskenndina. Því boðorðið segir: "Þú skalt ekki stela"! Að ræna mat frá fólki er að setja það á Guð og gaddinn. Áður fyrr voru menn á Íslandi dæmdir til dauða og drepnir vegna einmitt þessa. Síðasta aftaka á Austurlandi var einmitt vegna þess að maður át matinn frá ekkju og börnum hennar. Hún gustukaði sig yfir manninn en hann launaði hið góða með því að éta allt of mikinn mat - þetta geturðu séð í Öldinni okkar!

Gyðingarnir hafa rétt til að lifa og dafna í friði og sanngirni.

kveðja

snorri 

Snorri Óskarsson, 17.3.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242250

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband