14.5.2008 | 23:55
Ísrael 60 ára!
Það gerðist á einum degi að ríkið var stofnað. 14. maí 1947. Sá dagur bjartur og hlýr í sögu gyðinga. Reyndar var tilurð Ísraelsríkis merkasta og besta verk Sameinuðu þjóðanna til að leysa þjóðarvanda og efla skilning manna á milli. Thor Thors var fulltrúi Íslands hjá S.Þ. og hann samdi þá yfirlýsingu sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ben Gurion hafði lagt á það áherslu mánuðina áður að hafa öll skjöl klár fyrir Knesset ef til þessa gæti komið að gefið yrði grænt ljós á stofnun gyðingaríkis. Svo þegar yfirlýsing S.Þ. var samþykkt þá var ísraelska þingið kallað saman til að samþykkja stofnun Ísraels. Allt gekk upp - Ben Gurion reyndist hinn forsjáli leiðtogi.
En Arabaríkin voru nú ekki öll hrifin af þessu tiltæki. Líbanon sem fékk sjálfstæði frá Frökkum 1924 galt nei við því að Ísrael yrði stofnað. Þetta unga ríki var í nokkra áratugi einn glæsilegasti vottu um samspil kristni og Islam því Líbanon var heimsfrægt fyrir fjármála sýslu og hagsæld. Beirút var kölluð "París" Austurlanda. En verður urðu válynd fyrir botni Miðjarðarhafs.
1968 átti að eyða Ísrael og þá voru Arabarnir hvattir til af sínum leiðtogum að yfirgefa Ísrael svo innrásarherirnir fengju frið til að eyða gyðingum en ekki meðbræðrum. Þá var ísrael aðeins 20 ára.
1974 braust út borgarastyrjöld í Líbanon. Þar voru að verki Palestínuarabar sem vildu hreiðra um sig og verða "ríki í ríkinu" í þeim tilgangi að eyða Ísrael. Þeir settu upp vegatálma og hófu að skoða vegabréf þeirra sem voru á ferð. Ef í vegabréfið var skráð að handhafi þess væri kristinn varð meðhöndlunin sú að vera dreginn út úr bílnum, upp að næsta vegg og skotinn. Hann var kristinn, ofbeldisverkin áttu að fá alla Líbani til að gerast fylgendur Múhammeðs. Líbanir fengu yfir sig Hisbollah. Nú vilja Hisbollah Ísrael. Líbanon er hrunið. En Ísrael stendur enn!
Palestína var talin hafa u.þ.b. 250.000 íbúa beggja megin Jórdanár á árabilinu 1800 til 1850. Palestína var þekkt sem sandauðn meðan Tyrkir réðu landinu (1516 - 1917). Bedúínar sem fóru um landið í flokkum sáu til þess að ekki væri hægt að endurreisa landið. "Hver sem reyndi fékk á sig árás, ógn og skelfingu. Annað hvort var fólkið drepið eða sent í burt en þorpið var örugglega eyðilagt".(Peters. Time Immemoria. 158-160,165-167: S.Bergs.Heilagt stríð um Palestínu bls.18).
En þessi sandauðn var sögustaður Hebreanna, forfeðra gyðinga. Mark Twain fór um Galíleu i kringum 1860 og ritar: "..þessar óbyggðu hæðir Galíleu, þessi hrjóstrugu og gróðurlausu fjöll, aldrei bærist neitt á hrikalegum útlínum þeirra." Þannig var umhorfs fyrir 140 árum við Galíleuvatn. En þá voru gyðingarnir farnir að snúa til Landsins Helga. Svo braust fyrri heimstyrjöldin út og þá náði Arabíu-Lórens Aqaba, Damaskus og Jerúsalem af Tyrkjum. Bretar stýrðu landinu fram til 15.maí 1947. En í seinni heimstyrjöldinni hrundi samfélag gyðinga. Þeir voru á hrakhólum. Evrópa í rúst. Ásóknin jókst til muna að fara heim en í hvað?
Arabar hófu uppreisn gegn Bretum og gyðingum (1936 - 1939) að undirlagi Þjóðverja sem borguðu brúsann. Þessari uppreisn var stjórnað af Hajj Amin al - Husseini muftanum í Jerúsalem. Ummæli hans voru: "Ég tilkynni Heilagt stríð! Islamskir bræður mínir! Myrðið gyðingana, myrðið þá alla".(David L. Fantasy og Facta, 210). Hamas hefur þennan mann sem fyrirmynd og ætlar að framkvæma stefnuna.
En ekki má gleyma því að Arabar voru enganveginn einhuga þessari stefnu heldur fögnuðu sumir gyðingum og vinguðust við þá. Hjá þeim var vinnu að hafa og velgengni. Hvergi hafa Arabar það betra en einmitt í Ísrael!
En S.Þ. samþykkti og Ísraelsríkið var stofnað á einum degi. Arabaríkin söfnuðu saman her til frelsunar Palestínu og kölluðu herinn "Arab Liberation Army" (ALA) nafninu varð seinna breytt í "Palestinian Liberation Army" (PLA) sem breytt var aftur í PLO. Fyrsti herinn ALA var t.d. skipaður fyrrum SS-hermönnum frá Bosníu og Króatíu.
En við stofnun Ísraelsríkis hófu Arabarnir árás á hið nýja ríki og í raun herlaust Ísrael. En gyðingarnir höfðu roð við þeim vegna þjálfunar í skæruhernaði og landvarnarhópum. Því má ekki gleyma að Guð er með og þá verða styrjaldir leiddar til lykta á annan hátt en styrkleiki mannafla eða vopna ætla.
Þegar þjóð "fæðist á einum degi" er auðvitað nauðsynlegt að fá að vita hvaðan sú fullyrðing kemur? Frá spádómsbók Jesaja í kafla 66: 8 er einmitt sagt: "Er nokkurt land í heiminum borið á einum degi, eða fæðist nokkur þjóð allt í einu? Því að óðar en Zíon hefir kennt sóttar hefir hún alið börn sín."
Þannig rættist Orð Guðs fyrir 60 árum og sælir eru þeir sem heyra Guðs Orð og varðveita það!
En varðveitum við undrið, Orð Guðs sem rættist, Ísrael? Heyrum við óbrenglaðan fréttaflutning? Ég brýni alla til að taka afstöðu með Ísrael og læra af meðferðinni á Líbanon. Viljum við sjá Ísrael fara eins?
Skoðum í þessu samhengi annað sögulegt. Andstaða Araba við gyðinga er afleiðing af Nazismanum og áhrifa hans meðal þeirra. Það er því skylda allra manna sem elska lífið að standa með gyðingunum í baráttu þeirra fyrir tilveru sinni. Ekki viltu styðja naziska hugmyndafræði sem stelur slátrar og eyðileggur?
Líbanon var "kristið" land og það fékk þá útreið sem menn geta séð. Halda menn að Ísrael fái frið með friðarsamningum við þessi eyðingaröfl?
Ísrael Guð blessi ykkur á þessum tímamótum og varðveiti þig á komandi árum.
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var góður þáttur um Ísrael í Lindinni (kristilegu útvarpi) í morgun. Þökk sé þeim, sem upplýsa þjóð okkar um Landið helga og það sem þar hefur gerzt. Biðjum Jerúsalem friðar og Ísrael blessunar.
Jón Valur Jensson, 15.5.2008 kl. 00:06
Góður pistill
Kv Steini
Steingrímur Jón Valgarðsson, 15.5.2008 kl. 07:27
Mjög skemmtileg grein, frábær lesning!
Merkilegast finnst mér þó Jesaja 66: 8. Þetta vers og það sem gerðist fyrir 60 árum er lifandi dæmi um að Biblían er sönn og að Guð sé ekki maður að hann ljúgi! Allt mun koma í ljós, bíddu bara og sjáðu.
Guð hefur alltaf staðið með Ísrael og gerir það enþá.
Ingvar Leví Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 16:57
Hlynur
Sameinuðu Þjóðirnar hafa ekki skapað betri griðarstað en Ísrael. Á tíma var þetta land örfoka og Hussein (faðir Faisal og Abdulla konunga Sádí-Arabíu) sagði árið 1918: "Auðlindir landsins eru enn í dag óræktaður jarðvegur og munu verða nytjaðar af innflytjendum af gyðingaættum. Eitt af því undarlegasta af þessu öllu er það að ekki er langt síðan íbúar Palestínu yfirgáfu land sitt og ráfuðu veglausir í allar áttir. Fósturjörðin hafði ekki meira tak á þeim en það."
Annað þessu líkt er haft eftir arabískum rithöfundi sem lýsti Sharonsléttunni: "sandauðn... malaríufen... naktar hæðir."
Gyðingarnir breyttu landinu og hafa náð því að flytja ávöxt þess um allan heim. Júmbó þotur fara daglega með fullfermi af ávöxtum til markaða í Evrópu og víðar.
Sameinuðu Þjóðirnar gerðu rétt að skapa skjól fyrir gyðingana.
Þetta skilja t.d. Jórdanir í dag og eru mér sammála. Ég hef farið nokkrar ferðir til Jórdaníu og heyri hvað þeir viðurkenna í mín eyru.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 15.5.2008 kl. 19:12
"besta verk" - eða "stærstu mistök".
Púkinn, 15.5.2008 kl. 19:51
Sæll og blessaður Snorri . Það eru skiftar skoðanir um veru Gyðinga í Palestínu sýnist mér . Ég hef um tveggja ára skeið forvitnast stöku sinnum um þessi mál , og rekist á fróðleik hér og þar . En eitt finnst mér undarlegt, og það er :
Nú voru fyrstu alvöru flutningar á Gyðingum til Palestínu kostaðir af auðugum Gyðingum í U.s.a og Rússneskum kommúnistum . Er alveg víst að Guð noti svona aðila til að láta spádóma uppfyllast ?
conwoy (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:22
Sæll Snorri
Getur þú frætt mig um hversu hátt hlutfall Gyðinga sem búa í Ísrael eru Kristnir ?
Með fyrirfram þakklæti
Birgirsm, 15.5.2008 kl. 22:22
Telst það ekki til bestu verka að bjarga lífi? Stofnun Ísraels bjargaði lífi hundruð þúsunda gyðinga.
Vitið þið að í Jemen var mikill silfur-iðnaður í höndum gyðinga. Svo upphófust ofsóknir og gyðingum gert ólíft í landinu. Þeir fluttu til Ísraels og tóku silfuriðnaðinn með sér. Þetta viðhorf Jemena jók á eymd landsins en varð ísrael til mikillar blessunar. Þannig snéri Guð þessu ástandi til góðs.
Eins má segja um fjárstreymi frá USA og Rússlandi. Rússum fannst akkur í að borga vegna "tiltektar í landinu" en í dag er annað viðhorf gagnvart gyðingum. Menn tala um vaxandi gyðingahatur bæði í Evrópu sem Rússlandi.
En Guð lét t.d. Ísrael "ræna Egypta" við brottförina frá Egyptó. Faraó tapaði vinnuvélunum sem og ógrynni gulls.
Það skyptir öllu máli að vera réttu megin hjá Guði, Föður, Syni og Heilögum anda.
kv. Snorri
Snorri Óskarsson, 16.5.2008 kl. 16:47
Ef ég má svara Birgirsm, þá eru u.þ.b. 15.000 messíanic Gyðingar í Ísrael. Skrifaði grein ekki fyrir svo löngu sem talaði aðeins um aðstæður þeirra m.a. Smella hér
Linda, 16.5.2008 kl. 17:34
Er einhver ein skýring á þessu Gyðingahatri eða eru þær margar, og hverjar þá ?
conwoy (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:57
Þakka greinina. Til hamingju með afmælið.
Eyþór Laxdal Arnalds, 20.5.2008 kl. 23:19
Ég hefði haldið að guðslambið Snorri gæti fundið sér betra viðfangsefni en að lofa Ísraelsríki.
Lygarnar sem umlykja tilurð þess eru löngu afsannaðar af Ísraeslkum sagnfræðingum. En vísindi vinna ekki á trú Snorra og hans líka.
Það er athyglisvert að í september 1947, skömmu áður en Allsherjarþing SÞ samþykkti skiptingu Palestínu, voru margir sérfræðingar í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna algjörlega mótfallnir því að BNA styddu skiptingu landsins. Loy Henderson, stjórnandi þeirra deildar innan ráðuneytisins sem annaðist málefni Austurlanda nær, skrifaði minnisblað sem vert er að skoða í ljósi reynslunnar. Henderson skrifaði í skýrslu sinni að skiptingin væri ávísun á endalaus vandræði: „áætlun nefndarinnar (UNSCOP-sérnefnd SÞ um málefni Palestínu) er ekki aðeins óframkvæmanleg; ef henni verður hrint í framkvæmd mun það tryggja að Palestínuvandamálið verður varanlegt og enn flóknara eftir því sem tímar líða. Tillögur nefndarinnar sniðganga ekki aðeins grundvallaratriði alþjóðasamskipta, en viðhald þeirra þjónar hagsmunum Bandaríkjanna, þær eru einnig andstæðar ýmsum ákvæðum sáttmála SÞ og grundvallaratriðum sem bandarísk stjórnsýsla byggir á…Tillögurnar sniðganga grundvallarréttindi s.s. rétt til sjálfsákvörðunar og meirihlutavalds. Tillögur sem felast í áætlun nefndarinnar eru ekki aðeins á skjön við reglur, í þeim er viðurkennt að byggja megi ríki á trúalegum grunni og kynþáttamismun og leyfir í mörgum tilfellum mismunun á grundvelli trúar og uppruna gegn fólki sem býr utan Palestínu. Fram til þessa höfum við alltaf fylgt þeirri reglu í samskiptum við önnur lönd, að bandarískir borgarar njóti jafnræðis án tillits til uppruna og trúar. Sú áhersla sem hér er lögð á það hvort menn séu gyðingar eður ei mun örugglega auka þá tilfinningu meðal gyðinga og annarra að þeir hafi sérstöðu. Okkur ber engin skylda til þess að stuðla að stofnun gyðingaríkis“.
Svo mörg voru þau orð. Varnaðarorð Loy Henderson sýna okkur hversu illa var staðið að málum þegar 33 ríki, þar á meðal Ísland, ákváðu að hundsa réttindi Palestínumanna. Afstaða nýlenduveldanna ásamt sögulegum skírskotunum gyðinga og ofsóknum nasista leiddu til stofnunar Ísraelsríkis 1948. Fyrstu afleiðingarnar voru skipulagðar þjóðernishreinsanir, brottrekstur 750,000 Palestínumanna og útþurrkun 300 Palestínskra þorpa af yfirborði jarðar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.5.2008 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.