26.12.2009 | 22:20
Jesús og þú?
Þessar fréttir hljóma í eyrum mér sem "furðufrétt" eða jafnvel "ekki frétt"! En samt finnst mér merkilegt hve margir nútímamenn þekkja andlit á Jesú Kristi, gyðingnum sem fæddist fyrir 2000 árum, rúmlega! Hvað ætli það sé í okkur mönnunum sem vekur þessi hughrif?
Jesús fæddist sem ungbarn og var lagður í jötu. Himnintungl og stjörnur könnuðust við hann og leiðbeindu vitringunum frá Persíu til Ísraels og síðan til Betlehem.
Í höll Heródesar var kallað á hina skriftlærðu og þeir spurðir hvað fornu spámannaritin greindu frá um fæðingu hins smurða, Messías? Þá flettu men uppá staðnum hjá Míka spámanni í kafla 5. Engin spurning var um efni textans, Jú, Kristur átti að fæðast í Betlehem. En ekki er frá því greint að nokkur hafi slegist í för með vitringunum að líta með eigin augum hið spámannlega undur. Þeir sátu sem fastast í lærdómssetrum en vitringarnir létu stjörnuna ráða för. Táknið á himnum kallaði á viðbrögð!
Hjarðmenn á völlum fóru til að skoða barnið og litu það með eigin augum. Ekki var nein skýjamyndun eða svartir blettir á banana sem var með andlit Jesú, heldur hvítvoðungur, reifaður og liggjandi í jötu búsmalans. Jötunni var ekki haldið til hag eða hún sett á safn. Ekkert andlit friðarhöfðingjans mikla grópaðist í fjalir jötunnar.
Jesaja sá þetta andlit 600 árum áður en vitringarnir og hirðingjarnir mættu að jötunni. Hann lýsti því þannig:"Hann var hvorki fagur né glæsilegur svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur svo að oss fyndist til um hann". (Jes.53:2).
En hann kom til að verða krossfestur svo að hann mætti frelsa synduga menn. Og við fáum að halda hátíðirnar hans, jól, páska, hvítasunnu og sunnudaga til að minna okkur á þessa stórkostlegu gjöf Guðs.
Andlit hans er einnig að finna á líkklæðunum sem hann notaði eina helgi um árið 30 e.kr. þegar hann steig niður til Heljar og prédikaði fyrir öndunum sem syndguðu áður og öðrumsálum réttlátra sem biðu í forsal himinsins en höfðu ekki komist inn fyrr en Jesús Kristur opnaði okkur nýjan veg og lifandi, í gegnum fortjaldið- líkama sinn- og inní hið allra helgasta!
Svo á hann að birtast í huga okkar og háttalagi. Við erum kölluð til að vera hans lærisveinar. Þúsundir barna eru borin til skírnar á hverju ári, annar eins skammtur unglinga mætir til ferminga og heitir því að gera þennan Jesú að leiðtoga lífsins. En .. birtist hann í okkar mannlífi? Sést hann í mér og þér?
Það er kaldhæðið að andlit hans sjáist á bananahýði, innihurð eða skýjamyndum en ekki í okkur! Samt sagði Jesús í Æðstaprestsbæn sinni:"Í þeim er ég dýrlegur orðinn". (Jóh.17:10). Þannig eru hinir kristnu útvaldir til að birta mynd og persónu Jesú krists.
Ætli við stöndum okkur betur en bananahýði?
Gleðileg jól.
Snorri í Betel
![]() |
Jesús birtist á banana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég hvernig Jesús leit út, en myndin á hýðinu svipar til einhvers og fólk gefur sér að það sé Jesú. Ef einhver spyrði mig af hverjum myndin væri þá myndi ég svara:"Essasú?"
kveðja.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:40
Auðvitað er þetta ótrúlegt að þekkja mynd af bananahýði. Af manni sem er meira enn 2000 ára gamall. Ég er mestu erfiðleikum að þekkja sjálfan mig á skólamyndum og þekki mig alls ekki á myndum þegar ég var í vöggu.
Ég gerði einmitt pistil um þetta, því það hafði líka verið kona í útlöndum sem Jesú birtist á botninum á straujárni sem nú er heilagt. Það má ekkert nota það, þar sem það er hálfgert guðlast að nudda andliti frelsarans sjóðheitu á alls konar garma sem verið er að reyna að slétta.
Alla vega, þá vakti þetta straujárn heimsathygli. Jesú sjálfur, sem ég er ekki í neinum vafa að hefur húmor fyrir því mesta, hlýtur að veltast um af hlátri yfir þessu...annað er bara ekki hægt.
Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 17:35
Já margt er skrítið í Kýrhausnum,
Jesús sagði, að ef þú trúir, þá muntu sjá dýrð Guðs. Það er nóg fyrir mig, meira en nóg ...
G.Helga Ingadóttir, 3.1.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.