Að fortíð skal hyggja...

Þetta er góð tillaga hjá Oddi og Pétri. Saga okkar er auðvitað geymd í grafreitum landsins og hinar horfnu kynslóðir hafa markað í minningarreitina spor sem vert er að skoða. Þórunn hefur áreiðanlega valið að minningarreitur hennar yrði með kristnu ívafi. Kristnin er nefnilega mótandi trú og skapar persónuleika hún er nytsöm til fræðslu til umvöndunar til leiðréttingar og menntar okkur í réttlæti. Þessi trú hefur í sér fólginn boðskap um að við þurfum öll að mæta frammi fyrir dómstóli Guðs og fá "endurgoldið það sem við höfum aðhafst í líkamanum." (2.Kor.5:10)

Má vera að okkur þyki þetta framandi hugsun en sjálfsagt hafa systurnar Auður og Þórunn verið þessarar skoðuna eða trúar. Ég styð því heilshugar þessa tillögu að Akureyrarbær grípi tækifærið að skoða hina kristnu sögu staðarins og hvaða skilaboð liggja til okkar kynslóðar frá þeim sem horfnar eru. Sérstaklega væri það heppilegt fyrir Akureyrarbæ að grafa upp hin "fornu gildi" þar sem hann getur fengið leiðrétt stefnu sína gagnvart kristnum gildum sem hann hefur opinberlega ráðist á.

Það væri góð afmælisgjöf ef Akureyri leiðrétti stefnuna að hverfa frá kristninni og taka aftur upp varnir fyrir því sem innan kristinnar trúar kallast synd. Það er sorglegt að Akureyri skuli á afmælisári hafa gert sig seka um að vega að stjórnarskrárvörðum rétti manna til trúar- og tjáningarfrelsis. Ég styð það að þeir grafi upp hin gömlu gildi Þórunnar hyrnu! norri í Betal


mbl.is Kirkjugarður Þórunnar hyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Arnórsson

Já Snorri minn kæri... hversvegna yfirgafstu okkur Vestmannaeyjingana?

Aron Arnórsson, 14.9.2012 kl. 23:08

2 Smámynd: Aron Arnórsson

http://www.youtube.com/watch?v=T84nrp08MWo&feature=BFa&list=PL0C75D2DA34D4D3DE

Gefa sig að kynjasögum?! ... snorri taktu til máls segi ég.... skoðaðu EvE online trailerana.

Aron Arnórsson, 15.9.2012 kl. 02:20

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Sjá þjón minn, sem ég leiði mér við hönd, minn útvalda, sem ég hefi þóknun á. Ég legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt.

2Hann kallar ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum.

3Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti.

4Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans.

5Svo segir Drottinn Guð, sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út jörðina með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga:

6Ég, Drottinn, hefi kallað þig til réttlætis og held í hönd þína. Ég mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að ljósi fyrir þjóðirnar 7til að opna hin blindu augun, til að leiða út úr varðhaldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja.

8Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum.

9Sjá, hinir fyrri hlutir eru fram komnir, en nú boða ég nýja hluti og læt yður heyra þá áður en fyrir þeim vottar.

Aron Arnórsson, 17.9.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 241064

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband