8.2.2009 | 10:27
syndin skemmir genin!
Það er athyglisvert þetta með genin. Konurnar í minni ætt hafa verið langlífar og dánaraldur er um og yfir 90 ár. Langlífið hefur því gert þær að ekkjum þær misstu menn sína nokkrum árum á undan.
Vitað er í gegnum söguna að aldur mannanna hefur stórlega lækkað . Ég vil líka benda á að t.d. þegar heimstyrjaldirnar geisuðu þá lækkaði dánaraldur gríðarlega vegna þess auðvitað að ungafólkið var sent á vígvellina og dó þar þúsundum saman. Dánaraldurinn varð því mjög lár.
Enn fremur eru til tölur um að vondur lífsmáti styttir líf manna mikið, eiturlyf, glæpalíf og kynferðislegt lauslæti sem hefur gjarnan verið kallað "hið ljúfa líf". En fylgifiskar þess hafa þar kallast á við sjúkdóma og ögrandi hegðun innantóms lífsmáta. Líkaminn hefur ekki þolað þetta "ljúfa líf"og hreinlega gefist upp. Syndin skemmir. DNA-líkamans er gert fyrir hreinan og heilbrigðan lífsmáta.
Rannsóknir hafa sýnt það að hjón sem gáfust hvoru öðru án þess að hafa verið í kynlífi áður með einhverjum öðrum hafa byggt upp eggjahvítuþol gagnvart hvoru öðru. Þau hafa getað gefið hvoru öðru líffæri jafnvel þó að vefjaflokkar þeirra séu ekki skyldir. Menn vita ekki alveg hvað veldur en tilgáta er um að við samfarir og snertingu blóðs og vökva mannsins myndist þol í ónæmiskerfinu.
Nú er vitað að eiturlyfjanotkun hefur eyðilagt sæðisframleiðslu fíkla sem hafa því getið af sér DNA-skemmda afkomendur. Þessi breyting eða skemmd verður ekki löguð því það er ekki svo auðvelt að endurraða núkleum DNA-sameindarinnar.
En með aldur mannsins er einnig frá sagt að Adam hafi dáið 930 ára að aldri. Menn hafa líka upplýsingar um að Jósef dó 110 ára og Jósúa var á sama aldri en Móse var 120 ára. Þannig hefur aldur mannsins verið styttur. T.d Móse segir í bæn sinni aldur mannsins er þetta 70 ár þegar best lætur 80 ár! Á dögum Móse var því aldur mannsins styttur.
Það er því greinilegt af mannkynssögunni að DNA-sameindirnar hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um okkur. Enn fremur er það trú kristinna manna að við endurkomu Jesú Krists verði dauðanum og djöflinum útrýmt úr tilverunni svo aldur mannanna verði sem aldur trjánna. Þá auðvitað verða DNA-sameindirnar lagfærðar enda hefur trúin á Jesú Krist kallað á heilbrigðan lífsmáta, innri frið og betri sýn á lífið og manninn. Það er því bætandi fyrir lífsmátann að verða kristinn. Það lengir lífið að taka upp kristinn lífsmáta jafnvel þó að DNA breytist lítið
kær kveðja
Snorri í Betel
Langlífisgenið fundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög atyglis verð grein hjá þér eins og endra nær,fær mig til að skoða þetta með genin,en seg mér þar sem ekki er um háan aldur til að fara hjá fólki mínu getur það sagt mér eitthvað til um hve háum aldri ég geti hugsanlega náð,eða eins og þú bendir á um hið ljúfa líf haft eithvað að segja til um aldur ekki það að ég lifi því en gerði það hér áður,þakka fyrir góða grein fær mig til að skoða málinn.
Kær kveðja Eygló.
Eygló Hjaltalín, 8.2.2009 kl. 11:00
Þú veist að reykingar stytta aldur manna vegna sjúkdóma, hreyfingarleysi og óregla eins og mikil drykkja gengur frá líffærum eins og lifur. Þannig er ekki aðeins DNA-sameindin sem ræður aldrinum.
kær kveðja
snorri
Snorri Óskarsson, 8.2.2009 kl. 12:08
Sjálfur er ég kristinn maður en hvað með trúlausan mann eða t.d. Búddista sem lifir hreinræktuðu lífi án eiturlyfja og einhvers óþverra, lifir hann lengi? Er það Kristnin eða hreinlífið sem heldur lífinu lengi í mönnum? Hvort tveggja segir þú kannski en það er ekki fullkomið svar er það? Það hljóta að vera margir þættir sem spila hér inn í, er það ekki?
Bergur Thorberg, 8.2.2009 kl. 12:41
Nú er vitað að eiturlyfjanotkun hefur eyðilagt sæðisframleiðslu fíkla sem hafa því getið af sér DNA-skemmda afkomendur.
Verða þessir afkomendur kannski Homosexual activ persónur seinna meir ?
conwoy (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:30
Sæll Snorri ég tel reyndar að Móse hafi í sálmi 90:10 verið að vísa til Ísraela sem í eyðimörkinni voru, það voru aðeins Kaleb og Jósúa sem komust inn í fyrirheitalandið af hinum fullorðnu, hinir létust allir. Guð sjálfur segir eftir syndaflóðið að hann muni stytta aldur mannanna í 120 ár. En það er alveg rétt hjá þér að óguðlegt líferni styttir æviárin. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 8.2.2009 kl. 14:57
telur tú að drykkju skapur og slík óregla geti gengið í erfðir eða er það umhvervið sem við öllumst upp í sem því stjórnar,ég byð forláts ef þetta er komið út fyrir grein þína.
Kær kveðja
Eygló
Eygló Hjaltalín, 8.2.2009 kl. 18:52
Og trúir þú því að til hafi verið einhver Adam sem varð 930 ára?Lífslengd manna hefur reyndar lengst en ekki minnkað frá því menn hafa haft áreiðanlega vitneskju um slíkt. Betra viðurværi minn kæri!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 21:19
Bergur
Ég trúi að líkaminn sé gerður fyrir hollan lífsmáta. Sá sem stundar hann fær að lifa fullan áætlaðan tíma, hverrar trúar sem hann er. Hinn kristni fær, vegna trúarinnar á dauða og upprisu Jesú Krists og að hann sé Guðssonurinn, eilíft líf.
Auðvitað spila margir þættir inní þetta lífsdæmi t.d er sagt frá því að Hiskía konungur fékk að lifa 15 árum lengur en til stóð vegna bænheyrslu. Við höfum svona dæmi í okkar samtíma.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 8.2.2009 kl. 21:41
hvernig sem við lifum þá lifum við bara hér á jörð bara í x langan tíma,en jú ef við lifum í óreglu og slíku þá greinilega minkum við þenan tíma okkar,já mikið rétt hjá þér að við sem hofum gefist kristi eigum með honum eilíft líf þanig að tíminn hér er bara skamur tími.
kveðja
Eygló
Eygló Hjaltalín, 8.2.2009 kl. 21:57
Sem sagt við eigum að taka mark á sögulegri skáldsögu með aldur manna hér áður fyrr þrátt fyrir að vísindi hafi sýnt fram á að líf fólks hefur lengst á seinni tímum. Já það er greinilega gott að lifa í "guðsótta"
Einarer (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:01
Eygló
Neysla lyfja eða áfengis er ekki arfgeng en sagt er að "fjórðungi bregði til fósturs" sem gjarnan útleggst þannig að háttalag uppalenda hefur mótandi áhrif á hegðun barna sem alast upp við slíka hegðun.
Barnið telur umhverfi sitt "eðlilegt umhverfi"; því það þekkir ekkert annað. Þegar barnið fer að "skemmta sér" tekur það upp þekkta hegðun, eins og það hefur séð aðra fara að, það er málið.
kær kveðja
Snorri Óskarsson, 8.2.2009 kl. 22:09
Sigurður Þór!
Eitt af því sem sannar að menn hafi getað lifað langa ævi er t.d. leifar risaeðlanna. Þær hefðu aldrei getað orðið svona stórar nema lifa lengi!
Biblían er studd gildum rökum, einmitt fyrir risaeðlu-leifarnar.
Snorri Óskarsson, 8.2.2009 kl. 22:25
Skjaldbökur geta lifað lengi í dag. En ekki manneskjur...Snorri. Hvers vegna veit ég ekki.
Bergur Thorberg, 8.2.2009 kl. 23:41
Bergur
Það er genetískt. En vel á minnst, skjaldbökurnar tilheyra eðlum og vaxa meðan þær lifa. Að lokum verða þær risaskjaldbökur. Því er eðlilegt að menn skilji að risaeðlurnar sanna háan aldur, langa æfi.
Biblían segir að við upphaf lífsins hafi hár aldur verið hjá mönnum líka.
kveðja
snorri
Snorri Óskarsson, 9.2.2009 kl. 00:09
Ég bíð enn eftir heimildunum þínum...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.2.2009 kl. 13:14
bíddu aðeins.....
Snorri Óskarsson, 9.2.2009 kl. 14:07
En hvað þá með það sem margur vil halda fram að alkahóllismi sé þanig að hann gangi í erfðir,ég er þér samála með að bæði uppalendur sem og nánasta umhverfi hefur sterk móttandi áhrif á barnið,Ég þakka þér kærlega fyrir svör þín þau hafa sýnt mér margt um aldur fólks í kringum mig,megi Guð blessa þig fyrir það.
Kær kveðja
Eygló
Eygló Hjaltalín, 9.2.2009 kl. 14:42
Adam var sem sagt risaeðla!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 00:01
þú ert glöggur, Sigurður! Ertu af "Adams-ætt"?
Snorri Óskarsson, 10.2.2009 kl. 22:10
Merkilegt. Beiðni mín um heimildir virðist þurrkast sjálfkrafa út.
Enn bið ég um heimildir fyrir fullyrðingum þínum um líffæraflutninga milli hjóna og DNA-breytingum í fíklum.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.2.2009 kl. 13:40
Tinna
Heimildirnar eru fengnar frá prófessor í lyfjafræði sem var á læknaráðstefnu í USA og hélt erindi um þá ráðstefnu. Þar var til umræðu þessi niðurstaða um ónæmis-samhæfingu líkama hjóna. Ég hef innt hann nánar eftir þessu og fengið að vita að þessi atriði hafa ekki verið birt í íslenskum fjölmiðlum, því miður. Menn eru eitthvað feimnir við þessi mál!
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 12.2.2009 kl. 17:52
Var það líka hann sem sagði þér frá DNA-skemmdum fíklum?
Það er svosem eftir öðru að telja frásögn eins manns nægar heimildir.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.2.2009 kl. 15:33
Tinna
Um afkomendur fíkla með DNA - skemmdir var fyrst getið af egyptskum læknum uppúr 1970 síðan hefur verið rætt um eitt og annað en í Scientific-American (okt.´08) var grein um þetta atriði. Þar var þess getið að sum fíkniefni brengli sæðismyndun og geri sæði slakt og gallað. Eitrið hefti eðlileg frumuskipti í kynkirtlum.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 13.2.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.