14.4.2008 | 12:50
Varnir okkar fyrir
Mér var hugsað til þess við lestur þessarar fréttar að það eru fleirri sem dreifa "vírusum" en tölvuþrjótar. En þeir vírusar eru sko ekki síður hættulegir!
Vírus er í líffræðinni nokkurskonar líflaus "hálffruma". Hann er algerlega hættulaus og óvirkur utan frumanna en ef hann kemst þangað inn þá breytir hann frumunni í útungunarvél á vírusum. Allt sem fruman þarf að gera er hreinlega að hleypa ekki inn þessari óværu.
Vírusinn er því ekki ólíkur lyginni. Við menn erum afar viðkvæmir fyrir henni og ef hún,lygin, kemst inn í hausinn á okkur þá verðum við eins og sýkt fruma eða vírushlaðintölva og verðum undirlögð af lygi og dreifum henni til annarra af "sannleiksást".
Ég varð afar undrandi að sjá t.d. þegar Al Gore fyllti sal með hálærðu fólki og fékk vel borgað fyrir boðskap sem er blandaður af blekkingum. Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt 11 atriði í boðskap Al Gore sem staðlaus og röng. Samt borga menn sig inná "staðlausa stafi".
Forseti hans, Bill Clinton, fékk greiddar 3,8 milljarða fyrir ræðuhöld sem gerðu lítið annað en að fylla veski hans af fjármunum áheyrendanna.
En svo höfum við afarmiklar varnir uppi þegar við heyrum menn tala um boðskap Jesú Krist. Þá verjumst við prédikuninni með orðum eins og "ofstæki", "sértrú", "bókstafstrú" eða þá "trúarfíkn". Og þessar "varnir" okkar varðveita vírusinn í hausnum á manneskjunni. Samt segir Jesús að hver sem á hann trúi glatist ekki heldur eignist eilíft líf! Þvílík áhrif af því að taka þau orð inní hausinn á okkur. Enn fremur er sagt við postula Jesú Krists :"..og talið til lýðsins öll þessi lífsins orð." Post.5:20. En samt er Evrópa að hafna kristinni trú og falla fyrir áróðri svokallaðra vísinda (með dæmdum rangfærslum) og Islam!
Þetta varnarleysi sem varðveitir blekkinguna. Það heimtar sannanir fyrir upprisu Jesú. Krefst þess að Biblían sé lagfærð að ríkjandi viðhorfum og að kirkjan gangi af trúnni og hafni þeim kristna boðskap að Guð gerði mann og konu til þess að þau tvö yrðu einn maður. Fyrir því skal maðurinn yfirgefa föður og móður og búa saman við eiginkonu sína og þau tvö skulu verða einn maður. (Matt. 19:5). Á kristin kirkja að boða annað? Þjóðkirkja gæti gert það en þá er hún ekki lengur kristin heldur ríkisrekin sértrúarstofnun.
Svo auglýsir prófessor Svanur Kristjánsson eftir "hugrökkum prestum" sem tali gegn "gjafakvótakerfinu" en eiga þeir að tala máli Biblíunnar? Þó er prestuninn vígður og heitbundinn því að boða ómengað Guðs orð. Það er eina örugga "vírusvörnin" fyrir hausinn á okkur.
Þegar kemur að málefni Ísraels þá birtast greinar sem halda uppi vörnum fyrir Palestínumenn. Þeir skjóta 3500 eldflaugum á íbúa og óvarinn almenning (ath. ekki bækistöðvar hersins) en læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson segir að "árásarherinn sem ræðst þannig á íbúðarhverfi í þeim yfirlýsta tilgangi að fella vígamenn er að fremja stríðsglæpi". (Mbl.30.mars.´08) Það er því stríðsglæpur Ísraelsmanna að fella vígamenn sem skjóta þúsundum eldflauga á almenning! En frelsisbarátta Palestínumanna ef þeir skjóta eldflaugum á íbúðarhverfi í þeim yfirlýsta tilgangi að fella Ísraelsmenn. Hér vantar lækninn vírusvarnir eða það sem venjulega er kallað sannleiksást.
Ég gæti haldið áfram í þessum dúr t.d. blekkinguna um Evrópuaðild, útrásina, vaxtaokrið og vanhæfni fjármagnseigenda sem hafa öruggan aðgang að almenningi til að bjarga fjárhagnum. Heitir það ekki að vera þræll ef "fjár-ans menni" geta endurfjármagnað sig með arði okkar og svita verkalýðsins? Ég læt hér staðar numið að sinni.
Ætli maðurinn sé gerður fyrir að trúa lyginni?
Biblían segir: "Þér eigið Djöfulinn að föður og viljið gjöra það sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum því í honum finnst enginn sannleikur." (Jóh.8: 44)
Eina mikilvæga vírusvörn mannanna er að eignast Heilagan anda, anda sannleikans.
Kom þú Drottinn Jesús! Við þurfum hjálp.
kær kveðja
Snorri í Betel
Yfir milljón tölvuóværur í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson, 14.4.2008 kl. 14:22
Nigel Lawson fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bretlands sagði orðrétt "at least 11 major errors in the Al Gor film"
Rúv. 9.aríl í fréttum kl. 19:00
Hafa skal það sem sannara reynist.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 14.4.2008 kl. 16:09
Nigel Lawson hafði rangt fyrir sér, lestu greinina sem ég vísaði á.
Matthías Ásgeirsson, 14.4.2008 kl. 18:22
Flott færsla og góðir punktar. Mig langar samt að benda á grein sem fjallar um vírusa frá Biblíulegu sjónarhorni: http://www.trueorigin.org/virus.asp
Mofi, 14.4.2008 kl. 18:42
Sæll Snorri, mikill er sannleikurinn ríkur í þessari grein hjá þér, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 23:07
Öflug predikun, Snorri, þú talar sannleikann af krafti, og mikið er ég sammála þér. – Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 15.4.2008 kl. 01:10
Ef engar sannanir eru fyrir einhverju þá er það ekki til, það er ekki nóg að segjast trúa einhverju, að þú hafir lesið eitthvað í bók, að maður hafi sagt þér eitthvað, að hugsunin sé svo sæt.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:03
Bandaríkjaforsetinn er að prédika "annað fagnaðarerindi" Al Gore hagnast á því að boða lygar gegn borgun. Er það ekki skilgreining á falsspámanni? Við megum kannski þakka fyrir kosningasvindl Bush-gengisins, því annars hefði Al Gore verið við völd?
Annars góður pistill.
Theódór Norðkvist, 15.4.2008 kl. 11:35
Sæll Matthías
Ég las greinina. Þar kemur fram að aðeins 9 atriði voru ekki fyllilega rétt og dómarinn gerður afar tortryggilegur allt að því vanhæfur. Ýmislegt var gefið í skyn t.d. tengsl við hægri öflin sem vinna gegn Al-Gore. Er þetta ekki skv. reglunni að ef einhver tekur ekki undir viðtekna skoðun er hann aðeins gerður tortryggilegur?
dr.E
Varðandi sannanir þá eru heimildir til um að 500 manns hafi hitt Jesú upprisinn og lifandi. En fáeinir í nútímanum heimta orð sagnfræðinga sem þögðu og því var upprisan ekki til. Þá er Jesú Kristi úthýst. En þá ætti sökin að falla á sagnaritarann sem sagði ekki satt.
Veistu að Arthúr Gook var ekk hér á Akureyri fyrrihluta 20 aldar. skv blaðagreinum og fréttum Akureyrarblaðanna? Helstu upplýsingar um manninn er að hafa úr hans eigin trúarritum . Hvort segir þetta meira um Akureyringa og sagnaritun þar eða um Arthúr Gook? (bara til umhugsunar fyrir sannleikselskandi menn)
Theódór
við eigum að gera þakkir í öllum hlutum segir Biblían - svo þú kemst að Biblíulegri niðurstöðu. Amen!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 15.4.2008 kl. 12:56
Í einu bréfa Páls er talað um að hann hafi "birst" fimm hundruð manns. Ef við gefum okkur að Páll hafi skrifað þetta og að hann sé ekki að ljúga, þá virðist Páll leggja þennan atburð að jöfnu við það þegar Jesús birtist honum. En það var víst innri upplifun samkvæmt Páli. Þannig að vitnisburður þessa 500 manns er kannski svipað og þegar hvítasunnufólk talar um að finna nærveru heilags ansa eða eitthvað álíka.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.4.2008 kl. 14:04
Hjalti Rúnar.
Hugsanlega gætum við skilið sýnina þannig. En við höfum einnig dæmið um Tómas, sem snerti, lærisveinana sem sáu hann brjóta fiskinn, Stefán sem sá himininn opinn og Pál sem greinir frá því að þeir "heyrðu að vísu raustina" (post.9:7) eða "sáu ljósið" (post.22:9) svo hvor lýsingin er nákvæmari þá fer ekki milli mála að þeir urðu vitni að opinberuninni með annað hvort sjón eða eyrum.
Ég þekki sjálfur menn sem hafa séð Jesú með eigin augum. Þetta gerðist þannig að það sem var að baki sýnarinnar hvarf. Hann skyggði á og jafnvel þó þau hafi lokað augum og opnað aftur þá var hann þar. Þetta var því ekki bara draumsýn heldur miklu greinilegri upplifun. Ég veit ekki hvort hann var líkamlegur eða ekki en þeim hefur þessi lífsreynsla ekki horfið úr sinni.
Ég tel líka afar örugga lifsreynslu þegar hvítasunnumenn reyna nærveru heilags anda því þeir sem upplifa þetta sterkt breytast og sumir gjörbreytast. Það gerist ekki vegna ímyndunar heldur snertingar lík þeirri sem Páll postuli fékk að reyna.
Með þessu er einnig hægt að skylja lækninguna fyrir bæn sem er vissulega þekkt lífsreynsla margra.
Dýrð sé Guði.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 15.4.2008 kl. 18:40
Takk fyrir þessa grein Snorri, sammála þér að það er örugg lífsreynsla að upplifa nærveru heilags anda. En varðandi Pál postula, þá er nú ekki talað um innri upplifun þegar Jesús birtist honum, heldur: " ...leiftraði skyndilega um hann ljós af himni. Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: Sál, Sál , hví ofsækir þú mig?
Hljómar frekar sem ytri upplifun
Kristinn Ásgrímsson, 16.4.2008 kl. 00:01
Snorri - "Þetta varnarleysi sem varðveitir blekkinguna. Það heimtar sannanir fyrir upprisu Jesú. Krefst þess að Biblían sé lagfærð að ríkjandi viðhorfum og að kirkjan gangi af trúnni og hafni þeim kristna boðskap að Guð gerði mann og konu til þess að þau tvö yrðu einn maður."
Hvaða það eða hópar eru þetta sem heimta sannanir fyrir upprisu Jesú og að Biblían sé lagfærð að ríkjandi viðhorfum?
Nú styttist í það að lesbíur geti eignast börn saman án þess að fá sæði frá karlmanni. Danskir vísindamenn fullyrða að það séu aðeins um 5 ár í það að hægt sé að rækta stofnfrumu úr einni konu og færa yfir í leg annarrar og frjóvga þannig egg hennar að því er mér skilst.
Fara þarna saman vísindi og trú?
Sigurður Rósant, 17.4.2008 kl. 21:20
Sigurður Rósant, hefurðu ekki veitt því eftirtekt, að baráttumenn mikilla réttinda (þ.m.t. hneykslanlegra) samkynhneigðra – baráttumenn innan Þjóðkirkjunnar sem utan – hafa ekki einungis heimtað, að Biblían sé "lagfærð" til samræmis við viðhorf þeirra sjálfra, heldur hefur þeim TEKIZT ÞAÐ ? Svikin Biblía, í þessu tilliti (I.Kor.6.9-10, I.Tím.1.9), það er afraksturinn – heimshyggjan og textafölsunin leidd til öndvegis, en rödd Páls postula kæfð að sama skapi.
Jón Valur Jensson, 18.4.2008 kl. 03:00
Sgurður
Þú hefur fylgst með málum. Við höfum bent mönnum á Biblíuna í tengslum við réttindabaráttu samkynhneigðra. Hvað hefur gerst? Mbl. neitar að birta greinar með orðinu"kynvilla". Biblíufélagið hefur gefið út nýja Biblíuþýðingu þar sem orðið "kynvilla" er fjarlægt og menn þýða ekki gríska orðið "arsenoikitis".
En eins og við vitum þá vakir Guð yfir orði sínu og Biblíufélagið ákvað að setja í Biblíuna hinar Abókrýfisku bækur. Þar segir í "Speki Salómons" kafla 14 og versi 26 :".. áreitni við góða menn, vanþakklæti, saurgun sálna, kynvilla, hjónabandsriftingar, hórdómur og saurlífi".
Varðandi upprisu Jesú Krists frá dauðum þá er félagsskapur sem kennir sig við vantrú og tengir sig við siðmennt með afar undarlegar hártoganir á heimildum þeim sem staðfesta upprisu Jesú frá dauðum. Hé má einnig nefna skrif Illuga Jökulssonar og blöð sem hann ritstýrir þar sem vel má greina þessar greinar er hafna algerlega upprisu Jesú frá dauðum. Lifandi vísindi hafa einnig borið kristnum það á brýn að þessi saga hafi aðeins verið "snjöll býsness hugmyn".
Þetta eru aðeins nokkur dæmi sem við höfum á hraðbergi. Ég nefnilega á þessi atriði og greinar því ég fylgist með svona rangfærslum.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 18.4.2008 kl. 13:22
Ég er sammála því að höfundar Jh og Lk boða líkamlega upprisu, en Páll skrifaði ekki þessi guðspjöll. Við vitum ekki hvort hann hefði verið sammála því sem þar stendur og allt bendir til þess að hann hefði verið ósammála t.d. Lúkasi. Hann segir að Jesús sé ekki andi (Lk 24.39) en Páll segir að Jesús hafi orðið að anda (1Kor 15.45), Lúkas segir að Jesús hafi hold og bein (Lk 24.39) en Páll segir að hann hafi ekki hold og blóð (1Kor 15.50), Lúkas segir að Jesús borði (Lk 24.43) en Páll segir að guð muni gera magann og matinn að engu (1Kor 6.13).
Og var það ekki sýn? Ertu að segja að hópurinn sem var að fara að grýta Stefán hefði getað séð Jesús ef þeir hefðu bara litið upp til skýjanna?
Þarna höfum við skrif höfundar Postulasögunnar, ekki skrif Páls sjálfs. Svo er Páll látinn segja í 22 kafla, versi 9 að: "Þeir, sem með mér voru, sáu ljósið, en raust þess, er við mig talaði, heyrðu þeir ekki." Að sjá ljós og að heyra rödd finnst mér ekki flokkast sem líkamleg birting.
En þetta er þvert á það sem Páll segir sjálfur. Hann segir að hafi opinberast postulunum "í andanum" (Ef 3.5) og að guð hafi opinberað Jesú "í sér" (Gal 1.16). Svo ekki sé minnst á tal hans um opinberanir í 2Kor 12.
Þetta finnst mér merkilegt. Voru mennirnir með myndavélar á sér?
Vantrú tengist ekki Siðmennt.
Segðu okkur endilega hvernig t.d. þessi grein stundar "hártoganir á heimildum".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.4.2008 kl. 17:50
Ég skil þig ekki. Það er eins og þú sért stöðugt með fingurinn á lofti. Finnst þér vísindamenn og samkynhneigðir guði ekki þóknanlegir? Held það sé oftar minnst á lesti þeirra sem taka vexti í Biblíunni en þessa hópa. Hver ert þú til að dæma? Og Jesús vinur minn sagði: elska skaltu og elska skaltu... ,,Trúin er grundvöllur góðra vona okkar og staðfesting á því sem verður ekki sannað"
Bergur Þór Ingólfsson, 18.4.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.