11.10.2008 | 00:16
Reynslumiklir menn og uppsagnir!
Ég sá viðtal við útgerðarmann sem hafði orðið fyrir því að báturinn hans sökk í höfninni. Ástæðan var sú að vélstjórinn sem var nokkuð nýr í faginu hafði gleymt að loka fyrir botnloka. Þannig komst sjór inní vélarrúmið og endaði báturinn því á botninum. En fréttamaðurinn spurði útgerðarmanninn hvort hann myndi ekki segja vélstjóranum upp? En þá svaraði útgerðarmaðurinn: "Nei, alls ekki, nú hefur hann lært það sem hann mun aldrei gleyma og ég hef því betri vélstjóra en áður."
Þessi afstaða er mér hugleikin vegna allra þeirra sem hafa misst stöðuna, vinnuna eða eignarhluta í þessari orrahríð sem nú gengur yfir. Allt þetta fólk með slíka reynslu er mikill fjársjóður ef það aðeins fær að nýtast á komandi mánuðum og árum.
Þegar menn heimta Davíð í burtu og skipta út stjórnum banka eða henda bankastjórum út þá erum við að missa frá okkur "vélstjóra með reynslu"!
Ég þykist vita að allir þessir aðilar sem nú eru komnir á "götuna" vita hverju þeir myndu breyta ef þeir fengju að upplifa nokkra daga aftur sem eru nýliðnir.
Ég tel að þeir myndu stilla gróðavoninni í hóf.
Gaumgæfa betur fjárfestingakostina.
Vinna hægar og spá aðeins betur í ráðin sem þeir gáfu fjármagnseigendunum.
Ráðfæra sig við reynslubolta og gera sig ánægða með hægari vöxt, minni hagvöxt.
Ég er ekki að halda því fram að allir eigi að halda stöðu sinni og enginn að axla ábyrgð, auðvitað ekki heldur hitt að vinna málin þannig að þeir eigi afturkvæmt. Reynslan er dýrmæt.
Segir ekki máltækið sígandi lukka er best?
Hættulegasta ástandið í þessum kringumstæðum er að hafa ekki trú á Guði almáttugum. Þá skilja menn ekkert í svona reynslutímum. Besta veganestið er að eiga trú á Guð sem leiðir okkur áfram, jafnvel þó við förum í gegnum dimman dal, þá óttast ég ekkert illt því sproti Guðs og stafur hugga mig. Í húsi Drottins fáum við að búa langa æfi.
En veikleiki okkar er að gleyma Guði á góðu dögunum og finna hann síðan ekki í svartnættinu. En það er alltaf nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að Guð þarf ekki peninga til að notast við okkur eða hafa okkur í þjónustu. Hann þarf huga okkar, áhuga og hæfileika til að við mótumst samkvæmt eðliseinkunn Guðs, Biblíunni.
Þegar Sakkeus frá Jeríkó gekk Jesú Kristi á hönd sagði hann:"Helming eigna minna gef ég fátækum og hafi ég haft nokkuð af nokkrum þá gef ég honum það ferfalt aftur."! Þá sagði Jesús við hann: "Sannlega hefur hjálpræðið hlotnast húsi þessu."
Margur getur ekki sagt þetta í dag því allur auðurinn er horfinn en þú átt þó sjálfan þig eftir og reynsluna sem má miðla öðrum. Má Guð eiga afganginn, þig?
Veisu að Napóleon var spurður að því þegar hann var fangi á St.Helenu hvers hann óskaði sér helst úr lífi sínu. þá sagði hann "7 mínútur". Menn hváðu og undruðust svarið hans. Hvers vegna aðeins 7 mínútna. Jú, það voru mínúturnar sem ég notaði til að fara í bað þegar mér sýndist að orustan við Waterloo væri sigruð af mínum mönnum. En þegar ég kom úr baðinu var allt orðið breytt. Guð getur gefið þér þínar "7 mínútur" - tíma hinna glötuðu tækifæra. Guð ræður nefnilega tíma og tíðum!
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt fallega mælt hjá þér Snorri og vissulega hægt að taka undir það sem þú segir hér. En góð orð og fagurgali borga ekki skuldir okkar sem nú stöndum frammi fyrir algerum eignamissi fyrir tilstilli þessara manna.
Í öllu þessu fári tala margir um að við þurfum að snúa bökum saman og svo það að mesta verðmætið í lífinu séum við sjálf. Manni flökrar við þessum frösum því þeir eru innihaldslausir. Þeir losa okkur t.d. ekki undan þeim skuldaklafa né þeirri ánauð sem þessi svokallaði "velmenntaði mannauður" okkar í fjármálageiranum hefur múlbundið okkur í næstu áratugina.
Ég skal vissulega draga vagninn með íslensku þjóðinni ef þessir fáráðar fjármálageirans verða látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar og látnir skila þeim auði sem þeir hlóðu undir sig í þessari trylltustu veislu Mammons í manna minnum.
DanTh, 11.10.2008 kl. 00:57
Daníel
Ég get alveg verið þér hjartanlega sammála varðandi múlbindingu, trylltustu veislu Mammons. Ég er líka mjög sammála því að þeir sem sitja á auði annarra, illafengnum skili afganignum. En ég vil ekki hengja bakara fyrir smið.
Við verðum einnig að viðurkenna að þessi veisla hefði aldrei getað átt sér stað nema af því að svo margir stukku á vagninn og treystu snilligáfu peningamannanna.
En er ekki krafan sú að sá sem laggði inn milljón fái sína til baka, vaxtalausa? Vonandi hafa stjórnendur vagnsins hugrekki til að skila andvirði og auðsöfnun sinni til margra ára.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.10.2008 kl. 11:41
Davíð hefur ekki einusinni farið á mótoristanámskeið, kann vart á olíugjöf né veit hvað er slíf eða stimill og því ófært að munsta hann sem yfirvélstjóra gæti munstrað sig sem dagmann í vél.
Það á ekki að ráða smið í bakarí, því hann bakar ekkert nema vandræði.
haraldurhar, 12.10.2008 kl. 00:21
Snorri.
Ég er nú þannig gerður að ég tel að maður eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samfélagið hefur hinsvegar losað alla undan þeirri ábyrgð með aumingjameðaumkun.
Nú ég trúi því að samfélagið hafi fengið þann skell sem kalli á bætt siðferði í þessum málum sem og öðrum. Það er hinsvegar dýru verði keypt og reikningur sem ég tel okkur flest ekki eiga að borga. Það verður því engin sátt í þjóðfélaginu nema þessir menn séu látnir horfast í augu við það hvað þeir hafa gert. Það ber að láta þá sæta ábyrgð gjörða sinna en ekki leyfa þeim að lifa í vellystingum á miljarða illa fengnum auði sínum.
Bankaræningi sem vippar sér yfir gjaldkeraborð og stelur tíu þúsund krónum er hundeltur af lögreglu um allan bæ, tekinn, dæmdur og fangelsaður. Í dag eru menn að vandræðast með það hvort fláræði þessara manna og vélabrögð falli undir glæp. Hverskonar samfélag er það sem sér ekki hve glæpsamlegt athæfi þessara manna er?
Ég tel að stjórnmálamenn okkar og útrásarlið beri alvarlega ábyrgð á hvernig komið er fyrir okkur. Þeir drógu marga með sér í blekkingarleiknum, fólk sem sjálfviljugt hefði ekki hoppað upp í vagn þeirra nema fyrir góð orð og sérfræðiráðgjöf starfsmanna bankanna.
Ps.
Ég skil þína nálgun á þessu máli þó svo ég hafi harðari afstöðu til málsins en þú. Ég ber mikla virðingu fyrir öllu því sem frá þér kemur og þakka þér fyrir öll þín skrif.
Kveðja
Daníel
DanTh, 13.10.2008 kl. 00:54
góður pistill hjá þér Snorri að mínu mati, ...kveðja ...
G Antonia, 13.10.2008 kl. 14:03
Takk Snorri fyrir þessa góðu hugleiðingu. Vildi að allir væru eins og Sakkesus.
Það hafa því miður ekki allir tök á feta í fótspor hans þótt vildu, þar sem helmingur eigna er ekki lengur til.
En einhvers staðar stendur: Sá sem líknar fátækum lánar Drottni, og ég trúi að það sé gott að eiga inneign þar, það er sú eina sem bíður okkar hinu megin við móðuna miklu.
Baráttukveðja.
Kristinn Ásgrímsson, 14.10.2008 kl. 23:54
Einhvers staðar stendur að auðmenn mun veina og kveina, ég sé ekki betur en sá tími sé runninn upp. En í Ritningunni stendur að Drottinn vilji miskunnsemi, frekar en fórnir.
Við erum komin í þessa stöðu, sumir vegna eigin gáleysis, aðrir vegna annarra gáleysis. Þannig er það oft í umferðaslysum, að margir slasast og missa jafnvel lífið vegna gáleysis annarra og hraðaksturs. En hrópar þá múgurinn blóðhefnd?
Ég er sammála þér Snorri að reynslan sé dýrmæt, sjálf á ég mína bitru reynslu og var því ekki gálaus í góðærinu og lét ekki blekkjast af fagurgala fræðinganna. Engu síður mun ég þurfa að takast á við afleiðingar eins og aðrir, en ég er þakklát fyrir minn Guð, sem að gefur mér visku og leiðir í gegn um alla þá dali sem ég þarf að fara um og yfir þá tinda sem að ég þarf að klífa.
Því bið ég í dag Drottinn um að fyrirgefa þjóð minni og leiða hana upp úr þessum dimma dal og inn í ljósið. Að fólk megi leita Drottins og finna hann. Eins og Jesús gat fætt þúsundir á aðeins fimm fiskum og sjö brauðum, þá er hann hinn sami í dag og gerir kraftaverk. Til eru þjóðir sem hvorki hafa mat né drykk, eða lyf við sjúkdómum. Við höfum svo margt að þakka, en sá Guð sem að Íslendingar hafa dýrkað í hópum, Mammon, kemur bara til að stela, slátra og eyða. Hann lyftir okkur upp í hæstu hæðir, en sleppir okkur svo og fallið er hátt.
Sá sami Guð Heimisins sagði við Jesús, "allt þetta vil ég gefa þér, ef að þú fellur fram og tilbiður mig". En Jesús vissi að hann er faðir lyganna og ekkert gott og varanlegt kemur frá honum.
Ég treysti ekki á eigin visku í þessum efnum og vil ekki benda á mann og annan og gera ábyrgan, án dóms og laga. Málin verða rannsökuð og sannleikurinn koma í ljós. Þess bið ég Drottinn og ég bið hann líka um að setja það fólk til að stjórna, sem að heyrir hans röddu og fer eftir henni. Því að ráð Drottins eru einungis til heilla fyrir alla menn. Menn munu þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna, en mikilvægt er að fyrirgefa, því að í ófyrirgefningu er helsi og fjötrar. Þess vegna bið ég um fyrirgefningu fyrir þjóð mína og að við lærum að fyrirgefa hvort öðru.
Megi Guð blessa Íslensku Þjóðina.
G.Helga Ingadóttir, 22.10.2008 kl. 09:19
Sæll herra Snorri. Ég við þakka þér fyrir þennan góða pistil. Fróðleiks mólan
Megi Guð friðarins gefa þér blessunm og frið og fjölskyldu þinni í Jesú nafni. Amen.i
Kveðja Þormar.
Þormar Helgi Ingimarsson, 22.10.2008 kl. 22:01
"Margur getur ekki sagt þetta í dag því allur auðurinn er horfinn en þú átt þó sjálfan þig eftir og reynsluna sem má miðla öðrum. Má Guð eiga afganginn, þig?"
Er þetta ekki það mikilvægasta sem við getum fengið með okkur í lífinu? Að eiga sjálfan sig í félagi við drottin?
Dunni, 23.10.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.