Að fullkomna með þjáningum?

Qumran-steinninn  Ég sá þessa frétt í Time 21.júlí 2008. Mér hefur þótt afar merkilegt að lesa mig til um þennan stein. Ég á grein í "The Jerusalem Report" frá 4.ágúst um rannsóknir pófersors Israel Knohls á þessum merka steini. Steinninn er eigu Davíds Jeselsohn í Zürich en þegar hann var í Lundúnum fyrir áratug var honum boðinn þessi steinn til kaups, af jórdönskum fornsala. Davíð sló til og fannst Jórdaninn ekki skilja mikilvægi þessa steins. En seinna áttaði hann sig á því að hann skildi ekki sjálfur hve merkilegur boðskapur var á steininum.

Þessi steinn er með hebreskri áletrun með fornu bleki og sagður vera frá seinnihluta fyrstu aldar fyrir Krist . Steinninn er tæpur metri á lengd og um 40 cm á breidd. Boðskapurinn er sagður frá englinum Gabríle til einhverrar óþekktrar manneskju. Gabríel greinir frá stórstyrjöld sem verða mun einhverntíma í framtíðinni í kringum Jerúsalem. Textinn er í  87 línum og í línu 80 og 81 segir: " eftir þrjá daga þú munt lifna" og í næstu línu er sagt "prins prinsanna" sem er "varpað klettótta gjótu" sem er einnig myndlíking á blóðugum dauðdaga.

Knohl segir að þessi steinn greini frá blóðugum þjáningum Messíasar. Undir þetta taka prófessorar í trúarboðskap tengdum hinu seinna musteri þ.e. musteri Heródesar sem stóð á dögum Jesú og var rifið 70 e.kr. Á þeim tíma var búist við sigursælum hershöfðingja, Messíasi af kyni Davíðs og hinum líðandi Messíasi, syni Jósefs. Knohl heldur áfram og kallar þessa áletrun "Opinberun Gabríels" og segir :"hér fáum við, frá fyrstu hendi, frásöguna af hinum þjáða og líðandi messíasi sem er kallaður Prins prinsanna. Þessi messías er þjáður vegna fólksins, er líflátinn og síðan rís hann upp frá dauðum eftir þrjá daga."

Frásögn Nýja-Testamentisins er allt of lík til að hægt sé að loka augunum fyrir því hér er verið að fjalla um hinn sama Messías og Guðspjallamennirnir eru að kynna fyrir okkur.(Tekið úr Jerúsalem Report, frá 4. ágúst,2008)

En það vekur undrun mína að ekkert dagblað, engin sjónvarpsfrétt eða aðrir fréttamiðlar hafa flutt Íslendingum þessa frétt. Fréttamenn meta auðvitað sjálfstætt hvað telst frétt og hvað ég þurfi að heyra til að vera sæmilega upplýstur maður. En þessi steinn styrkir enn frekar að boðskapur Kristinnar trúar er merkilegri en menn hyggja. Hann er öruggari en samtíðin telur og enganveginn svo lítils virði að hann eigi erindi í glapkistu vantrúarinnar. Þess vegna valdi ég fyrirsögnina að þessari færslu "Að fullkomna með þjáningum.." því ég tek þessi orð í Hebreabréfinu kafla 2 og versi 10.

Þegar Guð er búinn að fullkomna frelsarann, opna leiðina og vinna verkið þá auðvitað á hann rétti á því að við göngum undir vald og leiðsögn Jesú Krists. 

 Ég kem þessu upplýsingum til þín lesandi svo þú megir sjálfur rannsaka og meta vegna þess að Biblían kennir að Jesús Kristur var fullkomnaður sem frelsari mannanna með þjáningum og hræðilegri meðferð.

Þeir sem hrífast af þessari fórnargjöf játa Jesú sem son Guðs frelsarann. Hinir sem hafna honum dæma sjálfa sig í glapkistu eilífðarinnar.

á hvaða leið haldið þið að blindir blaða- og fréttamenn séu sem ekki sjá ástæðu þess að færa okkur svona fréttir, fréttir sem staðfesta gildi Kristinnar trúar?

Kær kveðja

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að benda á þetta, virkilega merkilegt!   Þú þyrftir samt að reyna að gera meira grípandi titla, sérstaklega til að vekja áhuga þeirra sem eru svo fáfróðir að efast um áreiðanleika Biblíunnar.

Mofi, 1.9.2008 kl. 17:31

2 identicon

Trúir þú þessu virkilega sjálfur, eða ertu bara að grínast?

Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta Snorri. Enn og aftur sannast orð Biblíunnar.

Guðni Már Henningsson, 1.9.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Skil ég þetta rétt? Einhver klappaði spádómin um Messías í stein?

Jón Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Snorri. Takk fyrir að vekja athygli á þessum merkilega fundi. Ég var fyrir stuttu síðan í Jerúalem og kom þangað þar sem var búið að grafa upp og fnna marga merkilega hluti, sem staðfestu sögu Ritninganna (Biblíunnar), t.d.í"borg Davíðs" rétt fyrir sunnan Mustershæðina. Ég las einnig Jerúsalem Report, sem þú vitnar í, og er þetta mikil ástæða fyrir fjölmiðla okkar að nefna.

En það vekur undrun mína að ekkert dagblað, engin sjónvarpsfrétt eða aðrir fréttamiðlar hafa flutt Íslendingum þessa frétt.

Snorri! Hversvegna sendir þú ekki t.d. Morgunblaðinu þessa frétt?

Kæri bróðir. Halltu áfram að vekja athygli á sannleikanum sem er í Guðs orði. Takk fyrir allar þínar athyglisverðu greinar.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 2.9.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þessi umræddi steinn er áritaður en ekki með grópuðu letri eins og tíðkast á leirtöflum eða nútíma legsteinum.

Heiti færslunnar er ætlað að benda á að "frelsun mannanna, frelsisins lind" eins og sagt er í jólasálminum kom inn með þjáningum, gríðarlegum þjáningum sem engum manni var ætlað að þola. Þess vegna útbjó Guð sjálfum sér líkama til að taka á sig syndir okkar, afl dauðans.

Vissulega á það heima að benda blaðamönnum á þessa frétt. En ég er hræddur um að ritsjórnarstefna blaðanna komi frekar með gagnrýni og hártogunargreinar heldur en það sem þessi steinn fjallar um. En ég sendi fréttina til blaðanna!

Því ég trúi að þessi steinn, ásamt mörgu öðru komi í ljós vegna þess að Guð lætur steinana hrópa og staðfesta að við eigum frelsisvon, bjarta framtíð og eilíft líf í Kristi Jesú.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 3.9.2008 kl. 00:03

7 identicon

Takk fyrir þetta.Þetta er merkilegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:02

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Snorri - "Þeir sem hrífast af þessari fórnargjöf játa Jesú sem son Guðs frelsarann. Hinir sem hafna honum dæma sjálfa sig í glapkistu eilífðarinnar.

á hvaða leið haldið þið að blindir blaða- og fréttamenn séu sem ekki sjá ástæðu þess að færa okkur svona fréttir, fréttir sem staðfesta gildi Kristinnar trúar?"

Við trúfrjálsir, vantrúa og trúleysingjar eigum ekkert val í þessum efnum. Við erum bara fæddir svona, rétt eins og örvhentir, litblindir eða albínóar.

Mér finnst þú koma óorði á kristin gildi með því að leggja fram svona hótanir um "glapkistu eilífðarinnar"

Annars áttu kannski von á Jesús kalli þig "lítiltrúaðan" þegar þú leitar eftir inngöngu í Himnaríki. Myndirðu þola slíka stríðni?

Sigurður Rósant, 4.9.2008 kl. 11:18

9 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Sigurður

Litla Biblían er örugglega kristið gildi:" Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf."

Við höfum einnig þetta gildi: "enginn kemur til föðurins nema fyrir mig".

Þannig eru möguleikar mannsins til að eignast eilíft líf að taka Jesú sem frelsarann okkar.

Jesús hefur einnig gefið okkur heilagan anda til að menn "heyri hvað andinn segir söfnuðinum" og sá andi talar um helgun til að við varðveitum hreint hugarfar og guðlegt lífsviðhorf.

Rökin fyrir því að blindir, heyrnarlausir, haltir og lamaðir geti ekki heyrt af því að þetta er genetískur galli er ekki alveg í samræmi við okkur því að menn heyra um Jesú en taka eða hafna því sem hann segir eftir sínu áliti sem og að standa ekki í stímabraki við vini og kunningja. Almenningsálitið vegur sem þungt lóð ávogarskálina.

Að vera lítiltrúaður er ekki hættulegt orð. Tómas var vantrúaður en fékk að snerta Jesú og sár hans. En það er þrjóska okkar sem er enn verri eiginleiki og hættulegri.

Þú veist að Biblían segir. "Þrjóska er ekki betri en galdrasynd" - okkar er valið.

kær kveðja

snorri

Snorri Óskarsson, 4.9.2008 kl. 15:03

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er þónokkuð síðan ég heyrði af þessum steini, enda var skrifað um hann fyrst í febrúar 2008 í biblical archeology review. Eitthvað finnst mér Snorri dramatískur í lýsingum sínum á gildi hans. Það sem er merkilegt við þennan stein, er sú staðreynd, að sé hann frá því fyrir okkar tímatal, þá þýðir það að hugmyndir um hinn líðandi Messías voru í gyðingdómi fyrir okkar tímatal, en hingað til hafa menn haldið því fram að gyðingar hafi einungis séð fyrir sér herforingja Messías, sem frelsa myndi gyðingaþjóðina frá ofríki með hernaðarsigrum.

Þess má geta að sumir trúvarnar menn hafa lagt á það áherslu, að hugmyndin um að Messías myndi deyja og þjást hafi verið algerlega fjarri gyðingum, og þess vegna hefðu þeir aldrei skáldað sögurnar sem sagðar eru í guðspjöllunum. Guðspjallasögurnar hafi ekki samrýmst væntingum gyðinga um Messías. Það er síðan að koma á daginn, að þessar væntingar voru til staðar hjá sumum gyðingum, og þar af leiðandi eru þessi tilteknu trúvarnarrök nú lítils virði.

http://www.iht.com/articles/2008/07/05/africa/06stone.php

http://www.bib-arch.org/archive.asp?PubID=BSBA&Volume=34&Issue=1&ArticleID=16&extraID=14

http://www.bib-arch.org/news/dss-in-stone-news.asp

Sindri Guðjónsson, 5.9.2008 kl. 18:39

11 identicon

Guð blessi þig Snorri fyrir trúfesti þína við Krist!

Ása (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:21

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Orðið "gildi" virðist hafa víðtækari merkingu hjá þér Snorri en hjá mér. Mér hefur lengi fundist það merkja eins konar verðmæti eða markmið sem hægt er að fylgja, á lífsleiðinni. T.d. "Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig", "Gott mannorð er gulli betra", "Græddur er geymdur eyrir" o.s.frv.

Sum gildi verða svo úrelt með tímanum og breyttum viðhorfum. T.d. "Hart hrís gerir börnin vís", "Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum", "Bókvitið verður ekki í askana látið" o.s.frv.

Varðandi áletrun þessa steins.  Mér virðist hún vera talsvert sundurslitin og vandasamt að finna eitthvert samhengi í því sem þar er skráð. Vantar greinilega talsvert inn í textann.  En hér vísa ég á danska bloggsíðu þar sem hægt er að finna tilvísanir í þýðingar á letri steinsins bæði yfir á ensku og dönsku.

Sigurður Rósant, 6.9.2008 kl. 23:38

13 Smámynd: Snorri Óskarsson

Eitthvað er nú erfitt að koma þessu heim og saman, Sindri, að gyðingar hafi ekkert vitað eða skáldað sögurnar um Jesú.

Guðspjöllin eru algerlega sammála því að gyðingarnir hafi verið í vafa ( því Jesús hafi ekki algerlega fallið að hugmyndum þeirra um Messías. Jesús óttaðist meira að segja að hann yrði gerður að konungi.(Jóh.6:15)

Jóhannes spurði hvort hann ætti að vænta annars! Þannig er ekki dregin dul á að efasendir og tortryggni einkenndi samtíð Jesú. Meira að segja bræður hans trúðu ekki á hann.

Menn vita einnig að Jesaja 53 var löngu ritaður áður en Jesús fæddist. Þar er nú greinileg saga um hinn líðandi þjón. Steinninn umræddi er því í samræmi við þann kafla.

Steinninn er því greinilega staðfesting á því að Jesaja hafði áhrif á suma sem trúðu. En það má einnig geta þess að boðskapurinn hefur ekki áhrif á alla hvorki í dag né í árdaga.

Hvaða áhrif boðskapurinn hefur rýrir ekki gildi boðskaparins né dregur úr vægi þess mikilleika sem hann hefur. Vanhyggja og trúleysi mannsins sýnir okkur enn eina ferðina hve harðúð hjartans og þverúð hugans getur blindað okkur fyrir áætlun Guðs.

Bara ef við gætum séð að ávinningurinn af því að trúa á Jesú sem son Guðs, Frelsarann er hvorki meira né minna en eilíft líf og tilvera í komandi heimi.

Þannig er frásagan um Jesú frá Nazaret ennþá til falls eða frelsunar eftir því hvort við honum sé tekið eður ei.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 8.9.2008 kl. 13:19

14 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jesaja 53, er um Ísraelsþjóðina, sem var hinn líðandi þjónn Drottins. Ísrael/Jakob, er þjónn Drottins, sem Jesaja er að tala um

Jesaja 41:8 

En þú, Ísrael, þjónn minn,
Jakob, sem ég hef útvalið,
niðji Abrahams, vinar míns.

Jesaja 44:1-2

1Hlýð þú á, Jakob, þjónn minn,
og Ísrael sem ég hef útvalið.
2Svo segir Drottinn sem skapaði þig,
mótaði þig í móðurlífi og hjálpar þér:
Óttast ekki, Jakob, þjónn minn,
Jesjúrún sem ég hef útvalið

Sjá líka Jesaja 45:4, Jesaja 48:20, og Jesaja 49:3

Hann sagði við mig: „Þú ert þjónn minn,
Ísrael, ég læt þig birta dýrð mína.“

 .... alveg eins og t.d. sonur Guðs í Hósea 11, er ísraelsþjóðin, en ekki Jesús, eins og höfundur Matteusarguðspjalls reynir að gefa í skyn.

Þegar Ísrael var ungur
fékk ég ást á honum
og kallaði son minn frá Egyptalandi.
Þegar ég kallaði á þá
hlupu þeir frá augliti mínu,
færðu Baölum sláturfórnir og skurðgoðum reykelsi.

Það sem ég var að segja, er að margir trúvarnarmenn hafa bent á það að engir gyðingar hafi talið að Messías yrði líðandi þjónn. Lærisveinarnir voru gyðingar, og þeir sem skirfuðu guðspjöllin einnig, og þetta fólk hefði ekki búið til sögur um líðandi Messías. Það er nú hins vegar orðið býsna líklegt að þau rök sem þessir trúvarnarmenn notuðu eru gölluð, því það voru víst til gyðingar sem héldu að Messías myndi þjást og deyja, o.s.frv.

Sindri Guðjónsson, 12.9.2008 kl. 07:08

15 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sindri.

Ég tel líklegt að hvorttveggja eigi mikið til síns máls sem þú ert að benda á. Menn trúðu því trauðla að Messías ætti eftir að líða. Pétur virðist hafa verið þeirrar skoðunar þegar hann segir: "Guð náði þig herra, þetta má aldrei fyrir þig koma" Mt.16:22. Hér er maðurinn sem nýbúinn er að játa hann sem Krist (Messías).

Tómas virðist einnig koma af fjöllum þegar hann veit að Jesús ætlar til Jerúsalem. Hann gerir sér grein fyrir ölduganginum í kringum Jesú og segir: "Vér skulum fara líka til að deyja með honum." Jóh.11:16

Ef við megum setja þessar upplýsingar í sögulegt samhengi þá er líklegt að menn hafi trauðla trúað þó svo að menn hafi haft spádóma og Gabríel-steininn til að benda á skapadægur Messíasar. Það er erfitt að trúa því sem hefur gerst hvað þá því sem á eftir að gerast.

Það versta við spádómana sem eiga eftir að rætast er einmitt það að enginn veit hvort eitthvert vit sé í þeim.

Steinninn umræddi fræðir lesendur sína um ægilega stórstyrjöld sem verða mun um Jerúsalem. Sakaría talar einnig um svipaðan atburð sem og Esekíel. Hefur þessi styrjöld átt sér stað? Eða eigum við að vænta annarrar? 

Ég trúi því vegna þess að talað er um að "helmingur borgarbúa verði herleiddur". Það hefur nefnilega aldrei gerst. Í öll hin skiptin voru nánast allir herleiddir, alltaf. Aðeins leifar einar urðu eftir. Þannig er þá ekkert annað eftir en að bíða og sjá hvað setur.

Auðvitað er hægt að rífast svolítið um þetta en það mun engu breyta um niðurstöðuna.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 12.9.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242974

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband