Bókstafstrú og hættulegir guðfræðingar..

Ég heyri oft orðið "bókstafstrú" nefnda í samhenginu þröngsýnn, ómenntaður eða heimskur. Orði "heimskur" er dregið af því að þekkja til heima hjá sér en ekkert útfyrir þann ramma svo þá er ekki gefið í skyn að um greindarskort sé um að ræða heldur lítinn sjóndeildarhring.

Í þætti  Ævars Kjartanssonar var talað við  séra Sigurðar Árna í Neskirkju. Í spjalli þeirra mátti skilja að guðfræðin væri víðsýn, akademisk og umræðuvæn. Henni var teflt gegn "bókstafstrú" og "heimsenda" trúuðum. Þá hópa er víst helst að finna í Ameríku og þeir eru ekki góðir fulltrúar kristninnar enda er Bush forseti þeirra. Á Íslandi finnast nokkur eintök af þessum meintu "brjálæðingum" (mitt orðaval) og þeir tefla fram Opinberunarbókinni í sínum málflutning.

Mér fannst þetta afar undarleg framsetning hjá þessum guðfræðimenntuðu mönnum. Mér kom í hug hvort þeir væru þá alls ekki bókstafstrúar? Væri ekki vert að skoða fáein brot!

Jesús segir: "Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"! Ætti lesandinn að skilja þetta boð bókstaflega eða "guðfræðilega". 

Eða: Jesús segir:"Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður svo að þér reynist börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta."

Þessar setningar (tilvitnanir í Jesú) eru gjarnan tekna bókstaflega. Börnunum eru sagðar sögurnar með þessum setningum til að innræta þeim manngæsku og anda fyrirgefningar.

Þegar við lesum freistingarsögu Jesú Krists þá ber hann fyrir sig ..hvað "bókstafstrú"? Því hann vísar orðrétt í ritningarnar eins og ekki þurfi mikla túlkun. "Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einusaman brauði,,,. Aftur er ritað: Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns." 

Hvernig fer "guðfræðin" með svona tilvísanir? 

Um þessi orð er almenn sátt. Þess vegna mega þau standa óhreifð og vera  skilin bókstaflega. 

En þegar kemur að siðferðismálum samtímans þá beita menn "guðfræðirökunum" til að vera íhyggnir, djúpvitrir og lærðir. Þetta birtist helst í málefni samkynhneigðra. Þar hefur mikil réttindabarátta verið háð  sem hefur unnið til viðurkenningar á lífsmátanum.  Kirkjan má því ekki verða viðutan eða föst í viðjum bókstafstrúar. 

Sumir kirkjunnar þjónar hafa bent á guðfræði-rök til stuðnings samþykkt samkynhneigðar og biðja um lögleiðingu á giftingu þeirra í kirkjum landsins. En aðrir, þeir sem vísa til Biblíunnar og beita henni í umræðunum eru kallaðir svartstakkar, íhaldsamir eða gamaldags. Menn utan þjóðkirkjunnar sem benda á Biblíuna sem rök í málinu kallast "bókstafstrúar".

En Jesús segir: "Hafið þér eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir þvi skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður."

Hvað ætli Jesús segi um samkynhneigðina í ljósi þessara orða? Ætli Guðfræðin geti fundið annað en það sem liggur beinast við? 

Guðfræði postulans Páls var í sama anda og Jesú enda hefur hið sama bergmálað í kristninni frá gyðingdóminum til okkar daga.  Páll segir:"Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar, né kynvillingar, þjófar, né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." Og þetta voruð þér sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir þér eruð réttlættir...(1.Kor.6:9 -11). 

það merkilega við guðfræði samtímans er að hún tekur aðeins tvö atriði út úr þessum texta frá 1981 og umbreytir honum að okkar almenningsáliti. Kynvilla var fjarlægð af því að orðið er meiðandi (skv. Guðrúnu Kvaran) og svo var fjarlægt úr bók Malakí að "Guð hataði hjónaskilnaði"!

'Eg ætla að sérhvert orð í þessum lista Páls sé meiðandi fyrir þann sem sök hefur fallið á. Þeir í Korintu höfðu áður tekið þátt í þessum athöfnum en lífsmátinn breyttist við kristnitökuna og menn lögðu af saurlífi, skurðgoðadýrkun, hórdóm kynvillu, þjófnað, ásælni (græðgi), drykkju, lastmælgi og rán. Kristnin var því þjóðfélagslega bætandi afl. Bókstafur Páls breytti fólki. Af hverju breytir guðfræðin ekki fólkinu í anda Páls postula og segi: "þetta voruð þér sumir"?

En í stað þess að hjálpa syndaranum til betri breytni þá breytir hún kirkjunni í ætt við þá sem ekki erfa Guðs ríkið og villast! Einn af prófessorum Guðfræðideildarinnar Þórir Kr. Þórðarson sagði í umræðuþætti sjónvarpsins um nazismann þegar spurt var hvernig svona gæti gerst að drepa 6 milljónir gyðinga, þá svaraði hann "þegar Guð er ekki til þá er þetta hægt".

Þetta rifjaðist upp fyrir mér við hlustun á þættinum Lóðrétt og Lárétt að guðfræðin er að taka í burt Orð Guðs-Biblíuna frá þjóðinni. Þegar menn segja að ef þú trúir Biblíunni þá ertu kominn í "skurðgoðadýrkun" þá er verið að benda fólkinu á að taka ekki mark á bókinni góðu. Menn segja í staðinn trúðu á Krist! En vita menn hvernig Kristur "lítur út" ef Biblían missir tiltrú og traust?

Ég sé því ekki annað en að sú Guðfræði sem nú er við lýði á Íslandi og samþykkt af mörgum kirkjuprestinum er bókstaflega Djöfulleg. Því þessi guðfræði gengur út á spurninguna. "Er það satt að Guð hafi sagt"? Þetta er sama ginning og felldi Adam og Evu og við erum ekki enn laus undan þeim ávexti, dauðann. Hvaða ávöxt má ætla að við fáum er kirkjan bregst, Biblíuna má ekki taka sanna og rétta og sannkristnir menn settir af í fjölmiðlum, skólum og opinberu lífi.

Veistu að ungt trúað fólk fær ekki að heimsækja skóla til að segja þeim frá Jesú Kristi? Veistu að Hvítasunnukirkjunni er meinað að koma með prédikun í sjónvarpi á hvítasunnudag? Veistu að þetta er allt gert í nafni kærleikans, umburðarlyndisins og tillitseminnar? Veistu að bloggið er vaktað til að tryggja að ekki sé sagt of mikið gegn Islam?
Þegar Islam er verndað en Biblíunni skellt í flokk hættulegra verkfæra þá er stutt í að  Guð  mæti með kústinn og sópi vel þetta land.  Það er samkvæmt bókstafnum.

Að lokum vil ég benda þér á eitt atriði sem tilheyrir þessum lastalista í 1.Kor.6. Þar fjallar Páll um græðgina. Hefurðu heyrt að vaxtalækkun kom til greina svo lækna megi íslenskan efnahag, lækka vöruverð og jafna byrðarnar. Bankarnir hafa sjálftöku í vöxtum og verðbótum. Ríkisstjórnin styður þá og varðveitir- væntanlega í góðri trú! En bankastjórar eru menn, seðlabanki og ríkisstjórn eru menn. Þeirra siðferðilegu viðmið ráða. Heyrum við kirkjuna hrópa til þeirra "varist alla ágirnd"!

Faraó tók aðeins 20% af korni til hliðar áður en hallærið kom svo þjóðin mætti lifa. Mafíósarnir tóku ekki 20% vexti af þeim sem þeir voru að kúga. En hvaða peningastofnun á Íslandi spyr um Biblíulegu hagfræðina. Hvaða prédikari hrópar til yfirvalda og bendir þeim á að Guði er það andstyggð að við séum kúguð og fjötruð með vaxtaokri? Segi guðfræðin eitthvað um þetta?

Biddu Guð að gefa þér eyru sem heyra hvað "andinn segir söfnuðinum" og þú megir vera vakandi í trú þegar Jesús Kristur kemur. Því allt hér ofanritað er frá greint að koma muni áður en Jesús hrífur sína til sín til fundar við sig í loftinu. Kjarni málsins er nefnilega sá að þú og ég eigum að vera læs á tákn tímanna því þau eru "bókstaflega" að rætast!

Þekkir guðfræðin þessi atriði?
Jesús kemur aftur og vill hafa þig með  í sínum  hópi.

kær kveðja

Snorri í Betel 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Merkilegt þykir mér að þú takir á þessu, þar sem ég var að taka á þeim sem leiða í villu, falsspámenn, við verðum  að nota ritninguna til að sannreyna orðið, orð þeirra, það vill svo til að ég styðst bæði við nýju biblíuna, 1981, sem og ensku NKJV og NISB, fólk sem er á annað borð að pæla í Guðs orðið á að sannreyna orðið og til þess þarf stundum að nota mismunandi þýðingar. 

Ég sá þáttinn sem þú stjórnaðir í kvöld "Ísrael í dag" ég var ekki viss um hvort hann var nýr eða eldri, kom inn í hann 10 mín eftir að hann byrjaði, nema hvað vildi bara segja að hann var afskaplega fræðandi og ég þakka þér fyrir það.

mk.

Linda, 1.5.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Snorri.

Góð hugvekja hjá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2008 kl. 03:19

3 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

"Biddu Guð að gefa þér eyru sem heyra hvað "andinn segir söfnuðinum" og þú megir vera vakandi í trú þegar Jesús Kristur kemur. Því allt hér ofanritað er frá greint að koma muni áður en Jesús hrífur sína til sín til fundar við sig í loftinu. Kjarni málsins er nefnilega sá að þú og ég eigum að vera læs á tákn tímanna því þau eru "bókstaflega" að rætast!"

Get lítið sagt við því nema amen! Þarf ekki annað en að líta í kringum sig og maður sér tákn tímanna. Eins og þú segir, þau eru bókstaflega að rætast! Ég ætla ekki að missa af því þegar Jesús kemur aftur í skýjunum og hrífur okkur til sín, ég bið og vona að við megum öll vera tilbúin. Því hann kemur eins og þjófur að nóttu þegar þú býst síst við því.

Við skulum ekki sóa tímanum sem við höfum á meðan við erum á jörðinni, svo við verðum ekki eins og olíulausu meyjarnar. Látum ekki vanta olíu á lampann okkar, því hjá mörgum hefur hann slokknað, láttu ekki slokkna á þínum. Ef þú finnur að það er að slokkna á þínum, biddu Guð náðarinnar að gefa þér olíu að eldurinn megi loga allt til dagsins sem Jesús Kristur kemur aftur, því einn daginn verður það því miður um seinan.. Guð blessi alla sem lesa...

Ingvar Leví Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 03:42

4 Smámynd: Flower

Snorri þetta er það sem svo margir kristnir eru að hugsa, þar á meðal ég. Það er ekkert við þetta að bæta. Guð blessi þig.

Flower, 1.5.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hlustaði líka á þáttinn og mér fannst skilgreining þessa þjóðkirkjuprests (sem er líka á móti því að túlka almætti og alvisku guðs "bókstaflega"! #) á bókstafstrú undarleg. Að halda að það sé einhver rétt kenning eða réttur boðskapur er víst bókstafstrú í augum þessa manns.

En ég er sammála því að það er óþolandi að fólk noti orðið bókstafstrú bara í merkingunni "slæmt" eða eitthvað álíka.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Þetta er matmikill pistill hjá þér Snorri og hvernig er hægt að vera ósammála þér hérna, það er ekki hægt. Merkilegt sem um okkur er sagt: "þröngsýnn, ómenntaður eða heimskur". Þeir sem segja þetta um okkur, eða um hvern sem er, eru náttúrulega bara að benda á þessa eiginleika hjá sjálfum sér.

Það sem ritningin segir er endanlegt, það á við í dag og eftir 100ár. Við höldum á lofti fána sannleikanns og hræðumst ekki þótt menn láti svona orð um okkur falla.

Gaman að lesa pistlana þína Snorri, Guð blessi þig.

Kv Steini

Steingrímur Jón Valgarðsson, 1.5.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Að lokum vil ég benda þér á eitt atriði sem tilheyrir þessum lastalista í 1.Kor.6. Þar fjallar Páll um græðgina. Hefurðu heyrt að vaxtalækkun kom til greina svo lækna megi íslenskan efnahag, lækka vöruverð og jafna byrðarnar. Bankarnir hafa sjálftöku í vöxtum og verðbótum. Ríkisstjórnin styður þá og varðveitir- væntanlega í góðri trú! En bankastjórar eru menn, seðlabanki og ríkisstjórn eru menn. Þeirra siðferðilegu viðmið ráða. Heyrum við kirkjuna hrópa til þeirra "varist alla ágirnd"!

Faraó tók aðeins 20% af korni til hliðar áður en hallærið kom svo þjóðin mætti lifa. Mafíósarnir tóku ekki 20% vexti af þeim sem þeir voru að kúga. En hvaða peningastofnun á Íslandi spyr um Biblíulegu hagfræðina. Hvaða prédikari hrópar til yfirvalda og bendir þeim á að Guði er það andstyggð að við séum kúguð og fjötruð með vaxtaokri? Segi guðfræðin eitthvað um þetta?

Ánægður með þetta á 1. maí!!! Takk fyrir og Guð blessi þig. 

Guðni Már Henningsson, 1.5.2008 kl. 13:10

8 identicon

Sæll Snorri.

Séra Sigurjón er einmitt einn af kennurunum mínum, þannig að mér fannst ég knúin til að leggja orð í belg. 

Ég held að þú sérst að misskilja tilgang guðfræðinar, eða jafnvel rugla henni saman við trú (eða bókstafstrú). Guðfræði er ekki Akademísk útgáfa af trú, eða framsetning trúar, heldur fræðigrein. Rétt eins og sálfræði er ekki í andhverfu við sálusorgun. 

Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir notendanafninu mínu "bókstafstrú", en það er komið útfrá sífellum rannsóknum sem ég fór í gegnum á fyrstu önn á bókstafnum, uppruna hans, samhengi og sögu að ég varð algerlega ónæmur á því sem hann sagði. Smá einkahúmor milli mín og mín aðalega. 

Sp. Linda: ég færi varlega í það að gefa í skyn að Sr. S.Á. sé "falsspámaður". 

Jakob (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:31

9 identicon

Klaufaleg mistök. Þú ert víst að tala um "séra Sigurð árna", ég las það óvart "Séra Sigurjón árni". Meira vesenið á þessum prestum og líku nöfnunum þeirra

Jakob (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:38

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mig langar að þakka þér þessa hugvekju, Snorri.  Ég les oft þessa pistla þína, mér til sannrar ánægju. Yfir mig færist notaleg friðsæld að finna að einhver stendur föstum fótum í kærleikanum, í öllu umróti nútímans.

Ég er nú ekki mjög mikið lesinn í Biblíunni en bý vel að áhrifaríkri fræðslu, á uppvaxtarárum mínum, frá sr. Jóni Kr. Ísfeld, um kærleiksverk Jesú á lífsgöngu sinni.

 Mig hefur undrað það, og oft haft orð á því við presta, hve lítið er fjallað um þroskagöngu Jesú, þar sem hann barðist við freistingarnar sem fyrir hann voru lagðar. Samnefnara margra þeirra má sjá í auglýsingum nútímans og í gegnum allt þetta skýn hin sígilda freisting: "Allt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig." Mörg okkar eiga erfitt í ólgusjó nútímans; finna ekkert til að festa hendur á, sér til hjálpar; því hátt er hrópað til þeirra að haldreipið sem þeim er rétt, sé villuljós og tálsýn.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég fer ekki oft í kirkju. Mér finnst ég ekki sækja neitt þangað, því mér finnst prestar of fastir í fortíðinni. Tali meir um hvað Jesú gerði þegar hann gekk um meðal fólksins; tali hins vegar minna um hvað fólst í verkum hans og hvernig mundu þessi verk hans líta út í nútímanum í samfélagi okkar.

Ég upplifi kærleikann ekki 2000 ára gamlann. Ég upplifi hann ekki heldur nýjan. Kærleikurinn einfaldlega ER; uppspretta frá hjartarótum hvers velviljaðs manns. Kærleikurinn breytist ekki þó tíska eða lífshættir breytist. Birtingarleiðum hans getur fjölgað eða fækkað, en áhrif hans og útgeislun verða ævinlega hin sömu.

Að endingu tek ég undir mér þér hve mikilvægt er að vera læs á táknin sem mannkyninu voru gefin. Því miður virðist rót glaumsins og fjöldi gylliboðanna loka fyrir innsæi mikils fjölda fólks, sem finnst raunveruleikinn vera gamaldags og fjarlægur. 

EN! Hvenær sem að því kemur að okkur, sem þjóð eða vestrænu mannkyni, verði kippt inn í raunveruleikann, munu einhverjir, þar á meðal þú, standa vakt kærleikans.

Guð blessi þig og þína samferðamenn um alla framtíð. 

Guðbjörn Jónsson, 1.5.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Jóhann Helgason

 Sæll Snorri

'Eg þekki til séra Sigurðar Árna í Neskirkju hann rosalega indæll maður og virkilega geðþekkur maður og virkilega trúaður ,'eg er læra guðfræði , mér finnst þú Snorri á vera á hættulegri braut að dæma guðfræðina svona hart, 'eg er lifandi trúaður . þetta alt mikil alhæfing hjá þér.

Margir tala um bókstafstrú þegar þau raun og veru að meina kenningartrú, þegar  er verið að tala um trúarbrögð. Þetta er bara smá hugleiðing til deila með ykkur. Það er mjög eðlilegt og auðvelt að rugla þessu tvennu saman.

Það sem ég vil minna ykkur á er að það er alls ekki sami hluturinn. Kenningartrú viðrist oft vera vera eins og bókstafstrú. Úfrá guðfræðinni sem ég hef lært, þ.e.a.s.um þau fjölmörgu trúarbrögð sem ég hef lært um, þá er kenningartrú sú sem tekur völdin í flestri öfga trú. Kenningartrúin verður oft æðri ritningunni sjálfri, sem farið er eftir og ritningunni er breytt eftir hentisemi samkvæmt nýjum trúarkenningunum. Það er oft erfitt að greina það, en það stór munur á þessu tvennu, en það þarf oft mikla pælingarvinnu til greina eða koma auga á það.

Bókstafstrú og kenningartrú er einhver munur á þessu tvennu? Já, það er heilmikil munur á því. Það einnig benda á það mikið af trúar söfnuðum eru í kenningartrú, smá lærdómur skaðar engan , margir forstöðumenn þeir hefðu nú bara gott af því að læra kirkju söguna .

Ekki gleyma kærleika Krist

Guð Blessi þig

Jói

Jóhann Helgason, 1.5.2008 kl. 15:47

12 Smámynd: Linda

Jakob minn, ég var bara alls ekki að tala um neinn sérstakan mann, ef þú kíktir á bloggið mitt þá mundir þú sjá nákvæmlega hvað ég er að tala um, kemur þessum guðfræðingi ekkert við.

kv.

Linda, 1.5.2008 kl. 16:06

13 identicon

Sælar Linda.

Mér hefur víst tekist að lesa einhverja ýmindaða ásökun úr ummælum þínum. Ég get víst verið aðeins of fljótur á mér stundum. Kannski maður leggi sig í 15 mínútur eins og auglýsingarnar segja áður en ég svara þér næst, þannig að ég hoppi ekki á 3. misskilninginn í röð í okkar samskiptum

Ég get bara orðið frekar pirraður á ásökunum trúaðra á Guðfræði og spillingarmætti hennar. 90% tilvika af fólki sem hefur engan akademískan Guðfræðilegan bakgrunn (sem mér þykir nauðsynlegur til að predika af alvöru). Að því leiti er ég á móti þeirri flóru af frjálsum söfnuðum sem að leiðast af karismatískum ómenntuðum safnaðarhirðum. Ég kem betur inn á það á minni eigin síðu seinna.

Menntun er máttur, vitneskja er afl, og því meira sem þú veist því hreinni sannleika predikar þú. 

Jakob (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:39

14 Smámynd: Snorri Óskarsson

Takk fyrir athugasemdirnar. En eitt vegna þess sem Jakob greinir frá þegar ég er eitthvað að misskilja guðfræðina. Þú segir:"ég fór í gegnum á fyrstu önn á bókstafnum, uppruna hans, samhengi og sögu að ég varð algerlega ónæmur á því sem hann sagði".

Þetta er einmitt það sem mér finnst ég sjá að guðfræðin gerir - hún lokar augum okkar fyrir gildi þess að sjá texta Biblíunnar sem sáluhjálplegan boðskap. Guðfræðingurinn Clarens Glad bendir á í sinni ritgerð "Átökin um textann" bls.61 : "að þeir gera ráð fyrir tiltekinni þróun ritaðra heimilda sem efast má um"  og hér er hann að fjalla um atriði sem snerta samspil Jesú hugmyndarinnar og Biblíutextana sem opinbera hana. Guðfræðin er því á villigötum þegar hún gerir ráð fyrir að frásaga, kennsla og boðskapur kristninnar hafi verið að dragast saman í aldir og svo einhverjum 400 árum síðar hafi loks verið komin einhver mynd á málið. Biblían segir okkur að kenning Jesú og boðskapur kristninnar hafi orðið til strax um 30 e.kr.

Postularnir boða okkur því fullsmíðað Guðs orð og það er í samhljómi við spámenn GT með Jesú að hyrningarsteini. Orð Biblíunnar eru því réttari og sannari en gefið er í skyn í guðfræðunum.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 1.5.2008 kl. 18:09

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hér ferðu mikinn gegn "kynvillingum" sem endranær. Það sem hefur ávallt farið í taugarnar á mér við þá kristna sem það stunda er að þeir skuli fremur einbeita sér að þeim syndum en t.d. græðgi, ofbeldi og hroka, sem þó skaða fleiri einstaklinga en tveir menn að kyssast. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.5.2008 kl. 18:17

16 Smámynd: Óli Jón

Greinarhöfundur ritar:

Ég heyri oft orðið "bókstafstrú" nefnda í samhenginu þröngsýnn, ómenntaður eða heimskur. Orði "heimskur" er dregið af því að þekkja til heima hjá sér en ekkert útfyrir þann ramma svo þá er ekki gefið í skyn að um greindarskort sé um að ræða heldur lítinn sjóndeildarhring.

Í mínum huga er bókstafstrúarmaður sá sem er gjörsamlega ósveigjanlegur í sinni trú og tekur engu tali. Hvort um sé að kenna greindarskorti eða einhverju öðru veit ég ekki. Sjálfur er ég á því að best sé að móta líf sitt eftir einhverju nærtækara en texta sem hefur verið ritskoðaður sundur og saman undanfarin 1700 ár. Skýr dæmi ritskoðuninni til sönnunar eru þau sem greinarhöfundur tiltekur sjálfur.

Veistu að ungt trúað fólk fær ekki að heimsækja skóla til að segja þeim frá Jesú Kristi? Veistu að Hvítasunnukirkjunni er meinað að koma með prédikun í sjónvarpi á hvítasunnudag?

Það er gott að þetta sé staðan í leik- og grunnskólum landsins, næg eru trúarleg áhrif samt þar. Svo er rétt að benda á að trúaðir eiga og reka heila sjónvarpsstöð sem getur hæglega sent prédikanir allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Því er engin ástæða til að þvæla þessu inn í Ríkissjónvarpið eða aðrar sjónvarpsstöðvar. Trúaðir eiga líka bara að hafa sína trú fyrir sig. Það stendur víst einhvers staðar í Biblíunni (Matt 6:6), en það má líklega ekki taka það of bókstaflega.

Ég sé því ekki annað en að sú Guðfræði sem nú er við lýði á Íslandi og samþykkt af mörgum kirkjuprestinum er bókstaflega Djöfulleg. Því þessi guðfræði gengur út á spurninguna. "Er það satt að Guð hafi sagt"? Þetta er sama ginning og felldi Adam og Evu og við erum ekki enn laus undan þeim ávexti, dauðann. Hvaða ávöxt má ætla að við fáum er kirkjan bregst, Biblíuna má ekki taka sanna og rétta og sannkristnir menn settir af í fjölmiðlum, skólum og opinberu lífi.

Mín skoðun er sú að villa bókstafstrúarmanna liggi í því að geta ekki litið á Biblíuna sem safn dæmi- og skemmtisagna, m.a.s. stundum með ágætum boðskap. Um leið og menn þurfa að trúa því að heimurinn sé bara 6 þúsund ára gamall, að flóðið hafi átt sér stað, að runninn hafi verið skíðlogandi, að einhver hafi gengið á vatni o.s.frv. Þetta eru fínar og skemmtilegar sögur, en tæplega sannar. Biblían er oft ágæt lesning ef menn þurfa ekki að trúa henni bókstaflega.

Til upplýsingar: Rétt er að geta þess að ég er forhertur trúleysingi og vantrúarmaður. Ástæða þess að ég tilgreini þetta strax er sú að mönnum hefur stundum þótt rétt að benda á þetta þegar ég hef sett athugasemdir við bloggfærslur og telja að það geri orð mín veigaminni og/eða áhrifalausari. Altént er rétt að þetta komi fram svo hægt sé að túlka orð mín til samræmis. Mér þætti verra ef einhver misskildi orð mín og teldi mig tala fyrir trú ... það væri lakara.

Óli Jón, 1.5.2008 kl. 20:38

17 identicon

Fín ræða Snorri !

conwoy (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:10

18 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér Snorri minn fyrir góða grein, málefnalega og alltént í samræmi við kenningu biblíunnar.

Merkilegt að það skuli fara fram hjá Tinnu að þú leggur í þessari grein meiri áherslu á græðgi heldur en margumrædda kynvillu.

Kristinn Ásgrímsson, 1.5.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Birgirsm

Góður Snorri

Það er of mikið til af prestum sem halla sér upp að bókarkápu Biblíunnar sér til stuðnings,  en nýta sér sáralítið innihald hennar vegna hræðslu við það að fá á sig stimpilinn "BÓKSTAFSTRÚAR PRÉDIKARI".

Oft og iðulega eru það svo sömu prestar sem tala út í eitt um það að Kirkjan eigi að fylgja tíðarandanum!!!

Mér finnst að þeir prestar sem hugsa svona og framkvæma eftir því  þ,e að Kirkjan eigi að vera "MJÚK OG TEYGJANLEG"   ættu að eiga við eitthvað annað en uppfræðslu orðsins .

Kirkjan á að vera "MJÚK OG UPPBYGGILEG" og standa föst á þeim eina kletti, sem er boðskapur Krists og eini vegurinn að þeim boðskap er BIBLÍAN.   ( sama hvað einhverjir undanvillingar í prestastétt segja).

Guð blessi þig Snorri.

Birgirsm, 2.5.2008 kl. 00:04

20 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég skil vel Snorri hvað það er sem þú ert að gagnrýna. Ég heyrði því miður ekki þetta viðtal en veit hvernig sumir guðfræðingar eru of tilbúnir til þess að setja alla frjálsu söfnuðina undir sama hatt: sem eitthvað ófullkomið og einfeldningslegt sakir skorts á fræðilegum grunni. Ég hinsvegar átti afa sem lærði enga guðfræði en var grúskari af Guðs náð, eins og þú eflaust sjálfur. Hann las rit ýmissa fræðimanna, kirkjufeðurna og guðfræðinga suma hverja. Hann lét samt ekki glepjast af einhverju fræðilegu kenningarrugli.

Ég vil samt að það komi hér fram, að sú bókstafstrú sem þú vilt kenna þig við, er eflaust ekki sú sama og guðfræðin almennt talar um sem bókstafstrú. Það að vilja trúa Orðinu eins langt og það er hægt innan ramma mannlegrar skynsemi og heildar samhengis, bæði sögulegs og Biblíulegs, er ekki það sem almennt er talið vera einhver ofsafengin bókstafstrú hjá guðfræðingum í dag.  Allavega virðist skilningur guðfræðingsins Alister McGrath á þessu hugtaki eiga meira við um þá sem hengja sig í trúverðugleika hvers bókstafs þannig, að allt sem standi í G.t og N.t. eigi ennþá við í dag! Eins fólk sem slítur setningar úr sínu sögulega samhengi og yfirfærir yfir á nútímann og staka Ritningartexta úr heildar samhengi sínu og nota þannig Ritninguna t.d. sem tæki til kúgunar á öðrum eins og konum o.s.frv. Nú t.d. túlka Vottar Jehova ákveðin vers í Opinberunarbókinni sem svo að aðeins takmarkaður fjöldi trúaðra komist til himna. Þeir hinsvegar vilja ekki viðurkenna að sú upphæð sem þar er nefnd nái ekki yfir heildar fjölda votta... Tek ég þetta bara sem dæmi um oftúlkanir og það hvernig menn geta hlaupið á sig í fullyrðingasemi og ímyndaðri ,,spámannlegri" vissu sinni.

Þetta er allavega það sem hefur verið talað um sem bókstafstrú í mínum eyrum  og er minn skilningur á bókstafstrú. Ég er því hætt að segja að ég sé bókstafstrúar, þar sem að ég veit að minn fyrri skilningur að baki þeim orðum er líklega ekki réttur, allavega ekki fræðilega séð.

Ég hef, út frá þessum nýja skilningi mínum á hugtakinu, auk þess bloggað gegn bókstafstúlkun og vil bara árétta að með því var ég var að meina ofangreinda skilgreiningu mína á þessu hugtaki, ekki þá skilgreiningu að réttast sé að reyna að hlýða Guði og Orði hans eins langt og mannleg skynsemi, kærleikur Krists og samhengi textans leyfir. En það geri ég

Bryndís Böðvarsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:53

21 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tinna!

Það er auðvelt að fetta fingur út í "kynvilluna" og andmæli hennar. Við höfum talað gegn henni vegna þess að nú eru lagafrumvarp sem leyfa okkur kristnum að  vígja þá og blessa sem hjón. Jesú kenndi að hjón séu eingöngu karl og kona (eintala) út lífið.

Ég tala líka gegn "græðgi" og væri jafn ósáttur við það mál ef lög landsins leyfðu mér að samþykkja og blessa græðgina. Ég tala líka gegn kláminu og væri afar óhress ef lög landsins leyfðu mér að blessa það - ég tala nú ekki um ef ég ætti að samþykkja það sem normal hegðun eða fólk að selja vinnu sína með kossum og snertingum sem víðast.

Biblían boðar annað, Kristur kenndi um aðra hegðun og kirkjan hefur staðið gegn þessum atriðum. Þau hafa verið flokkuð sem siðleysi, óæskileg og mannskemmandi hegðun. Jesús kom með boðskap sem hjálpar okkur út úr vandræðunum.

Slæmt að þú skulir ekki sjá þá hlið málsins.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 2.5.2008 kl. 14:11

22 Smámynd: Snorri Óskarsson

Bryndís

Ég skil ágætlega þann mun sem birtist í skilningi "Votta Jehóva" á Biblíutextanum. Þeir viðurkenna ekki Jesúm Krist vera getinn af Guði. En það eru fleirri trúfélög með furðulegar kenningar t.d. þjóðkirkjan sem skírir barn til að það fái náð Guðs. Þannig er barnið náðarvana fram að barnaskírninni. Hvaðan hafa þeir þessa kenningu? Er það ekki kristal tært í Jóhannesarguðspjalli að "náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist"? Þannig er þjóðkirkjan með "sértrúar" skilning á skírn (ádreifingu) en ekki Biblíuathöfn sem heitir "baptismó" (niðurdýfing)!

Hvað á að vera okkar leiðarljós í trúarlegum efnum?

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 2.5.2008 kl. 14:19

23 identicon

Um niðurdýfingarskýrnir og Aríusarvillu Vottana, þá hjálpar að kunna sína kirkjusögu til að sjá hvað þessi tvö mál hafa verið greind niður í þaula svo löngu áður en nokkur maður fór að taka annaðhvort upp hérna á íslandi. Sagan endurtekur sig þegar maður þekkir hana ekki og/eða neitar að læra af henni. Menntun á orðinu, sögu þess, túlkunarsögu, samhengi, umhverfi, ritararýni og öllu sem því við kemur er því nauðsynleg!

Er ekki stofnun og klofningur "krossins" komin í gegnum lítið íslenskt kirkjuþing á vestmannaeyjum, um deilumál sem til er hafsjór af heimildum um meðal kirkjuþinga og deilda. Nær tæmandi rökstuðningur á alla vegu og þaulrætt mál sem ætti að vera útkljáð í afstöðu hvers sem þekkir til. 

Á hver kynslóð að taka upp kristsfræði og þrenningardeilur kirkjufeðrana og byrja þar með á algerum byrjunarreit í hamstrahjóli sögunar, því menn óttast spillingarmátt og efahyggju menntunar?

Jakob (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 17:44

24 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jakob

Þetta er flott hjá þér. ég er þér hjartanlega sammála um söguþekkingu á kirkju, deilum og kristni. Það virðist ekkert vera nýtt undir sólinni.

Ég þekki ekki til litla íslenska kirkjuþingsins í Vestmannaeyjum sem varð til þess að Krossinn varð til. En ég þekki þá sögu að hvítasunnumönnum fannst óskiljanlegt athæfi Kross-manna að endurgera (niðurdýfa aftur) þeim sem þegar höfðu látið niðurdýfast. Þess vegna buðum við til viðræðna "Fund til friðar" í Vestmannaeyjum  við Krossinn. Þar var ákveðið að menn létu af endurníðurdýfngu og hvítasunnumenn breyttu formála niðurdýfingarinnar á þann veg að við segjum :Ég skíri þig til Jesú, í nafni Föður, Sonar og Heilags anda. Amen"!

Um þetta var sameinast og tekist í hendur - en spurningin er hvort þetta haldi nokkuð?

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 2.5.2008 kl. 17:54

25 Smámynd: Linda

Sæll Jakob, ekki málið ég er ekkert langrækin að eðlisfari, en ég get verið fljótfær og því skil ég þetta vel.  Vinkona mín er í Guðfræðinni, hjálpi mér allir heilagir, og ég hef upplifað hversu flókið og magnþrungið þetta nám er, sérstaklega þeim sem eru trúaðir, þeir þurfa að læra að skilja trúna fyrir utan dyrnar, til þess að leyfa færðinni að síast inn.  Trúin er samt sem áður það sem leiddi vinkonu mína út í þessa fræðigrein, sakir þorsta hennar að vita meira.  Ég er mun fróðari sakir þessa þó svo ég sé langt því frá að vera sammála öllum þessum fræðum sem ég hef bara fengið smjörþefinn af.  Við erum sammála um að orðið er vant með farið, og slíkt bera að skoða í sögulegu og samtíma samhengi, eins og Bryndís bendir á hér fyrir ofan. 

Þið sem eruð fræðimenn sjáið um fræðina og við sem eru einfaldlega trúuð sjáum um hitan undir olíunni svo að lappinn fái að lýsa, en þó verðum við ávalt að hafa kærleika að fyrirrúmi í samskiptum okkar við aðra,  þó þolinmæðin (minn þráður er stuttur) sé oft eins og að klífa Everest

Knús og kveðja til allra sem hér skrifa.

Ps. Fræðimenn verða að muna líka að tala ekki niður til þeirra sem eru leikmenn og ganga ekki út frá því að þó svo að forstöðumaður tilheyri "frjálsum söfnuði"þá sé hinn sami ekki vel lesin í Guðfræðinni og samskonar pælingum.

Linda, 2.5.2008 kl. 22:46

26 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

FYRRA  BRÉF  PÁLS  TIL  KORINTUMANNA Kristur, kraftur Guðs og speki

18Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 19Ritað er:

Ég mun eyða speki spekinganna,
og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra.

20Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku?

21Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. 22Gyðingar heimta tákn, og Grikkir leita að speki, 23en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, 24en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. 25Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari.

26Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. 27En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. 28Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, 29til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. 30Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. 31Eins og ritað er: "Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni."

Og enn fremur:


Leyndardómur Guðs opinber

2
1Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. 2Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan. 3Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. 4Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, 5til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.

6Speki tölum vér meðal hinna fullkomnu, þó ekki speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar aldar, sem að engu verða, 7heldur tölum vér leynda speki Guðs, sem hulin hefur verið, en Guð hefur frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar. 8Enginn af höfðingjum þessarar aldar þekkti hana, því að ef þeir hefðu þekkt hana, hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar. 9En það er eins og ritað er:

Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki
og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns,
allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.

10En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. 11Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi. 12En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur andann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið. 13Enda tölum vér það ekki með orðum, sem mannlegur vísdómur kennir, heldur með orðum, sem andinn kennir, og útlistum andleg efni á andlegan hátt. 14Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega. 15En hinn andlegi dæmir um allt, en um hann sjálfan verður ekki dæmt af neinum. 16Því að

hver hefur þekkt huga Drottins,
að hann geti frætt hann?

En vér höfum huga Krists.

Þetta er eitt af bréfum Páls, þar sem að hann er að rita til hinna heilögu, en það eru þeir sem að helgaðir eru í trú á Jesú Krist og hafa tekið vi hans hjálpræði, þ.e. FRELSAST. 

Hann bendir á það að öll fræði manna geta hvorki skilgreint, né kennt um Guð, heldur einungis sjálfur Heilagur Andi Guðs. En til að njóta kennslu Heilags Anda, þarf fyrst að eiga sér stað trúar skref, sem er þetta að játa Jesú Krist sem eingetinn son Guðs Föður og hann upprisinn. Játa með munninum og trúa með hjartanu.

Kær kveðja til ykkar allra! 

G.Helga Ingadóttir, 3.5.2008 kl. 10:30

27 identicon

"Fræðimenn verða að muna líka að tala ekki niður til þeirra sem eru leikmenn og ganga ekki út frá því að þó svo að forstöðumaður tilheyri "frjálsum söfnuði"þá sé hinn sami ekki vel lesin í Guðfræðinni og samskonar pælingum"

Takk fyrir ábendinguna Linda. Hroki er einn af mínum auðséðustu göllum, um að gera að níðast á þessu helvíti þegar það skýtur upp höfðinu í samskiptum mínum við fólk.

Annars skil ég ekki afhverju frjálsir óguðfræðimenntaðir safnaðarhirðar (rétt beyging?) sem eru samt sem áður svo vel að sér í gegnum áhugamennsku skelli sér ekki í Guðfræði. Eins og t.d. dæmið sem Snorri tekur hér fyrir ofan úr bók C.E.G. Í guðfræði getur hann tekið áfanga þar sem bókinn er ýtarefni áfangans og lært undir handleiðslu höfundarinns sem kennara og spurt hann í eigin persónu út í vafamál. Smá rifrildi í tíma er oft tilgangur kennarana líka

G. Helga:  "Hann bendir á það að öll fræði manna geta hvorki skilgreint, né kennt um Guð"

ég hef bennt á þetta í skólanum að Biblían segi sjálf að hún sé með barnalæsingu á fræðimenn og aðeins trúaðir skilji hana. Ef þetta er ekki það sniðugasta sem ég hef séð. Algerlega varin árásum og gagnrýni. "Þú skilur mig ekki fyrr en þú ert sammála mér."

Snorri: Sæll, ég hef víst eitthvað misskilið frásögn Gunnars þegar hann var að segja frá stofnun Krossins. Minnti að það hefði verið nær nákvæm "eftirlíking" af gömlu kirkjuþingi sem löngu var búið að ræða niður í kjölinn. Ég man eftir að hafa hugsað:

"Afhverju lesa þeir ekki bara rökstuðning og niðurstöðu kirkjuþingsins? Í stað þess að Íslenska útkljáða deilu. Ætli þeir viti ekki af henni?" 

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:26

28 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Jakob

Hvaða tilvísun ertu með varðandi stofnun Krossins og "litla kirkjuþingsins" sem var óþarfi að halda?

Hvítasunnumenn trúa á þríeinan Guð "Föður, Son og Helgan Anda."

Við trúum á Drottinvald Jesú - fyrir trú á hann frelsumst við og verðum réttlætt. Hann helgar okkur og veitir okkur "vegabréfsáritun í himinninn". Þannig verðum við borgarar hins nýja ríkis.

Þessa náð fengum við með komu Jesú til jarðarinnar - í þennan heim. Barnaskírnin er því algerlega ónauðsynleg athöfn hún veitir engum  hlutdeild í náðinni. Hún er ágæt fyrirbæn og nafngjafar framkvæmd.

Þegar við höfum tekið trú á Jesú hefjum við gönguna - tökum upp kristinn lífsmáta - með því t.d. að láta niðurdýfast (sbr. Róm 6, ég á hlutdeild í dauða Jesú og upprisu). Þannig staðfesti ég trúargöngu mína að hans ráði. eins og Biblían segir skuli vera. Þetta er vegur helgunar og mannbætandi lífsmáta.

Hér kom ágreiningurinn við Krossinn inn, hvort nefna ætti "Föður, Son og Heilagan Anda" eða skíta til "Drottins, Jesú, Krists".

Hvítasunnumenn hafa trúað því sem sagt er í Ef.4:5, "Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra sem er yfir yður öllum og með yður öllum. "

Því er ekki vilji Krists að hafa margar tegundir af skírnum (niðurdýfingu) og þess vegna kom upp missætti - sem vissulega var reynt að laga.

En undarlegt er að þessi notkun 2.pfn (Yður í Ef.4:5) hefur verið fjarlægt úr Biblíuþýðingum frá árinu 1866.

Þess vegna er Guðs-skilningur margra á Íslandi "Pan-þeismi" - guð í öllu og allsstaðar en Biblían boðar Guð í sumum en öðrum ekki. Þess vegna segir Jesús :"Þér eigið Djöfulinn að föður og viljið gjöra það sem faðir yðar girnist." (Jóh.8:44). Verkin okkar vitna því um það hver stjórnar og ríkir í okkur. Því er Guð enganveginn í öllu. En hugsun hans og fingraför eru auðvitað greinileg í öllu sköpuðu.

Ég t.d. tel afar erfitt fyrir nokkurn heilbrigðan mann að halda því fram að Guð sé í Austurríkismanninum sem einangraði dóttur sína og misnotaði í 24 ár.

Skv. nýju Biblíuþýðingunni er hægt að halda því fram en skv. frumritunum og fram til 1866 var ekki um þennan mikla misskilning í Biblíuþýðingum að ræða.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 4.5.2008 kl. 17:58

29 identicon

Blessaður Snorri.

Takk fyrir greinargóða skýringu á þessum ágreiningu og áherslu ykkar hvítasunnu manna. 

Þessi tilvísun er komin úr knöppu svari Gunnars um stofnun Krossins á Logos fyrirlestri. Ég tek á mig fulla sök ef ég hef misskilið það.

Að vísu hef ég Lútherskari skilning á boðuninni og hjálpræðinu. Ég er alfarið á móti ýtarlegri greiningu Guðs tæknilegra smáatrið, þó sérstaklega svo að það skuli valda ágreiningi og sundrung. Sakramentin eru ágæt til síns brugs fyrir þá sem vilja hafa þau til handleiðslu, en annars finnst mér þó algert aukaatriði. Varla skýrum við fólk með eldi? Nah, myndlíkingar persónulegrar afstöðu vill ég frekar meina. Gleymdu ekki að Efesusbréfið er túlkun boðskapar. En það er aðeins mín afstaða eins og hún lýsir sér í dag.

Ég skal kommenta á þýðingarpólitíkina fyrst þegar ég er búinn með grískuna

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:42

30 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Sæll Snorri

 Takk fyrir góða grein. Það er sorglegt þegar  menn sjá ekki skóginn fyrir trénu.

Biblían talar um menn sem hafa á sér form Guð hræðslu en afneita kraftinum.

Guð blessi þig og haltu áfram þínu góða starfi.

kv Stefán

Stefán Ingi Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 23:11

31 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll!

Stefán Andri

Synd er lýst sem lögmálsbroti (1.Jóh.3: 4). Synd er framkölluð í hegðun okkar af þeim sem ræður yfir okkur þ.e. Djöfullinn. Hann syndgar frá upphafi og meðan við lútum hans valdi þá "gerum við það illa sem við ekki viljum en það góða sem við viljum gerum við ekki".

En vegna samfélagsins við Jesú getum við verið syndlaus þrátt fyrir veikan vilja og lítinn mátt. Heilagur andi gerir okkur hæfa til að lifa vammlausu lífi og syndlausum lífsmáta.

Við brjótum ekki lögmál Guðs en við getum hrasað og misstigið okkur en það er ekki "synd til dauða" aðeins sönnun þess að við erum ekki enn orðin fullkomin.

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 12.5.2008 kl. 23:59

32 identicon

Takk fyrir þetta.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband