21.5.2008 | 14:14
Hisbolla og Líbanon?
Af hverju eru Hisbolla að semja um framtíð Líbanons? Eru Hisbolla samtökin ekki landlausir Palestínumenn sem "rændir voru eignum sínum af gyðingum og eru að reyna að fá eignahlut sinn til baka". Höfum við heyrt fréttir um annað en að hörmungar þeirra eru allar Ísraelum að kenna?
Hvernig stendur á því að þeir hafa samningsaðstöðu gagnvart stjórnvöldum í Líbanon? Jú, af því að þeir virða ekki ríki sem lútir ekki þeirra stjórn. Hér er eitt dæmið sem blasir við hvers vegna það er sjálfsmorði líkast að semja við samtök sem þekkja ekki takmörk sín né gildi þess að vera sanngjörn. Virðing fyrir kristnum og gyðingum er skelfilaga lítil.
Af þessu er aðeins ein niðurstaða að friður næst aldrei meðan svona samtök lifa. Eins og fer fyrir Líbanon þannig vilja menn að fari einnig fyrir Ísrael. Bara að vestræn ríki læri af þessu dæmi. Því annars þurfa sömu ríkin (Evrópa + Bandaríkin) að mæta með heri sína á svæðið til að stilla til friðar og þá verða þeim ekki vandaðar kveðjurnar. En spádómar Biblíunnar segja að þannig muni mál þróast ( Esek. 38 & 39; Jóel 3, Sakar. 12 og 14).
Hvernig ætli spámenn Biblíunnar hafi fengið þessar upplýsingar um skipan mála á okkar dögum? Það hlýtur að vera vegna þess að menn velja leiðina burt frá Guði; ófrið frekar en frið og græðgi framyfir sanngirni.
Biblían segir jafnframt að við svona ástand muni Kristur aftur stíga til jarðarinnar með sínum himnesku hersveitum. Það verður öllum til bjargar - veri hann hjartanlega velkominn!
kveðja
snorri í betel
Forsetakosningar í Líbanon á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bera gyðingar virðingu fyrir aröbum? örugglega ekki meiri en arabar bera fyrir gyðingum.
Bara að vesturlöndin læri af þessu segir þú....hvaðan koma vopnin? Vesturlönd eru löngu búin að læra það sem þau þurfa...þau kæra sig ekkert um frið. Það er enginn bissness í friði. Hverjir halda úti hernaði Ísrael? Gyðingar? Nei, USA.
Vesturlönd........Hinn kristni heimur er gegnvotur af blóði.
Blóði barnanna sinna......Nafn guðs er ritað í blóði barnanna hans.
Hræsnisfyllra og djöfullegra verður það ekki.
FRIÐUR (fæðist með börnunum og drukknar í blóði þeirra )
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 03:45
Lestu það sem kirkjufaðir okkar segir um Gyðinga.
Marteinn Luther kunni svosem að setja sannlekann fram.
Dæmin um leiðrétingar hans á Aflátssölunni og svo ótal margt fleirra, setti Náð og fyrirgefnigu og Kærleikann í forgrunninn , líkt og Meistarinn gerði og ávann sér einmitt hatur og óvild Gyðinga.
Semsé. Marteinn Lúter sagði eitthvað á þessa leið. Ó þú Kristni maður mundu það, og geymdu það næst hjarta þínu, að þú átt engann argvítugri og ákafari andstæðing, næst Djöflinum, en sannann Gyðing.
Muna það minn sæli.
Ekki lýgur Kirkjufaðir okkar,--eða hvað?
Með von um, að þér líði sem allra best, nú þegar Sólin hækkar enn á lofti og vekur sköpunarverk Hnas af svefni.
Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 10:01
Nei Hizbollah eru ekki "Palestínumenn". Hizbollah eru Arabar líkt og "Palestínumenn" en eru Shia Múslímar. "Palestínumenn" eru Súnníar. Hizbollah er hryðjuverkahreyfing Shia í Líbanon og eru innfæddir Líbanar en studdir af Sýrlendingum og Írönum sem báðir eru Shíar líka.
Hamas er hins vegar hryðjuverkahreyfing Súnnía í "Palestínu"
Þessi misskilningur er kannski skiljanlegur þar sem enginn munur er á svokölluðum "Palestínumönnum" og öðrum nágrönnum þeirra. Jórdanar, Líbanar, Sádar og Egyptar eru flestir Arabar og Súnníar og í raun sama menningar og samfélagið. Skipting þessa menningarsamfélags í þessi ríki er tilbúningur gerður eftir Fyrra Stríð við fall Ottómanaheimsveldisins.
Upprétti Apinn, 22.5.2008 kl. 12:42
Ég þarf að kynna mér betur málin þarna úti, kominn tími til.
Guð blessi þig.
kv Sigríður
Sigríður Jónsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:51
Haraldur
Gyðingar bera virðingu fyrir Aröbum. Margir Arabar eru ísraelskir ríkisborgarar og þeir eru vel metnir. Það er auðvitað misjant ástand hjá þeim eins og hjá gyðingunum líka. Sumir komast betur af en aðrir.
Þeir sem hafa það verst eru e.t.v. kristnir menn. Það skýrist af því sem Bjarni Kjartansson bendir á. Lúter sagði það sem nazistar framkvæmdu. Þess vegna er ég ekki Lúterskur.
Hisbollah eru ekki Palestínumenn. Satt er það en hvernig voru árásirnar skilgreindar frá Líbanon í haust? Voru þær ekki tengdar við landflótta Palestínumenn?
Þið vitið að gyðingaríkið varð til vegna þess að þeim var hvergi vært. Ofsóknir voru um alla Evrópu og frá Múftanum í Jerúsalem sem hagði gert bandalag við Hitler um að eyða gyðingunum (sjá færslu mína hér á undan)
Það eina rétta var að leyfa gyðingunum að fá sitt ríki og allir ættu að styðja það þó ekki væri nema vegna lýðræðisins sem gyðingar búa við undir erfiðum kringumstæðum.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 22.5.2008 kl. 22:16
Takk fyrir þetta Snorri, vil benda á að arabar sækja enn um ríkisborgararétt í Ísrael. Af hverju ? Jú Ísrael býður þeim greinilega betra líf, en bræður þeirra gjöra.
Kristinn Ásgrímsson, 22.5.2008 kl. 23:26
Snorri það er ótrúlegt að heyra menn sem kenna sig við jesu, bera í bætiflákann fyrir ofbeldið.
Þetta er þvílík hræsni af þinni hálfu að þú hlýtur að sjá það sjálfur.
´Ísrael fæddist í blóði, syndir í blóði, og mun drukkna í blóði.
Þér færi betur að taka afstöðu gegn ofbeldinu en að reyna að sýna fram á að einhver hafi áunnið sér rétt til að slátra öðru fólki eins og búfénaði, en þetta lýsisr afskræmingu biblíunnar vel.
Það versta sem komið hefur fyrir biblíuna var að lenda í höndum fólks sem notar orð hennar til að réttlæta illskuna. FRIÐUR ( er ekki fæddur í blóði ).
Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 12:24
Og þegar einn helsti fulltrúi PLO á Gaza flúði Hamas liða þá fór hann hvert? Til þeirra sem hann treysti!
Ísraela.
Tilviljun?
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 23.5.2008 kl. 12:27
Haraldur þó
Nú þarftu að laga röksemdarfærsluna því þú hefur alger endaskipti á hlutunum. Ísraelar höfðu ekki einu sinni her við stofnun ríkisins en 5 herir Araba ætluðu að útrýma gyðingaríkinu.
Gyðingar stofnuðu ekki einhliða sitt ríki heldur samþykktu S.Þ. stofnun ríkisins. Því þeir hafa rétt til lífsins.
Vestræn ríki hafa verið afar tvístígandi í afstöðunni til Ísraela en þeir hafa aldrei háð stríð fyrr en þeim hafa verið allar bjargir bannaðar (eins og 6-daga stríðið) eða á þá var ráðist (´48,´56, 68,´73, o.fl)
Ef þú ætlar að rökræða við mig um þessi mál viltu þá vinsamlega hafa staðreyndirnar á hreinu.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 23.5.2008 kl. 14:19
Tek undir með þér Snorri, veri frelsarinn hjartanlega velkominn.
Guðni Már Henningsson, 26.5.2008 kl. 00:03
Það er ekki mikið gert í því að hafa staðreyndir á hreinu hjá sumum sem hér tjá sig. Kristinn Ágrímsson ætti að lesa bókina „The other side of Israel“ eftir Susan Nathan. Susan er gyðingur og býr í Ísrael. Bókin er algjör gullnáma fyrir þá sem vilja kynna sér hlutskipti Palestínumanna sem eru með ríkisborgararétt í Ísrael. Og það er ekki fögur lesning. Það er stórmerkilegt að til er fólk sem telur að framferði Ísraela sé hið besta mál.
sjá: http://www.jerusalemites.org/book&film/film68.htm
Snorri segir að Ísraelar hafi ekki einu sinni átt her þegar þeir stofnuðu sitt ríki. Hann leyfir sér að fullyrða þetta þrátt fyrir að allir sem hafa kynnt sér málið vita að þeir voru með vel útbúnar sveitir sem voru bæði betur skipulagðar og betur vopnaðar en arabaherirnir. Og þeim tókst sitt ætlunarverk eins og Ben Gurion lýsti því og skýrt er frá í ævisögu hans. Þetta er staðfest af sagnfræðingum í Ísrael. En svona er málflutningur Snorrra, enda byggður á rangfærslum sem eru nýttar til þess að réttlæta framferði Síonista.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.5.2008 kl. 23:00
Hjálmtýr
Þú staðfestir mín orð varðandi herleysi Ísraela 1948. Ég fullyrði aldrei að þeir hafi ekki verið með bardagasveitir. Ég segi heldur ekki að þeir hafi verið vopnlausir en þeir voru illa staddir og herlausir 1948.
Margar bardagasveitir (Haggana) voru til hjá þeim sem gengdu m.a. því hlutverki að verja uppskeruna sem Bedúinar reyndu að stela.
Þetta er svipuð staða og með okkur Íslendinga að við eigum Landhelgisgæslu en hún telst ekki vera her enda ekki skipulögð þannig. En hún hefur barist við sjóher Breta.
Ég verð auðvitað að nota rétt orð, rétt heiti og rétta skilgreiningu á atriðunum og það verður þú líka að gera, Hjálmtýr.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.6.2008 kl. 00:38
Andrés
Ég flokka gyðing, araba og alla hina sem fæddir eru í Palestínu sem Palestínumenn. Veistu að Jerúsalem Post hét "The Palistine Post" frá 1932 til 1950?
Margir Palestínumenn (Arabar) eru kristnir og sæta illri meðferð bæði af hendi Araba og gyðinga. ég trúi því að enginn á þessu svæði þyrfti að sæta órétti. En þeir sem beita rangindum og hafa gert frá upphafi eru Arabarnir. Viðbrögð gyðinga eru nefnilega andsvör við ofbeldinu- þess vegna verða kristnir Arabar einnig fyrir barðinu. En sumir þeirra hafa þjónað í ísraelska hernum!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.6.2008 kl. 00:47
Ég tel að her sé skipulagður hópur vopnaðra manna sem eiga í hernaði. Skæruliðar
gyðinga voru hersveitir þeirra á þeim tíma. Vel skipulagðir og vel vopnaðir. Það skiptir
ekki miklu máli fyrir þá sem hinir vopnuðu menn drepa hvernig þú skilgreinir þá herfræðilega.
Þeir eru skipulagðir til að berjast. Búið.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.6.2008 kl. 08:44
Hjálmtýr
Þá er t.d. víkingasveit lögreglunnar her. Gott og vel. Ef skilgreiningar skipta engu þá er skæruliðar Hamas og Hisbolla her.
Átökin eru þá milli herja Palestínumanna og Ísraels. Þetta breytir þá stöðunni mikið því að menn hafa verið að hallmæla viðbrögðum Ísraelsmanna vegna þess að her gerir árás á léttvopnaða hermenn Hamas sem eru að "verja hús sín" af því þeir skjóta sprengjum og eldflaugum frá híbílum sínum yfir á ísraelskt land .
Þá fæ ég ekki séð hvers vegna ég eigi að leiðrétta málflutning minn!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 3.6.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.