Hengjum þá!

Þetta er kall sumra. Aðrir segja: flytjið peningana heim! Svo viðurkenna allir að þér séu vitrir eftirá. En svona fóru mál - úr skuldlausum ríkissjóði í þjakaðan af skuldabyrði. Fleiri sorglegir þættir eru í þessu máli.

Meðan góðæri var á höfuðborgarsvæðinu og menn græddu á tá og fingri var landsbyggðin lögð í rúst. Menn höfðust þar ekki við. Litla sem enga vinnu var þar að fá. Útgerðir sagðar blómstra en samt skulda þær milljarða og eru alls ekki á yfirborðinu, þær eiga varla nokkuð nema skuldir.Það er velstatt land sem getur lagt sjávarbyggðir í rúst!

Sveitasjóðir safna skuldum og eru reknir í mjög þröngri stöðu. Heimilin í landinu gátu ekki borgað niður skuldirnar en sum þó haldið í horfinu. 

Húseignir eru ekki lengur fasteignir fjölskyldunnar heldur leiguhúsnæði annaðhovrt íbúðalána-, lífeyrissjóðs eða bankans.

Á meðan gat ríkissjóður einn státað sig af því að vera "skuldlaus". Og bankastjórarnir voru að hjálpa okkur til að geta fjárfest og sparað til að greiða niður skuldirnar með góðri ávöxtun. Hver tók ekki þátt í því? Allir voru "hengdir"!

Nú er allavega búið að hengja okkur öll.

En ég vil aðeins minna á samspilið. Fréttastofurnar hafa verið að rifja upp fyrir okkur ánægju greinarnar, hrós forseta, ráðherra og aðdáun "Litla Jóns" á okkar mönnum. Svo dansinn í kringum "Gullkálfinn" var troðinn af næstum því öllum! Almenningsálitið mótað af fjölmiðlum, forseta og fjárfestum til að fagna "gullkálfinum"! Heyrðu menn kirkjuna og trúaða vara við og halda fram nægjusemi og Guðhræðslu?

Er ekki eitthvað meira á bak við svona verðhrun en mistök fáeinna bankakalla? Þegar síðasta hrun var 1929 þá var gyðingum kennt um ófögnuðinn. Svo það er stutt í það að við drögum fáeina menn til saka og þvoum okkur Pílatusarþvotti með því að hrópa "útaf með Davíð" eða "hengjum þá"!

Hjá okkur er bara sáning og uppskera. Það er ekki flóknara. Biblían kennir okkur þetta "lögmál" og einnig það að við erum seld óhlýðninni á vald. Þess vegna er mannkynið að gera sömu mistökin aftur og aftur, kynslóð eftir kynslóð. Frá Nóaflóði til okkar daga halda menn að þeir sleppi við dómsdag!

En skoðum viðvörunarorð Biblíunnar og spyrjum svo hvern ætti að hengja?

Peninga-hyggja og ágirndin eru "skurðgoðadýrkun" skv. því sem sagt er í Efesusbréfinu.."það skuluð þér vita og festa yður  í minni að enginn frillulífismaður eða saurugur eða ágjarn,- sem er sama og að dýrka hjáguði,- á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs.(Efes.5: 5) Samt segjumst við flest vera "kristinnar trúar"!

Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir....(2.Tím. 3:1-2).  Þetta er býsna nákvæm samtímalýsing af því að menn hafa nefnilega verið að raupa yfir fjárhagslegum afrekum sem reyndust stórkostlegar blekkingar.

Og þegar þessi blekkingavefur hrynur þá minnir það mig á viðvörunarorð Opinberunarbókarinnar er segir: "Fallin, fallin er Babylon hin mikla sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns." Þetta reiði-vín er útskýrt í Jeremía 51:7, þar sem gerir þjóðirnar óðar. Fjárhagsleg velgengni okkar hefur þess vegna verið eins og rúngandi fyllerí án þess að nokkur raunveruleg innistæða væri fyrir öllum þeim veigum sem menn drukku. Nú er áman tóm. Hvern ætti að hengja fyrir þetta?

En erum við eitthvað búnin að læra? Mér til undrunar heyri ég vinstri menn hrópa á þá "lausn" að taka upp norsku krónuna eða hlaupa í Evrópubandalagið? Dæmigert fyrir Íslendinga. Grípum til skyndilausna!Er það ekki bara til að sleppa við að taka hugsunarhátt okkar í gegn?

Mér til undrunar þá heyri ég raddir erlendis frá sem hvetja til að stokka upp og hrinda af stokkunum nýju  peningakerfi. Það á að verða alheimskerfi opið eða gegnsætt, eins og það er kallað. Þetta kerfi sem nú er hrunið var sett á laggirnar eftir seinni heimsstyrjöld. Ef það gerist þá má búast við að peningar hverfi af sjónarsviðinu og eingöngu verði um tölvufærslur að ræða. Því seðlaprentun og myntsteypa er rándyrt kerfi. Þá getur ríkið sparað milljarða. Trúlega verða settir ósýnilegir þröskuldar svo fjármunir ríkja geti ekki horfið þaðan til annarra banka eða landa. Einnig verður þá auðvelt fyrir ríkið að sjá tekjustofna og skattaskyldur sem hátekjumönnum hefur tekist að komast hjá í núverandi kerfi. Hið nýja kerfi verður byggt á örflögum sem skotið verður undir húð hægri handar og á enni.

Því fleirri ríki sem lenda í þessu fjárhagslega hruni því fyrr verður þessu kerfi komið á. Næsti forseti Bandaríkjanna verður aðalsprautan í framgangi þessa máls en svo tekur Evrópa við og leiðir framkvæmdina á því að kerfið verði okkar, um alla Evrópu og allan heim. Eigum við að gefa þessu 3 og hálft ár? Á meðan þarf engan að hengja því kerfið mun sjá um að hengja okkur öll. Stundum er þetta kerfi kallað "merki Dýrsins"!

Frá þessu kerfi er greint í Biblíunni. Þarf að segja meira?

Hún flytur okkur sannleikann um fortíðina, nútíðina og framtíðina, jafnvel eilífðina.  Ég hef hengt von mína á hana en í hverju hangir þú?

kær kveðja

Snorri í Betel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málflutningur þinn hrinur eins og spilaborg um leið og þú ferð að blanda gömlum þjóðsögum og goðsögnum inn....

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég er nú bara svo illa staddur að ég á ekki einusinni fyrir snæri ... bara fátækur íslenskur námsmaður í útlöndum.

Baldur Gautur Baldursson, 3.11.2008 kl. 18:05

3 identicon

Takk fyrir þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Úlfur

Væri ekki miklu nær að krossfesta þá!

Úlfur, 3.11.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Dunni

Góð lesning og gagnlegfyrir alla.

Kveðjur frá Ósló

Dunni

Dunni, 4.11.2008 kl. 07:53

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Doktor E.

Það er merkilegt að þú samþykkir málflutninginn og finnst hann standa unz Biblíutilvitnanir birtast. Segir þetta ekki nokkuð um þig og þröngsýni þína. Gamla bókin segir greinilega meiri sannleika en þú þolir! Hún á einnig orð um afleiðingar græðginnar.

Baldur það er gott að þú hafir ekki efni á snæri ég er viss um að þú kemur vel sigldur til baka, menntaður í réttlæti eftir þessa reynslu. Ísland þarf á þér að halda - berðu höfuðið hátt!

Úlfur

Það eru allir krossfestir sem tóku þátt í firringunni. Nú þarf að losa þá við krossana og lífga þá að nýju. Þarf ekki frekar páska og upprisuna til allra?

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 4.11.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég horfi einungis á með augunum og bið þess að ég blindist ekki, né láti blekkjast. 

Ég vaki og bið, set traust mitt á þann sem að allt vald hefur og er eylífur. Guð blessi þig bróðir í Kristi og gefi þér styrk og úthald.

G.Helga Ingadóttir, 5.11.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband