Líf gefur líf!

"Í honum var líf og lífið var ljós mannanna" segir Jóhannes þegar hann lýsir Jesú Kristi (jóh. 1:4). Jóhannes er talinn hafa ritað guðspjall og 3 bréf NT. sem eru nefnd eftir honum og þar má finna sama atriðið um mikilvægi lífsins. "Og lífð var opinberað og vér höfum séð það og vottum um það og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss. Já, það sem vér höfum séð og heyrt það boðum vér yður einnig til þess að þér getið líka haft samfélag við oss. (1.Jóh.1: 2- 39)

Þessi forni átrúnaður kristninnar virðist ekki eiga mikinn hljómgrunn í samtímanum. Þá tengist þessi fullyrðing einnig því að Biblían hafi lítið sem ekkert vægi í trú og viðhorfum okkar jafnvel þó svo við viljum teljast til kristninnar.

Þetta atriði með lífið - "lífið var ljós mannanna" - og að það skuli vera tengt því að boðunin er "lífið eilífa" er auðvita þess virð að skoða samhengið hjá postulanum. Lífið sem við þekkjum er býsna hverfult og menn vita svo sem að eina örugga í lífinu er að við deyjum. En hvaða samhengi er hjá Jóhannesi að tengja saman lífið sem ljós mannanna og sjón, vottun og boðun hans sé "lífið eilífa". Það var hjá föðurnum en er núna opinberað oss. Ekki fer það framhjá nokkrum manni sem kynnir sér kristnina að hér er verið að tala um Jesú Krist. Í honum býr "fylling guðdómsins" eins og Páll orðaði það fyrir Kólossumenn enda á allt tilveru sína í honum. Hann var fyrri en allt og kallaður þess vegna Alfa og Ómega, upphafið og endirinn.

Hvað er þá að fara framhjá okkur, kristinni þjóð, ef þessi forni átrúnaður er á undanhaldi úr okkar hugarheimi? Hugtakið "Trúfrelsið" er fyrirferðamikið í stjórnmálum og þeir sem ekki aðhyllast trúfrelsið eru jafnvel sagðir "óstjórntækir" hjá borginni.

Trúfrelsið er ekki víða þekkt fyrirbæri. Hvergi í Arabaheiminum er svokallað trúfrelsi því að flest ríkin þar eru "islömsk" ríki. Í Rómaríkinu forna var ekki trúfrelsi þó svo að menn gætu trúað á marga guði, þeir urðu að viðurkenna keisarann sem Guð. Nýjustu fréttir frá Kína herma að kommúnistaflokkurinn vilji fá yfirráð yfir kristnum átrúnaði þar í landi annars verði hann ekki samþykktur af yfirvöldum.

Hér á landi er sama yfirbragðið einmitt það að "stjórnvöld" samþykki átrúnaðinn. Nýja-Testamenntið álitið óæskilegt efni fyrir tíu ára börn. Þessi bók sem segir okkur boðskap Jesú og Jóhannesar, boðskapinn um Eilífa Lífið!  Það eru mannréttindin sem nú eru aðalatriðið hjá okkar stjórnvöldum ekki endilega rétturinn til lífsins!

Eina baráttumál Kvennalistans sem hann náði fram á sínum tíma var rétturinn til að eyða fóstrum. Líkami konunnar (móðurinnar) var talinn æðri litla fósturlíkamanum, jafnvel þó svo að hann væri kvenkyns.

Nú hafa undanfarin átök á Gaza leitt okkur heim í sanninn um að trúin þar (Islam) hvetur menn, konur og börn til að fórna sér í jihad, heilögu stríði. Þetta er þeim ekki valkvæmt heldur skylda. Að deyja í heilögu stríði er eina örugga leiðin fyrir múslimann til að komast til himna og hljóta vist með 72 yngismeyjum í fanginu.

Menn hafa lengi réttlætt sjálfsfórnir í stríði og að falla fyrir góðan málsstað en eitt er vert að skoða hjá okkur í ljósi þessa. Hin kristni arfur og trúin á Krist hvetur okkur til að "slíðra sverðið" en ekki vega meðbræður okkar. Lífinu er þannig gert hærra undir höfði af höfundi lífsins þar sem öll fylling Guðdómsins býr heldur en til er í öðrum trúarbrögðum.

Hin bestu mannréttindi og öruggasta tilvera manna hefur verið fram að þessu í hinum kristnu þjóðfélögum þar sem áherslan er lögð á að varveita lífið en ekki eyða því. Er að undra að kristin sjónarmið skuli vera komin í andstöðu við samtímaviðhorfin sem gera ráð fyrir að lífið hafi orðið til fyrir tilviljun og sé hér vegna tilviljunar?

Kristnin boðar að lífið hér sé komið frá Höfundi og Eilífa lífið sé einnig komið frá Höfundi. Þannig er sagt að : "Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist" !(Jóh 17:3)

Þá sést það vel út frá þessum orðum að við höfum val. Valið snýst um það að þekkja Guð og Jesú Krist. Þá kemur ávöxturinn af því vali að hlotnast eilíft líf fyrir bragðið. Við höfum ekkert val gagnvart dauðanum, hann hefur "frjálsan aðgang" vegna atburða sem áður gerðust og við ráðum ekki við í dag. Þess vegna erum við í veröld þar sem samspilið er syndin og dauðinn afl hennar.

 Þegar Ísraelsmenn fengu lögmálið máttu þeir vita að þeir áttu að verða fyrirmynd þjóðanna um hvaða atriði og lífsmáti færði þeim líf, blessun, langa- og farsæla ævi. Þegar Móse var að klára verkefnið sitt í eyðimerkurgöngunni þá lagði hann fyrir Ísraelsmenn þessa forskrift frá Höfundi lífsins: "..ég hef lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. Veldu þá lífið til þess að þú og niðjar þínir megi lifa, með því að elska Drottinn Guð þinn..."!(V.Mós. 30: 19)

Mér finnst eðlilegt að leggja fyrir þig sömu hvatninguna. "VELDU ÞÁ LÍFIÐ"!

Veldu trú og mannréttindi sem styðja lífið og byggja upp heilbrigðisþjónustu, skóla, stjórnkerfi og kirkjustarf sem veita líf, fæddum sem ófæddum.

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir góða grein Snorri

Mér kemur til hugar orðið þar sem Jesús segir og lesa má í Jóhannesarguðspjalli 11.kafla 25-26.vers: "Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og sá sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja".  Þetta sagði Jesús við Mörtu, en bróðir hennar, Lasarus var látinn og hafði legið í gröfinni í fjóra daga.  Jesús var kominn til að reisa Lasarus upp frá dauðum og sannaði þar með að Hann hefur vald yfir dauðanum og getur gefið "dauðum" líf.  Málið er einmitt það að við dauðlegir menn getum öðlast lífið fyrir trúna og ekki bara fyrir trúna heldur fyrir samfélag okkar við Jesú Krist, því Hann er lífgjafinn.

Bestu kveðjur norður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.9.2014 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 241387

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband