Valdarán og fjármálaöngþveiti!

Rétti tíminn er svo oft vandfundinn. En þegar Persaflóastríðið hófst þá sögðu breskir embættismenn: "nú er tíminn til að senda út  óþægilegar tilkynningar". Í stríði eða átökum er minna eftir þeim tekið. Hamas eru ekki friðarsamtök heldur framlengdur armur Arababandalagsins. enda mátti það vera lýðum  augljóst þegar Amr Moussa kom til lands um miðjan sept. sl. að þá var hann talsmaður bandalags sem stofnað var gagngert til að koma í veg fyrir stofnun Ísraelsríkis.

Arabaríkin eru sek um að hafa gert þúsundir gyðinga landlausa með því að reka þá úr löndum sínum án nokkurrar ástæðu og auk þess fjárvana. Eignir þeirra voru þjóðnýttar. Þeir áttu hvergi höfði sínu að að halla og því var Gyðingaland, Ísrael eini valkosturinn til að halda lífi.

Árið 1948 voru reknir frá Marocco,Alsír, Túnis og Líbíu  382 000 gyðingar.

Eþíópía og Egyptaland ráku 37 000 gyðinga úr landi.

Jemen 50 000,

Iraq 130 000

Iran 76 000

Sýrlandi 10 000

Af þessum tölum  (685000 manns) má sjá að ekki var vilji til að leyfa þessu fólki að lifa í friði. Enn stendur þeim ógn af nágrönnum sínum hvort þeir kalli sig Arababandalagið eða Hamas.

Ef Vesturlönd bregðast gyðingum þá verður farið með Ísrael eins og búið er að leika Líbanon. Menn átöldu gyðingana fyrir að halda Gasa undir hælnum og halda þeim rólegum en þegar þeir yfirgáfu Gasaströndina til að veita Aröbunum frelsi, samkvæmt kröfu Vesturlanda, þá breyttist Gasa í víghreiður. Ef Hamas nær Vesturbakkanum, sem vel gæti gerst, þá breytist hann í eldflaugaskotpall. Það kallar ekki á frið. Þegar talsmaður Arababandalagsins, Amr Moussa, var hér á landi í september þá hefði hann átt að far með skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum að Ísland styðji Ísrael til lífs, sjálfstæðis og virðingar. Og Arabar ættu að láta af hótunum, ofbeldi og að berja stríðsbumbur síknt og heilagt.

Við heyrum hvatningu ráðamanna nú að standa saman í efnahagsöngþveitinu. Grípum tækifærið og stöndum með gyðingunum þegar enn eina ferðina er verið að ógna þeim og hóta útrýmingarstríði.

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is Hamas sögð undirbúa valdarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Leyfi mér að minna þig á það er ástæða fyrir öllu, -sama hvað það er.  Maðurinn er í eðli sínu grimmdar skeppna og eina ráðið til að koma í veg fyrir eilífan ófrið er upplýsing og umræða. Sannleikurinn er það sem þú veist -og bara það og ekkert annað.

Ef þú vilt viðhalda ófriðnum þá skaltu endilega leggja lóð þitt á vogaskálarnar til að lítilsvirða þjóðir heims með skilningleysi þínu á kjörum þeirra.  Afstaða arabaríkja til Ísraelsríkis byggist á því að ísraelar hafa leynt og ljóst með stuðningi Bandaríkja norður-Ameríku reynt að brjóta niður sjálfsvirðingu palestínuaraba og annarra þjóða sem búa í nágrenni við þá.  Það hefði kannski verið farsælla að finna aðra lausn á landleysi Gyðinga, en að stofna Ísraelsríki með þeim hætti sem gert var.

Kjartan Eggertsson, 5.10.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Kjartan

Ófriðnum  hefur ekki verið viðhaldið af mér né Bandaríkjum Norður-Ameríku. Áður en ríki Ísraels var stofnað voru Arabar farnir að elda ófriðarbál. Eins og þú sérð á færslu minni þá voru alheimssamtök Arabaríkja stofnuð gagn ísrael - áður en Ísrael var stofnað.

Hvert einasta stríð sem brotist hefur út fyrir botni Miðjarðarhafs hefur beinst gagn gyðingum og til að útrýma þeim - gáðu að því.

Ég vona að skoðanir fulltrúa Frjálslyndaflokksins séu ekki þínar í þessu máli! 

En þú þarft að kynna þér málavöxtu - heldur betur.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 5.10.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Snorri sæll - útskýrðu fyrir mér ástæður þess að Ísraelskir ríikisborgarar eru búsettir á Vesturbakkanum - landi annarrar þjóðar. Segðu mér hvaðan SÞ kom rétturinn til þess að samþykkja stofnun ríkis (ísrael) á landi þar sem önnur þjóð lifði og starfaði.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjálmtýr

Ísraelsmenn (gyðingar) voru farnir að byggja Ísrael upp undir stjórn Tyrkjasoldáns (Þeirra veldi hrundi 1915). Í Tyrkjaveldi voru lög (trúlega eru þau enn) sem sögðu að ef einhver fer að rækta eyðimörk þá á sá hinn sami landskikann sem hann ræktar því eyðimörg er einskismanns land. Þess vegna keyptu gyðingar ræktarland en námu eyðimörkina. Út frá þeim þætti gátu bæði Arabar sem og gyðingar frá Arabalöndum og Evrópu búið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis þá var einnig gert ráð fyrrir stofnun Arabaríkis á svipuðu svæði eða þeim landsvæðum sem Arabar réðu. Eins og þú veist þá eru Arabar ekki enn búnir að stofna sitt sjálfstæða ríki. Þeir voru lengst af þegnar Jórdaníu eða Trans-Jórdaníu (framan af). 

Arabar hafa gert sig seka um að hóta útrýmingu gyðinga og reynt það nokkrum sinnum. Gyðingar hafa aftur á móti aldrei hótað Aröbum útrýmingu og ekki verið þekktir fyrir að hrekja þá frá löndum sínum. En áróðurinn segir annað. Eflaust er hægt að finna dæmi um að Arabar hafi verið hraktir úr heimkynnum sínum en það er öruggt að hægt er að finna dæmin mörg um að gyðingar hafi verið hraktir úr heimilum og löndum sínum.

Rétturinn sem SÞ nýtti sér til að samþykkja stofnun Ísraels kom frá þjóðum SÞ, meðal annars Íslandi. Það var Íslendingurinn Thor Thors sem lagði fram tillöguna um stofnun Ísraelsríkis, blessuð sé minning hans. Því lít ég svo á að það er okkar skylda að við stöndum við það sem landi okkar gerði - gyðingum til heilla og Aröbum til blessunar. Hvergi hafa Arabar það betra en einmitt í Ísrael - þeim er ekki sýnd óvirðing né yfirgangur þar, en þeim ber að fara eftir lögum og reglum ríkisins. Það reynist mörgum erfitt því hann viðurkennir ekki lögmæti gyðinganna og þar stendur hnífurinn í kúnni.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 5.10.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband