5.3.2008 | 21:55
Hefur hún nokkurntíma staðist?
Ef kenningu Darwins hefði aldrei verið breytt og "uppfærð" þá hefði hún aldrei staðist. Dæmi: Erfðafræðin staðfestir ekki kenningu Darwins því litningar eru afar viðkvæmir fyrir breytingum og hafa aðeins sveigjanleika innan tegundarinnar. Api verður aldrei asni, og hvalur aldrei flóðhestur. Steingervingar hafa ekki staðfest þróunarkenningu Darwins þar sem hvergi er hægt að finna "milliþrep" í tegundabreytingum meðal steingervinganna.
Tegundum hefur ekki fjölgað undanfarin tíuþúsund ár heldur fækkað. Þróunin hefur allavega staðið í stað. Sveigjanleikinn til að lifa af þarf mun lengri tíma svo margar tegundir eru runnar út á tíma. Þróunin er of hæg miðað við tímann sem dýrin hafa yfir að ráða. Þess vegna er líklegra að um sköpun hafi verið að ræða eins og sjá má í "þróun/ vexti" fóstra dýra og manna. Þar verða breytingar hraðar og öruggar án þess að ein tegundin fæði af sér aðra tegund. Fósturþroskinn sýnir formúluna "copy-paste" og ekkert annað enda framleiðr hann 15000 frumur á klst. líffæri sem eru mun flóknari í uppbyggingu en geimskutla Bandaríkjamanna. Í sköpuninni er ekkert fum né tilviljun!
Ergó: "Í upphafi skapaði Guð..."
Sannleikurinn er sára einfaldur en oft erfiður að melta! Margur hefur fengið verulegar melstingatruflanir vegna sannleikans.
kær kveðja
Snorri í Betel
Kenning Darwins felld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er búið að sanna sköpunarsögu Biblíunnar?
"Erfðafræðin staðfestir ekki kenningu Darwins.." Það er einmitt þekking á DNA sem hvað best styður við þróunarkenninguna. Eftir því sem tegundir eru fjarskyldari þeim mun meiri verður munur á DNA. Það munar eingöngu einu prósenti á manni og simpansa. Þannig að þú getur ekki afneitað skyldleika við þá enda engin ástæða til.
Fósturfræðin sýnir að við göngum í gegnum skref sem benda til´þróunar og fóstur líkist á vissu skeiði seiði og hefur frumtálkn sem bendir til upprunans í sjónum. Við fáum gæsahúð sem bendir til þess að við höfum haft feld og sömu viðbrögð og hjá dýrum þar sem hár eða fiður rís bæði tengt tilfinningum og hitastigi. Einnig hefur komið í ljós að "öfugþróun" getur átt sér stað, þannig að gen sem að voru hætt að vera tjáð, eins og t.d. rófa eða hali á mönnum. Genin virðast því vera enn til staðar.
Steingervingar og landfræðilegar upplýsingar gefa líka mjög mikilvægar upplýsingar. Samanlegt stuðlar þetta að allar vísbendingar bera að sama brunni um samfellu í þróun tegundanna. Eftir stendur að maðurinn er flóknasta lífveran, með meiri möguleika til vitsmunalegrar úrvinnslu og markmiðsetningu en aðrar tegundir. Ef einhverjir eiga í vandræðum með þróunarkenninguna af trúarlegum ástæðum þá er skynsamlegra að segja bara að Guð sé á bakvið þróunina og hann hafi gefið henni tilgang á þann veg að úthluta vilja og viti til að tryggja eilíft líf á jörðinni.
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2008 kl. 22:43
Ég sé ekki fyrir kurteisan endi á þessari umræðu sem hér mun fylgja.
Bestu kveðjur.
Jakob (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:26
Heimurinn er ungur og dýrin í Örkinni voru býsna mörg svo mörg að tölu var ekki á þau komið. Menn vita þó að mennirnir voru ekki fleirri en 8.
Fóstur manna er aldrei með tálkn - þessi hégilja kom fram hjá teiknara sem vildi sanna þróunarkenninguna en tókst ekki. DNA skyldleiki er ekki góður mælikvarði því við t.d. getum ekki þegið líffæri úr Simpansa en það er hægt að nýtast við líffæri úr svínum. Vitiði hver en prósentuskyldleiki okkar við þau? Þau eru skyldari okkur vegna vefjagerðar og lifrarframleiðslu þar sem svín og menn eru alætur.
Með þessu er enganvegin verið að útiloka fræðsluöflunar - Árni í Biblíunni er okkur uppálagt að afla okkur visku og það er í eðli kristins manns að fræðast og leita sér fræðslu en hún þarf ekki að vera þróunarvitleysa sem ekki hefur tekist að sanna frá 1860 þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Menn hafa haldið því fram að hvalir hafi leyfar fóta og við leyfar hala en hvorttveggja er rangt þetta hefur aldrei verið sannað nema með teikningum.
Af hverju eru menn og apar komnir af sameiginlegum forföður? Af því að teikningar hafa "sannað það".
Samanburður milli Simpansa og manns eru sagðir 98.5% , bonoboapar 98.4%, gorillur eru 2,3% ólíkari og órangútan 3,6% og "því erum við skyld" en hið undarlega að það er sagt að Neanderdalsmenn eiga ekki sameiginlegt erfðaefni við Evrópskra íbúa.
Margt annað má taka fram með erfðaefnin og það t.d. eitt að hvalur skuli vera að 98% með erfðaefni músar. Segir þetta okkur ekki eitthvað um þann sem kann efnafræðina vel?
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 6.3.2008 kl. 01:22
Það hefur nú verið vitað í fjöldamörg ár að þróunarkenning Darwin er í það minnsta meingölluð, enda er þetta ekki eitthvað meitlað í stein heldur kenning byggð á upplýsingum og hugmyndaflugi.
Það er ekki verk vísindamanna að afla sannleiks, þekking okkar mannanna á heiminum í kringum okkur er svo lítil að við setjum fram getgátur, ansi vel útfærðar þó og nærri lagi.
Það er heldur ekki verk trúarinnar manna að setja fram staðreyndir eða sannleik úr trúarbókum sem svör við spurningum um heiminn og tilurð hans. Það má guð vita (eða hver sem hlúir að hjarta viðkomandi) hvaðan orðin í rykföllnum bókum koma, hvað var í huga þess manns sem skrifaði upp sögur nokkur hundruð ef ekki þúsundum árum eftir að þær gerðust, ef þær áttu sér þá stað yfirhöfuð.
Við vitum nær ekkert um þann heim sem við búum í, hvernig hann varð til, en við getum getið okkur til, og spurt fleiri spurninga.
Við verðum þó að sætta okkur við að fá aldrei svör við þeim í formi sannleiks.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:42
Framlag Darwins til vísindanna er margþætt. Þar sem almennt er rætt um sem Þróunarkenningin er í raun tvö atriði.
Í fyrsta lagi er það skyldleiki tegundanna, að allar lífverur á jörðinni séu skyldar, bara misjafnlega mikið. Nátturuguðfræðingarnir höfðu rætt þessa hugmynd, en raðað lífverunum á ás, frá einföldum til flókinna (fullkominna), og í sinni sjálfhverfu settu þeirr manninn á fullkomna endann. Og þökkuðu guði fyrir. Ef maður notar samanburð á genum, (eins og Gunnlaugur ræðir) þá raðast lífverurnar ekki á línu, heldur mynda þær tré, skyldleika eða þróunartré (og já maðurinn og simpansar deila forföður).
Hin megin hugmynd Darwins er um kraft sem getur útskýrt aðlaganir, t.d. hvernig fæturnir nýtast til gangs, tennur til að mylja fæðu o.s.frv.
Darwin og Wallace bentu á þrjár staðreyndir. 1) Lífverur einhverrar tegundar eru mismunandi - það er breytileiki í stofnum, t.d. eru manneskur misjafnar að stærð, þyngd... 2) Hluti af þessum breytileika erfist, þ.e. gen hafa áhrif á breytileika t.d. í þyngd og 3) einstaklingar í stofnum eignast mismörg afkvæmi. (Fjórða atriðið er baráttan fyrir lifinu, einstaklingar innan tegundar keppa, beint eða óbeint um næringu, maka, búsvæði)
Af Þessum staðreyndum leiðir að sumar gerðir veljast náttúrulega fram yfir aðrar, algerlega vélrænt! Þessi einföldu atriði duga til að útskýra skyldleika lífvera og aðlögun þeirra að umhverfi sínu.
Að auki, skyldleika tegunda má meta með því hversu svipuð erfðamengi þau eru og með því að athuga hvort þau deili stökkbreytingum (það er rót miskilningsins með simpansann og Neanderthalsmannin).
Arnar Pálsson, 6.3.2008 kl. 13:46
Snorri þú veist það eins og ég að sköpunarsagan er ljóð. Maðurinn hefur löngum haft þörf á að skilgreina uppruna sinn. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Þessi staðreynd skilur okkur frá öðrum dýrum arkarinnar. Við hugsum. Hugsun okkar nær ákveðið langt. Hver kynslóð er barn síns tíma og nýjar kynslóðir bæta ofan á það sem fyrir er. Við eigum sem betur fer langt í land og eflaust er það svo að við náum aldrei alla leið. Fyrir handan hugsun okkar er kraftur um það getum við verið sammála. Eins er það með sköpunina svo langt sem við skiljum hana eða ekki er fyrir handan hana kraftur sem við köllum Guð verum sammála um það en ekki fara að skjóta okkur aftur í myrkar aldir með þessari færslu þinni!
Þór Hauksson, 6.3.2008 kl. 17:22
Okkur er velkunnugt um þessar tengingar og útskýringar sem gjarnan er gripið til í útskýringum á ganglimum, hverjir lifa af og fl.
En fleirri skýringar eru til. Hinir sterkustu lifa. Fyrir um 25 árum varð fæðubrestur fyrir endur í Mývatnssveit. Ungarnir voru komnir úr eggjum. "Veiki fulginn" sem lá ekki á eggjum flaug burt. "Sterki stofninn" sem lá á eggjum yfirgaf ekki ungana fyrr en þeir voru dauðir. Þá dó sterki fuglinn. Hann hafði gengið fram af sér við útungun og að leita eftir fæðu. Náttúruvalið var að a) hinir hæfustu lifa? b) hinir sterku lifa af? c) fleirra kemur til í náttúruvali en aðeins sterkur eða veikur?
Önnur skýring á náttúruvali er að allt er gert og haglega búið til, þaulhugsað af einum skapara. Hann létt ekki eitt spretta af öðru heldur bjó til lífverur með sömu aðferðinni - hann skapaði. Þess vegna eru fætur manna öðruvísi en fætur nokkurrar annarrar skyldrar skepnu. Þetta er líka skýring.
Við erum nefnilega að tefla fram kenningum en ekki vísindum!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 6.3.2008 kl. 17:36
26Guð sagði:
"Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni."
- Eftir vorri mynd, líkan oss -. Sannarlega sérkennilega komist að orði í fyrstu Mósebók. Svokallaðir „nútímamenn“ eru afrakstur genatilrauna, er áttu sér stað fyrir tugþúsundum ára og skýra m.a. tilkomu Cro-Magnon mannsins. Hverjir stóðu að þessum „mannbótum“ , er svo annað mál, en allt er þetta að skýrast smám saman.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.3.2008 kl. 18:43
Sæll Snorri, mjög áhugavert hversu þróunarkenningin grefur undan sér ár með ári. Og svo má ekki gleyma "uppfæringunum", menn geta ekki verið samkvæmir sjálfum sér heldur þurfa þeir stanslaust að breyta kenningum vegna þess að komast að því betur og betur að þetta gengur ekki upp.
Langar líka til þess að benda þér og öllum öðrum lesendum hérna á þessa síðu hérna www.nwcreation.net En hér er um að ræða ráðstefnur sem eru haldnar af vísindamönnum sem aðhyllast sköpun. Hér er alveg ógrinni af snilldar lesefni, t.d. af hverju ekki er hægt að blanda saman þróun og Biblíunni þar sem það stangast allt saman á við hvort annað. Ógrinni er líka af fyrirlestrum sem maður getur horft á á netinu og svo niðurhalað sumu frítt og löglega.
Kv. Ingvar Leví Ps.... Snorri, þú mátt endilega senda mér e-mailið sem ég bað þig um, þetta um vísindamennina sem ýtt er út í horn....
Ingvar Leví Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 20:00
"Þeir hæfustu lifa" á alls ekki að lesa bókstaflega. Það er ekki regla heldur niðurstaða. "Veiki fuglinn" er ekki endilega sá sem flaug burt. En ef hann lifir og hinn ekki þá er hann sá hæfari í þetta skiptið. Þessi hegðun gæti hinsvegar ekki alltaf bjargað honum. Það verður að horfa á stóru myndina, ekki einstaka tilfelli. Erfðagalli er ekki endilega veikleiki, hann gæti komið að notum og ef hann gerir þá sem hann gerir lífið auðveldra fyrir þá sem hann erfa líklegri til að fjölga sér meir en þeir sem hafa hann ekki. En svo gæti þessi fyrsti fugl verið étinn af rándýri fyrir hreina tilviljun áður en hann nær að eignast afkvæmi. Margir ólíkir einstaklingar geta verið hæfir samtímis, þeir síður hæfari dragast smám saman afturúr. Ekki ósvipað handboltamóti ;-)
Ólafur Jón Björnsson, 6.3.2008 kl. 20:52
En Snorri þín tilgáta/kenning um vikuvinnu hjá Guði við sköpun og síðan ekki söguna meir er miklu hæpnari en rökstuddar og rannsóknatengdar vísbendingar sem allar hníga að því að styðja hugmyndir um þróun.
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2008 kl. 01:10
Snorri - "Sannleikurinn er sára einfaldur en oft erfiður að melta! Margur hefur fengið verulegar melstingatruflanir vegna sannleikans."
Sammála þessu, Snorri. Ýmsar kenningar, en þó aðallega tvær hafa verið í umræðunni um sköpun lífsins á jörðunni.
Fyrir mér er heiðarlegasta svarið: "Við vitum ekki hvernig lífið varð til"
Allar kenningar um uppruna lífsins eru tilgátur. Hægt að færa rök fyrir þeim, andmæla rökunum, koma með gagnrök, snúa út úr o.s.frv.
Ég nota aðallega útilokunaraðferðina en hallast að niðurstöðum rannsókna á sviði líffræðinnar, jarðfræðinnar, fornleifafræðinnar og stjörnufræðinnar. Sagnfræðin segir okkur ekki mikið og guðfræðin ennþá minna.
Í ljósi aldursgreininga á jarðlögum, steingervingum og leifum lífvera, tel ég útilokað að maðurinn hafi verið skapaður um 4.026 fyrir Krist eins og sumir hafa reiknað út úr sögum 1. Mósebókar og síðari rita.
Hvort kenning Darwins á við rök að styðjast hvað varðar þróun lífvera, hef ég einfaldlega ekki kynnt mér nægilega til þess að geta tekið afstöðu með eða á móti.
Sigurður Rósant, 8.3.2008 kl. 17:00
Þetta er frábært. auðvitað hafa kenningar Darwins breyst. í heimi þar sem okkar allra heilagasta rit breytist vegna pressu fólks sem kallar sig femenista. þannig að við trúbræðurnir erum ekki lengur heldur trúsystkyn svo það komi nú ekki illa við pirraðar konur.
menn eru að þvarga um eitthvað sem gerðist fyrir 2000 árum eða meira. og enginn veit fyrir víst hvað gekk á og auðvitað breytast rit og kenningar sem endurskrifað hefur verið nokkur hundruð sinnum.
höfum frekar áhyggjur af framtíðinni hvað erum við að skilja eftir fyrir komadi kynslóðir.
Guð skapaði manninn, maðurinn drepur umhverfi sitt. maðurinn drepur Guð. umhverfið drepur manninn. Guð tekur á móti manninum.
Go Go Snorri sem gamall nemandi þinn stend ég með þér.
Kristleifur Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 09:57
Menn eru að 'þvarga um eitthvað sem gerðist fyrir 2000 árum' af því að það sem gerðist fyrir 2000 árum skiptir manninn meira máli en allt annað.
Andri (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:51
Snorri, það eru víst milliþrep í tegundabreytingum meðal steingervinganna. Bókin “Evolution the Fossils Say No” eftir Duane Gish sem ég sá heima hjá þér einhvertímann er uppfull af lygum og rangfærslum. Ég ætti kannski að lána þér bók sem ég á. Annar hluti bókarinnar heitir „Evolution, the Fossils say YES“. Að sjálfsögðu uppfæra menn kenningar Darwins eftir því sem menn læra meira. Það er þannig sem sönn vísindi og þekkingarleit virkar. Menn eru tilbúnir til að meðtaka það sem sönnunargögnin segja og aðlaga sig að þeim. Náunginn sem teiknaði fóstrin á sínum tíma og hélt því fram að þau færu í gegnum öll stig þróunarsögunnar hafði rangt fyrir sér (Karl Ernst von Baer held ég?). Það vita það allir. Hins vegar er það dagljóst að fóstrin hafa í fyrstu ýmis einkenni fiska. 5. vikur eftir getnað hafa fóstur einhverskonar sporð, og forstig tálkna. Ég á ljósmyndir til að sýna þér. Það þýðir ekki að vísa bara í gamlan „teiknimeistara“ til að afsanna þróunarkenninguna. Snorri. Hefur þú einhvertímann kynnt rök þróunarsinna? (öðruvísi en að hafa lesið um þau afbökuð í málflutningi sköpunarsinna). Í orðskviðunum stendur í einni góðri enskri þýðingu: “Any story sounds true, until someone tells the other side, and sets the record straight.” Hefur þú áhuga á hinni hliðinni? Ég myndi gjarnan vilja lána þér bók um þróunarkenninguna.
Sindri Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 18:23
Mér sýndist textinn hjá mér allur renna saman eftir að ég ýtti á send. Greinaskilin hurfu. (Það má ekki skrifa textann í wordinu mínu, og nota copy/paste virðist vera. Hef lent í þessu áður)
Sindri Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.