Eru menn Evrópu-blindir?

evropa.jpg

evróputölurhlutabrefamarka_ur_08.jpg

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

           1.                                  2.                                              3.

Hvaða erindi eigum við Íslendingar inní sökkvandi skip?  Þegar blasir við okkur bankahrun, atvinnuleysi og mikil uppstokkun fyrirtækja þá þurfum við að leita lausna. Á sama tíma virðist krafan klingja stöðugt: "tökum upp Evru" og "göngum í Evrópubandalagið"! Er þar allt í góðum málum? Bjargar Evran öllu? Vita menn ekki að þar er meira atvinnuleysi en hér?

Þessi línurit (2 og 3) sem fylga færslunni eru tekin úr Tíme (21.07 ´08) og sýna, svo ekki verði um villst að hagur Evrópu er ekki vænlegur. Að fara þangað inn þýðir að við komum í hús skortsins. Núna kæmum við einnig sem bónbjargarmenn, þurfalingar sem höfum ekkert fram að færa - nema auðlindir sem okkur er nauðsyn að verja og nýta. Þær eru ekkert til skiptanna sbr. fyrri landhelgisdeilur fram eftir allri síðustu öld. Þar sem litil von er, verða ekki vænleg kostaboð.

Ég tel það alger afglöp að fara inní Evrópusambandið og enn verri en þau að leyfa bankakerfinu að vaxa okkur yfir höfuð.

Þátttaka í ríkisheild byggist einnig upp á hugmyndafræði. Menn verða að vera nokkurn veginn sammála siðferðisreglum til að geta fellt sig að lögum ríkisins. Ef vér brjótum í sundur lögin þá brjótum vér og í sundur friðinn - sögðu þeir á alþingi við Öxará. Væri ekki vert að skoða aðeins þá hugmyndafræði sem Evrópusamstarfið hvílir á?

Mér finnst einnig afar undarlegt hve háværar raddir eru og krafa um að taka upp Evru og/eða aðild. Ég dreg ekki í efa þær fullyrðingar að krónan sé okkur dýr! Það er líka flókið stjórnkerfi. Það er líka alþingi og lýðræðið. Við gætum lagt niður kosningar og haft eina góða ríkisstjórn sem setur lög, framkvæmir lagaboð og klárar málið á einfaldan og snyrtilegan hátt. Hún hefur sýnt það á undanförnum vikum að Alþingi Íslendinga er algerlega óþörf stofnun. Sparnaður á ári gæti verið nokkur hundruð milljónir.  En verðlagning sjálfstæðisins verður vart metið til fjár. Við megum skilja  "að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".

Hugmyndafræði Evrópu byggir á trúarlegum þáttum sem koma fram á mynd 1, tilvísun til óhlýðni og guðlauss lífernis. Kjarni sögunnar um Babelturninn er einmitt björgunaraðgerð til að ekki þurfi að lúta og treysta á Guð almáttugan. Babelturninn reis þrátt fyrir að Guð ætlaði ekki að eyða jörðinni í vatnsflóði. Á líkan hátt stöndum við Íslendingar að hafa lent í vandræðum (dómi Guðs, við héldum að lög hans væru fallin úr gildi) en svo viljum við ekki hverfa til ráða og skipulags sem Guð hefur sagt að hann muni blessa. Það er skelfileg niðurstaða þjóðar sem syngur "Ó, Guð vors lands.."!

í Evrópu er enga hjálp að finna. Sýna viðbrögð Englendinga og Hollendinga það ekki? Ég legg til að ríkisstjórnin setji þjóðinni einn bænadag t.d. fyrsta sunnudag í aðventu(30. nóv.) þar sem allar kirkjur verða auglýstar sem bænastaður til að Guð gefi þjóðinni frið, áræði og trú á að lausn sé að finna í þessum vanda. Ég vil einnig leggja það til að í stað upphlaupa og mótmælaaðgerða sem eru ekkert annað en hóp-einelti gegn örfáum mönnum, þá verði hrópað til Guðs á hæðum, hjálpaðu Davíð og seðlabankastjórunum, vertu með Geir og Ingibjörgu, styrktu Fjármálaeftirlitið til að þau sjái leiðina út úr ógöngunum og leyfðu þjóðinni að standa saman til að sjálfstæði okkar varðveitist, byggðir landsins blómstri og enginn þurfi að verða landlaus Íslendingur ráfandi  um á framandi grundu.

Það er kaldhæðnislegt að Davíð og Geir skuli fá þessa útreið á Austurvelli stjórnað af þeim aðila sem hefur fengið öll þau mannréttindi til að giftast karli sínum og fá blessun þjóðkirkjunnar sem Davíð og Geir beittu sér fyrir honum til hagsbóta. Sjaldan launar kálfur...

Nú er tíminn til að hætta mótmælarugli og kalla á hjálp Guðs almáttugs! Amen! 

kær kveðja

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við höfum ekkert að sækja inn í Evrópubandalagið. Það væri hinsvegar glapræði að setja krónuna á flot aftur. Full ástæða til að biðja þess að ráðamenn sjái að sér með það.

Flest bendir til að lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fari einungis í vonlausar björgunaraðgerðir til handa krónunni. Það er ekki verjandi að leggja fleiri hundruð milljarða skuldabagga á fjölskyldur landsins til þess eins að kasta peningunum í hít krónunnar. Þeir peningar fara stystu leið úr landi.

Theódór Norðkvist, 16.11.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Johnny Bravo

Það versta við þetta Evrópusamband er náttúrulega að þetta klýfur alla flokka og svo er kosið um inngöngu á 2ára fresti þangað til landinu hefur verið þröngvað inn og þá hætta menn að kjósa.

Krónan er dýr, það er líka tungumálið, en krónan er ekki það dýr að við höfum verið með best atvinnuástand og laun og framleiðslu síðustu 5árinn. En efnahagur sveiflast alltaf. Veik króna eflir útflutning og margir öfunda okkur af veikum gjaldmiðli, Evran var búinn til, svo að lönd hættu að fella eigin gengi til að flæða iðnaðarvörum yfir nágranna sína í ESB.

Johnny Bravo, 16.11.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Árni þór

Evrópubandalagið nei takk

Árni þór, 16.11.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ævintýrið um Babelsturninn er skemmtilegt dæmi um hvernig maðurinn spinnur sögur til að skemmta sér við að skýra það sem hann skilur ekki. Í þess tilviki hversvegna tungumál væru ólík og fólk skildi ekki hvert annað.

- En þó þessi skemmtisaga hafi ratað inn í Gamlatestamentið eins og fjölmargar aðrar sögur, t.d. um Guði þóknanlega konunga sem tóku sér hundruð eiginkvenna, og eiginmann einnar konu sem sendi konu sína út um nótt í hendur nauðgara og opnaði ekki fyrir henni þegar hún barði dyrnar fyrr en hún lá þar látin morguninn eftir og lét þá í hefndarskyni drepa allar konur og dætur Benjamíníta og loks ræna nýjum konum fyrir karlkyns Benjamíníta svo ættstofn þeirra myndi ekki deyja út - og allt Guði þóknanlegt, en þó svoleiðis skemmtisögur um siðferði Guðs séu sagðar í Gamlatestamentinu - þá er fráleitt að kristnir menn sem hafa kærleika, samstöðu og samhjálp að sínu leiðarljósi trúi því að Guð hafi ruglað tungumál mannanna til að þeir gætu ekki unnið saman. - Ef Guð er skapari og Guð mannanna og skapaði mennina í sinni mynd og sendi son sinn til að boða okkur kærleikann er ekkert fjarstæðukenndara en þessi saga, eða hefur maðurinn ekki síðan reist stærri turna en Babelsturninn? - Og farið til tunglsins? - og líka skapað velferðarsamfélag Kristinna þjóða?

Helgi Jóhann Hauksson, 17.11.2008 kl. 03:40

5 identicon

Sammála mörgu, en held að krísan sé ekki tilkomin fyrir "tilviljun" eða "vanhæfni", heldur látin kremja okkur til að skapa þessa kröfu hjá almenningi um þetta kúgunarbandalag.  Sjáðu bara, allir flokkar vilja nú inn í EB, nema VG, og ef þeim fer að aukast fylgi þannig að það ógni þessari nýju stefnu, þá kæmi mér ekki á óvart þó þeir myndu einnig skipta um skoðun.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Jónas Jónasson

Þurfum við ekki bara aðeins að staldra við? slökkva á huganum og finna smá frið? Hver einasti stjórnmálaflokkur er ónýtur! Bjarni Ben: "Við erum kanski slæmir, en þeir eru verri"

Með annan fótinn á framtíðinni og hinn á fortíðinni pissar maður á daginn í dag.

Allar auðlindir eiga vera í eign þjóðarinnar og minka þarf allar yfirbyggingar eins og brynt að sameina allt höfuðborgarsvæðið þ.e.a.s. 7 sveitarfélög í  !!!!!!!!!!1!!!!!!!!!!!! Nýja stjórnunnarhætti henda þessu þingmannaSogskálaViniogkunningjaKjaftÆÐI! þar með er kronan orðin sterkari og svo getum við skoðað lán til Íslands.  

Jónas Jónasson, 17.11.2008 kl. 09:09

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Segi eins og Vinir okkar Teddi og Árni, við höfum ekkert í ESB að sækja s.s nei takk.

Þarna er meira atvinnuleysi en hjá okkur og við verðum ekkert spurð um eitt eða neitt varðandi okkar land. það munu koma skipanir frá Brussel hvort sem okkur líkar þær eða ekki. Erum við tilbúin að gefa sjálfstæðið til fyrrverandi kommúnista, nasista og fasista????

ESB = Nei takk

Hlakka til að lesa um blessanir í lífi þínu.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 12:40

8 Smámynd: Hinn sænski Che

Sæll Snorri.

Ég hef oft gaman af skrifum þínum. En ég var að velta fyrir mér, er það ekki í hag allra kristinna einstaklinga að ganga í ESB þar sem jú þrengingarnar virðast vera hafnar? Þá styttist í dómsdag NT og geta þá ekki allir "sann kristnir" samglaðst yfir því að hafa "unnið" heiðingjana?

Hinn sænski Che, 17.11.2008 kl. 22:25

9 Smámynd: Linda

ESB nei takk, þar gengur fjandinn laus, og þar er enga lausn að finna, en blekkingin er mikil.  Nú, varðandi mótmælin, ég er alveg á því að þau eigi rétt á sér, enda byrjaði trú mín t.d. vegna mótmæla eins mans.  það er hægt að mótmæla og krefjast bættari hugsjón og það er líka hægt að biðja Guð um að leiða okkur út úr þessum ógöngum, þetta þarf ekki að vera tvennt sem er aðskilið.  Ekki í mínum huga.

kv.

Linda. 

Linda, 18.11.2008 kl. 00:38

10 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Ég er svo hjartanlega sammála. Þetta er rotið inn að beini.Íslenska þjóðin er beitt kúgun, þá fara menn í örvæntingu sinni að líta í kringum sig og grípa á lofti það sem hendi er næst. Og finna það ekki betra en það að EB sé lausn á öllum vandamálum. Stjórnmálamenn gefast upp á ástandinu og hugsa með sér hvort ekki væri best að einhver annar sjái ekki bara um þetta fyrir okkur? Er ekki best að við tökum á þessu vandamáli saman eins og þjóð sæmir, við skulum ekki láta aðra gera það fyrir okkur! Erum við ekki sjálfstæð þjóð? Eða ætlum við líka að fara að afsala okkur sjálfstæðinu?Aumingjans grunnhyggjumennirnir, ég bara skil þá ekki að þeir skuli sjá þennan gríðarlega kost við það að ganga í EB. Ég ætla ekki að afselja mér mínu sjálfstæði sem við höfðum barst fyrir svo lengi, smána verk þeirra sem börðust fyrir því hörðum höndum og þannig gera það að engu.Ísland er lítið land, við höfum ekkert þangað inn að gera, við munum hafa svo lítið að segja þarna. Að afsala fullu sjálfstæði yfir okkar auðlindum fyrir eitthvað falskt fjárhagslegt öryggi? Nei takk.. Lærum frekar af þessu og gerum þá ekki sömu mistök aftur seinna meir. Við erum þokkalega sjálfbær þjóð og getum vel komið vel útúr þessu ef viljinn og krafturinn er fyrir hendi. Það er bara spurning um að standa þétt saman! Ef sá dagur kemur að við göngum inn í bandalagið þá er “þorskastríðinu” tapað…Við skulum ekki standa í tilgangslausum mótmælum sem engum skilar neinu til góðs, blessum frekar þá sem standa í fremstu víglínu að þeir megi taka réttar ákvarðanir í framhaldi af því sem gerst hefur, að það verði þjóðinni til blessunar. “Líf og dauði er á tungunnar valdi”

Ingvar Leví Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 12:48

11 Smámynd: Jóhann Hauksson

Við stöndum á erfiðum tímamótum og engar lausnir góðar þar sem við erum búin að glata sjálfstæði okkar hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Ég spái því að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill sem verði íslenskur dollar með fallegum og þjóðlegum myndum.

Ekki er ólíklegt að myndir af Geir og Davíð komi til með að prýða þá seðla. Ég segi enn og aftur megi algóður Guð hjálpa okkur og við hafa vit á að leita hans.

Jóhann Hauksson, 19.11.2008 kl. 07:15

12 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þessa grein Snorri og ég er þér hjartanlega sammála. Við þurfum að nýta okkar auðlindir sjálfir, en ekki afsala okkur þeim. Við getum mótmælt inngöngu í Evrópubandalagið, en Linda að mótmæla einhverju sem þegar er um garð gengið, til hvers ? Þegar fréttamenn tóku mótmælendur tali á Austurvelli, þá vissi enginn hverju hann var að mótmæla, bara sýna samstöðu, sagði fólk. Samstöðu með hverju ? Bankahruni ??? Eigum við að mótmæla fyrir utan hús einstaklinga sem verða gjaldþrota?? Nei, það er nær að biðja fyrir þeim, nú eða hjálpa þeim. Ríkisstjórn Íslands, þarf á fyrirbæn hinna kristnu að halda.

Kristinn Ásgrímsson, 20.11.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband