Fortíð, nazismi og thalidómid-börnin!

Ég keypti Newsweek (sept.17, 2012) Þar er grein um lyfið "Thalidomid" sem framleitt var í Þýskalandi hjá "Grünenthal" rétt fyrir 1960. Strax á árinu 1959 kom í ljós að lyfið væri eitrað (toxic) því 100 000 vanfærar konur höfðu misst 90 000 fóstur. Frá Ástralíu kom athugasemd frá lækni sem tengdi notkun lyfsins við vansköpuð nýfædd börn. Þrátt fyrir þessar viðvaranir var ekki brugðist við og frekar reynt að hylma yfir þessi skelfilegu tengsl við afleiðingar lyfjanotkunarinnar. Nöfn tveggja manna eru nefnd í þessari grein en það eru nöfnin Heinrich Mücker og Otto Ambros sem höfðu báðir verið nazistar og gert tilraunir á mönnum sem átti síðan að farga. Heinrich gerði lyfjatilraunir á föngum sem áttu að gagnast gegn taugaveiki. Sá sjúkdómur hafði veruleg áhrif í fangabúðum þjóðverja á stríðsárunum. Heinrich var eftirlýstur af póslkum yfirvöldum fyrir glæp gegn mannkyni en þurfti aldrei að svara til saka vegna hins pólitíska ástands sem þá var risið og kallað "Járntjaldið". Hinn, Ottó Ambros, var dæmdur í Nüremberg réttarhöldunum fyrir fjöldamorð. Hann afplánaði 8 ára dóm en var ráðinn til Grünental. Það var í höndum þessara manna að taka mark á alvarlegum afleiðingum lyfsins og vaxandi fjölda tilfella á börnum með alvarlega fæðingargalla. En þá kom að siðferði þessara manna. Nazisminn hafði þegar sett mark sitt á hugsunargang þeirra og siðferðisleg viðmið - þeir höfðu ekki lært af fyrri mistökum. Þeir kunnu vinnubrögð og vinnusiðferði rústaða "Þriðja ríkis" en reyndust alls ófærir að vinna heiðarlega í opnu samfélagi. Það sýndi sig að þeir gátu sætt sig við að 10000 börn fæddust illa sködduð í Þýskalandi og víðar. Ég hef vellt þessari spurningu fyrir mér hvort brenglað siðferði sitji eftir hjá okkur og við verjum það með kjafti og klóm þó svo að "fæðingargallar" séu auglljósir? Sjúkt siðferði og slæmir mælikvaðrar á rétt og rangt hafa áhrif á börnin okkar þannig að þau skaddast sem gegnir borgarar og verða sem andleg "thalidómid " börn! Biblían segir: "Játið því syndir yðar, hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir:::" Annars förum við sömu leiðina og gömlu "Nazistarnir" við endurtökum sömu vinnubrögðin og læsum úti heilbrigði og gott siðferði. Andleg "Thalidómid-börn" halda áfram að fæðast meðal okkar nema að við snúum við og verðum sannleikans megin! Snorri í Betel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Arnórsson

Vona að þú sért ekki að tala gegn lyfjagjöf því að ef ég fæ ekki mitt lyf (Olanzapine) þá sturlast ég. Fæ neikvæðar og vonleisis hugsanir sem gera mig geðveikan.

Aron Arnórsson, 21.9.2012 kl. 22:02

2 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Aron, þú skallt ekki freista Guðs þíns en ef þú hefur trú þá skalt þú tala til fjallsins og segja því að steypa sér í sjóinn.

Áki Pétur Gíslason, 24.9.2012 kl. 15:35

3 Smámynd: Aron Arnórsson

Fer í fýlu ef þú svarar mér ekki...

Aron Arnórsson, 24.9.2012 kl. 18:37

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Aron

Það er ekkert að því að taka inn lyf sem verða okkur að gagni og eru okkur til hjálpar. Það sem þessi pistill minn snýst um er viðhorf þeirra manna sem bjuggu til lyf er ollu miklum skaða og vegna þesss hvernig þeir höfðu ræktað með sér óhuggulegt hugarfar nazismans þá voru þeir alls ófærir um að fylgja viðvörunum sem bentu til þess að lyfir thalidómid væri stórhættulegt og því mættu ófrískar konur ekki neyta þess; það varð börnum til stórtjóns.

k.kv

Snorri Óskarsson, 26.9.2012 kl. 10:00

5 Smámynd: Aron Arnórsson

Ok. Takk. En hvað með Elía? Jesús sagði berum orðum að hann ætti eftir að koma (í 3ja sinn?) og færa allt í lag. Ég hef verið í logum bókstaflega í Heilögum Anda og ALLT sannfærði mig að ég gæti komið fram sem hann. Elía þ.e. En hver þorir? Ég veit ekki hvort ég þori og ég drekk áfengi.

Kanski að skrifa allt niður á blað og læsa það inní vadekaninu? :D who knows.

Samt fékk ég þessa sannfæringu blá edrú og það inná stofnun.. ekki einusinni og ekki tvisvar heldur trekk í trekk. Alveg með ólíkindum hvað Andinn er skír og máttugur... Ef ég væri flokkaður í hóp Páls og félaga, þá yrði ég glaður að eilífu.

Auðvelt að þykja vænt um Snorra kallinn, þrátt fyrir misklíð hér fyrr á árum.

Aron Arnórsson, 28.9.2012 kl. 02:57

6 Smámynd: Aron Arnórsson

Og hvenær sætti Jóhannes skírari sonu við feður... það eru ekki nema smá klausa í NT um það sem hann sagði og gerði.

ÉG trúi að hann egi eftir að koma... 3ja sinn? skiptir mig engu en Jóhannes stóð ekkert í því að sætta sonu við feður.

Aron Arnórsson, 28.9.2012 kl. 03:06

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aron

Þetta segir Jesús um Jóhannes og komu Elía spámanns: "Og ef þér viljið við því taka, þá er hann Elía sá, sem koma skyldi." Matt. 11:14

Elía þýðir: "Drottinn er minn Guð"! Hver sá sem trúir því að Jesús Kristur sé Sonur Guðs og fyllist heilögum anda verður "Elía" í samtímanum því andinn vitnar í honum eins og Johannes og Elía gerðu á sínum tíma - Drottinn Jesús er minn Guð!

Amen

Snorri Óskarsson, 28.9.2012 kl. 08:25

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Aron

Varðandi sáttargerðina milli feðra og sona þá er greinilegt að prédikunin var salt og ljós til leiðréttingar fráfallinna manna. Jóhannes átti skv. lögmálinu að vera í Musterinu og prédika þar en hann var í eyðimörkinni. Hann sem sendiboði (engill) Drottins var í sömu sporum og Guð, útilokaður frá helgiþjónustinni í Musterinu. Musterið var gjörspillt eins og sjá má á því sem Jesús gerði, kastaði boðurm víxlaranna um koll og sagði "þér hafið gjört þetta að ræningjabæli"!

Fólkið fór og lét niðurdýfast hjá Jóhannesi, lægði sig og kom heim með auðmjúkt hjarta og fjölskylduvænt hugarfar sem efldi elsku sína til barnanna og eiginkonu. Sá sem frelsast verður fjölskylduvænn faðir, sonur, afkomandi eða maki!

Það má alveg færa rök fyrir því að bæði Elía og Enok eða Móse verði skilað frá himninum rétt áður en hinn mikli dagur endurkomu Jesú rennur upp. Þeirra hlutverk verður virkt þegar söfnuður hinna sanntrúuðu verður geymdur í upphrifningunni, í skýjum himins, meðan Antikristur leiðir þjóðirnar afvega og endar með þær á Ísraelsfjöllum í "Dómsdal" Drottins. Við munum þá vera með Kristi og koma til baka í fylkingu þeirra frelsuðu hingað á jörð. Þá hefst nýr tími sem við köllum Þúsundáraríkið!

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 28.9.2012 kl. 08:37

9 Smámynd: Aron Arnórsson

VÁÁÁÁ!!!!

YES Snorri!

Aron Arnórsson, 1.10.2012 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 241201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband